Þjóðhvellur - 26.10.1907, Blaðsíða 2

Þjóðhvellur - 26.10.1907, Blaðsíða 2
58 Þjóðhvellur Úrsmiðavinnustofa Carls Bartels, Laugaveg 5. Telefón 137. Frá Ameríku. Yegagerðin mikla í New-York. í 48. tbl. »Lögr.« er skýrt frá því, hvernig New-York borg hefur færst í fang eitthvert hið mesta og stórkost- legasta mannvirki í heimi til þess að afla sér nægilegs neytsluvatns. Er sú grein tekin eftir »Vinlandi«, og er hin fróðlegasta. En í 5. tbl. »Vínlands« þ. á. er grein, sem skýrir frá öðru mann- virki, sem nú er verið að inna af hendi í New-York. Það stórvirki kvað vera engu vandaminna, og felst í því, að greiða svo úr samgöngum og öllum flutningum í þeirri miklu borg, að full- nægt geti þeim mikla manngrúa, sem þar er samankominn, eða á þar leið um. — Blaðið skýrir svo frá: »Borgin stendurámjóu nesi, ergeng- ur suður milli Hudson-fljóts ogsjávar. og meginhluti hennar stendur á nesinu framanverðu, sem reyndar er eyja, því að Hudsonfljót rennur þvert yflr nes- ið og myndar þannig Manhattan-ey, sem er miðhluti borgarinnar. Bar eru miðstöðvar hinnarstórkostlegustuversl- unar í heimi. Stórhýsi rísa þar uþþ, hvert á fætur öðru, tuttugu til þrjátíu lofta há, og sum hærri en það. Ihverju þeirra vinna margar þúsundir manna, allan daginn, en eiga heimili í öðrum hlutum borgarinnar, eða utanborgar, því að í Manhattan eru nú fá íbúðar- hús að tiltölu; hin miklu stórhýsi fyr- ir verslun, íðnað og önnur störf, eru búin að útrýma þeim, og allur fjöldi vinnufærra manna í borginni verður því að flytja til Manhattan á hverjum morgni, og heim aftur áhverju kvöldi, og allur sá sægur verður að fara yfir stórfljót og flrði, er lykja um þann hluta borgarinnar á alla vegu. Borg- arstæðið er í raun og veru óhæfllegt fyrir svo stóra borg. Landið er fyrir löngu orðið of lítið, þar er ekkert rúm fyrir fleiri hús en nú eru þar, og eina ráðið er því að stækka þau svo og hækka, byggja hærra og hærra í stað þess að fjölga húsum. Og ómögulegt er að flytja borgina þaðan á hentugri stað, hún er fyrir löngu orðin of stór til þess. Eina ráðið til þess er að leggja þangað nægilega vegi, til þess að flytja daglega fram og aftur margar miljónir manna og dauða muni að sama skapi. Allar þær járnbrautir og brýr, sem Lifsábyrgðarfélagið »Standard«^ Klapparstíg 1. Reykjavík. að borginni liggja, eru fyrir löngu ó- nógar orðnar, og ferjurnar og gufu- skipin hafa ekki við að flytja fólk og vörur. Brooklynbrúin þótti fyrir tutt- ugu árum hið mesta furðuverk, og um hana fer daglega mannfjöldi svo hundr- uðum þúsunda skiftir, en nú erulOár síðan hún hrökk ekki til, og önnur brú miklu meiri var lögð yfir sundið litlu ofar; nú eru þær báðar ónógar orðn- ar. Eina ráðið, sem menn nú þykjast sjá að duga muni, er það, að leggja göng neðansjávar og undir fljótin í all- ar áttir frá borginni, og stærstu járn- brautarfélögin, sem aðgang eiga að borginni, hafa afráðið að leggja þau göng. Tvö þeirra eru nú byrjuð áþví stórvirki og ætla um leið að byggja járnbrautarstöðvar afarmiklar í borg- inni neðanjarðar. Fjögur liundruð milljónir dollara er ætlað að öll sú vegagerð muni kosta. Pað er helm- ingi meira fé en þarf til þess að gera Panamaskurðinn. Rafmagnsvagnar eiga að draga allar lestir um göng þessi; gufuvagna j'rði ómögulegt að nota þar, þvi að reykur og eimyrja mundu þá fylla göngin svo að þar yrði engri skeþnu lift.