Þjóðhvellur - 29.06.1907, Blaðsíða 2

Þjóðhvellur - 29.06.1907, Blaðsíða 2
42 Þjóðhvellur Úrsmiðavinnustofa Carls Bartels, Laugaveg 5. Telefón 137. cago selt áfengi fyrir meira en ioo milj. dollara; um 115 milj. hyggur hann að láti mjög nærri. Að eins ein verslunar- grein í borginni var meiri en þessi, það var matvöruverslunin. Tvöfalt meiri íjár- upphæð var þar 1 veltunni, en hins vegar voru knæpurnar miklu fleiri en matvöru- búðir í borginni. 7300 knæpur höfðu þar vínsöluleyfi, og auk þeirra voru um þús- und krár, er seldu áfengi leyfislaust; en um 5200 matvörubúðir eru í allri borg- inni, ef smásölubúðir eru að eins taldar. Ölgerðarhúsin telur hann aðal-bakhjarl áfengisverslunarinnar, og segir þau valda því, að öldrykkja fer stöðugt vaxandi. Þau eru svo mörg og stór orðin hér 1 landi, að miklu meira öl er bruggað en selst með góðu móti. Þess vegna hafa þau úti allar klær, til þess að ná í skifta- vini og koma út sem mestu af vöru sinni. Þess vegna hafa ölgerðarfélögin mestan hluta áfengisverslunar í hendi sér, og eiga flestar knæpurnar. Þau leggjaalt til þeirra; ef einhver vill gerast vínsali, þarf hann ekki annað fyrir að hafa en láta eitthvert ölgerðarfélag verða þess áskynja, þá kaupir það fyrir hann leyfisbréf, borgar húsaleigu og færir honum nægar vöru- birgðir, sjálfur þarf hann að leggja til eina 200 dollara, til þess að kaupa brenni- vín og vindla fyrir knæpu sína, og hann verður að heita því, að selja þar ekkert öl annað en það, sem það ölgerðarhús bruggar, er á knæpu hans. Ölgerðarfé- lögin sjá um það, að knæpur séu hvar- vetna í borginni, fleiri en vel geta þrifist, því að það eykur samkepnina og hver veitingamaður reynir þeim mun betur að koma út vöru sinni, sem fleiri er við að keppa, og allur fjöldi veitingamanna hefur ekki meiri verslun en svo, að hann verður að hafa sig allan við að verjast því, að fara á höfuðið, og þó eru þeir margir, sem verða að gefast upp og loka knæpum sínum. En með þessari aðferð er ölinu haldið fast að almenningi og það erþeim, sem brugga það, fyrir öllu öðru. Næst knæpunum telur hann skækju- húsin hinar helstu stofnanir á glæpa- markaði borgarinnar. Þau eru mörg í sambandi við knæpurnar, og flestar eða allar stærstu og fjölsóttustu knæpurnar eru í samlögum við skækjuhús eða spila- hús og sumar hafa hvorttveggja. Turner segir, að í borginni séu að minsta kosti tíu þúsund opinberar skækjur, sem hver fái að meðaltali um tvö þúsund dollara á ári. Mestan hluta þess fjár fá reyndar húsbændur þeirra, sem eru flestir í einu félagi, og tekjur þeirra félaga voru árið Lifsábyrgðarfélagið »Standard«, Itlapparstig 1. Reykjavik. 1906 yfir tuttugu miljónir dollara. I borg- inni er markaður mikill fyrir ungar stúlkur, — leynilegur að vfsu — og þar er verslað með þær líkt og kvikfénað. Sérstakir menn — sem flestir munu vera rússneskir Gyðingar — hafa þá atvinnu að útvega ungar stúlkur, og ná helst þeim, er vinna fyrir lágt kaup í verksmiðjum og stór- búðum, og selja þær félagi þessu fyrir 50 dollara hverja til jafnaðar. I einu kjör- dæmi í borginni segir hann að séu aldrei færri en tíu eða 12 ungar stulkur seldar þannig á hverri viku. Flestar eiga þær vísan dauða sinn innan tíu ára, eftir að þær lenda á skækjuhúsunum, en þær, sem lifa lengur, eru til einskis annars nýtar en drekka áfengi og eta ópíum, og þá eru þær enn bestu skiftavinir glæpa- markaðarins. — „Chicago er söm við sig í öllum atvinnurekstri, — hún verslar með ungar stúlkur meðan þær eru útgengi- legar, og þegar þær eldast um of, selur hún þeim áfengi og banvæn lyf meðan þeim endist aldur