Þjóðhvellur - 01.12.1907, Blaðsíða 4

Þjóðhvellur - 01.12.1907, Blaðsíða 4
68 PJÓÐHVELLUR kom inn. Eg ruddtst samt í gegnum fylkingar og margfalda mannhringa og neitti ósleitulega olnboganna. Mér fanst eg hafa fullan rétt til þess eins og aðrir, sem eitthvað láta af hendi rakna til viðreisnar þessum bæ. Karl- arnir urðu vondir og sögðu sem svo, að það tæki naumast fyrir neinn að ryðjast svona miskunnarlaust inn á »Stjána«, því fyrst og fremst þyldi hann engar misþyrmingar — það mundi vera búið að koma svo við kaunin hans, og í öðru lagi væri fund- urinn allur í óreiðu og hreinasta »húm- búkk«, eins og þeir væru yfirleítt þessir borgarafundir hér. — Og það var líka orð og að sönnu, því undir eins og eg er búinn að koma mér í notalegar stellingar, veit eg ekki fyrri til en Kr. O. Þ. vaggar uþþ á þall og skammar Hannes tetrið Hafliðason svo dæma- lausum ruddaskömmum, út af fram- komu hans í borgarstjóramálinu, að eg stóð steini lostinn og verður mér þó ekki bumbult af beiskyrðum að jafn- aði. Svo steig Hannes í »þontuna« og helti skömmunum í þundatali yfir kon- súlinn, svo ósleitulega, að það hlýtur að verða hverjum viðstöddum minnis- stætt fram yfir næstu bæjarstjórnar- kosningar. — Báru þeir brigslum hver annan og má eg óhætt fullyrða, að verri skömmum hafl fáir geflð fram- rás, þótt leitað væri með logandi ljósi í þingmála- og borgarafundasögu bæj- arins næstliðin 50 ár. Sumir virtust skemta sér þarna ágætlega, en aftur aðrir, sem fanst fátt um þetta ástæðu- litla (?) skítkast fulltrúanna, auk eins eða tveggja ræðumanna, er létu íljósi megna vanþóknun sina yflr þessari vanbrúkun tungunnar. — Jeg skemti mér ágætlega og get ekki annað sagt, en að báðir stæðu sig vel. — En almenningur tekur ekki hart á skömmum, eins og kunnugt er, enda væri það ranglátt gagnvart þessum tveim fulltrúum, þvi báðir eru sóma- menn. Eða hver skyldí svo sem vera að tala um það, þótt sannfæring þeirra H. og Kr. kynni svona öðru hvoru að snúast nokkuð ört um möndul sinn í hinum ýmsu atriðum, er fyrir koma i deilumálum dagsins? — Begar til al- vörunnar kemur, —• bjóst þingheimur þessa fundar við því, að heyra rök- réttar umræður um borgarstjórann og vatnsveituna, en ekki sótsvartar sóða- skammir. En mér vitanlega töluðu ekki aðrir af viti og þekking i þeim málum, utan þeir Jón Magnússon skrif- stofustj. og Jón Porláksson verkfræð- ingur; sá fyrnefndi aðallega um bæjar- stjórann og bæjarstjórnarkosningarnar, en liinn um síðustu úrslit vatnsveitu- málsins í bæjarstjórninni. — Atkvæða- greiðsla, bandvitlaus, fór þarna fram, um það, hvort borgarbúar vildu fá vatnsveitu, og sætta sig við málið, eins og bæjarstjórnin hefði skilið við það. Var það samþykt með 130 gegn 30, en þó voru um 400 borgarar á fundinum, en eftir því hefur ekki nema Vi hluti þeirra greitt atkvæði. Ef að marka má liljóðið í tilgátum manna, þá virðist svo sem Kr. O. hafl haldið þennan fund í þeirri von, að »slá sér uþþ«, og afla sér almennrar lýðhylli, og hafi svo verið, misheþn- aðist það algerlega í þetta sinn, því hann varð svo greinilega undir, og gáfu flestir máli hans örlítinn gaum, honum í vil. Ætti það að verða full- komin bending til Kr. O. um það, að vera ekki að þessu borgarafundabrölti framvegis. Annar vegur sennilega