Þjóðhvellur - 01.06.1908, Blaðsíða 3

Þjóðhvellur - 01.06.1908, Blaðsíða 3
PJÖÐHVELLUR 87 Pétur Brynjólfsson, ljósmyndari, Hvcrfisgötu.______Reykjavik._______Telefón 76. leyti velferð sfna og hamingju undir valdi og vilja þessa manns. Hann er dulhyggjumaður hinn mesti; undur öll og dulspeki er honum geðþekkast. Trú- ir hann kraftaverkum og hverskyns undr- um. Hann er andatrúarmaður og trúir ófreskissjónum, verndargripum og mörgu öðru hjátrúarfargani. Eitt af mörgu t. d. er það, að hann ber á sér fornpen- inga, er hann hefur þá trú á, að þeir á- reiðanlega verndi líf sitt og limi; ber hann þessa peninga hvert sem hann fer, með þeirri sannfæringu, að þeir séu ó- brigðulir verndargripir. Um þá er þessi saga: Radautz heitir bær einn í Austurríki; býr þar skósmiður, sem Bernhard Tut- nauer er nefndur og er Gyðingaættar.— Eyrir 5 árum síðan bar svo við, að föru- maður, er sagðist vera rabbí frá Austur- löndum, kom til Gyðings þessa ogbeidd- ist gistingar. Gyðingurinn hýsti manninn og veitti hinn bezta beina, og þegar gest- urinn hélt af stað morguninn eftir, tók hann tvo fornfálega peninga úr pússi sínum og rétti Gyðingnum að launum fyrir næturgreiðann, og lét þess getið utn leið, að þessum peningum fylgdi sú gifta, að ekkert mætti granda þeim manni, er bæri þá á sér. — Gyðingurinn lagði lítinn trúnað á þessi nmmæli og fleygði peningunum ásamt öðru rusli í kistu sína. Lágu þeir þar alveg gleymdir í tvö ár. En þá fékk Gyðingurinn þá vitran, að honum þótti Alexander III. Rússakeis- ari korna til sín í draumi og biðja sig um að senda þessa peninga syni sínum, Nikulási II., því að ekkert á guðs grænni jörðu mætti jafnörugglega forða honum frá öllum þeim hættum og voða sem yf- ir honurn vofði. — Frá Radauts er styttra til Vínarborgor en Pétursborgar, og sendi skósmiðurinn því peningana til sendi- herra Rússa, er þá var 1 höfuðborg Aust- urríkis, og lét sögu þeirra fylgja þeim, og fékk hann annan Gyðing, er var skóla- kennari þar í þorpinu, til þess að skrifa hana fyrir sig. Sendiherrann kom svo pen- ingunum til Lambsdorff greifá, er þá var utanríkisráðgjafi í Pétursborg, og lét hann fága þá og reyna mjög nákvæm- lega til þess að fá örugga vissu fyrir, að ekki væri eitur fólgið í þeim; og er þeir reyndust hættulausir, færði hann þá keis- Carl Ólafsson, ljósmyndari, Austurstræti 4, Reykjavik, aranum. Keisarinn fagnaði gjöfinni af öllu hjarta, er hann heyrði sögu hennar, og hver náttúra fylgdi henni. En skó- smiðnum í Austurríki sendi hann mörg þúsund rúblur að launum. Frá þeirri stundu hefur keisarinn altaf borið pen- inga þessa í dálitlum poka, sem hangir um háls honum innanklæða. Kjarni úr samtali tveggja náunga á gestaherbergi i Reykjavík, annar virtist vera einhverstaðar utan af landi, efnilegur unglingsmaður, en hinn Reykvíkingur. Víkverjinn: — Ja, rétt er nú það, og tíðin hefur verið ágæt í alt vor, segið þér. Sá aðkomni: Já, regluleg öndvegistíð í minni sveit, og til merkis um það má taka fram, að ekki eitt einasta lamb af 60 hefur drepist á mínum bæ. Víkverjinn.: En hvernig er það með bændurna þarna í kringum yður? eru þeir ekki í sæmilegum efnum ? Sá aðkomni: Ríkir eru þeir engir að vísu, en bjargálna menn eru þeir flestir í betra lagi, er mér óhætt að segja. Víkv.: Og bændurnir í yðar sveit hafa þá náttúrlega talsverðan áhuga á al- mennum málum, þykist ég vita.