Þjóðhvellur - 01.02.1908, Blaðsíða 3

Þjóðhvellur - 01.02.1908, Blaðsíða 3
Pétur Brynjólfsson, Ijósmyndari, Hvcrfisgótu. Reykjavík. Telefón 78. pessi íyrstu spor yrði feigðarför tvegga fulltrúa. — Það var alveg eins og »maðurinn með ljáinn« vildi strax eiga ítakí |)ess uiTf nýjfl, Víkverska vermireit, bæjarstjórninni nýju. Pegar fundurinn hafði sett smiðshöggtó á veigamestu hlutverkin, voru hinir gildustu menn og færustu úr hópnum valdir til pess, að fylgja kvenfulltrúunum heim. I'að er sem sé alveg spánnýtt embætti á þessum friðhelga stað, og hlýtur með tímanum að hafa mikla þýðingu fyrir skilningstréð góðs ills, er standa kvað nú í fullum blóma í bæjarstjórnar- salnum. — Fundinum var nú slitið, og fulltrúarnir kystust að skilnaði. Sænski konsúllinn, sem nú, eins og opt áður, hafði orðið launheppinn — hlaut þann heiður, að vernda þann kvenkostinn, sem um var kveðið um árið: »Velkomin........besta frú! þú blómstur meðal landsins kvenna, er betur íerð með blek og penna en blaðamannafjöldinn nú. Sit heil á þínu heiðurssæti í hölljnni við þingholtsstræti, og lát þitt kæra.......blað nú kvaka í landsins höfuðstað«. þetta var meira en litill sæmdarauki íyrir »ræðismanninn«, því konan er kvenval — drotning bæjarstjórnarinn- ar — og ber sýnileg merki lífsreynsl- unnar og' margra góðra kosta. Pau fetuðu sig áfram í myrkrinu, þetta jafn- an og þéttan, hlið við hlið, og ræddu af mikilli list um væntanleg risastig þessa bæjar á komandi tíð. Djúpsæi hennar hlaut að hafa í -sér svo mikinn sannindakrapt, að draga til sín alla hans athygli, og má þá vel vera, að honum, svo biblíufróðum förunaut, hafr flogið í hug hin lielgu Davíðs orð: »Þú ert ljós á mínum vegum og lampi minna fóta«. — Og nú voru þau kom- in á Lækjargötuna; hún gekk húsa megin, en hann lækjarmegin, eins og fullhuga sæmir. »Maður grillir varla þessar ófyrir- gefanlegu götuglórur; þær eru óhafandi með svo varhugaverðum stíg, eins og Lækjargatan er. — Þessu verðum við að breyta, besta frú«, má hann hafa sagt, — án þess að gleyma orðum Davíðs, — en hún þá svarað: »Já — en á vórum vegum verða rafmagnsljós of dýr. Eða hvaö segið þér um það?« —En í þessu bili heyr-ði hún voðalegan skvett, — það glitti á hvítfixandi öldu- fallið; hún fálmaði og fölnaði — föru- nauturinn var horflnn — horfinn! ÞJÖEiHiV/gfLKRR Carl Olafsson, ljósmyndari, Austurstræti <4, IU'ykjavík, Eri frá læknum rumdi: »púmp! — hjálp — púh-ú-ú!« . Förunauturinn flaut á yflrborði vatns- ins, — en »ljós vega hans og larnpi fóta hans« stóð á bakkanum — beidd- ist líknar ofan frá og rétti út herða- tréð, —/handlegginn vildi eg sagt hafa. —og hóf svo upp þennan reykvíska Odysseiv — heimti hann úr hverkum dauðans — eins og Penelópa Iþöku- drotning eiginmann sinn Odysseiv til forna, eptir bardagann mikla við Tróju. — Fulltrúinn fór heim og lagð- ist í rekkju og breiddi feld yfir höfuð sér, eins og Þorgeir Ljósvetningagoði — og braut heilann um geisibjartan raf- magnsblossa, er koma skyldi í Lækjar- götuna, áður en árið rynni út----. Eg get ómögulega varist að geta þess, að þegar miklir menn detta í vatn, flýgur mér ætíð í hug Sevs hinn gríski, þá er hann varpaði sér ofan af Oij'mpí niður í djúpið og synti langar leiðir í graðungslíki, til þess að nema á burt með sér Evrópu, dóttur Fönix kon- ungs í Fönikíu og fá hana til fylgi- lags við sig. Appolló. Almannarómur. Það er altalað í bænum, að greinar- kornið: »Á flótta undan bólunni» í síð- asta blaði Þjóðhv., hafi valdið mjög svo miklum ókyrleik hjá persónum þeim, er þar áttu hlut að máli.