hag- kvæmari fyrir hann, til að hæklta sig í verði, en að gerast höfundur mögu- legra og ómögulegra borgarafunda hér í höfuðstaðnum. — Það verður enginn borgarstjóri á þann hátt. — B rj ánn. Niðurjöfnunarnefndin. Hún heflr nú lokið starfl sínu eins og kunnugt er; hafa blöðin flutt ágriþ úr niðurjöfnunarskránni, en látið starf nefndarinnar hlutlaust að öðru leyti. — En sannarlega væri það ekki einsk- isvert, að vekja almenna athygli á þeirri vísdómsfullu (!) niðurjöfnun, og þeim fáránlega ókunnugleik á högum manna og efnahag, sem þar kemur svo afarvíða fram. Eg segi að vísu ekki, að nefndin hafl vísvitandi gert uþþ á milli manna sum- staðar, en langt frá mér er það þó ekki. Látum nú vera, þótt gjöldin hafl hækkað stórum á flestöllum gjaldend- um; það er ekki svo mikið tiltökumál, þegar tekið er tillit til vaxandi iitborg- ana bæjarsjóðs, vegna aukinna fram- kvæmda, —- að ógleymdu veislugarfl bæjarstjórnarinnar i sumar, er þening- unum var hóflaust hent í, rétt eins og hér væri miljónabú -— og menn eru nú látnir blæða fyrir alment.—Veíslu- ÞJÓÐHV. kostar io a. nr., borgast út í hönd. Abyrgðarm. blaðsins er Hallgr. Benediktss., Berg- staðastr. 19. Heima kl. 3—4 og 8—10 síðd.; veitir hann viðtöku stuttum og smellnum skrýtlum og ritgerð- um og kemur þeim til ritstj. blaðsins. A Bergst.str. 19 geta menn líka fengið blaðið keypt alla tíma dags. aðnjótendur hér í bæ hefðu sannar- lega átt að bera þann kostnað sjálflr, en ekki þeir af bæjarbúum, er als ekki komu þar nærri, eða áttu kost á því. Þetta blað hefur þvi miður ekki rúm til að fletta i sundur ósamræmi niðurjöfnunarnefndarinnar, eða gera glöggan samanburð á ýmsum gjöldum hinna og þessa, er hafa líkar ástæður, en mismunandi útsvör. Það tæki uþþ alt rúm og meira. En ekki er að efa hversu gaman það væri. Vonandi, að bæjarstjórninni nýju lánist, að fá valdara lið næst í þá nefnd, er betur sje því starfi vaxinn, og leggi sig meira eftir, að fá áreiðanlegar uþþ- lýsingar um efni manna og ástæður, en fari ekki eftir ágiskun einni saman, eða óvissum skotsþónafréttum. Pað er bæði vanþakklátt verk og vandasamt, að jafna niður gjöldum á náungann, en einmitt þessvegna verð- ur niðurjöfnunarnefndin að vera hund- kunnug högum hans, en ganga ekki grublandi að því verki. Borgari. Afgreiðsla sPjöðhv.a er á Bergstaðastræti 19, þangað leita drengir, er selja vilja blaðið í bæn- um. Á Hverfisgötu 5 er blaðið ekki lengur afgreitt. Yngri og eldri, sem þurfa að láta skrautskrifa á jólakort, ættu að láta þann mann gera það, sem auglýsir sig efst á öðrum dálki, þriðju síðu, hér í blaðinu. Hvort heldur þér þurfið að kaupa jólagjafir eða eitthvað annað til hátíðanna, er betra fyrir yður að hugsa yður tvisvar um, áður en þér gangið fram hjá verzl- unarbúðum eða verkstofum þeirra manna, er birta nöfn sínefst í dáikum þessa blaðs. Drengir og stúlkur, er selja vilja „Þjóðhvell", snúi sér til ábyrgðarm. blaðsins, er hitta má í Gutenberg, eða þá á Bergst.str. 19. Sölulaun: 25 aurar af krónunni. I»jó0hv. frá byrjun, 17 blöð, geta menn fengið keyptan. Verð : 1 kr. 5° a Prentsmiöjan Gutenberg.

x

Þjóðhvellur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðhvellur
https://timarit.is/publication/222

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.