— Hvað segja þeir, og þér sjálfur, til dæmis um pólitíkina okkar, eins og hún horfir nú við þjóðinni? Sá aðk. (hugsar sig urn); Pólitíkina? Hvað er það eiginlega, sem þið hérna kallið pólitík ? Víkv.: Til dæmis stjórnmálin okkar, eins og þau liggja nú fyrir þjóðinni, meina ég. Sá aðk.: Ég þori vitanlega ekki með vissu að segja, hvernig bændur í minni sveit líta á þau málefni. En hvað sjálf- an mig snertir, hef ég ekki agnarögn út á stjórnina okkar að setja.. Og það er mér óhætt að segja, að minsta kosti, að ég hef ekki orðið var við, að bændur séu neitt gramir eða leiðir yfir þv/, hvern- okkar núverandi landshöfðingi — Magn- ús Stephensen má ég segjaaðhann heit- ir — heldur á stjórnartaumunum fyrir okkar hönd. Víkv. (sem verður eins og nár í fram- an og hristir höfuðið): — Hvernig okk- ar núverandi ráðherra, Hannes Hafstein, heldur á stjórnartaumunum? hafið þér náttúrlega ætlað að segja? Sá aðk. (hugsar sig um): — Hannes Hafstein — þann mann þekki ég ekki; ég man ekki til að hafa heyrt mannsins getið; það er alveg af og frál Ég veit ekki betur, en að landshöfðinginn okkar gamli, sem ég nefndi, sé ennþá við völd- in hjá okkur, góður og gildur. — Ann- ars hljóta landshöfðingjaskiftin að hafa orðið mjög nýlega, sé það rétt sem þér segið, og hafi mjer ekki misheyrst, að Hannes þessi Hafstein sé orðinn lands- höfðingi. — Það hefur aldrei verið til- kynt í minni sveit, má ég fullyrða! Víkv.: Ég fer nú að halda, að þér séuð að gera að gamni yðar, maður minn. Eða hafið þér aldrei litið í blöðin, sem út eru gefin hér á Islandi? Sá aðk.: Séð hef ég sum þeirra—eig- inlega ekki nema tvö þeirra: annað, sem ræðir kristindóms- og kirkjumál, og geri ég lítið að því að lesa í því, en hitt blað- ið les ég alt, hverja einustu línu. Víkv.: Og hvaða blað er það ? með leyfi að spyrja. Sá aðk.: Haukur heitir það, ef ég man rétt; mjög skemtilegt, og flytur bæði sög- ur og fróðleik. Vikv. (steinhissa): Svo er nú það, ha, ha, ha —. En hafið þér þá ekki heyrt neitt getið um sambandslaganefndar- mennina íslensku, sem setið hafa á rök- stólum suðrí Kaupinhöfn síðan í vetur eftir nýjár, og sem nú eru nýkomnir heim hingað aftur, eftir að hafa lokið störfum sínum? Sá aðk.: Ég gat ekki orðið var við neitt umtal um þessa nefnd, sem þér tal- ið um, heima í minni sveit, áður en ég fór. En við úttektina í gær, í búðinni, sem ég versla við, heyrði ég tvo menn vera að stæla hástöfum um eitthvert ný- afstaðið nefndarstarf, og vitnuðu þeir á víxt til einhvers Skúla og Stefáns og fleiri nafna, sem ég vitaskuld kannaðist ekkert við, eins og við var að búast, því ég vissi hvorki upp né niður í því, sem mennirnir rifust um. En mikill var kraft- urinn í orðum þessara manna,; það leyndi sér ekki ? Víkv.: Ég skal nú ekki tefja yður mik- ið lengur á mælgi minni, góðurinn minn; þér eruð í rauninni stórmerkilegur mað- ur, skal ég segja yður. Ég hafði hingað

x

Þjóðhvellur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðhvellur
https://timarit.is/publication/222

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.