Þjóðhvellur - 01.05.1908, Blaðsíða 3

Þjóðhvellur - 01.05.1908, Blaðsíða 3
PJÓÐHVELLUR 83 Pétur Brynjólfsson, ljósmyndari, Hvcrfisgötu. Reykjavík. Telefón 76. an í sumri, og þess getið, að viðhöfn- in færi fram á þann veg, er á ð u r hafði verið ráð fyrir gert i blöðum og sérstakri auglýsingu. — Og nú kom sunnudagurin. Veðrið var mjög líkt og á sumardaginn fyrsta, og gerðu því sumir ráð íyrir, að félagið mundi ekki treysta sér, fremur en fyrri daginn. En svo fór nú samt, að kl. 6 byrjaði mót- ið og lagði nú félagið á stað frá Báru- búð; gekk það »skrautgang« undir ís- lenskum fánum, og nam staðar við Austurvöll fyrir framan svalirnar hjá Einari gestgjafa. En þar hjöluðu þeir Indriði Einarsson (ekki Einar Hjörl.) og Guðm. Hannesson.— En svo erþví hér við að bæta, að margir, er ein- mitt ætluðu sér að hlusta á ræðurnar, en ekki að elta félagið á »göngu« sinni, höfðu, samkvæmt augl. þess, fylkt sér undir svalirnar hjá Blöndahl i Lækj- argötunni, og biðu þar og biðu; bjugg- ust auðvitað við, að alt stæði heima. —En í þetta sinn brugðust krosstré.— Því leikar fóru svo, að þar staðnæmd- ist ekkert ungmennafélag, og engir ræðumenn komu fram á svalirnar. Voru nú margir gramir yflr gabbinu, eins og eðlilegt var, og fóru heim verra en sneiptir, og bölvuðu i hljóði. — Verður það því vonandi ekki tekið illa upp, þótt mælst sé til þess, að fjelag- ið, eða öllu heldur forráðamenn þess, æfl sig meira í staðfestu og áreiðan- leik eftirleiðis, en í þetta skifti varð raun á, að því er áætlun þessarar úti- skemtunar snerti. Félög verða sjaldan fyrirmyndarfé- lög með því að hafa kosti færri en axarsköft. Skrautgangur félagsins fór fremur reglulaust og leprulega fram, og máef til vill kenna um það þessum andvara sem úti var þennan sunnudag. En von- andi æflst félagið svo eftirleiðis, ef það heldur áfram »skrautgöngu-íþróttinni«, að það sjái sér fært að koma út í norðankalda með fjögra stiga frosti,— en við þvi er vitaskuld ekki að búast svona strax — það kemur með tínian- um og stöðugri æflngu, eins og svo ó- endanlega margt annað, sem það fé- lag leggur á gjörva hönd. — y. B. Carl Ólafsson, ljósmyndari, Austurstræti 4, Reykjavík, Kostnaðarsöm borgarstjórn. Ibúar New-York-borgar verða að greiða af hendi 143,582,266 dollara til bæjarstjórn- ar sinnar þetta ár. Hún getur ekki komist af með minna, og það er rúml. þrettán miljónum meira en hún þurfti árið sem leið, og næstum sextíu og sex miljónum meira en hún komst af með árið 1898, eftir því hafa útgjöldin vaxið um 85% á tíu árum. Ef allir borguðu jafnt, þá ætti hvert mannsbarn í borginni að gjalda 36 dollara til bæjarstjórnar, eða hver fjöl- skylda um 150 dollara. Af þessum út- gjöldum eru rúmlega tuttugu og fjórar miljónir rentur af nýjum og gömlum skuldum. Skuldir borgarinnar fara óðum vaxandi, og eru nú orðnar svo miklar, að öll þjóðin þarf litlu meiri rentur að borga af ríkisskuldum Bandaríkjanna en New-York þarf að borga af sínum skuldum. Og öll útgjöld Bandaríkjastjórnar eru ekki meira en ferfalt það, sem New-York ein þarf að gjalda bæjarstjórn sinni. Öll út- gjöld, sem hvert mannsbarn þarf að með- altali að greiða sambandsstjórninni eru aðeins 6 dollarar og 75 cent á ári. Bæjarstjórnin í Boston er að tiltölu kostnaðarmeiri