Þjóðhvellur - 01.09.1908, Blaðsíða 1

Þjóðhvellur - 01.09.1908, Blaðsíða 1
ÞJOÐHVELLUR BLAÐ TIL SKEMTUNAR, FRÓÐLEIKS OG ALVARLEGRA ATHUGANA Nr. 23 REYKJAYÍK, SEPT. 1908. I, 4. ársfj. Jóhann Ármann Jónasson, úrsmiöur, Laugaveg 12. Telefón 112. „Pjóðhv." getur ekki gert neina fasta áætlun um, hvernig hann hagar útkomu sinni i vetur; það gerir annríki ritstjóra og aðrar ástæður. Mikið hefur gengið á síðan „Þjóðhv." kom út síðast, bæði hér í borginni og víðs vegar nm land. Það er frú Pólitík, sem því hefur valdið. Henni er ekki markaður bás með ham- skiptin, fremur en Grími Ægi. Síðan í vor, að nefndarmennirnir komu heim, hefur vor pólitiski himinn verið vindaskýjum hulinn, og úr þeim staðið stöðug stórviðri, þrumur og eldingar. Það er engu líkara, en pólitiskar óheillanornir hafi legið yfir landi í þétt- um hnapp og hafið allsberjar sarntók til að spúa sem mestum rógi og ryki í augu og eyru almennings, til þess að koma í veg íyrir, að hún maetti sjálf, með ró- legri íhugun frá eigin brjósti, taka sjálf- stæðar og heilbrigðar ályktanir í helg- asta velferðarmáli sínu. Nei, það leynir sér ekki, að nú eru aldamót í íslenskri pólitík. Nú eru æsingar meiri og öflugri en dæmi eru til síðan um aldamótin 1800; fjandskapur og hatur á hærra stigi en sögur fara af síðan á Sturlungaóld, og valdafýkn fult svo mikil sem á dögum Gissurar jarls. Hefðu menn borið vopn til þingmála- funda sextíu síðustu dagana fyrir kosn- ingar, mundi gleggst hafa sést, hversu sátt og bróðurlegt samlyndi situr hátt, á þeim svokallaða siðmenningartíma, sem nú á að ríkja með okkar þjóð. I stað þess, sem áður voru hér á landi borin bitur sverð og þau látin jafna hvers konar sár og sakir, þá er nú mannorð þeirra manna, er leiðbeina vilja alþýðu, Jónatan Porsteinsson, kaupm., Húsgagnaverslun. Laugaveg 31. Telefón 64. með ró og stillingu, lamað, svert og sví- virt i álnarlöngum blaðadáikum, er al- þýðan sýpur í sig eins og spenvolga mjólk, af því það kemur í greipar henni undir sannleikans og' mentunarinnar yfirskyni. En almenningur er stundum of auð- trúa, — og leggur þess vegna sannleik- ann oft að velli — óafvitandi þó —, og það speglar sig líka hvergi betur, en ein- mitt í vorum pólitisku bardögum núna undanfarið-— Svo sjáum við síðar hvað setur. H. B. • Pað stóð heiina. Þegar Þjóðræðis- og Landvarnarmenn voru búnir að leggja undir sig og vinna landið með kosningunum — þá tara 10 til 20 íslendingar, er frá Ameríku komu fyrir nokkrum vikum, vestur aftur — til þess að sækja dótið sitt. Þetta ætlar alt að ganga alveg eins og í sögu — að hverju sem það stefnir. Merkílegur ferðapistill. Jeg kom nýlega hingað til höfuðborg- arinnar, með »Skálholt« alla leið norð- an úr Hornvík. Þegar ég steig hér á land, var veður fagurt. Ég var satt að segja steinhissa, er ég fór að litast um hér á Reykja- víkur götum. Hvílík dýrð ! Mér vökn- aði í augum, er ég hugsaði tii feðra minna á Hornstróndum, sem aliir Itafa, aftur ( tólfta lið, dáið Drotni sinttm, án þess að bera gæfu til að líta Reykjavík. — En ég, sem ætið hef þó verið kall- aður ættleri, var hingað kominn og mátti glápa eftir vild á háttgnæfandi skraut- hýsi og íturvaxnar yngismeyjar. — Ég C. & L. Lárusson, Laugaveg, 1, Reykjavik. Pósthólf A. 31. Telefón 10. vildi nú samt Ijúka, aðalerindi mínu, áð- ur en ég slepti mér fyrir fult og alt i hinn ginnandi strætaglaum — Ég var sem sé með kvæðisstúf i vasanum, er hafði orðið til í huga mínum, er ég t' vor seig í Hornbjarg í fyrsta skifti á æf- inni. Kvæði þetta var, og er enn, mjög háfleygt að efni; þori ég að fullyrða, að enginn maður, innan tvítugs aldurs, hefur svo þroskaða sál, að hann skilji það til fulls. Ég leit svo á, að ljóð þetta væri eitt af þeim fegurstu, sem til þessa hafa ort verið á íslenska tungu, og sömtt skoðun á þvt' höfðtt Horn- strendingar allir, undantekningarlaust, látið í ljósi. Ég ætlaði þv( að veita ein- hverju höfuðborgarblaðinu þann sóma, að láta það birta þjóðinni þetta gull- fagra ljóð. En af því að ég hef aldrei fengið minsta snert af pólitiskum flokka- ríg, stóð mér hjartanlega á sama, hvort blaðið væri, að undanteknum »Templ- ar«, sem okkur Hornstrendingum er meinilla við. Ég var staddur á einni af aðalgötum bæjarins, er ég fyrst leit í kringum mig í því skyni, að koma þessu afkvæmi mínu í vist, — og sá þá, að ég stóð beint fram undan dyrum á skrifstofu meiri háttar blaðs. Ég gekk inn og skildi eftir stafprykið mitt við útidyrn- ar; er það siður á Hornströndum, og verður engum að efnatjóni. Ég komst klakklaust inn í skrifstoi- una. Þar sat öldungur í hægindastóli ; veitti hann mér ekki eftirtekt, er ég kom inn úr dyrunum, sökum þess, að hann var sokkinn niðttr í lestur blárrar bók- ar; ég gekk nær og sá letrað gyltum stöfum framan á bókinni: Bréf frá Júlíu. Jú, ég kannaðist við bókina þá. Hún

x

Þjóðhvellur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðhvellur
https://timarit.is/publication/222

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.