Þjóðhvellur - 01.01.1908, Blaðsíða 1

Þjóðhvellur - 01.01.1908, Blaðsíða 1
ÞJÓÐHVELLUR BLAÐ TIL SKEMTUNAR, FRÓÐLEIKS OG ALVARLEGRA ATHUGANA Nr. 18 KEYKJAVÍK, JÁNÚAR 1908. I, 3. ársfj. Jóhaim Ármann Jónasson, úrsmiður, Laugaveg 12. Telefón 112. Nokkur dráttur hefur orðið á útkomu þessa tölublaðs, sem er síðasta blaðið í 3. ársfj. Þjóðhv. Staf- ar dráttuiinn af ýmsum ástæðum. Fyrst og fremst er skammdegið mjög óhagstætt fyrir hann, því eins og kunnugt er, er hann lausasölublað, og svo má kenna annríki prentsmiðjunnar að nokkru. Ritstjórinn á reyndar sinn þátt í drættinum líka, því í stað þess að skrifa í blaðið og skila hand- ritinu á réttum tíma, framdi hann þá goð- gá nú um hríð undanfarið, að sökkva sér niður í nokkur vísindarit eftir Flammarion og vaka yfir þeim langt fram á nætur. — Eru þetta meinlitlir prettir að vísu, en alt um það eru hinir mörgu hér í bæ, og annarstaðar, er unna blaðinu og þrá það, beðnir að virða á betri veg. Abni. Bœjarstjórnarkosningin. Janúarmánuður í ár cr merkismán- uður hinn mesti fyrir alla Vikverja vegna bæjarstjórnarkosninganna, er fram fóru um næstl. helgi og hins mikla gauragangs, hjá körlum og kon- um, er af undirbúningi þeirra leiddi. Og nú eru þessar kosningar til lykta leiddar, hvernig svo sem kjósendum líkar valið, og hvernig sem þessir nýju fulltrúar reynast. Að öllum líki valið vel, kemur auð- vitað ekki til nokkurra mála. Allar kosningar skilja eftir á skeið- velli sínum ótal olbogabörn, eins og við er að búast, — láta eftir sig marga sjúklinga, er þjást af hinni alkunnu »kosningahitasótt« langa stund eftir að kosningar fara fram. Sumir eru með hljóðum, er heyrast langar leiðir. — Pcssa sótt læknar enginn læknir, og enginn »elixír«. Að ins tímans tönn eyðir slíkum harmkvælum smámsaman. Eins og fyrri daginn, eru blessuð blöðin hérna, hvert eftir annað, búin Jónatan Þorsteinsson, kaupin., Húsgagnaverslun. Laugaveg 31. Telefón 64. svo oft, síðan tim daginn, að birta nöfn þeirra, er kosningu hlutu, að Pjóðhv. getur ómögulega í'arið að endurtaka þá nafnarollu. Hún er svo margtugg- in i unga og gamla. — En það, sem sérstaklega einkennir þetta nýja bæj- arstjórnarval, er embættismannafjöld- inn, sem það samanstendur af. ()g víst er um það, að rammpólitiskari bæjarstjórn gat Reykjavík undir eng- um kringumstæðum hlotnast. Pað er af og frá. Og þótt Pjóðhv. sé lítt spámannleg- ur á svip, hyggur hann samt, að ein- hverntíma muni harðna á áratogum Lárusar sýslumanns, ef svo bæri und- ir, að hann yrði að róa einn á borð móti þeim ytirréttarmönnunum, Krist- jáni og Jóni. — Peir kannast við Lár- us, þegar hann skákar og mátar. Annars er ekki vert að tala um það sern verða kann, heldur það sem er, — reynslan synír málalok. Víst er um það, að óskiljanlega heilla- drjúgt hefur það orðið, stjórnmálaié- lagið »Fram«, að koma að þrem mönn- um af sínum lista. Getur það verið stolt af, og sýnir ljóst, að enn er Hf og lán með þeim heimastjórnarmönn- unum. — En hver skyldi hafa trúað því, áður ur en kosið var, að Lárus mundi fá flest atkvæði allra karlm.fulltrúanna? Mér liggur við að segja: »Ekki ein einasta sál í allri Reykjavík? — Ýmsra atvika vegna — er það því vegsauki hinn mesti fyrir hann, að hafa náð kosningu í bæjarstjórnina hér. Pað var líka ekki nema eðlilegt, að nokkrirPjóðræðismenn hrykkju við, er þeir vissu hann valinn. Ekki vekur það hvað minsta eftir- tekt, hve margar konur náðu kosningu. Og víst er um það, að þessar fjórar húsfreyjur, er valdar voru, eru flestum konum hér í bæ líklegri til starfs í bæjarstjórninni, svo framt, sem nokk- C. & L. Lárusson, Laugaveg, 1, Heykjavik. Pósthólf A. 31. Telefón 1». uð vcrður á konum bygt í því efni. Atkvæðamagn það, er þær fengu, sýn- ir samtök og góða samheldni reyk- yískra kvenna, og vott um, að þær hafa gengið til kosninga með góðum skiln- ingi á fengnum réttinduiii. Eiga þær hrós skilið fyrið. — Sögn er 11111, að konum sc það að þakka, að Jón yíirdómari komst að. »Fátt cr tim l'ína drætti«, deltur manni í hng, cr maður athugar at- kvæðamagn I-listaus. Eftir munn- söfnuði »ísaf.« að dæma, i 3. tbl. 18. jan., cr sá listi útgeflnn af »óháð- um«(!) kjósendum og vilaskuld kosinn af þeim einuin. Og cinmitt þessvcgna cr það næsta hlægilegt, er það kemur upp úr dúrmim, eftir kosninguna, að »óháðir« reynast cinar 78 hræður í allri borginni. — Jæja — llokkur er það nú samt, cigi að síður, þótt litill sc og lítt ábyggilcgur til sigurvinninga í framtið. Og scu þctta leifar hins burtsofnaða Pjóðræðsflokks, ætti rujög vel við að raula sem oftasl: »Hversu sæll er hópur sá, er herrann (B—J—) kannast við«" Pað er svölun, þótl litil sé, sanntrúaðri sál. Skráveifu gerðu K-listamenn með »leiðbeiningu« sinni, cr þcir límduvið dyr kjörherbergja, þar scm þeir skip- uðu kjósendum að mima, að skrifa krossinn við K-listann, cr þeir kysu. Pella var mesta skynsemdarbragð, og líkl. ólöglegt — en þó nóg tíl þess, að listin náði tveim — Knútur var annar — í stað þcss, sem hann að líkindum hefði engum komið að ella. Sögðu sumir, að landritari hefði um miðjan dag, kosningadaginn, látið í ljósi, að þessi »leiðbeining« væri brot á kosn- ingalögunum, en um frekari málarekst- ur hefur ekki frést. Ekki verður annað sagt yfirleitt, en að mjög slælega hafi verið gengið til þessara kosninga, þegar tillit er tekið Afgreiðsla ))Þjóðhvells« er á Bergstaðastræti 19.

x

Þjóðhvellur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðhvellur
https://timarit.is/publication/222

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.