en sú í New-York, því að þar eru útgjöldin til jafnaðar 38 dollarar á mann, en í heild sinni kostar bæjar- stjórnin í NewYork meira en nokkur önnur bæjarstjórn í heimi. Lundúnaborg, sem er þó miklu stærri, þarf ekki á eins miklu fje að halda. Stjórnarfyrirkomu- lagið er þar betra og kemst því af með miklu minni fjárupphæð að tiltölu. Sama er að segja um fiestar aðrar stórborgir í Norðurálfunni. Einkum er til þess tekið um Berlín, hve vel og skipulega bæjar- stjórninni þar sé fyrir komið, og hve spar- lega hún fari með féð. Þar eru æðstu em- bættin veitt mönnum, sem reyndir eru cg alkunnir hæfileikamenn; en í New-York kemst hver sá til valda, sem mest flokks- fylgi hefur, hvort sem hann hefur til þess nokkra hæfileika eða enga. New-York geldur lögregluliði sínu miklu hærri laun en nokkur önnur borg, og til alþýðuskóla sinna kostar hún árlega ferfalt meira en Berlín, þó þeir skólar séu næstum jafn margir í báðutn borgunum; en sá mis- munur stafar þó mest af því, að kenn- urum er goldið miklu hærra kaup í New- York en í Berlín. I { œ jar- 111 o 1 a 1*. Þjóðhvellur þykist mega fullyrða, að guðaveiga-kaupmenn bæjarins fái að finna greinilega til þess, er tappinn verður tekinn úr millilandanefndinni. En það verður kringum lokin, eins og kunnugt er af síðustu fregnum. Menn hafa orðið óþægilega varir við það, að síðan nýi sáluhjálparforinginn kom, er varla nokkurstaðar frið að fá i bænum fyrir peningakvabbi »herkerl- inganna«. — Segist maður ekki liafa peninga, gera þær manni þann grikk, að falla á kné við hlið rnanns til að biðja manni styrks ofan frá lil að láta eitthvað af hendi rakna. Og þegar maður fullvissar þær um, að ekkert hafl i budduna bæstvið bænagjörðina, verða þær steinhissa og fást ómögulega til að trúa því. A dögunum kom ein af þessum kvinn- um til mín og féll á kné við hlið mína og fór að biða til guðs. Eg kunni þessu illa, og stóð í þeirri meiningu, að eg' ætti ekki grænan túskilding, og full- vissaði hana um það, að bæninni lok- inni. En hún trúði mér ekki og sagð- ist viss um, að bæn sín hefði orðið búbætir fyrir mig. Eg var fús til að sýna henni í pyngjuna. En til mikill- ar undrunar, fann eg 5 aura í henni, sem eg vissi ekki af. Eg tók strax í hönd konunnar og sagði með kenni- manns-rödd : »Mikil er trú þín kona! Bæn þín hefur flutt mér flmm aura; eigðu þá!«. — En hún bara skammaði mig fyrir grútarskap og talaði um, hvað eg gæti verið »despirat«. Þá sneri eg mér undan og hló. En hún hélt á burt og kvakaði um trúleysi mitt, í stað þess að færa mér þakkarfórn.— ,*4 Skyldi íslands banki ekki hafa gott af því að kvinnur þessar kæmu þar sam- an til bænagjörða, núna í peninga- vandræðunum? Sumarmálasamkomur voru haldnar hér á ýmsum stöðum á sumardags- kvöldið fyrsta. — Þá, til dæmis, drukku Templarar og átu á »Hótel Island« eft- ir hörputónum, og röbbuðu saman um aðflutningsbannið og »L. Þ.«, í trú, von og kærleika eitthvað fram eftir nótt- inn. Þar kvað ekki hafa verið dans- að og fanst mörgum það nýlunda. Það sama kvöld sat Ungmennafélag- ið í »Iðnó« og át(?) líka og drakk af

x

Þjóðhvellur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðhvellur
https://timarit.is/publication/222

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.