— Það var líka þörf á því, eða hitt’ó heldr! — Var kannske ekki full von til þess, að jafn-merkilegur »flótti« hefði sögu- lega þýðingu fyrir vora þjóð.— Er svo frá skýrt, að hlaupið hafi verið frá éinum ritstjóra til annars til þess að fá þátil skrifta móti »flóttagreininni« og taka í lurginn á blaðinu. En eng- inn þeirra kvað hafa treyst sér til að lenda í blaðadeilum út af slíku, en attur á móti geíið það ráð !), að leita dómstóianna og láta þá skera úr þess- um ósköpum(!). -— Það væri vit í því! Og víst er um það, að matur yrðisHk- ur málarekstur Þjóhv. — það mundu lesendur hans sanna — og ábyrgðar- maður blaðsins alls ekki teija þá aura illa farna, er fyrir slíka málamjöð yrði varið. — En það vill Þjóðhv. benda víðkomandi »flóttamönnum« á, að þeim er hjartanlega velkomið rúm í Þjóðhv. fyrir grein eða greinar, svo framt, að þeim finnst ástæða til að afsaka eða athuga eitthvað, ér snertir: »FIóttann undan bólunni«/, Lögregluþjónar vvrir. Það var ekki laust við að maður gæti dáðst að því, hvað lögregluþjón- arnir hjerna höfðu góðan tima 17. þ. m., um kvöldið. Þeir höfðu sem sje ráð á, allir fjórir undir eins, að staldra við hjá Clausen í Bárubúð og hlustá á hann.— Skyldu þeir hafa gert það í embætf- isnafni, eða bara svona hins’eginn und- ir »eftirlitsins yfirskyni«? Ef þeir, ailir undir eins, leika slíkt að jafnaði, á hinum ýmsu samkomum borgarinnar, er svo sem óþarfi að ef- ast um löggæsluna annarstaðar í bæn- um þær stundirnar. — 0, hún er ágætf löggæslan sú! enginn efi — hí, hi, hí! Habbakugg. Clausen, A.,1 heldur ^fyrirlestur'. Það var ekki laust við, að völlur væri á Axel Clausen 17. þ. m., því þann dag blöstu hér við á öllum götuhornum allavega litar auglýsingar frá honum þess efnis, að um kvöldið héldi hann stór-merkilegan »fyrirlestur« í Báru- búð um »piparmeyjar og fleira«. — Flesta rak í rogastans, er þeir sáu þetta, og hugðu, sem vonlegt var, að Clausen mundi trauðla standa sem vísindamaður á þessum svæðum. Leið svo að kvöldi, að bollalagt var um Clausen aftur og fram um allan bæ, og varð sú niðurstaðan hjá flesttjm, að eitthvað múndi vera »bogið við þann lasm«. — Húsið var nú opnað eins og lög gera ráð fyrir, og salurinn fylt- ist á svipstundu fólki af öilum stéttum og stærðum. En fátt var þar um kven- fólk; aðeins nokkrar saumastúlkur á ýmsum aldri innan þrítugs, og engar sáustþar »þiparmeyjar«; hafa vafalaust i) Hann er sonur Holgeirs sál. Clau sens, er lengi var kaupmaður í Stykkis- hólmi og síðast hér í Rvík. Axel er ung- ur piltur, innan tvítugs, mannvænlegur, djarfur og skynsamur fremur, en gáska- fullur nokkuð með köflum, eins og títt er Um æskuna, og hefur mjög svo gaman að láta á sér bera, og gera „grín fyrir fólk1- ið“ við og við. Ritstj.

x

Þjóðhvellur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðhvellur
https://timarit.is/publication/222

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.