Þjóðhvellur - 01.06.1908, Blaðsíða 1

Þjóðhvellur - 01.06.1908, Blaðsíða 1
ÞJÓÐHVELLUR BLAÐ TIL SKEMTUNAR, FRÓÐLEIKS OG ALVARLEGRA ATHUGANA Nr. 22 REYKJAYÍK, JÚNÍ 1908. I, 4. ársfj. Jóhann Ármann Jónasson, úrsmiður, Laugaveg 12. Telefón 112. Y7. jrkní. Hátí öax*fru.mlil»iip o g- höfuöstaðargabb. Á miðvikudaginn var, 17. júní, var 97 ára afmæli Jóns heit. Sigurðssonar. Þann dag allan var hér blíðskaparveður, nema ef telja skyldi, að litla stund um miðbik dagsins gerði úðaregn lítið eitt. Laust fyrir miðdegið höfðu menn þá ánægju, að lesa götuhornaauglýsingar á þá leið, að afmælishátíð Jóns heit. Sig- urðssonar ætti að hefjast í barnaskóla- garðinum kl. 8*/a um kvöldið. Skyldi þar haida hverja ræðuna af annari, er hver maðurinn öðrum færari skyldi flytja. Þar áttu hornamenn að þeyta lúðra, söngsveit Br. Þ. að synga, og Einar Ind- riðason að taka lagið einn o. s. frv. — Síðan skyldi gengið í skrúðgöngu upp í kirkjugarð. Undir þessum mikla fagnaðarboðskap stóðu nöfn þeirra manna, er nú skipa stjórn stúdentafélagsins, svo synd er að segja, að þetta væri ekki formlega úr gaTði gert og heimildatrygt eftir föng- um. — Þaö var svo sem ekkert smáræði sem gera átti, og var því full von til þess, að menn yrðu glaðir yfir þessari stór- fenglegu skemtun. Nú leið dagur að kvöldi. Kl. um 8 fara menn hér og þar að reka augun 1 auglýsingaræmur, bláar á lit, er tilkynna það, að þessari hátíð yrði frestað til næsta góðviðriskvölds. Þá fór sumum ekki að Ktast á blik- una, og létu orð fjúka í þá átt, að ein- hverjir heimastjórnargárungar hefðu lát- ið prenta þessar ræmur, til þess að gera Bjórn og stúdentafélagsstjórnina — sem Jónatan jÞorsteinsson, kaupm., C. & L. Lárusson, Laugaveg, 1, Húsgagnaverslun. Laugaveg 31. Telefón 64. Reykjavík. Pósthólf A. 31. Telefón 10. öll er skipuð landvarnarmönnum — að „hringlanda-pakki" frammi fyrir fjöld- anum. — Þessi hugsun var ekki fögur, en ómöguleg var hún ekki. Því hvernig gat lfka þetta blessað blíðskaparveður reynst ófært til skemtana undir beru lofti. Það hlaut eitthvað dularfult að liggja til grundvallar. Nú var tíminn kominn, fclkið fór að þyrpast að barnaskólagarðinum svo hund- ruðum skifti og svo gekktilkl. 9. En þá fóru menn að ókyrrast, því engin sást ræðumaðurinn í garðinum. Fór sú hugs- un þá að verða tóluvert almenn, að meiningin með þessu væri sú, að -gabba hófuðstaðarbúana. Tóku nú menn að spyrja hver annan, en engin fékk ráðið þessar dularfullu ráðstafanir. Þeir sem þarna voru á vakki úr stúd- entafjelagsstjórninni voru spurðir spjör- unum úr, en þeir voru eins og aðrir — botnuðu ekkert í þessu fargani — vissu ekki neitt. Komust menn svo loksins á snoðir um, að alt þetta fargan væri smíðisgrip- ur, ættaður úr Austurstræti, og hefði engra annara farið á milli. Og væri þvl tómt bull og vitleysa, draumar og dá- leiðsluhjal. KI. um 10 kom Ungmennafélagið til bjargar. Hafði því þá tekist að safna saman meðlimum sfnum og lúðraflokkn- um, ogfór slðan skrúðgöngu upp í kirkju- garð og lagði sveig á leiði Jóns Sigurðs- sonar, en Indriði Ein. talaði nokkur orð. Segir svo ekki meira frá þessu. En morguninn eftir var svo sagt, að kvöldið áður, um kl. n, hefði maður nokkur „þéttur á velli og þéttur í lund", með hendurnar fyrir aftan bakið, sést ganga upp í kirkjugarð, krjúpa við leiðí forsetans og biðja hann, svo vel mátti heyra, um fyrirgefningu á misgerðum sínum þennan dag. Hefði hann svo haldið sömu leið aftur — en vegfarendur, er á eftir fóru, þóttust glögt kenna táraslóð öldungsins frá kirkjugarðshliðinu og lang- leiðis niður í bæ. Getur ekki iðrun af þessari tegund orðið þér til eftirbreytni, lesari góður: I sama bili og grein þessi er fullsett, berast blaðinu vísur þær er hér koma á eftir. Hátíöarlarganið 17. jimí, Viskustæltir stúdentar stofnuðu til hátíðar; auglýsingum út var býtt og undirbúning' mikið flýtt. Barnaskólabletti á, búið var svo fólki' að tjá, skyldi haldið ræðuraup, reyndu menn og þangað hlaup. En engan var þar unt að sjá, er orða- skyldi þenja -gjá. Æfir urðu ílestir þá, er ekkert var að hlusta á. Þegar Ari þetta sér, þýtur hann til Bjössa' og 'tér : „Ertu' að gera grín og háð, og gabba menn um reykvískt láö ?* „Þvílík háðung, þvílík vömm, þvílíkt gabb og bæjarskömm. I hjarta stað þú hefur stál, og held ég næstum enga sál". „Æ! Vertu' ekki' að angra mig, ekki byrjaði' eg við þig Samviskuna særir kvöl, syndin þessi' og annað böl". Afgreiðsla wÞjóðhvellsft er á Bergstaðastræti 19.

x

Þjóðhvellur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðhvellur
https://timarit.is/publication/222

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.