Þjóðhvellur - 01.03.1908, Blaðsíða 3

Þjóðhvellur - 01.03.1908, Blaðsíða 3
PJÓÐHVELLUR 79 Pctur Brynjólfsson, ljósmyndari, Hverfisgötu. Reykjavik.______Telefón 76, skjálftann" eru að reyna til að troða inn í göfuga og dreriglynda menn, eitruðum og dónalegum uppspuna, að þvt er snert- ir Ballyhack-járnbrautina. Það er annars ekki ný bóla hjá þeim. Járnbraut þessi er eitthvert hið fegursta fyrirtæki, serri hafið hefir verið á þessari öld. Hugmynd- in um það, að sneiða ætti hjá Buzzard- ville, hefir hvergi orðið til annarstaðar en í hinum sauruga heila sjálfra þeirra, eða réttara sagt, grútarsora þeim, sem þeir hafa í staðinn fyrir heila. Þeim væri nær, að jeta þessa lygi ofan í sig aftur, ef þeir ætla ánnars að reyna til að kom- ast hjá hirtingu þeirri, sem þessi við- bjóðslegu vesaldarhræ eiga svo fyllilega skilið". „Tuddinn Blossom við „Þrumufleyginn og frelsisorgið" þarna í Higginsville, er aftur sestur að í Van Buren". „Vér skulum geta þess, að beinasninn og durturinn, sém stendur fyrir „Morg- unöskrinu frá Mud Spring" hefur gert sig sekan í lygi enn þá einu sinni, þar sem hann segir, að Van Werther hafi ekki náð kosningu. Blöðin hafa þann há- leita tilgang að verja sannleikann, en sporna við öllum afglöpum. Þau eiga að sjá um að siðferði almennings fari fram, að það lagist og komist á hærra stig. Þau eiga að bæta mannkynið og auka á allan hátt mannkosti þess og góðgerða- semi, guðrækni og farsæld; og samt sví- virðir þessi samviskulausi fantur hið göf- uga ætlunarverk sitt, með því að breiða út fals og rógburð, eitur og ólyfjan af fremsta megni". „Hvern þremilinn á Batterville að gera plankabrýr? Ætli það væri ekki nær að byggja þar ennþá eitt fangelsið og ennþá eitt hreppsómagahús? Erþað nokkru lagi líkt, að bæjarómynd, sem ekki hefur öðru að tjalda en tveimur veitingahúsnefnum, járnsmiðju og svo þessum blaðsnepli, sem kallarsig dagblaðið „Húrra“,þurfi planka- brýr. Bærinn getur fengið þær að láni hjá Memphis. Þar kostar þesskonar svo lítið. Þessi vesæli jarðarmaðkurBuckler, sem gefur út „Húrra", malar um mál þetta, afglapalega, eins og hann er van- ur, en það tekur þó út yfir, að hann þykist tala um það af skynsemi". Lítið þér á! Svona á að semja þetta. Það verður að vera eitthvað sem matur er í. Mér verður óglatt af annari eins grautargutlsgrein og þér hafið samið". Þegar hér var komið sögunni kom múr- steinn þjótandi inn um gluggann með fjarskalegum gauragangi og lenti beint í bakinu á mjer. Eg flutti stólinn, því mig fór að gruna, að eg væri fyrir. „Það er líklega ofurstinn", sagði ritstjór- Carl Ólafsson, ljósmyndari, Austurstræti 4, Reykjavík, inn; „eg hef búist við honum í nokkra daga. Hann kemur sjálfsagt hingað að vörmu spori“. Ritstjórinn átti kollgátuna, því jafnskjótt og hann hafði slept orðinu, kom ofurstinn inn um dyrnar, og hélt á reiðliðsskamm- byssu. „Góðan daginn", sagði hann, „jeg mun hafa sómann af að tala við fantinn, sem gefur út þessa blaðsneipu". „Já, það hafið þér. Gerið svo vel að tylla yður, en varið yður á stólnum, því það vantar á hann eina löppina. Eftir því sem eg veit best, veitist mér sú á- nægja, að tala við hinn grobbna sána, sem þykist heita Blathershite Tecumseh?" „Jú, það er eg. Eg hef svolitla hönk að toga við yður. Við skulum byrja þeg- ar í stað, ef þér hafið tíma til- þess“. „Ja, ég er nú reyndar að semja grein um hinar gleðilegu framtarir, sem siðgæð- in og mentunin hafa tekið, hér í Vest- urheimi, en annars liggur ekki á henni. Við skulum byrja. I sama vetfangi skutu þeir báðir úr skammbyssunum og þótti mér fremur ó- viðfeldið að heyra hvellina. Kúla ofurst- ans tók hárlokk af ritstjóranum, en nam staðar ófan til í lærinu á mér. Hin kúlan kom við vinstri öxlina á ofurstanum. Þeir skutu aftur