Þjóðhvellur - 04.05.1907, Blaðsíða 3

Þjóðhvellur - 04.05.1907, Blaðsíða 3
Þjóðhvellur 35 Húsgagnaverzlun Guðm. Stefánssonar, Bankastræti 14. Telefón 128 Benedict Gabjíel Benedictsson, skrautskrifari, _____ Austurstræti 3. Reykjavik. Bækur, ritföng o, fl. á Laugaveg 19, ekki heyrt nákvæmlega frá því gildi; — en illa telur hann stúdenta heillum horfna, haíi ekki nokkurt tár úr heilsu- brunnum vors kæra Bakkó runnið að kverkum peirra til að örfa sál og sinni, liðka raddböndin og gefa betri melt- ingu krydduðum krásum. — Og lofað- ur veri hver sá, sem hrópar hátt og snjalt: Lifi Bakkus og munndangshóíið. Sumardagurinn fyrsti rann hér upp bjartur og broshýr, eins og svo margir dagar nú undan- farið. Um kvöldið skemtu hornamenn. Streymdu menn pá til Austurvallar og stárir hópar piltna og stúlkna stigu umhverfis, tagnandi sumri og sól, til að sýna sig og sjá aðra og óska gleði- legs sumars. Fánar blöktu á stöngum um allan bæ, og var Dannebrog i al- gerðum meiri hluta, — pví íslenzku fánarnir voru að eins 5 talsins, sem í petta sinn blöktu fyrir vorblænum. En pennan dag spáðu pvi margir spak- ir menn, að ekki mundu mörg sumur hverfa, áður íleiri fánar, af sama bergi brotnir og pessir 5, sæjust blakta hér fyrir ísl. andvara, sigri hrósandi yflr pví, að liafa pokað héðan burt upp- heimsgjöf ibúanna skamt frá Skagerak og Kattegat. Valdimar Ottesen kaupm. hefir, að pví er heyrst hefir, höfðað mál á ritstj. »Rvíkur« fyrir ummæli hans um hann í haust, pá er V. var tekinn fastur út af óljósum grun um, að hann hefði kveikt í verzlunarhúsi Carl’s Lárussonar og peirra félaga. — Var pað rétt gert af V. O. að hleypa peim ummælum í dóm, pví engum á að haldast pað uppi, að bera óhróður og ærukrenkjandi ummæli um menn i raunum peirra, jafnvel hvort sem um sakleysi eða sök er að ræða; pað eru jafnan nógu margir, sem snúa bakinu við mönnum, sem fyrir óláni verða, pótt blaðstjórarnir láti pað ógert, að óransökuðu máli, — og hjá flestum stiltari og betri mönnum voru ummæl- in um Valdimar Ottesen í »Rvík« í haust dæmd til dauða, eins og pau líka verðskulduðu. Pétur Brvnjólfsson, Ijósmyndari, Hvcrfisgötu._______Rcykjavik.________Telefón 76. Carl Ólafsson, ljósmyndari, Austurstræti 4, Reykjavik, B æ jar*molar. Þegar gengið er um Lækjargötu, og horft er upp eftir, verður fyrir auganu ný Skólavarða. Hringferð frumefnanna. Þegar verið er að grafa fyrir húsgrunn- um hér í Miðbænum, er ekki fátítt að sjór komi um flóð upp í grafirnar, ef djúft er grafið. Fyrir einum slíkum grunni var einmitt verið að grafa nú fyrir skemstu og kom par upp kolblát sjór\ við þessu var gert á þann hátt, að 3 og 4 efldir karlmenn stóðu dag og nótt og dældu sjónum upp úr grunninum í götu- ræsin; en afrenslið sögðu kunnugir, að muni hafa gengið til — sjdvar. Nú er hún byriuð reiðhjólaumferðin um göturnar hérna. Menn ættu alment að vara sig á þeim ofögnuði, einkum er þeir fara fyrir götuhorn. Það getur kom- ið í veg fyrir manndráp. Til athugunar