Þjóðhvellur - 13.04.1907, Blaðsíða 4

Þjóðhvellur - 13.04.1907, Blaðsíða 4
28 PJÓÐHVELLUR Carl Ólnfsson, Ijósmyndari, Austurstræti 4, Reykjavík, ÞJÓÐHVELLUR kostar io a. nr., borgast út í hönd; kemur út að morgni annan hvorn laugard., oftar ■ef vel gengur. Menn geta orðið fastir áskrifendur ef þeir borga hvern ársfj. með 50 au. —Augl. þuml. kost- ar 1 kr. Hlunnindi veitt auglýsendum, og er þeirra getið þá er samið er um augl. Afgreiðsla blaðsins er hjá Karl Bjarnasyni, Hverfis- götu 5, þar geta menn fengið blaðið keypt, og þa.igað leita drengir, er selja vilja blaðið í bænum. Abyrgðarm. blaðsins er Hallgr. Benediktss., Berg- staðastr. 19. Heima kl. 3—4 og 8—10 síðd.; veitir hann viðtöku stuttum og smellnum skrýtlum og ritgerð- um og kemur þeim til ritst'. blaðsins. A Bergst.str. 19 geta menn líka fengið blaðið kej'pt alla tíma dags. Áskrifeiulur aö Pjóhv. geta menn orðið, ef þeir borga ársfj. (6 blöð) fyrirfram með 50 a. S Orðsending. Heiðrnðu bœfarbúar! Munið, að hjá Carl Barlels, úr- smið, á Laugavegi 5, er fegursla úrval af úrum, klukkum og alls- konar skraulmimum úr gulli, silfri og nikkel. Alt valdir og vandaðir nmnir. Þar er úrvalaf sumargjöfum. Loftgrip úrbænum. Mismæli eftir miðdegisverð: Æ! hvað eg er þyrstur! ■— Eg át svo salta hamingju til miðdags í dag — það veit kj'ótsúþan. Verðlaunavísa: Ef eg væri ekki til ósköp kátur væri’ eg þá; hoppa skyldi’ eg hér um bil hálfa yfir Kötlugjá. Sá kunni lagið á hlutunum: Módirin'. Hefurðu sagt honum pabba þínum að koma upp að borða, Nína mín! Nina (6 ára): Já, eg fór niðrá verk- stæðið til hans áðan og beiddi hann að koma. Módiritr. En því kemur hann þá ekki? Nína: Það var einhver stúlka hjá honum, sem var að biðja hann að lóða í gat á katli eða könnu, sem hún var með — og svo —. Módirin: Og svo hvað! Nína: Og svo, mamma, og svo sáeg nokkuð, þegar eg læddist inn fyrir hurðina — Móðirin (ineð ákefð): Og hvað sástu svo sem! Ntna: Stúlkan var með hring á þeirri hendinni, sem hann pabbi hélt í, — og svo hló hann pabbi framan í hana. Móðirin: Og hvað svo meira — segðu raér satt Nína — þá skal eg gefa þér inola. Nina: Og hann kysti á hendina á henni. Móðirin: Segðu mér satt! Gerðu þau ekkert meira! Nína: Og svo urðu þau vör við mig — og þá hrukku þau við — og svo fór eg upp aftur. Móðirin (í hljóði): Bölvaður óþokkinn. Bóndi (kemur 1 þessum svitum): Loks- ins kem eg þó að borða. Það kom stúlku-tetur með götóttan ketilgarm til aðgerðar, — hún tafði mig. Húsfreyja (hleypur upp); Hún hefir líklega verið götóttari á henni lúkan, úr þvf þú fanst ástæðu til að lóða í hana með kossi, þrjóturinn þinn! Bóndi (þykist horfa á hana steinhissa og saklaus, sem engill): Hvaða bansett bull er í þér, góða mín. Sökin er sú, að eg varð að saga trúlofunarbringinn af stúlkunni, því hann var henni alt of þröngur, — svo vætti eg blessan putt- ann á henni með tungubroddinum mín- um um leið og eg smeygði hringnum fram af —. Það var alt og sumt —. (Og svo kysti hann auðvitað konuna sína — og fór að því búnu að borða). — Sú var skynsöm: Faðirinn: Það er orðið svo dimt, að eg sé ekki lengur til að lesa. Dóttirin (14 ára): Á eg þá ekki að opna gluggann, pabbi. Sjóndepra. Maria litla: Nei, sko! Sjáðu regn- bogann yfir grautnum mínum, manna! Móðirin: Hvaða bölvuð vitleysa er í þér stelpa, það er kanel og sykur! Söknuður. „Hvers hefirðu saknað mest um æf- ina? spurði Jón. „Saknað mest? Það skal eg segja þér. Móðir minnar hefi eg saknað mest og þar næst stúlku er synjaði mér ástar sinnar", sagði Björn". — En hvers hefir þú saknað mest? spurði hann svo. „Já, það er vandi að segja, því kon- una mína hefi eg mist og barn o. fl., o. fl. En eg held samt að eg sakni þess arna rnest", sagði Jón og benti á tóma augnatóftina. (Hann hafði sem sé ein- hverntíma mist annað augað í „fylliríí“). Munur — og ekki munur. Bindindism.: Sérðu þá ekki muninn á vínveitingaknæpu og bindindishótelli? Bakkusarliðinn: Raunar sé eg mun inn, en mér þykir hann ekki sérlega mikill. Bindindism.: Ekki það? Bakkusarl.: Nei! Því á vínveitinga- húsunum eru það gestirnir sem drekka áfengið, en á bindindismannahótellun- um þjónarnir og veitingamennirnir. Pjóðkuim Yi n s æ 1 Biddarasaga er 'PJ/VLAE-TÓN8 SAGA. Fæst á Laugayegi 19. Kostar að eins 50 aura. Vei’ðlaun! Hver sá drengur eða telpa, sem sel- ur 100 eintök af hverju tölubl. »Þjóð- hvells« þennan ársfjórðung (alls 500 eintök) fær, auk hinna venjulegu sölu- launa (25 au. af krónu) 5 krónur út- borgaðar hjá ábyrgðarmanni blaðsins í ársfjórðungslok (þ. e. þegar 6 blöð eru út komin). — Þetta ættu drengir og telpur, sem vilja vinna sér inn aura, að nota sér með ástundun. Þjóðhv. er til sölu á pessum stöðum: Hverfisgötu 5, Laugav. 19, Bargs.str. 19. Bræðraborgarstíg 4. Þeir, sem selja vilja blaðið, snúi sér á HVERFISGÖTU 5 og BERGSTAÐASTR. 19. Ábatavinna fyrir drengi og telpur. Prentsmiöjan Gutenherg. Afgreiðsla »Pjóðhvells« er á Hverfisgötu 5 og Bergstaðastræti 19.

x

Þjóðhvellur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðhvellur
https://timarit.is/publication/222

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.