til. Þar er sömu reglu fylgt eins ogáhinum miklu sláturhúsum borgarinnar: engin kjöttægja látin fara forgörðum". Hina þriðju mestu atvinnugrein siðspill- ingarinnar þar í borginni telur Turner veðjanir, spilamennsku og öll þau fjár- glæfrabrögð, er því eru samfara. Þann starfa reka einnig sérstök glæpamanna- félög, sem hafa algerða einokun þar í borginni og eru öll f bandalagi. Ef ein- hver vill koma þar upp spilahúsi á eig- in spýtur, og ekki hafa neitt við félag þetta saman að sælda, þá má hann eiga það víst, að lögregluliðið brjótist inn til hans eitthvert kvöld, þegar alt erí besta gengi við spilaborðin, og geri alt upp- tækt, sem þar er innanstokks, en flytji hann sjálfan og skiftavini hans á næstu lögreglustöðvar. Spilamannafélagið þolir enga samkepni, og lætur ekkert þess háttar við gangast, enda eru tekjur þess þar í borginni freklega 15 milj. dollara á hverju meðal-ári. Allar þær atvinnugreinar, sem hér eru taldar, eru að öllu leyti glæpsamlegar, en hver annari tengdar, og eiga sammerkt í þvf, að þeim er mest undir því kom- ið, að brjóta lög að ósekju. Þess vegna er sjálfsagt tilveruskilyrði þeirra það, að hafa nægilegt vald 1 pólitík borgarinnar til þess að enginn geti ónáðað þau. Og það hafa þau. I nokkrum helstu kjör- dæmum borgarinnar hafa veitingamenn öll pólitisk völd, og ráða algerlega kosn- ingum. Við hverja kosningu safna þeir saman öllum þeim flækingum, sem þeir Klaeðaverzlun Guðmundar Sigurðssonar. Reykjavík. Telefón 77. geta náð til og kosningarrétt hafa. Þeir halda þá á knæpum sfnum í nokkra daga og gefa þeim eitthvað að eta og nóg að drekka, svo eiga þeir víst at- kvæði þeirra kosningadaginn". Orustan í Bárubúð ;'i laugard. var. Hún var ekkert »húmbúkk«, orustan sú„ — enda voru liðsmenn allir og forvígis- men fullir af fjöri og eldmóði, eins og gjarnast vill verða, þegar pólitiskar púð- urkerlingar springa innan í mönnum og stfga tilheilans. — Höfuðstaðurinn stend- ur líka best að vígi í þessu efni, því þar eiga heima langflest pólitisk tund- urdufl. Foringjar okkar Víkverja, sem fyrir okkar hönd berjast á þingi, höfðu efnt til þessarar frægu orustu. Voru þar því samankomnar allar deildir vors póli- tiska »Magasíns« : Landvarnardeildin, báðar heimastjórnardeildirnar : »ekta« og »óekta«, þjóðræðis- og framsóknardeild- in, ásamt Valtýingum og miðlunarmönn- um, er engin sýnileg merki báru, er sýnt gætu, að þeir væru herdeildir út af fyrir sig. Þar voru og ýmsir sjálf- boðaliðar, svona til vara. — Skjald- sveinar— alveg sérstakrar tegundar — voru þar einnig, á að giska i—2 í nverri deild. Verkahringur þeirra var aðallega sá, að standa að baki foringj- um sínum, nudda sér upp við þá, sækja þeim vatn, binda skóþvengi þeirra, og gera svona eins og gengur ýms smá- handarvik; sömuleiðis voru þeir hafðir til að reka upp hljóð, er svo bar undir, og særa og glepja fyrir mótstöðumann- inum, er hann kvað sér hljóðs til að mæla í heyranda hljóði; — gerðuskjald- sveinar þessir svo óþægilegan usla, að foringjar úr óvinaliðinu vildu jafnvel handleika þá við og við, en það tókst afarböngulega vegna þess, að skjald- sveinar voru öllum köttum knálegri í því, að hlaupa að baki foringum sínum og fela sig annaðhvort milli fóta þeirra, eða þá undir brynjulafinu; en þar var þeim vitanlega vel borgið og gátu ó- hultir haldið áfram að leika sitt hlut- verk, sem hvorki var valið né vanda- samt — og illa borgað sjálfsagt, þvf van-

x

Þjóðhvellur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðhvellur
https://timarit.is/publication/222

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.