fyrir heilbrigðisnefndina skal þess getið, að renslið úr „löngu- vilpu“ við gaflinn á húsinu nr. 23 f Þing- holtsstræti, flæðir nú í fullum krafti yfir strætið þar. Megn óþefur. — Alls ekki bjóðandi ríkisþingsmönnum skemtiganga um strætið það. — Einnig er líkt ástatt á móts við Gutenbergprentsmiðju. Flóð- ið stjórnlaust í köflum, og svo víðar og víðar. — Einnig verður að taka fram, að lítið batna vilpurnar við Bergstaða- strætið og Spftalastíginn, þrátt fyrir í- trekaðar áminningar. — Mundi ekki þörf að ræsa fram aðgæzluleysi heilbrigðis- nefndar vorrar? Þeir M. Benjamfnsson og Þ. Þ. Clem- entz, kváðu vera búnir að setja á fót svo afarmikla og ásjálega Reiðhjóla út- sölu í Veltusundi hjá Magnúsi, að efi er talin á því, að Veltan fái staðið á grunn- inum; búizt jafnvel við, að hún einhvern góðan veðurdag, sjáist brunandi á hjól- hestum um allar götur. — Hún má svei mér hlakka til, lögreglan. Sfðan klukkuvörður dómkirkjunnar kom aftur frá Kaupmannahöfn, hefir kirkjuúrið tekið stakkaskiftum, — oggeng- ur nú stöðugt. P. f’. Clementz, vélfræðingur. hefur verkstæði til viðgerða á reiðlijólum o. fl. frá 14. mai, Veltusundi 3 (i húsi M. Benjamíns- sonar úrsmiðs). Loftskeyti. I Latínuskólanum í gær, er sagt, að það hafi borið til tfðinda, að piltur einn hafi skrifað þessi orð á blað: „Hold Mund, din danske Hund“, stungið sfðan miðanum hægt og gætilega í vasa eins kennarans, sem vera kvað vinur vorrar núverandi stjórnar, en annar piltur, sem tengdur kvað vera nefndunv kennara, á að hafa sagt honum frá í kyr- þey, hver valdur væri að þessu, og beðið' hann fyrir. En bekkjarbræður hans, sem> komist höfðu á snoðir utn það, höfðu eng- ar vöflur, tóku þann, er „kjaftaði frá"V brunuðu með hann á hendingsferð niðrí „Skólapóst11, dældu vatni yfir hann allan og sendu hann svo heim til þerris. — Hafði svo faðir „hins blauta" lýst sök á hendur piltum við kennara, en að árang urslausu — segir sagan. Loftg-rip iii* Einkennilegt kapphlaup Hundskinnsrófa og haframél hlupu’ í einum spretti, gjarðajárn af gömlum sel og gleraugu af ketti. Eftirtektaverð auglýsing. I blaði einu kvað hún einhverntíma hafa staðið pessi auglýsing: Allskonar vefnaðarvara, svo sem andarnefjulýsi og aðrir suðrœnir ávext- ir, fást altaf í verzluninni á Laugavegi nr. 219. Brennivín — templaradrykkir. Pétur: Hvernig líður þér nú annars síðan þú hættir að drekka og gekkst í Regluna? Pált: Bölvanlega — töluvert ver en áður. Pétur: Nú — og pví þá? Páll: Meðan eg drakk brennivínið liafði eg þó stöku sinnum frið fyrir »timburmönnum«, — en síðan eg fór að pamba pessa templaradrykki, er eg altaf að drepast í maganum, — og af tvennu illu kýs eg heldur »timbur- mennina«. — Móses hafnsögumaður. Kennarinn: Hvaða maður var Móses ? Drengnrinn: Hafnsögumaður hefir hann hlotið að vera.

x

Þjóðhvellur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðhvellur
https://timarit.is/publication/222

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.