Þjóðhvellur - 21.09.1907, Blaðsíða 3

Þjóðhvellur - 21.09.1907, Blaðsíða 3
Þjóðhvellur 55 Pétur Brynjólfsson, ljósmyndari, Hverfisgötu. Reykjavík. Telefón 76. Benedict Gabríel Benedictsson, skrautskrifari, Austurstræti 3. Reykjavik. halda saman og standa sem einn maður. — En þegar eg nú lít á allan þennan hóp, sem í þessum félögum er til sam- ans, getur mér ekki annað en fundist það bera vott um undarlegan áhuga- skort, að þessi félög skuli ekki eiga t>l»ð í sameiningu, þar sem þau rœða mál sín, segja frá gerðum sínum á ýmsan hátt og gefa landsmönnum í öðrum kauptúnum og sveitum góðar bendingar um hvað félagsskapur getur komið miklu góðu til leiðar, ef skyn- samlega er á haldið, — Eins og við vitum, þá er félagsskapur í bernsku víða á landinu, og sumstaðar alls ekki til, þar sem hann ef til vill væri bráð- nauðsynlegur. f’etta getur meðal ann- ars komið til af því, að bendingar vant- um það, hvernig hefja á félagsskap og hvernig honum á að stjórna, svo frambúðar njóti. Og mér flnst það liggja næst, að þessir leiðandi straum- ar gangi út frá höfuðstaðnum og hvísl- ist svo út um landið og nemi staðar þar, semlíf og framtök eru fyrirhendi. En þessu er ekki hægt að koma í verk nema með málgagni. — Og það verða iðnaðar- og verkamenn sjálfir að eiga, — og ráða yflr að fullu og öllu. — Hin blöðin, eins og við vitum, geta aldrei tekið að sér þetta hlutverk; þau eru bundin á öllum endum, og virðast hugsa mest um það, að geta verið stjórnmálasorpkollur með lífi og sál—. Eg veit það að vísu, að slikt blað mundi hafa mikinn kostnað í för með sér og borin von að það borgaði sig fyrsta sprettinn, en þegar maður lítur á hvað félögin eru mörg, og hvað þau eru sldpuð mörgum dugandi mönnum, þá finst mér að blaðstofnun væri smá- vægi fyrir þau öll, ef þau legðust á eitt með útgáfu þess, af alúð og atorku. Eg get ekki skilið að ritstjórn t. d, þyrfti að kosta stórfé, því kunnugt er mér um það, að ritfæra menn eiga fé- lögin svo tugum skiftir, og ef þeir legðu huga sinn fram, þá þyrfti ekki að ótt- ast, að nóg efni í blaðið ekki fengist. — Eins og nú stendur, starfa félögin út af fyrir sig og hafa lítið samneyti hvort við annað. Þetta er óheppilegt, en mundi lagast smám saman, er sam- eiginlegt verk skyldivinna, á þann hátt er eg gat um. — Eg vona að öll þau félög, er verkamanna- og iðnfélög eru, hraði sér að athuga þetta, því eg get Carl Ólafsson, ljósmyndari, Austurstræti 4, Reykjavík, ekki skilið, að þau ekki fái séð flesta þá kosti, er af þessu mundi leiða, bæði fyrir þau sjálf og allan almenning. Verkamaður í Rvík. John D. Rockefeller, heimsins eini olíukongur, er Reykvík- ingar þekkja nú dálítið, og gert hefir okkur þann grikk, að við stöndum okkur tæplega við að kveikja týru, er 68 ára gamall. — Þjóðhv. langar til að lofa mönnum að heyra hvað hann á af aurum, svo að þeir geti gengið úr skugga um, að það er ekki að ástæðu- lausu, að kaupmenn hafa orðið skotn- ir í karlinum og lofað honum að bregða hönkinni. í júnímánuði i fyrra var giskað á, að auður hans væri 600 miljónir doll- ara (1 dollar = 3 kr. 75 aur.). Árið áður voru eignir hans metnar á 552 miljónir doll. Græddi hann því árið 1905 48 milj. doll. — Árið 1900 voru eignir hans 400 milj. d., en árið þar á undan átti hann ekki nema 250 milj. d. Árið 1895 átti hann 100 miljj og