— Pennsylvaníu-járnbrautin, sem er önnur mesta og auðugasta braut- in, er liggur til borgarinnar, byrjaði á stórvirki þessu árið 1904 og hefur nú fullgert að mestu lej'ti göng sín undir Hudsonfljótið. Sú braut ein leggur 100 miljónir dollara í kostnaðinn til þess að leggja þau göng og reisahina miklu járnbrautarstöð, er hún hefur nú í smíðum í borginni. Uppgöfvun. Á sjó og vötnum er það fyrirstaða vatnsins, er mest hindrar ferð skipa, og mótstaða sú, er vatnið veitir, vex í margföldum hlutföllum viðhraða þeirra svo að hraðskreið eimskip þurfa marg- falt aflmeiri vélar en þau, er fara með meðalhraða, og það afl geta menn ekki aukið takmarkalaust sakir kostnaðar og fleiri annmarka. En nýlega hefur Peter Cooper Hewitt, sem áður var fyr- ir löngu frægur hugvitsmaður, gert til- raun til þess að ráða bót á því, og hefur hún hepnast vel. — Hann smíð- aði skip og festi á liliðar þess þunnar stálplötur á rönd, sem liggja lárétt út frá skipinu, en hallast aftur með því niður á við, svo að þær mynda Klæðaverzlun Guðmundar Sigurðssonar. Reykjavík. Telefón 77. skáhalla fleti í vatninu, sem leita upp á við þegar skipið fer áfram. Með því móti lyftist skipíð upp úr vatninu því meira, sem hraðinn er meiri, uns efstu skáborðin eru alveg komin upp úr vatninu og skipið fer að mestu leyti ofansjávar. Pá verður mótstaða vatns- ins svo litil, að skipið getur farið með miklu meiri hraða, en önnur skip, og ekki þarf meira afl til að knýja það áfram á fullri ferð, en koma því fyrst á stað. Uppgötvun þessi er ekki ný. Enska stjórnin lét gera tilraunir í þá áttfyrir tæpum 50 árum, og síðan hafa bæði Frakkar og Bandamenn reynt að full- komna þær tilraunir og varð þeim mik- ið ágengt, en þó ekki nóg til þess að nýtilegt þætti. En Hewitt tókst að full- komna svo tilraunir þessar, að líklegt er, að hafskip verði innan skams smíð- uð með því lagi, er hann hefur fundið. Tilraunabátur hans fór 38 mílur á kl,- stund, en mesti hraði eimskipa hefur til þessa verið um 30 mílur á kl.st. Par munar miklu, en þó er meira um það vert, hve mikið afl máspara með hinni nyjU aðferð. Eftir »Vínlandi«. F'mgholísstræti. Bæjarstjórnin hefur nú látið gera svo vel við það stræti, að varla mun önn- ur gata hér betur gerð; neðanjarðar- ræsir undir endilöngu strætinu og frá- renslispípur í hann frá flestum hús- um beggja megin, svo að úr þessu mun naumast hætt við, að óþverra-frárensl- ispollar safnist fyrir á strætinu. Petta er því alt gott og blessað. En þrátt fyrir þessa góðu viðgerð, leynir það sjer ekki, þegar litið er eftir strætinu, að bæjarstjórnin á þátt í henni, — til þess er bæjarstjórnarsvipurinn reykvíski, sem ætíð er svo sáraleiðin- legur, alt of augljós. Eða hvað segja menn um aðra eins smekkvísi og þá, að láta skúrinn á húsinu hans Bjarna Sæmundssonar slíta alveg sundur gangstéttina? Skúrinn nær sem sé jafnt henni út í strætið. Pettaersvo dæma- laust ófagurt, að enginn, nema bæjar- stjórnin hefði látið sjer koma til hug- að lofa skúrnum að standa þannig, eft- ir þessa aðgerð á strætinu. — Má vel vera, þótt eg hafi eklci veitt því eftir- tekt, að tvær dyr séu á skúrnum, er standi andspænis, og bæjarstjórnin ætl- ist svo til, að gangandi menn fari gegn-

x

Þjóðhvellur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðhvellur
https://timarit.is/publication/222

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.