Þjóðhvellur - 01.05.1908, Qupperneq 1

Þjóðhvellur - 01.05.1908, Qupperneq 1
ÞJÓÐHVELLUR BLAÐ TIL SKEMTUNAR, FRÓÐLEIKS OG ALVARLEGRA ATHUGANA Nr. 21 REYKJAVÍK, MAÍ 1908. I, 4. ársfj. Jóhann Ármann Jónasson, úrsmiður, Laugaveg 12. Telefón 112. Jónatan Porsteinsson, kaupm., Húsgagnaverslun. Laugaveg 31. Telefón 64. Borgarstjórinn var valinn af bæjarstjórninni á fundi hennar í fyrra kvöld. Sæmdina hlaut, eins og allir bjugg- viö, Páll Einarsson bæjarfógeti í Hafnarflrði, enda sóttu ekki aðrir en hann og K n ú t u r, svo öðruvísi gat auðvitað ekki farið. Á fundinn komu 13 bæjarstjórnar- meðlimir, að < ddvita meðtöldum, en 3 voru fjarverandi. Fékk Páll 10 atkv. en Knútur 3, og hefur hann að líkind- um gefið sjálfum sér sitt atkvæði; en við það er vitaskuld ekkert að athuga, eins og gefur að skilja. Með kosningu þessari, gengurbæjar- fógetinn, er hingað til hefur verið for- maður bæjarstjórnarinnar, að sjálf- sögðu, úr henni. Borgarstjórastarfið er launað með 4,500 kr., og skrifstofufé er 1500 kr. Alls 6000 kr. Pað var ekki nema eðlilegt, þótt Knútur yrði langleitur við púltið sitt, þarna á fundinum, þegar kosningin varð kunn. Iílödin okkar og „nefnclin66. Þau eru dauf í dálkinn nú sem stendur að því er snertir stjórn- málin. Reyndar hafa þau sum verið að smáhöggva til stjórnarinnar. En það hafa aðeins verið margtuggin, meinlítil meiðyrði, sem flestum er farið að íinnast fátt um. Það gerir vaninn. Stjórnmálaþögninni veldur milli- ríkjanefndin svokallaða. Hún he'fur bundið fyrir munn- inn á sjálfri sér og líka fyrir munn- inn á blöðunum. Það, sem borist hefur frá henni hingað til, eru alveg gagnslaus tíð- indi, aðeins mal um ástsæla sam- vinnu og góðan mat, er hún hefur borðað með danskri bræðraþels-í- dýfu. Eftir 5 daga kemur Nýi sáttmálinn fram á sjónarsviðið og ryður úr vegi þeim gamla, ef þjóðin vill svo vera láta. Og þá »byrjar ballið« fyrir al- vöru. Þá hygg eg, að þeir líti til veð- urs, blaðamennirnir okkar, og bjóði nefndinni góðan daginn fullum hálsi. Og öfundsverðir verða þeir svei mér ekki, nefndarmennirnir, ef vonir ritstjóranna um starf þeirra falla fyrir brún eða bregðast. Drottinn minn dýri náði þá nefnd- armennina. Þeir eru of lengi búnir að binda fyrir munninn á ritstjór- unum með þagmælskunni til þess, að þeir fyrirgefi þeim smásyndir, hvað þá heldur stórsyndir, þegar þeir loksins fá að hleypa því út, sem þeir hafa uppi í sér. En vonandi er, að tiðindin verði svo góð, að allar vonir rætist. En við búið er samt, að eitthvað bjáti á, og sjálfsagt, að gera ráð fyrir því. Það er ekki alveg áreiðanlegt, að orð hins nýja sáttmála hljómi jafn skært á íslensku hálendi eins og á dönsku láglendi, í »blómstrandi lundum«, þarna suður við sundin. C. & L. Lárusson, Laugaveg, 1, Reykjavik. Póstliólf A. 31. Telefón 10. t Flaateu, tannkappinn norski, sá er hér var í fyrra og sýndi aílraunir nokkur kvöld í Bárubúð og glímdi þar einnig grísku glímuna við Jóhannes glímu- kappa á Akureyri, er mjög var rómuð, er í útl. blöðum sagður lát- inn fyrir nokkru síðan. Hann dó með þeim hætti, að hann tók upp í tönnunum tólf hundruð punda þunga, en meðan hann var að láta þennan þunga síga niður aftur, slitnaði æð i höfði hans og lést hann að vörmu spori. Þetta var á aílraunasýningu í Noregi, er fram fór fyrir fullu húsi. Hann lætur el’tir sig þá frægð, að vera hinn einasti tannkappi heimsins, er svo mikinn þunga hefur tekið upp. Þúsund pund munu vera hið allra þyngsta, er upp liefur verið tekið af öðrum. ..Upp með fánannl Ótíðindi64. Þannig orðað símskeyti sendi hingað fyrir fáum dögum einhver merkasti maðurinn í Landvarnar- flokknum, er nú dvelur ytra. Það er óneitanlega dularfult og má ráða það á ýmsa vegu. T. d. þann, fyrst og fremst, að hefja skuli nú fánann, skilnaðar- merkið, í stangartopp, því afrek nefndarinnar sé kák eitt, og felist Afgreiðsla Dpjóðhvellsa er á Bergstaðastræti 19.

x

Þjóðhvellur

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðhvellur
https://timarit.is/publication/222

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.