Þjóðhvellur - 23.11.1907, Blaðsíða 1

Þjóðhvellur - 23.11.1907, Blaðsíða 1
ÞJÓÐHVELLUR BLAÐ TIL SKEMTUNAR, FRÓÐLEIKS OG ALVARLEGRA ATHUGANA Nr. 16 ÍIEYKJAVÍK, 23. NÓY. 1907. I, 3. ársfj. Jóhann Ármann Jónasson, úrsmiöur, Laugaveg 12. Telefón 112. U^_ Munið eftir T o m b ó 1 u Sjúkrasamlags prentara, semhald- in verður í Bárubúð í kvöld og annaðkvöld. Par er úrval góðra muna. Par verður glaumur og gleði. Jr>istlai# eftir sunnlenskan smáskamtalœknir. „Sérviska". Eg er nú orðinn gamall í hetlunni, grár og lotinn, og margir hafa löngum talið mig afturhaldssaman og fullan sér- visku; hef eg venjulega tekið hið sið- arnefnda mér til inntekta, því sérviska er oft ekki annað en f r a m s ý n i, hrein og bein viska, sérstök skoðun ein- staks manns á mönnum og máleíhum, er oft hefur staðist próf á borð við skoðanir og íhuganir hinna »lærðu«,— en afturhaldssemin hefur aldrei verið minn fylgifiskur. Á árunum, þá er eg var í broddi lífs- ins og mín var vitjað til sjúkra, kom það stundum fyrir meðal annars, að eg þurfti að gefa mönnum ráð við kvill- um, er stöí'uðu af óhóflegri vinnautn, og er eg ráðlagði, að þeirskyldu hætta »að drekka«, sögðu mýmargir, að eg færi með flrrur; töldu það sérvisku eina að ráðlegga slíkt. En hvað er nú orðið uppi á teningnum ? Mér heyrist ekki betur, en að sú ráðlegging sé tal- in góð og gild nú, bæði meðal lækna og annara. »Bölvuð sérviska er í manninum«, sögðu sveitakonurnar, eftir að eg hafði snúið við þeim bakinu og brýnt fyrir þeim, hversu sóðalegt það væri, að nota »stækju« til þvotta. Og þegar eg inti að því við þær, að hætta því, sógðust þær ekki ansa slíku sérvisku-þvaðri. Nú er þetta orðið breytt, og húsfreyj- ur yflr höfuð orðnar skynsamari, að þvi er þetta, og fleiri hreinlætis-atriði, Jónatan Porsteinsson, luiupin., Ilúsgngnaverslun. Laugaveg 31. Telefón 64. snertir; noía nú vatnið en ekki »stækj- una«, og svona mætti benda á margt, ef rúmið leyfði. Enn i dag er eg talinn sérvitur vegna skoðana minna, og er eg ekki spor upp- næmari fyrir þvi nú, þótt gamall sé, en forðum. — En það sé eg vel, að nútíminn hefur sína galla, sína lesti.— Og einn liðurinn í þvi gallakerfi eru Dansleikarnir. Eg hef frá því fyrsta haft þá skoð- un, að þeir væru eitur fyrir heilbrigð- an likama, hvað þá heldur veiklaðan. Á síðari árum hef eg litið á þá, sem einskonar plágu meðal yngra fólksins, og hef nú beinlínis hreinustu andsíygð á þeim, einkum síðan berklaveikin fór að verða svona ískyggilega almenn i fólki af öllum stéttum. Mýmargir eru þeir, er segja sem svo, að »dansínn sé einhver saklausasta skemtunin, sem »guð hafi skapað(!) eða »blásið mönnunum i brjóst«(!); hann sé afl, sem komi blóðinu til að renna örar hjá báöum kynjum, hann fram- leiði tiðari æðaslög(!), auki andardrátt- inn, er geri það gott, að lungun hreins- ist(!!), auk þess, að hann leiði fram ör- ari hjartaslög, sem svo afturskapi nýj- ar ognotalegar tilfinningar, sem streymi frá brjósti til brjósts á hringferðinni um gólfið, er leiðist af mildum bg ang- urblíðum hörputónum(!).— O-jæja! lýs- ingin er ekkert hrak; hún er dillandi skínandi; auðsjáanlega smíðuðafþeim fjölda manna, sem minsta hefur for- sjá, í þeim tilgangi, að töfra og leiða sem flestar ungar sálir inn í þessa para- dís samkvæmislífsins — dansinn — inn á þetta »ástarinnar akurlendi« — er sumir kalla. — Lýsingin er als ekki smíðuð fyrir mig; mér geðjast hún ekki og margt misjafnt mætti um hana segja, en fátt til liðs, en þó skal eg ekki fara orðum um þá hlið málsins. En það er önnur hlið á þessu máli, sem er eins varúðarverð og hin er lát- in vera dýrðleg; og gefur ínér, sem C. & I- Lárusson, Laugavej Reykjavik. Pósthólf A. 31. felefón 10. reyndum og athuguhim manni, lilcfni til alvarlegra athugana, l'rá sjónarmiði heilbrigðisfra'ðinnar. Um þá hlið vil eg fara örfáum orðum. Hér í höfuðstaðnum eru dansleikar mjög algeng skemtun meðal fólks al' öllum stéttum. Flest félög, ef ekki öll, haí'a dansinn í'yrir aðalatriði á »pró- graminu«, þá er skemta skal, — að eg ekki tali um Templarafélög höfuðstað- arins, er undanfarið hal'a borið hmgl af öllum öðrum félögum í þessu efni, enda hefur hið holla og heilnæma ald- rei verið takmarkalaust þar, l'remur en annarstaðar. — A dansleikana eru stúlkurnar leiddar í stór-hópum. Er svo að sjá, að þeim þyki það nauðsyn, að vera þá sem allra minst klæddar; eru þær stund- um með bera handleggi upp fyriroln- boga, eru »flegnar« niður á brjóst, svo sjá má í geirvörtu; og sá klæðnaður, sem kroppinn hylur að öðru lej'ti, er svo gisinn og veigalítill, að líkt er og á slör sjái. Sokkarnir, t. d., sem venju- lega eru hvítir eða svartir bómullar- sokkar, eru svo gisnir, að glögt sér í fæturnar, og alt er eftir því. — Svona búnar sprikla svo veslings stúlkurnar á gólfinu, sprengmóðar, svitinn bogar af þeim í Iækjum, og þær kunna sér ekki læti fyrir fjöri; — þær fara út til að kæla sig, verða svo innkulsa, og sumar þeirra veikjasl að dansleiknum loknum. — Líkt er að segja um pilt- ana, nema hvað klæðnaður þeirra cr töluvert skárri. — Það er kunnugt, að eigi allsjaldan hefur dauði orðið arf- ur af dansleik, að eg ekki tali um kvef,, máttleysi, höf'uðverk og fjóldamörg önnur meinleg óþægindi. Hverjum meðalgreindum manni ætti líka að vcra það auðskilið, hversu holl- ur slíkur snarsnúningur muni vera fyr- ir líffærin yfir höfuð, einkum heilann, og mörg dæmi veit eg til þess, að höf'- uðveikir menn þola alls ekki þessa villimannahringferð, og flesta, þótt hraustir séu, snarsvimar svo illa, að Afgreiðsla ))Þjóðhvells« er á Rergstaðastræti 19.

x

Þjóðhvellur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðhvellur
https://timarit.is/publication/222

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.