Þjóðhvellur - 04.05.1907, Blaðsíða 4

Þjóðhvellur - 04.05.1907, Blaðsíða 4
36 P J Ó Ð H Y E L L U R ÞJÓÐHVELLUR kostar 10 a. nr., borgast út í hönd; kemur út að morgni annan hvorn laugard., oftar ef vel gengur. Menn geta orðið fastir áskrifendur ef þeir borga hvern ársfj. með 50 au. —Augl.-þuml. kost- ar 1 kr. Hlunnindi veitt auglýsendum, og er þeirra getið þá er samið er um augl. Afgreiðsla blaðsins er hjá Karl Bjarnasyni, Hverfis- götu 5, þar geta menn fengið blaðið keypt, og þangað leita drengir, er selja vilja blaðið í bænum. Abyrgðarm. blaðsins er Hallgr. Benediktss., Berg- staðastr. 19. Heima kl. 3—4 og 8—10 síðd.; veitir hann viðtöku stuttum og smellnum skrýtlum og ritgerð- um og kemur þeim til ritsti. blaðsins. A Bergst.str. 19 geta menn líka fengið blaðið keypt alla tíma dags. Ljómandi falleg fenn- ingarkort, meö islenzkri og danskri ríritan, fríst rí Skilavörðustíg 5. Kennarinn (hissa): Hafnsögumað- ur!? — hvernig þá? Drengurinn: Vegna þess, að Israels- menn, eftir hans tilvísun, komust yflr Rauðahaflð, án þess að drukkna. Kennarinn: IJú ert auli, — það var ekki Móses að þakka — lieldur Drengurinn (sem greip fram í); stafn- um hans —. Skyldi hann hafa vaknað? Lögreglustjórinn: Þeir hafa auðvitað ekki sýnt af sér neinn óróa eða mót- þróa, þegar þér voruð á verði um borð í botnvörpnungnum í nótt. Lögreglupjónninn : Ojú — töluverðan. Lögreglustj. (snöggur): Nú og hvern- ig þá? Lögreglupj.: í'að voru tveir afskips- mönnunum, sem stöppuðu niður fót- unum. A sínum tíma stóð í blaði svohljóð- andi Auglýsing: Peir sem kunna að fá snjóbirtu í aug- un af að lesa »fjallkonuna«, eru beðn- ir að snúa sér til »reykjavikur« sem hefir nægilega svartar síður fyrir augn- veika að rýna í — til lækninga —. „Engin símskeyti í dag“. (sbr. »Dagbl.« f). Síminn kominn loks í lag, leiðin öll er könnuð. Engin skeyti eru’ í dag. „Eftirprentun bönnuð". Á dansleik. (Árni og Kristin sitja í einu horni danssalsins og eru að hvíla sig eftir dansinn og spjalla saman). Áskrifendur að Pjóðhv. geta menn orðið, ef þeir borga ársfj. (6 blöð) fyrirfram með 50 a. Arni (lágt í eyra henni): Hvernig tækirðu því, ef eg beiddi þig um að verða konan mín? Kristín (hlæjandi og dálítið ertin): Jeg mundi fyrst spyrja þig, livað þú hefðir mikil laun um mánuðinn. Arni: Það er undarlegt! Hvernig geta mánaðarlaunin mín komið því við? Kristín: — IJá gæti eg vitað það strax, hvort þú hefðir nokkuð afgangs til skemtana, slifsa- og svuntukaupa o. s. frv. Arni: Eg vil gjarna segja þér það, ef það eitt er í vegi fyrir því, að þú svarir mér. Kristín: Jæja, segðu það! Arni: Eg hef 50 krónur um mán- uðinn. Kristín (hugsar sig um góða stund): Pá ætla eg að segja já. — Pú hefir miktu hœrri laun en hann pabbi; hann heflr 700 kr. í árslaun, og lætur mig hafa alt sem eg vil, — þú stendur þess vegna betur að vígi — ekki satt? Þögn er sama og samþykki. Verkmaðurinn: Mér þykir það and- s .... skrítið að fá ekki að hafa verk- færin mín i friði. Verkstj.: Nú — liver rifur þau frá yður? Verkm.: fað gerir hann Jón þarna, og Bjarni sagði mér áðan, að þegar eg hvappaði mér frá, þá kæmi Jón hér að og segði: »Má eg fá þetta lánað?