Þjóðhvellur - 01.03.1908, Qupperneq 1

Þjóðhvellur - 01.03.1908, Qupperneq 1
ÞJÓÐHVELLUR BLAÐ TIL SKEMTUNAR, FRÓÐLEIKS OG ALVARLEGRA ATHUGANA Nr. 20 Jóhann Ármann Jónasson, úrsmiður, Laugaveg 12. Telefón 112. Frá l>a'i*j íiii geta menn fengið keyptan f’jóðhvell (20 blöð) fyrir að eins 1 kr. og 60 au. Síðasti samsöngurinn, o. fl. (Aðsent). Hann var haldinn í Bárubúð síðasta laugardags- og sunnudagskvöld, undir stjórn hr. Brynjólfs Þorlákssonar dóm- kirkjuorganleikara. Samsöngur þessi var eftirtektaverðari -en allir aðrir samsöngvar, er áður hafa verið haldnir hér á landi, að því leyti, að öll lögin, er sungin voru, eru eftir íslenska tónskáldið, hr. Svb. Sveinbjörns- -son í Edinborg á Skotlandi, og er það í fyrsta sinn, að til samsöngs hefir ver- ið efnt hér, með tónsmíðar eftir einn og sama höfund, íslenskan. Svb. Sveinbjörnsson hefur til skams tíma verið lítt kunnur löndum sínum sem tónskáld, enda þótt einstök lög eftir hann, svo sem lagið við »0, guð vors lands«, hafl nokkuð haldið nafni hans í minni, einkum hér i bænum. — Bað var fyrst í sumar sem leið, að menn hjer fóru að veita verkum hans verulega eítirtekt. Pað gerði hin ágæta tónsmíð hans við konungskvæði Bor- steins ritstj. Gíslasonar. Og nú hefur Brynjólfur, með sam- söng sinum, aukið enn meir þekkingu Beykvíkinga á þessum ísl. listamanni, ogmunu allir þeir, semá heyrðu, kunna Brynjólfiogsöngflokki hans bestu þökk fyrir ágæta skemtun. Af söngnum er það að segja, að hann tókst yfirleitt mjög vel; eg á ómögulegt með að gera upp á milli þessa samsöngs og samsöngs þess, er hr. Sigf. Einars- son hélt hér fyrir nokkru, því báðir tókust ágætlega. En þann mikla kost hafði samsöngur Brynjólfs fram yfir hinn, að öll lögin voru með íslenskum textum, en ekki útlendum, og var það eitthvað svolítið þjóðlegra og viðfeldn- ara, en verið hefir, enda voru menn REYKJAVÍK, MARS 1908. Jónatan horsteinsson, kaupm., Húsgagnaverslun. Laugaveg 31. Telefón 64. iljótir að finna þann mun. — Það er því vonandi, að eftirleiðis verði sung- ið á íslensku, á þeim samsöngum, er auglýstir verða fyrir fólk af öllum stétt- um, — að öðrum kosti er illkleift fyrir aðra, en sprengfærða tungumálamenn, að sækja hér söngskemtanir. Þess er rjett að geta, að flest af þvi fólki, er þarna söng, hefur Brynjólfur haft undir sinni hendi um mörg ár und- anfarin. En síðan Sigfús kom til sög- upnar, og fór að hafa hjer söngflokk, syngur flest af söngfólki Brynjólfs hjá Sigf. lika, svo að segja má, að þeir hafi báðir mestmegnis sama söngfólkið. En einmitt þess vegna, má ekki gleyma því, að það er Brynjólfur, er mest og best hefur, nú á síðustu árum, glætt hjá því, flestu, sönghæfileikana, og því búiðmjög í haginn fyrir Sigfús. Pessa er hér getið, af þvísumirhafa haldið þvi fram, að Sigfús hefði engan mann úr söngflokki Brynjólfs. En hvað svo sem þessu líður, er það víst, að svo framt, sem þeir Br. og Sigf. beita sínum miklu hæfifeikum við þenn- an sameiginlega söngflokk þeirra, verð- ur þess ekki langt að bíða, að höfuð- staðurinn eignist listasöngflokk, sem mikið kveður að á komandi tíð. X e r x e s. Pruma drepur hesta. Austur i Hornaíirði vildi það fá'gæta slys til fyrir skömmu (5. eða 6. mars), að þruma drap þrjá hesta, er hafðir voru í úthýsi. Hestarnir höfðu verið 5 saman alls í húsinu, og sluppu tveir þeirra alveg óskemdir, að því er séð varð. A húsinu sjálfu sáust engin merki, önnur en þau, að þrjú lítil göt voru í gegnum þekjuna, eins og eftir byssukúlur, og dálítil hola í gólfið. — Fregn þessa fékk skólapiltur, í brefi úr Hornafirði, nú um síðustu helgi. I, 4. sirsfj. C. & L. Lárusson, Laugaveg, 1, Reykjavík. Pósthólf A. 31. Telefón 10, lí;inlíHs:i<»!t. Mottó: „Það, sem þér gerið einum af mínum minstu bræðrum, það gerið þér mér“. Biblían. I fyrra, um llkt leyti og nú, bar svo við, að maður nokkur, ungur og lítill vexti, þurfti að fá peninga til þess að eignast hlutabréf í fyrirtæki. Hann fór þvl, eins og lög gera ráð fyrir, í banka hér á næstu grösum til þess að leita hóf- um peningalán. Upphæðin, er hann þurfti að fá, nam þremur hundruðum króna. Þegar hann kom í bankann, var honum auðvitað vísað inn um hið „þrönga hlið" — inn í bankastjórnarherbergið. Sat hann þar á stóli, bankastjórinn, — einn af konungum vors jarðneska Mam- mons —, og blaðaði. „Hvað þóknast yður?“ sagði hann, um leið og hann stóð upp og gekk til lán- beiðanda. „Eg vildi vita, hvort eg gæti ekki fengið 300 krónur að láni hér hjá bankanum", svaraði komumaður. „Lán!? — Þér að biðja um láu?“ sagði bankastjórinn, og var eins og hann virt- ist hissa á þessari dirfsku. „Við lánum ekkert nú, gigum enga(I) peninga — alls enga!“ hélt hann áfram og horfði ein- kennilega niður á manninn. „Enga peninga?" spurði komumaður brosandi. „Því trúi eg ekki. — Eg get boðið fullkomið veð tyiir peningunum. Eg hef tvo góða ábyrgðarmenn, og auk þeirra læt eg hlutabréfið, sem eg ætla að kaupa, fái eg peningana, liggja í bank- anum til fre'-'iri tryggingar. Og ennfremur býð eg annað hlutaþréf, er hljóðar upp á 300 krónur. Með öðrum orðum; 600 krónur í verðbréfum og tvo góða á- byrgðarmenn býö eg bankanum til trygg- ingar þessum 300 krónum", sagði komu- maður, sem ekki gat fengið að tala út ó- hindrað, því bankastjóri bar ótt á, meðan lánbeiðandi gerði grein fyrir máli sínu, og margstagaðist á orðunum: Afgreiðsla pRjóðhvellsú er á Bergstaðastræti 19.

x

Þjóðhvellur

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðhvellur
https://timarit.is/publication/222

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.