árið 1875 átti hann að eins 5 milj. d., en árið þar á undan var hann öreigi. Haldi auður Rockefellers áfram að vaxa hér eftir, eins og verið hefir sið- ustu ár, verður manni því nær ómögu- legt, að gera sér skiljanlega grein fyrir þeim býsnum. Eins og áður var getið, græddist honum 48 milj. doll. árið 1905, það er sama sem 4 milj. doll. á hverjum mánuði, 194,380 doll á hverj- um degi, 4,688 doll. á klukkustundinni, 114,16 á mínútunni og 1,92 á hverri sekúndu. Verði Rockefeller 100 ára— læknar segja, að hann geti vel lifaö 32 ár enn — og haldi gróði hans áfram að sama skapi og nú er, verður auður hans aðeins 25 biljónir dollara Það er nærri þrisvar sinnum meira fé, en nú er til í gulli og silfri í öllum bönk- um og féhirslum heimsins. Til athugunar fyrir Rvíkurbúa, Hinn 12. þ. m. samþykti neðri deild alþingis til fullnaðar frumv. til laga um breyting á tilskipun 20. apr. 1872 um bæjarstjórn í Rvílc. Frumv. er í 10 greinum og flytur Lögr. það alt í 41. tbl., er út kom 14. þ. m.; er nauð- P. Clementz, vélfræðingur. hefur verkstæði til viðgerða á reiðhjólum o. fl. frá 14. mai, Yeltusundi 3 (í liúsi M. Benjamins- sonar úrsmiðs). synlegt fyrir menn að kynnast því. — Þjóðhv. vill taka hér upp 3. gr. frv.: »Kosningarrétt hafa allir bæjarbúar, karlar og konur, sem eru 25 ára að aldri þegar kosning fer fram; hafa átt lögheimili í bænum 1 ár, hafa óflekk- að mannorð, eru fjár síns ráðandi, eru ekki öðrum háðir sem hjú og standa eigi í skuld fyrir sveitarstyrk — efþeir greiða skattgjald til bæjarsjóðs. Konur kjósenda hafa kosningarrétt, þó þær séu eigi fjár síns ráðandi vegna hjóna- bandsins, og þótt þær eigi greiði sér- staldega gjald í bæjarsjóð, ef þær að öðru leyti fylla áðurgreind skilyrði fyrir kosningarrétti. — Kjörgengur er hver sá, er kosningarrétt hefir. Þó mega hjón aldrei sitja samtímis í bæj- arstjórn, heldur eigi foreldrar og börn, né móðurforeldrar eða föðurforeldrar og barnabörn þeirra. Heimilt er og konum jafnan að skorast undan kosn- ingu«. %3íijasta nýti. Síðan konungur fór hefir mátt heita ofurtíðindafátt hérna í höfuðstaðarkytrunni; raunasvipur á flestu, bæði mönnum og skepnum. — Rlöðin hafa heldur ekki bætt úr skák, því þau hafa verið engu skárri en áð- ur, bæði þur og þreytuleg, — nema hvað »Reykjavikin« var að gáskastyfir þvi hérna á dögunum, hvað konginn hefði vantað þarna'austur á völlunum, sællar minningar. Reyndar hafði grein- arkornið sína meinbugi, því þótt marg- ir hefðu gaman af því, voru ekki all- fáir, er til hrygðar og' gremjufundu,— enda var ekki laust við, að ólykt væri af greinar-skrattanum, og hafði eitt- hvað smáskrítið við sig, að blaðið pað skyldi gera kopp, hatt og hempu að umtalsefni í sambandi við konginn, og ef nokkuð má ráða af þeim verkunum er hún hafði á stjórn og þing, hefir hún þótt ein af stærri syndum íslenskr- ar blaðamensku. — Og refsingin var líka óguðleg — því þrátt fyrir feitletr- að iðrunarkvak, er blaðið sendi upp í hæðirnar frá sundurkrömdu hjarta sinu, 2 dögum síðar, tók stjórnin þenn- an grindhoraða kjaftbita af blaðinu, opinberu auglýsingarnar, og pingið lét sína réttlátu(ll) reiði í ljósi á þann hátt,

x

Þjóðhvellur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðhvellur
https://timarit.is/publication/222

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.