Þjóðhvellur - 01.12.1907, Side 1

Þjóðhvellur - 01.12.1907, Side 1
ÞJÓÐHVELLUR BLAÐ TIL SKEMTUNAR, FRÓÐLEIKS OG ALVARLEGRA ATHUGANA Nr. 17 REYKJAYÍK, DESEMBER 1907. I, 3. ársíj. Jóhann Ármann Jónasson, úrsmiður, Laugaveg 12. Telefón 112. Til þess að kaupendur Þjóðhv. gætu fengið sögu þá, er hér fer á eptir, alla í þessu blaði, varð hitt og annað, er annars átti að koma, að bíða næsta hlaðs. Grjíllíl |>l* *Ot. Stutt saga xír Reykjavíkurlífinu eftir I I. 15. Atvikin i lífi manna eru ætíð mörg og misjöfn, enda lifið altaf óstöðugt eins og haíaldan. Oft, þegar hamingjustjarna vor er hátt á lofti og blikar í heið- ríkjunni hindrunarlaust, koma allt i einu há ský og hrykaleg, svo að vér missum sjónar á henni og hún á oss; verður þá dapurt mjög og drungalegt, ogfáttívil; þá verður baráttan fyrir lífinu örðug og öll upp á móti. * * Eg hafði búið hér í sjálfum höfuðstaðn- um rúm 17 ár. Allan þann tíma hafði heillastjarnan ljómað skært og brosað til mín. En svo hvarf hún allt í einu. Eg bjó við góð efrii, en varð fátækur á svip- stundu, er stafaði af óskilvísi og prettum tveggja vina minna, er eg reyndist hjálp- samur, þegar þeim lá mest á. Þeir fóru „á höfuðið", og eg var neyddur til að taka þátt í þeirri ábyrgð, er á mér hvíldi þeirra vegna. Þegar þetta skall á, hafði eg í tvö ár legið þungt haldinn f fótar- meini, er dró þann dilk á eftir sér, að eg misti annan fótinn; reyndar var eg nýfarinn að rölta við hækjuna stundar- korn úr degi, en var að kalla alveg pen- ingalaus og illa staddur. Að vísu átti eg talsvert til í föstum munum, en þeir hrukku naumast til fyrir þeim skuldum, er á mig höfðu skollið vegna gjaldþrots vina minna. En skuldheimtumennirnir sýndu ernga vægð. Þeir spentu járnköld- um klónum utan um hús mitt og aðrar Jónatan horsteinsson, kaupm., Húsgagnaverslun. Laugaveg 31. Telefón 64. eignir, og kröfðust, að þær yrðu allar seldar til lúkningar skuldunum. Voru þær því auglýstar til uppboðs, er fram skyldi fara í desembermánuði —rétt fyrir jól — fyrir árum síðan. Til uppboðsins var að eins ein einasta vika. Eg var gersamlega eyðilagður og fullur haturs og gremju yfir miskunar- leysi mannanna; eg varð að láta mér nægja, að bannfæra þá í huga mínum, því sjálfur komst eg ekkert, vegna veik- indanna. En svo þungt sem mér var innanbrjósts yfir því, að sjá á bak öllum þeim eigum, er eg hafði á liðnum árum unnið mér inn með súrum sveita,—og eiga síðan von á, að standa nakinn eftir, með tvö börn og ástríka konu, sem eg unni öllu heitar, — þá tók mig enn sárara, að hafa mist fótinn. Mér fanst eg standa eins og vængbrotinn fugl fyrir byssum harðbrjósta skotmanna. Kvíðinn fyrir tilverunni og baráttunni hefði orðið hjóm eitt, hefði eg að eins haft mína stæltu krafta og alla limi óskadda. „Það er víst engin von framar okkur til handa?“ sagði konan mín við mig einn morgun, fjórum dögum áður en allir innanstokksmunir okkar áttu að seljast á uppboðinu. „Von? — Það er erfitt að skapa sér von, vina mín, þegar svona gengur", svaraði eg og brosti kuldalega; „félaus maður, kröftum og fjöri sneiddur til hálfs, eins og eg er nú, á erfitt með að bjóða veröldinni byrginn". „En heldurðu, að ómögulegt sé að fá uppboðsfrest þangað til í vor? Það er hægra að horfa móti sólbjörtu sumrinu, þegar svona gengur, en vetrinum ísköld- um“, sagði hún og leit á mig með hálf- gerðum örvæntingarsvip. „Nei“, svaraði eg; „þeir eru miskunar- lausari en Satan sjálfur; það sem þeir hafa skrifað og auglýst, þessir þrjótar, stendur fast og óbifanlegt; þeir eru til- finningasljóari en Pílatas og litlu betri en Neró. — Eftir uppboðið hljótum við að standa eins og alreittir fuglar í búri; hjá því verður ekki komist. En héðan C. & L. Lárusson, Laugaveg, 1, Reykjavík. Pósthólf A. 31. Telefón 10. úr húsinu þurfum við líklega ekki að hrekjast fyr en í vor. Þá hef eg von um að vera orðinn eins heilbrigður, og eg get orðið; það er eini sólskinsblettur- inn, sem getur gefið okkur yl 1 þessum bágindum", sagði eg rólega og kysti hana á kinnina. „En veistu nú upp á víst, hvað upp- hæðin er mikil, sem þú ert krafinn um?“ spurði hún. „Hún kvað vera einhversstaðar á fjórða þúsundinu", svaraði eg. „Og auðvitað tapaðir peningar fyrir fult og alt?“ sagði hún. „Eg geng að því vísu“, svaraði eg blátt áfram. Eg varð að halda á allri minni stillingu, svo hún yrði ekki vör við, hversu órótt mér var innanbrjósts. * * * Dagurinn leið, og það var komið kvöld. Eg var lagstur fyrir. Konan mín sat við rúmið mitt og las fyrir mig úr ljóðabók nokkur kvæði. Það var barið á forstofu- dyrnar. Hún hljóp til dyranna og kom aftur að vörmu spori. „Það er kominn maður, sem vill finna þig“, sagði hún. „Láttu hann koma inn til mín. Það er sjálfsagt einn af þessum gróðasnápum, sem hyggja á góð kaup og ætla að líta á húsmuni okkar, áður en uppboðið fer fram. Undanfarandi daga hafa þeir verið margir, góða mín, er þegjandi hafa ósk- að okkur gleðilegra jóla á þann hátt“, sagði eg kalt og kæruleysislega. Eptir stundarkorn gekk maðurinn inn. Var hann meðalmaður á hæð, gildvaxinn, yfirbragðsþýður og djarfmannlegur. „Gott kvöld“, sagði hann við mig og tók í hönd mína. „Þökk fyrir síðast", bætti hann við. Eg rak upp stór augu, tók kveðju hans hlýlega, bauð honum sæti og sagði: „Fyrirgefið, eg minnist ekki að hafa séð yður nokkurn tíma áður. Hvað heitið þér?“ „Eg heiti Björn Pálsson. Eg sá yður hér öðru hvoru fram að ferraingu, en svo fylgdist eg með móður minni vestur Afgreiðsla ))Þjóðhvells« er á Bergstaðastræti 19.

x

Þjóðhvellur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðhvellur
https://timarit.is/publication/222

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.