Þjóðhvellur - 01.02.1908, Qupperneq 1

Þjóðhvellur - 01.02.1908, Qupperneq 1
ÞJÓÐHVELLUR BLAÐ TIL SKEMTUNAR, FRÓÐLEIKS OG ALVARLEGRA ATHUGANA Nr. 19 REYKJAVÍK, FEBRÚAR 1908. I, 4. ársfj. Jóhann Ármann Jónasson, úrsmiður, Laugaveg 12. Telefón 112. Fjórði ársfjórðungur byrjarmeð pessu blaði. Peir seni vilja skrifa sig fyrir þessum ársfj. (nœstu 6 blöðum) verða að borga 50 au. fyrir- fram. Peir sem skulda fyrir blöð, eru beðnir að borga hið fyrsta. Abm. r Olympiskir leikar. Ólympiskir leikar verða í sumar »háðir« í þeirri miklu borg, er Lundúnaborg nefnist og stendur á Þemsárbökkum. En þessir ólymp- isku leikar eru nokkurskonar í- þróttasýning (sbr. nautgripasýning) og eru þar sýndar svo margar í- þróttir og leikar, að engum öðrum en há-háskólagengnum mönnum er ætlandi að telja það alt úpp. Verða þar vísast saman komnir margir hraustir menn víðsvegar að, þeir er vilja sýna heiminum kraft sinn og kunnustu. En leikar þessir hafa nú færst svo norður á við, að ekki er laust við, að sumum þeim hér á landi, er vita sig meðalinönnum meiri að afli og annari líkamsat- gervi, finnist svo sem dragi þá suður á við til leikanna einhver ósýnileg almættishönd, er vilji, að þeir fari þangað og sýni þrótt sinn og þor, og ávinni íslendingum, jafnt ítur- mennum sem ónytjungum, ódauð- lega frægð fyrir afl og lipurð. Minn- ast þeir með ánægju þeirra tíma, er menskir menn norrænir börðu á jötnum, tröllum og blámönnum, svo sem væru það auvirðulegir ör- kvisar einir, eða buðu kyngi marg- vísra dverga og djöfla úr jörðu neðan Jónatan Porsteinsson, kaupm., Húsgagnaverslun. Laugaveg 31. Telefón 64. byrginn með afli sínu, en skrift- lærðir menn (eins og eg) settust niður og löguðu sögur um þau lireystiverk. Hyggja þeir, að ekki muni nú minna um að gera, er tækifæri gefst svo gott til þess hvors- tveggja, að sýna fagrar, heiminum áður aldrei kunnar, íþróttir, og, að berja á þeim mönnum úr ýmsum löndum, er mest berast á nú á dögum, og álíta þeir, að það yki eigi alllítið á íslands fornu frægð, ef þeir fengju að velli lagt einhvern harðvígasta kappa heimsins, þann er þaulæfður væri í allskonar í- þróttum frá barnæsku. og mætti þá svo fara, að íslendingar yrðu víð- frægust þjóð um gervallan heim. Hugur H. V. T. S.*) hefur nú fengið byr undir báða vængi, halda honum engin sóttvarnarlög, og geisist hann á skíðum yfir lög og láð, grjót og snjó, urðir og apalhraun, alt jafnt, til þess að svipast eftir hraustum piltum til fararinnar, og athuga, hver ráð séu til að koma þeim. Kveður hann sér hljóðs í hverju blaði og lýsir því einkar átakan- lega, hve mjög þessi för geti orðið til að auka veg íslands og menn- ingu, og skorar feykilega á stjórn þessa lands og þjóð þessa lands, að láta nú einskis ófreistað. Er mér svo sagt, að stjórninni hafi brugðið svo, er hún heyrði til hans, að hún hafi kastað að honum sjóði, er í *) Það er nú orðinn siður, að skamm- stafa nöfn félaga með fjórum stöfum úr nafni þeirra, t. d.: K. F. U. M., U. M. F. R. C. & L. Lárusson, Laugaveg, 1, Reykjavik. Pósthólf A. 31. Telefón 10. væru 2000 kr„ svo að henni yrði ekki hægt að kenna, ef ekki yrði farið, hvernig sem þessi tiltekja hennar mæltist fyrir að öðru leyti. En trúað gæti eg því, að einhver- staðar heyrðist rödd um það, áður en langt um líður, að frámunalega illa væri sólundað fé landsins, er því væri fleygt í ekki þarflegra en þetta væri »þó«. Þess fjár, sem enn kann að verða vant, kvað eiga að afla með samskotum, hvernig sem það nú gengur. í annan stað er Jóhannes hinn bláklæddi, mestur íþróttamaður ofar íslenskri mold; girðir hann sig Grettisbeltinu góða, færist í ásmegin og hugsar, að nú skuli sýnt verða og sannað, að ekki hafi fallið fræga á Þingvöllum úr honum drepið dáð alla og þor. Segist hann nú skuli fara og þrír menn aðrir einhverjir til að leika heiminum hælkrók, er um muni; skuli þeir sýna klofbragð og hnykk, en þau brögð muni áhorfendur lofa svo hátt, að lieyra megi í Eldlandi og Spitzbergen. En nú skal vikið að öðru. Mælt er, að einhverstaðar hafi komið fram sú tillaga, að þessir fulltrúar íslands á leikmótinu yrðu klæddir í þjóðbúning Forníslend- inga, litklæði, en því verið mót- mælt af einhverjum fyrir því, að t. d. í samkvæmum væri það siða- skylda, að vera í lafafrakka eða á karlkjól, en of mikið umstang, að vera að burðast með marga fatnaði. Þá hefur og enn komist til tals* hvort ekki færi best á, að þeir kæmu með íslenska fánann til móts- Hví skyldi ekki líka mega gera það við mannanöfn? Afgreiðsla »Pjóðhvells« er á Bergstaðastræti 19.

x

Þjóðhvellur

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðhvellur
https://timarit.is/publication/222

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.