Þjóðhvellur - 29.06.1907, Side 1

Þjóðhvellur - 29.06.1907, Side 1
ÞJÓÐHVELLUR BLAÐ TIL SKEMTUNAR, FRÓÐLEIKS OG ALVARLEGRA ATHUGANA Nr. 11 RETKJAVÍK, 29. JÚNÍ 1907. I, 2. ársfj. C. & L. Lárusson, Laugaveg, 1, Rej'kjavík. Póstliólf A. 31. Telefón 10. Benedikt Jónsson og- bœjarstjóniiu. Við hann kannast allir Reykjavíkur- búar, þeir, er komnir eru úr æsku, því nærfelt 28 ár samfleytt hefur hann hreins- að innan reykháfana hér í höfuðstaðnum. En nú fyrir skömmu hefur hann, eftir skipun læknis, sagt lausu því starfi vegna heilsubilunar. Einhverstaðar las eg það á prenti um daginn, að bæjarstjórnin hefði veitt Bene- dikt 300 kr. á ári i eftirlaun. Jeg stóð hugsi og varð öldungis hissa; — mér flaug í hug: „að eilífu blygðast hún sín ekki, bæjarstjórnin". — En samt dettur mér síst í hug að halda, að hún hafi ekki þótzt ryðja sig rausnarlega, er hún marði í gegn samþykt á þessum smánareftir- launum handa Benedikt, og ætla eg hér að leyfa mér að athuga þetta bæjar- stjórnarbrek lítið eitt, svo að bæjarmenn geti athugað því betur þá réttsýni(l), er ■hér að lýtur. Benedikt hefur unnið 28 ár fyrir bæ- inn. Starf hans hefur verið afaróþokka- legt, mjög erfitt oft og einatt og ákaflega fa'a rekt. 011 verkfæri: allskonar sópa, stiga o. fl. hefur hann alla tíð orðið að lófegj til sjálfur. Er það alt annað en litill u gjaldaliður, sem þannig heíur kom- ið ni 3ur á sjálfs hans baki. Maigur skyldi nú halda, af því er nú -var sagt, að Benedikt heföi borið tölu- vert úr býtum fyrir starf sitt, því ekkert er eðlilegra. En útkoman sú verður því miður alt ancað en glæsileg — blátt áfram hrein- asta smán. Öll þau ár, er hann liefur unnið fyrir bæinn telst svo til, að hann hafi haft í laun til jafnaðar á ári 500 krónur —- tæpar 42 krónur á mánuði. Það er rausn að tarna(!!) — dálaglegt uppgrip fyrir versta skítverk árið um kring, í 28 ár. En þótt bæjarstiórnin hafi ætíð skamt- að Benedikt skít úr hnefa, að því er Jónatan Porsteinsson, kaupm., Húsgagnaverslun. Laugaveg 31. Telefón 64. launin snertir, þá verður ekki sagt, að starf hans hafi ekki gefið bænum neitt í aðra hönd — síður en svo, því að á síð- ustu árum, að minsta kosti, hefur bgejar- sjóður haft svo þúsundum skiftir f tekj- ur af starfi hans. En það er svo sem ekki verið að taka tillit til þess, því alt er vitanlega á sömu bókina lært. Það er ekki raunalegt, heldur beinlín- is háðung, að bæjarstjórnin skyldi geta verið þekt fyrir, að sletta í mannin skitn- um þrem hundruð krónum, þegar hann á gamals aldri, þrotinn að heilsu, leggur niður starf sitt. — Hann fær þannig 25 krónur á mánuði; með þeim á hann að standa straum af heimili sínu, heilsuleysi sjálfs síns, og auk þess sem kona hans kvað líka vera heilsutæp. Stærstu vanþökk allra réttsýnna manna hlýtur bæjarstjórnin að hafa fyrir að skera eftirlaun Benedikts svo hræmulega við neglur sér. Og eg er viss um, að ekki einum ein- asta borgara hér í bænum er smásmygli þessi þóknanleg — þvert á móti. Að mínu áliti er það blóðugt rang- læti, að svona skuli vera breytt við blá- fátækan alþýðumann, — og ekki hvað síst þegar tekið er tillit til þess, að upp- gjafa-embættismenn, sem engu betur hafa stundað starf sitt, en Benedikt, fá há eft- irlaun — stundum framt að því eins mikil og embættislaun þeirra voru, — að eg ekki tali um blóðlata, unga embættis- menn, er hlaupa frá starfi sínu á besta skeiði og setjast fullir gorgeirs á gull- hrúgur landsjóðs — og lifa þar eins og blóm í eggi. Bæjarstjórnin er siðterðislega skyld til þess að hækka eftirlaun Benedikts að mun. — Eg er hárviss um, að sá er vilji hvers einasta borgara í Reykjavík, er heilbrigða hugsun hefur. Bæjarmenn og bæjarstjórn má ekki gleyma því, að starf hans hefur gefið bænum mikinn arð, og að hann hefur eytt aldri sínum, kröftum, og því sem dýrast er, heilsunni, við sótarastarfið, sem Jóhann Ármann Jónasson, úrsmiöur, Laugaveg 12.___________________Telefón 112. hann frá upphafi hefur fengið svo smán- arlega illa borgað. Bœjarstjórnin verður að lœra að sjá sóma sinn—læra að meta starf alþýðu- mannsins, er innir af hendi skítverkið fyrir hana, — læra að líta á hann og starf hans með eins mikilli velþóknun og þess starfsmanns hennar, er „fínni" verkin vinnur í bæjarins þarfir, — muna, að báðir eiga að vera jafnréttháir og góðra launa verðir. Hallgr. Ben. Frá Ameríku. (Eftir „Vínlandi"). „Siðspillingin í Chicago. Um annað efni hefur ekki verið meira ritað í hérlendum tímaritum síðastliðin ár, en samviskuleysi manna og siðspill- ing, eins og það kemur nú fram í félags- lífi stórborganna. Munu flestir hafa lesið einhverjar ritgerðir þess efnis, eftir Lin- coln Steffens og aðra, sem mest hafa um það ritað. Flestar eru þær greinar um fjárglæfrabrellur og pólitisk hrekkjabrögð þeirra manna, er þar keppa um auð og völd. En í aprílhefti McClure’s mánaðar- ritsins hefur George K. Turner ritað grein um siðspilling annarar stærstu borgar landsins; og er sú lýsing efalaust hin skýrasta, er enn hefur birst af því tagi. Það er siðferðisspillingin í Chicago, sem hann þar lýsir, og kveðst hann taka þá borg fyrir sérstaklega vegna þess, að hún sé fleirum mönnum kunn en nokkur önnur borg hér í landi og yfir höfuð ameríkskari en nokkur önnur hérlend borg; en ekki sakir þess að hún sé í raun og veru spiltari en aðrar borgir, þó fleiri sögur fari af spillingu hennar en annara borga, af því hún sé þeim stórfenglegri í því sem öðru. Hann lýsir siðspillingunni þar einungis að því leyti, sem hún er orðinn atvinnu- vegur borgarbúa. Fyrst og fremst telur hann áfengissöluna. Arið 1906 var í Chi- Þeir sveitamenn og aðrir, sem hér eru gestkomandi, og kunna að kaupa þetta blað, ættu að athuga, að þeir geta fengið »Þjóðhv.« frá byrjun, 11 blöð, fyrir 90 a., í Gutenberg, bjá Hallgr. Ben.

x

Þjóðhvellur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðhvellur
https://timarit.is/publication/222

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.