Þjóðhvellur - 04.05.1907, Page 1

Þjóðhvellur - 04.05.1907, Page 1
I r* \, ] . ( r.. / '/£>OC<Ui.il W* <? V- ^vWi - <a ww-~ | ÞJOÐHVELLUR BLAÐ TIL SKEMTUNAR, FRÓÐLEIKS OG ALVARLEGRA ATHUGANA Nr. 9 REYKJAVÍK, 4. MAÍ 1907. 11, 2. ársfj. C. & L. Lárusson, Laugaveg, 1, Reykjavik. Póstliólf A. 31. Telefón 10. Jónatan Porsteinsson, kaupm., Húsgagnaverslun. Laugaveg 31. Telefón (54. Jóliann Arinann Jónasson, Laugaveg 12. úrsmiður, Telefón 112. íöbilöc/t §umai?! Lögregluþjónarnir okkar. Eg hefi oft gefið þeim auga bless- uðum, og þótt aldrei liaíi eg ferð- ust um útlönd, efast eg um, að nokkursstaðar í víðri veröld sé aumara og bágbornara lögreglueft- irlit, en liér í Víkinni. Nu í bili eru þeir 4, lögreglu- þjónarnir okkar, — og eg skil varla, að neinum dyljist, að þeir séu of fáir, í jafn víðáttumiklum bæ. — En slcppum því, og spyrjum held- ur: Eru þeir starfa sínum vaxnir? Eg leyíi mér að svara því neit- andi; — ekki vegna þess, að eg virði þá ekki sem Þorvald og Pál o. s. frv., heldur af því, að mérhefir alt af fundist, að tiltektir þeirra í starf- inu gætu ekki vakið hjá manni neina glæsiskoðun á þeim, sem lög- regluþjónum. Og er það ekki eðlilegt? Hafaekki lögregluþjónarnir hérna ekki tekist starfið á hendur óund- irbúnir að öllu, þá er þeir liafa fengið veitingu fyrir því? Starfið það er of vandasamt og aðgæzluvert til þess, að engan und- irbúning eða lærdóm þurfi til þess, að takast það á hendur. — A því leikur ekki vafi. En svo er að líta á annað. Lögregluþjónarir eru látnir vinna hér ýmislegt, sem ekki ætti að konta þeim við — vegna þess hve fáir þeir eru og starf þeirra víðtækt — og einmitt vegna þess, live miklum tíma þeir verja þannig, er það auð- skilið liverjum athugulum manni, að eftirlit þeirra verður fyrir það enn þá aumara og amlóðalegra, en það þó annars gæti verið. Þeir eru t. d. látnir birta stefnur, notaðir í hinar og aðrar sendiferðir fyrir fógetaskrifstofuna þegar svo ber undir, og ef til vill oftar en þörf gerist, — og heyrst hefir það jafnvel, að skuldheimtu hefðu þeir með höndum við og við. En undarlegast af öllu og jafnvel ógeðfeldast er það, að sjá þessa ör- fáu lögregluþjóna — sem gæta eiga laga og réttar úti við — sem eiga að vera á verði, eins og valir á veiðum, um endilangan bæinn, hanga tímum saman uppi í hegn- ingarhúsi við vitnaleiðslur og rétt- arhöld, hreyfandi varfa hönd eða fót, heldur horfa í gaupnir sér með þessari jmdislegu værð -— þessu dreymandi augnaráði— sem í raun- inni einkennir alla reykvíska lög- regluþjóna — nema Porvald. Og þótt bærinn hefði duglegustu lögregluþjónum á að skipa, er mjög liætt við því, að eftirlitið yrði veiga- lítið, meðan starfi þeirra er þann- ig skift. En þessu verður að breyta, — hjá því verður varla komist. Pví svo lengi flýtur í þessu efni, að ekki sekkur. Og víst er um það, að væru Reyk- vikingar ekki eins spakir og frið- samir menn og þeir eru yfirleitt, veit eg það með vissu, að sumir okkar núverandi Iögregluþjóna, hefðu tæplega fótavist nema öðru hvoru. Þá sjaldan, að eg hefi gengið um stræti og götur þessa bæjar og gefið auga lögregluþjónunum, minnisteg ekki að hafa séð hjá þeim hinn minsta áhugavott góðs eftirlits — utan Þorvaldi — (við hann eru flest- ir strákar skelkaðir); en annars eru hinir vanalegast með höfuðið liangandi í bringu niður, og lognast þetta áfram liægt og letilega, líkt og örkumla menn. Það hefir oft komið fyrir, að þeir hafa ekki veitt eftirtekt strákum, sem hafa verið að slá gjarðir fram hjá þeim, eftir miðri götu, eða strákum, sem hafa verið í boltaleik, við nefið á þeim. Og lögregluþjón hefi eg séð i svo væru og innilegu samtali við wheldri mann« á gölunni, að hann gat ó- mögulega gefið sér tíma til að tvístra strákahóp, sem var spölkorni ofar, að áreita hált-kendan mannaum- ingja, með ósæmilegum orðum og athöfnum. Og svona mætti benda á margt og margt. Og mér hefir oft komið til hugar, að það mundi ekki vera svo örð- ugt röskum og órögum unglingi, að breyta stöðu þeirra með því að bregða á þá járnum; óvíst að þeir yrðu þess varir, fyr en um seinan. Þeir bjóða góðan daginn sjötta hverjum manni sem fram hjá þeim gengur, — taka í nefið — ja, við skulum segja hjá fimta hverjum náunga, og rabba við þriðja hvern kunningja sein þeir hitta. Og svona gengur það —! Annars hefir mér stöku sinnum komið það í hug, að sá mundi ekki siður hygginna lögregluþjóna, að gera sér far um að þekkja marga, ganga með mörgum, eða láta menn »veiða sig« sem kallað er, heldur að vera dulur og fremur fáskiftinn við náungann, og skifta sér lítt af öðru en því, er skyldan býður.

x

Þjóðhvellur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Þjóðhvellur
https://timarit.is/publication/222

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.