Þjóðhvellur - 23.07.1907, Blaðsíða 2

Þjóðhvellur - 23.07.1907, Blaðsíða 2
46 Þjóðhvellur Úrsmiðavinnustofa Carls Bartels, Laugaveg 5. Telefón 137. Skemtiskipið „Oceana'1. Laö kom hingað aðfaranóttina 13. p. m. A því voru um 350 þjóðverjar, alt skemtiferðamenn. Kl. 8 morgun- inn eftir kom allur skarinn í land, og veitti D. Thomsen honum viðtöku; — hafði enda haft viðbúnað nokkurn með höndum dagana á undan; meðal ann- ars t. d. bætt við hálfri tylft af nýjum flaggstöngum, er Danafáninn var svo hengdur á, — ásamt íleiri nauðsynjum, er gerðar voru. Vagna hafði hann marga, er F’jóðverjarnir óku í um bæinn og grendina, og hesta handa þeim er vildu. Var þetta hvor- tveggja notað ósþart framan af degin- um. En leiðinlegt í meira lagi var að sjá, hve illa þeim leið á hestbaki, Pjóð- verjunum sumum, því hrossin, er þeim voru lánuð, voru blátt áfram blóðlat- ar liykkjur, — líklega þær aumustu í Reykjavíkurumdæmi, — og álengdar var engu líkara, en að mennirnir sætu á beljum eða lifandi tóbaksjárnum, en ekki hestum, — er það sannarlega lítt til sæmdar að lána útlendingum, sem hingað koma stutta stund, eingöngu sér til skemtunar, slík reiðhross fyrir ok- urverð — eina krónu um tímann eða meir — og fyrir mitt leyti finst mér það hlátt áfram til skammar fyrir hrossa- markaðinn í Thomsens Magasini. Menn, sem leið áttu uþþ Laugaveginn þá um morguninn kl. 10—11, komust í vinnu við það, að teyma trunturnar, er þeir sátu á, Pjóðverjarnir sumir. Annað eins og þetta mundi ekki greiða fyrir sölu íslenskra hesta á Þýskalandi, ef því væri að skifta. Aftur á móti fengu sumir góða hesta, bæði vakra og viljuga. Veðreiðar fóru fram á Melunum — en ekki var þar reglunni fyrir að fara frekar en áður. I þetta sinn var engin söngskemtun haldin í landi fyrir Rjóðverjana, eins og áður hefur átt sér stað, og var það mikil afturför, og hvorki til sæmdar- auka fj’rir höfuðstaðinn eða Thomsen sjálfan. — Er það því leiðinlegra vegna þess, að Rjóðverjar, sem hingað hafa komið undanfarin sumur, hafa verið við söngskemtun í Bárubúð, þar sem um 50 karla og kvenna kór hefur sungiö fyrir þá ýms viðurkend sönglög, með íslenskum textum. — Hefur Pjóðverj- unum þótt sú skemtun langtilkomu- Lífsábyrgöarfélagið »Standard«, Klapparstíg 1. Reykjavík. mest af þvi, er þeir hafa átt kost á að sjá hér og heyra, og lofað mjög í átt- högum sínum heima, — auk þess,sem það hefur aukið mjög ánægju þeirra, að söngkonurnar margar hafa verið á íslenskum faldbúningi, o. s. frv., er Ljóðverjar hafa dáðst mjög að og' lof- að á öll reiþi. Less skal getið hér til skýringar, að dómkirkjuorganleikari Brynjólfur Þor- láksson, sem hefur langstærstan og bestan söngflokk hér í bæ, um 50—60 karla og kvennalcór, og sem áður hef- ur stjórnað söng, eftir tilmælum Thom- sens, þá er Pjóðverjar liafa verið hér, — haiði undirbúið söngflokk sinn mjög rækilega til þess að halda samsöng' í Bárubúð, seinni hiuta dagsins, —hafði gefið út söngskrá, þar sem allir textar laganna voru þrentaðir á íslensku og þýddir á þýsku, látið þrenta auglýs- ingar til útbýtingar meðal Bjóðverjanna, og aðgöngumiða, er seljast áttu ódýrar en áður. Er það styst af að segja, að skemtunin varð ekki haldin og mun Thomsen hafa átt aðalþáttinn í því, eins og öðru góðu þann daginn,— mun ekki hafa litið í náð sinni til