og hitti hvorugur, en eg fór ekki varhluta, því önnur kúlan lenti í handleggnum á mér. Þegar skotin riðu af í þriðja skifti, urðu báðir einvígis- rnennirnir sárir, en lítið kvað að því. Aft- ur hafði eg einum hnúa færra eftir en áður. Eg sagðist nú halda að eg mundi bregða mér út; það liti svo út, sem eng- um kæmi við, hvað færi á milli þeirra, og auk þess væri fjarri mér að trana mér fram í það, sem mér kæmi ekkert við. Þeir báðu mig báðir að sitja kyrran, og fullvissuðu mig um, að eg væri alls ekki fyrir, en eg hafði, satt að segja, haldið það hingað til. Þeir fóru nú að tala um kosningarnar og uppskeruna, en eg fór að binda sár mín. En alt í einu hófu þeir skothríðina að nýju, og drógu þá ekki af sér. Þe*r skutu sex skotum og hittu þau öll. Eg segi það hverju orði sannara, að fimm skotin lentu í mér. Sjötta skotið særði ofurstann banasári, en hann lét sér ekki bregða, en sagði að eins, að hann yrði nú því miður að kveðja, því hann ætti erindi upp í bæinn. Hann spurði því næst hvar grafarmennirnir byggju, og hvar hann gæti keypt sér líkkistu, og fór svo leiðar sinnar. „Eg býst við gestum í dag, um mið- degisleytið", sagði ritstjórinn við mig. „Þér gætuð gert mér þann greiða, að lesa prófaskir og sinna gestunum sem koma". Mig grunaði, að það mundi ekki verða neitt þægilegt, að taka á móti þessum gestum, en skothrtðin dundi ennþá í eyr- unum á mér, svo eg var svo ruglaður, að eg gat ekki almennilega áttað mig áneinu". Ritssjórinn hélt áfram: „Jones kemur hingað kl. þrjú. — Hann skuluð þér lú- berja. Gillespie kemur ef til vill svolítið fyr. Honum eigið þér að kasta út um gluggann. Ferguson kemur líklega hér um bil kl. fjögur. — Drepið þér hann. Eg veit svo ekki til að meira sé að gera í dag. Ef þér hafið nokkurn tíma afgangs, þá getið þér samið grein um lögreglu- liðið, en hún verður að vera beiskyrt, Takið þér duglega ofan í lurginn á lög- reglustjóranum. Bareflin og svipurnar eru undir borðinu. Hérna eru skammbyssur í skúffunni. Skotíæri eru þarna 1 horn- inu, en línskaf og umbúðir upp’.í glugg- anum. Et þér verðið fyrir miklum meiðsl- um, þá skuluð þér fara til Lancet’s, sem býr hérna undir okkur. Hann auglýsir íblaðinu —þessvegna leitum við til hans", Ritstjórinn fór, en mér rann kalt vatn milli skinns og.hörunds. Þegar þrjár klukkustundir voru liðnar, hafði eg ratað í svo voðalegar hættur, að öll rósemi og glaðværð var botfin úr huga mér. Gillespie hafði komið og fleygt mér út um gluggann, Jones kom líka, eins og búist var við, en þegar eg var að búa mig undir að berja hann, þreif hann af mér bareflið og lamdi mig eins og harðan fisk. Svo komst egíklærnur á einhverjum ókunnugum manni, setn ritstjórinn hafði ekki minst á. Hann murk- aði af mér höfuðleðrið. Svo kom annar ókunnugur maður, sem hét Thompson. Þegar hann fór, var ekki heil brú í mér, en fötin héngu í dulum utan um mig. Loksins húkti eg út’ í horni, en fyrir fram: an mig var heill hópur af blaðamönnum og bófum, stjórnmálamönnum og stiga- mönnum, óður og uppvægur. Þeir öskr- uðu og bölvuðu og veifuðu vopnunum yfir höfði mér, svo að gneistar sindruðu úr stálinu. Eg var kominn á fremsta hlunn með að strjúka úr vistinni við blað- ið, en þá kom ritstjórinn og nokkrir af vinum hans með honum. Það var völlur ur á þeim, og leit svo út, sem þeir hygðu á stórræði. Það var fátt um kveðjur, og nú dundu yfir slík ósköp og gauragang- ur, að enginn lifandi maður getur lýst því. Menn voru skotnir og reknir í gegn, tættir 1 sundur og sprengdir í loft upp, en sumum var fleygt út um gluggann. Voðalegura blótsyrðum rigndi niður og

x

Þjóðhvellur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðhvellur
https://timarit.is/publication/222

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.