Þjóðhvellur - 26.08.1907, Side 1

Þjóðhvellur - 26.08.1907, Side 1
f " cL CwJ ': ÞJOÐHVELLUR BLAÐ TIL SKEMTUNAR, FRÓÐLEIKS OG ALVARLEGRA ATHUGANA Nr. 13 REYKJAYÍK, 26. ÁGÚST 1907. I, 3. árslj. C. & L. Lárusson, Laugaveg, 1, Reykjavik. Póstliólf A. 31. Telefón 10. Jóhann Ármann Jónasson, úrsmiður, Laugaveg 12. Telefón 112. Um blaðið. Triðji ársfj. Pjóðhy. hefst með pessu blaði. Skal þess getið, að vera má, að hann komi nokkru örar út nú er hausta tekur en hann hefur gert í sumar, því úr þessu fer fólki að fjölga aftur hér í bænum, og gerir sér því von um rífari sölu. -— Eins og kauþendur vita, bind- ur Þjóðhv. bagga sína alt öðrum hnút- um en hin blöðin, og vill helst ekki líkjast þeim i neinu, — mun því hill- ast til að beina leið sinni sem lengst frá þeirra leiðum. Pjóðhv. tekur það fram, að jafnframt því scm hann vill reyna að vera léttur, lipur og skemtinn, mun hann verða þungur og óvæginn, ef svo ber undir, og ástæða er til. Sé einhver alþýðumaður misrétti beittur, er honum velkomið að hitta blaðið að máli og skýra málavexti og mun það þátaka málstað hans, ef kostur er; telur sér enda meiri gæfuveg í þvi, að vera þeirra vinur, er sagðir eru að vera iægra settir í mannfélaginu, en hinna, sem álita sig höfði hærri en alla aðra, bæði að metum, manngildi og mannvirðingum. Veislur. Eins og kunnugt er, voruþær hreint ekkert smásmíði veislurnar hjerna í höfuðstaðnum og víðar í byrjun mán- aðarins, sem yfir stendur. — Ef ein- hverjum fanst hann vera eitthvað meira en hreppstjóri, varð það að innilegri löngun hjartans, að reyna að fá að horða með konginum — tala fyrir hon- um — lineigja sig íyrir honum ogguð veit hvað. Og færri komust að en vildu, því miður! — Annars eru þeir mýmargir, bæði útlendir og innlendir, sem elska góðan mat og magann virða umfram flesta aðra hluti. — A vorum dögum verður því varla annað séð, en að veröldinni hafl tekist ágætlega að Jónatan Porsteinsson, kaupm., Húsgagnaverslun. Laugaveg 31. Telefón 04. breyta boðorðinu því: »að hafa ekki magann fyrir sinn guð« í þveröfuga stefnu. — Og þetta boðorð þannig breytt, virðist nú hér vor á meðal standa eins og fullvaxið blóm á veisluborð- um höfðingjanna, eða þeirra, sem besta hafa matarlyst. Þegar fagna þarfgestum, þegar minn- ast þarf merkilegra timamóta úr lífi þjóðarinnar, úr lífi félaga eða einstak- linga, þá þarf að éta, —• alt ónýtt ell- egar; — að safnast saman undir mat- arins merki — það er listin. En hví að vera að masa um það, þótt niiklar hafi hér veislurnar verið nú um hríð? Gestir eru gestir — og því tignari sem þeir eru, þvi meiri gestrisni — þvi meiri og betri mat. — Og víst er um það, að margir hafa borðað hér með- al vor, sem síður hafa átt skilið að fá góðan kjötbita og grænar baunir en þeir, sem lagt hafa á sig langt og örð- ugt ferðalag, austan og sunnan um hyl- dýpishaf — hingað í sælunnar reit — í þ e i m erindum. O-já, veislurnar hafa verið margar og verða væntanlega til sóma í nútið og framtíð — og margt fagurt orð hef- ur flogið þar af vörum fram, endavið- urkent fyrir löngu síðan, að um leið og ljúffengum matarbita er hlej7pt nið*- ur fyrir hlessað brjóstið, brýstoftupp orð í sömu svipan, sem kitlar eyrað ofur-viðkunnanlega, getur jafnvel töfr- að tilheyrandan og skapað vonir — en sem í rauninni reynist að eins fall- egt orð — miklu þýðingarminna en hjal ómálgans, sem ósjálfrátt byrjar að temja tunga sína til máls. — Mikill mælskustraumur yfir rjúkandi matar- ílátum í veislum, liefur gjarnast svar- ist í fóstbræðralag við matargufuna og rokið svo með henni út í geiminn — svo þýðingarverður hefur hann reynst, uppgangurinn sá. — Og þótt blöðun- um þyki nautn í því viku eftir viku, að eyða dálkum sinum undir matarmas velmetinna veislugesta — og fjöldinn ef til vill hafi gaman af að vega það á sína vog — draga af því sínar álykt- anir, þá verður niðurstaðan sú, að alt masið er steypt í sama mótinu, alveg eins og' Kína-lifs-vottorðin hans Peter- sens: Klíjugjarnt oflof, svipaðast þvi, er á sér stað meðal innilegra drykkju- bræðra á veitingahúsi, sem ausa hól- inu í vitleysu hvor á annan. Eins og kunnugt er, stóð bæjarstjórn- in hjerna fyrireinni stórveislunni, sem haldin var í barnaskólanum daginn eft- ir að konungur kom að austan. Voru þar vitanlega samankomnir allir hin- ir dönsku gestir, ásamt fjölda embætt- ismanna og borgara, konum þeirra og dætrum. — En því verður ekki neitað, að mér og mörgum öðrum fanst áskrif- endalistinn til liófs þessa ganga með meiri dul manna á mcðal, en viðfeldið var, og margur virðulegur borgari, sem alls ekki átti kost á að sjá listann. — — En það segi ég, að liefði ég veislu- ráð, mundi ég segja heiðvirða verka- menn jafn-velkomna sem embættismenn og aðra borgara, — en alls ekki hlcypa þar inn embættismanna-drengjum, sem hvorki lireyfa hönd eða fót til ærlegs handtaks — heldur virðast kunnastir því, hvað »fyl!iri« er og kvennafar.— Pá mundi ég útiloka með öllu. V e i s 1 u-g e s t u r. Þjódhátíðin ó Þingvelli 2. ágúst 1007. Ekki ætlar Pjóðhvellur að fara um liana mörgum orðum, enda eru hin blöðin svo oft búin að eta upp hvert eftir öðru það, sem þar fór fram, að menn eru yfirleitt orðnir sárleiðir og jafnvel gramir yfir því margítrekaða stagli. Pað er þýðingarlaust, að slá stryki yfir það álit, sem fjölmargir hafa á »Þjóðhvell« geta menn fengið keyptan í Söluturninum á Lækjartorgi. — Eintakið á 10 a.

x

Þjóðhvellur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðhvellur
https://timarit.is/publication/222

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.