«, og svo þegar enginn svarar honum segir hann aftur: »þögn er sama og sam- þykki«, og labbar svo burt með verk- færið hinn rólegasti. Rauðeygður bryggjueigandi. Piltar nokkrir hér í bænum, sem eiga siglingabát og hafa farið nokkrum sinn- um á honum hér Ot á höfnina og haft uppi íslenzka fánann, hafa við og við lagt bátnum við bryggju einnar stórverzlunar- innar. Þegar eiganda bryggjunnar, sem af sumum er talinn dansklundaður mjög og fjarri því að vera skynsamur um skör fram, var sagt frá, að piltarnir hefðu ísl. fánann í bát sínum, óð hann nreð stóryrðum og frekju r.iðrá bryggju til báts- eigenda, er voru þá að binda bátinn við bryggjusporðinn, og bannaði þeim að lenda þar framar eða geyma þar bát sinn. Skárra er það nú friálslyndið, piltar. Spnrningar Kennarans og syör lærisyeinsins (tekin orðrétt). 1. Hvað er það sem á er tekið, eneng- inn fær séð? Svar: Sál mannsins. 2. Hver nefndi fyrstur guð? Sv.: Andskotinn. 3. Hverjir eru þeir 3 hlutir, er aldrei verða fyltir? Sv.: Sjór, helvíti og ágjarn maðtir. 4. Hver gerði fyrsta skipið? Sv: Nói örkina. 5. Hver baðst þrisvar sinnum fyrir, og sá ekki himininn og kendi ekkijarðar? Sv.: Jónas í kviði Hvalfiskjarins. 6. Hvaða skip hefir borið alla menn? Sv.: Örkin hans Nóa í syndaflóðinu. 7. Hvar er það land, sem sól hefir eigi skinið á nema nokkrar stundir? Sv.: Botninn í hafinu Rauða. 8. Hverjir hafa dáið, en aldrei fæðst? Sv.: Adam og Eva. 9. Hverjir fiskar eru flestir í sjónum? Sv.: Þorska-seyði. 10. Hvers kvikindis eru sætust óklárindi? Sv.: Bíflugunnar. 11. Hvaðan koma allir hlutir og hvort fara þeir? Sv.: Frá ungdóini til aldurs ? 12. Hvað er það sem allir girnast, en enginn vill kaupa? Sv.: Ellin. 13. Hvað hangir við alla hluti ? Sv.: Nafnið. 14. Undir hvers hendi sitja flestir skálkar ? Sv.: Rakarans. Pjóðhyellur kostar frá byrjun og út yflrstandi ársíjórð- ung að eins 1 kr., borgast um leið og um er beðið. Ef menn ekki kaupa Pjóðliy., fara þeir á mis við ýmislegt markvert bæj- arlífinu viðkomandi. "V" erðlaun! Hver sá drengur eða telpa, sem sel- ur 100 eintök af hverju tölubl. »Þjóð- hvells« þennan ársfjórðung (alls 500 eintök) fær, auk hinna venjulegu sölu- launa (25 au. af krónu) 5 krónur út- borgaðar hjá ábyrgðarmanni blaðsins í ársfjórðungslok (þ. e. þegar 6 blöð eru út komin). — Petta ættu drengir og telpur, sem vilja vinna sér inn aura, að nota sér með ástundun. Þjóðhv. er til sölu á þessum stöðum: Hverfisgötu 5, Laugav. 19, Bargs.str. 19. Bræðraborgarstíg 4. Þeir, sem selja vilja blaðið, snúi sér á HVERFISGÖTU 5 og BERGSTAÐASTR. 19. nbatavinna fyrir drengi og telpur. Prentsmiðjan Gutenberg. Afgreiðsla »Pjóðhvells« er á Hverfisgötu 5 og Bergstaðastræti 19.

x

Þjóðhvellur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðhvellur
https://timarit.is/publication/222

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.