hennar, enda átti ekki hans »sérstaka« milli- ganga að eiga sér stað, en Þjóðverj- arnir að fá skemtunina frá söngfél. Br., án þess að láta Thomsen græða á henni sem millilið; — en það mun manni þeim hafa mislíkað! Söngfélagið mun hafa beðið um 200 króna tjón, við undirbúnig þann, er að skemtuninni laut. — Thomsen kom því samt svo fyrir, að tylft(!) manna raulaði út um borð í »Oceana« kl. 9 um kvöldið, — og lcvað Sigfús Einars- son hafa slegið taktinn — fyrir Thom- sen. — Er það liaft eftir manni, er sjálfur söng úti um borð, að »aumari eða grátlegri« söng myndi hann ekki eftir að hafa heyrt. Ymislegt skrítið mætti um þetta segja frekar, en að því skal þó ekki vikið 1 þetta sinn, enda vafasamt, að það mundi varpa nokkrum ljóma á ræðis- mann þeirra þýsku eða söngmanninn Sigfús. ' H. B. Bráðum kemur kongurinn. Nætur-hugleiðingar Héðins. Nú eru 3 dagar þangað til hann kem- ur, blessaður kongurinn, og þótt mér hafl íátt verið jafn illa gefið sem það, Klæðaverzlun Guðmundar Sigurðssonar. Reykjavík. Telefón 77. að smjaðra eða daðra fyrir höfðingj- um, þá óska eg' honum og öðrum gest- um ytra frá, alls góðs á ferð sinni hér meðal vor. Til eru þeir menn, og eigi allfáir, sem virðast líta svo á, að lconungar eða keisarar séu í eðli sinu eilthvað meira en aðrir menn, en sú skoðun hefur ald- rei átt akurlendi í höfðinu á mér; — eg hef jafnan litið svo á, að þeir væru eins og við hinir: saman settir af holdi, blóði og beinum, háðir mannlegum breiskleika og syndum hlaðnir stórum og smáum. En alþjóðareglan sú, að fara ætíð með blessunarorð yfir kon- ung'um, hvernig sem þeir reynast, á líklega, meðal annars, sterkan þátt í þeim goðaljóma, sem yfir konungdómi hvílir, í hugum manna. Konungar eru me n n — ekkert annað. Mikið gengur á hér í höfuðstaðnum, og mikið starfar móttökunefndin, en einhvern veginn er því svo varið, að mér er að sumu leyti ekkert um allan þann gauragang gefið, sem á henni er. Mér finst alt þetta gesta-garf eitthvað stórfelt um skör fram, — og skynsam- ir skyldum vér allir vera, þótt um fagnað göfugra gesta sé að ræða— forð- ast alt dekur og óþarfa daður. — Mér finst, sem stakkurinn sé lítt sniðinn eft- ir okkar eigin fjárhag, að því er mót* tökuna snertir. Bað er engu líkara, en að Island sé alt í einu orðið miljón- anna land. Og varla skil eg, að móttökunefnd- inni muni láta sér dettaihugað segja, að hún hafi ekki á ýmsan hátt verið nógu rík af hégómaskap í undirbún- ingi sínum. — Og þótt eg ekki viti um nema örlítið brot af öllum þeim ósköp- um, sem búið er að troðainn í menta* skólann og á aðra staði, og látið er heita, að gert sé kongsins vegna, mun það sannast á sínum tíma, hvort öll þau innkaup hafa verið bráðnauðsjm* leg fyrir fárra daga dvöl. Islendingar ekki þurft að rýra álit sitt eða bíða linekki á gestrisni sinni, þótt móttökunefndin hefði rej'nst örari í þvi að beita hagsýni í starfa sínum, heldur en að ausa út þúsundum að óþörfu fyrir það, sem er hégóminn einber. — En sleppum því að sinni, svo ekki verði sagt, að eg spilli mat- frið eða geri veisluspjöll. Fagnaðurinn er í nánd — menn dreymir um hann dýrðlega drauma,—

x

Þjóðhvellur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðhvellur
https://timarit.is/publication/222

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.