Þjóðhvellur - 23.07.1907, Qupperneq 1

Þjóðhvellur - 23.07.1907, Qupperneq 1
BLAÐ TIL SKEMTUNAR, FRÓÐLEIKS OG ALVARLEGRA ATHUGANA Nr. 12 C. & L. Lárusson, Laugaveg, 1, Reykjavík. Póstliólf A. 31. Telefón 10. I *<■! l :i tölublaö er Iiið síðasta í 2. ársfj. »Þjóðhv.«. — Peir sem eiga nafn og heimilisfang efst í dálkum blaðsins, geri svo vel og geri ábm. aðvart um, hvort pað á að standa framvegis. Pað kostar 1 kr. á ársfj. ísjárverð óvarkárni. Það er samhuga álit allra lækna og iýða, að berklaveikin sé einhver skæð- asti óvinur mannkynsins, óvinur, sem allir óttast en enginn fær séð; — hann hleður valkesti í öllum áttum, og þjóð- irnar stynja undan áhrifum hans. íslenska þjóðin er engin undantekn- ing í þessu efni, því árlega myrðir berkla- veikin álitlegan hóp, á besta skeiði, af okkar fámenrru þjóð. í sambandi við þetta, vildi eg minn- ast á atriði, sem að því er mjer virðist, hafa mikla þýðingu, en sem menn hjer gefa lítinn gaum að, einkum mæðurnar. Sú ískyggilega óvarkárni er afaral- geng hér um slóðir, að smábörn eru látin leika sér á óhreinum gólfum, þar sem menn ganga um með skítuga skó. — Þau skríða á fjórum fótum og soga að sér rykið, sem þyrlast upp við hreyfingu þeirra — þau naga á sér hend- urnar, strjúka þeim svo blautum eftir •skítugu gólfinu, og láta þær svo upp í sig, sleikja þannig af þeim óþverrann og kingja honum. A þennan hátt getur svo farið, að þau snerti við hráka úr berkla- veikum manni, sem í húsinu kann að vera, eða þá hráka, sem borist hefur inn utan að, neðan í fótum manna eða hús- dýra. Þetta er voði — eðlileg orsök til berklaveiki. Eg hef tekið eftir því, að stúlkur, sem sjá um börn, og eins mæður, sitja oft hjá börnum á grasblettum við húsin eða f nánd við þau, þar sem hænsni, hund- ar og kettir hafast við oft og einatt; þarna velta börnin sér líkt og á gólfinu REYIíJÁTÍK, 23. JÚLÍ 1907. Jónatan Porsteinsson, kaupm., Ilúsgagnaverslun. Laugaveg 31. Telefón 64. heima. Þegar svo stendur á, eru þau látin hafa eitthvað milli handanna til að bttaí, t. d. tvíböku eða annað munn- tamt; þau mylja það niður í völlinn og ókreinindin, tína það svo upp háff-atað, láta það síðan upp í sig og kingja því. Þetta er hættuspil — en eftir því taka hvorki stúlkurnar, sem gæta barnanna, eða mæðurnar sjálfar. Svo eru kossarnir — þetta fyrirlitlega kærleiksmerki, — sem enginn veit, hve marga hefur drepið. Eg hef horft á það sjálfur, að kona, sem lá rúmföst af tæringu, kysti barn- ið sitt aftur og aftur. — Það er morð, — en fólkið athugar það ekki. Stundum leika smábörn sér við hvolpa og ketti. Það er hætfulegur leikur, því eins og kunnugt er, eta þessi dýr ýms- an óþverra, svo sem hráka úr mönnum o. s. frv. Eg hef séð börn kyssa ketti, — og jafnvel fullorðna gera það líka. Slíkt er blátt áfram argasti sóðaskapur og getur haft alvarlegar afleiðingar. Margt fleira mætti taka fram, en þetta ætti að nægja. Foreldrum og öðrum er skylt, að taka þessi orð til greina, — þau eru sönn og styðjast við nákvæma eftirtekt, — enda engu til kostað. H. Ben. „Áður en kongurinn kemur“. Kunn er hún orðin hér um slóð- ir, setningin sú arna, enda nú um langa stund búin að hljóma urn bæ- inn horna og enda á milli, og á nú sjálfsagt eftir að kveða við enn þá ör- ar en áður, því sú stóra stund tekur nú óðum að nálgast, er konungur steyt- ir fæti við grund hér í Vík. Mýmargar framkvæmdir úti við eru nú unnar með það fyrir augum, að búnar verði »áður en kongurinn kem- ur«. — Og öllu á helst að vera lokið »áður I, 2. ársfj. Jóliann Ármann Jónasson, úrsmiður, Laugaveg 12. Telefón 112. P. P. Clementz, vélfræðingur. hefur verkstæði til viðgerða á reiðlijólum o. 11. frá 14. maí, Veltusundi 3 (i liúsi M. Benjamíns- sonar úrsmiðs). ur en kongurinn kemur«, — rjett eins og fyrir dyrum standi einhver voða- legur eldhúsdagur — hræðilegur dóm- stóll, þar sem hans hátign konungur- inn slupi hinn æðsta sess, og dæmi reykvískar framkvæmdir af náð sinni og miskunn — og þeim vikið til hliðar úr konunglegu mannfélagi — út i myrkr- ið og kongsleysið, — sem minst eða ekkert hafa framkvæmt í vikverskum víngarði, áður en hans hátign kom. Og þótt mikið gangi nú á hjer úti við til þess að færa í lag, skreyta og fága— þá mun þó töluvert kveða að því, sem unnið er í kyrþey á heimil- unum víða. Það er kvenþjóðin, sem þar á eink- um hlut að máli. Hún kvað ætla að mæta konginum og lians mönnum á íslenskum búning- um — sýna, að hún sé íslenzk í anda og þjóðleg! Það verða mötlarnir, upp- hluturinn, skautbúningurinn og peisu- búningurinn, sem gestirnir útlendu eiga að fá að dáðstað; það verður til- breyting fyrir þá, en sómi fyrir Island, og íslenskar konur. — Stór virðingar- auki, ef þær einhuga beita sér til þess, að brjóta á bak aftur útlent tildur og hégómaskap, — reka á dyr erlendan apakattarhátt, sem tiðkast hefur alt of mjðg í ísl. klæðaburði kvenna undan- farið. Takist þetta, hefur kvenþjóðin stig- iö þjóðlegt menningarspor, og um leið gert sitt til að gera höfuðstaðinn, sem íslenskastan meðan gestirnir dvelja. Engin stúlka eða gift kona, af íslenzk- um ættstofni, ætti að vera svo óþjóð- leg, að vera á »dönskum búningi«. Það ætti að vera heitstrenging kven- þjóðarinnar, áður en kongurinn kem- ur — er gildi hefði í framtíð.

x

Þjóðhvellur

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðhvellur
https://timarit.is/publication/222

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.