Þjóðhvellur - 01.09.1908, Blaðsíða 2

Þjóðhvellur - 01.09.1908, Blaðsíða 2
90 Þjóðhvellur Úrsmiðavinnustofa Carls Bartels, Laugaveg 5. Telefón 137. hafði setn sé síðastliðið vor slæðst með þorskhausakippu vertan úr Bolungarvík að heimili mínu á Hornströndum. Mig grunaði strax, að ég mundi kominn vera á fund eins af okkar andlegu ofurmenn- um, — sem sæi gegnum holt og hæðir, jafnvel inn í himnaríki sjá'ft. Ég heils- aði nú öldungnum og tók hann kveðju minni ofboð kurteislega. — Ég impr- aði strax á því, að ég væri öllum ó- kunnugur í þessari miklu borg, og fyrir því vissi ég ekki, hvert ég ætti að snúa mér með ritsmíð, er ég bæri í vasanum. »Nú; rétt er það; skammir um ráð- herrann; þér hafið ratað rétta leið, væni minn; þeim er veitt móttaka hér«. »Nei, guð varðveiti migfráþv(«, varð mér að orði. »Svo! — Nýjar fréttir úr dularheim- um ? Þeim er einnig veitt móttaka hér«. »Nei; því ver veit ég engar nýungar þaðan. — Ég er hérna með kvæðis- korn«, sagði ég, og tók upp bréfaveski mitt. »Það er svo; en nú er minni háttar Ijóðaár í íslenskri blaðamensku; látið mig sjá samt«, sagði hinn aldurhnigni maður. Ég rétti honum handritið með skjálf- andi hendi; hjartað í mér sló ákaflega. — »Ef ég kæmi nú ekki kvæðinu á prent!« datt mér í hug. —Alt var hljótt. Nú braut ritstjórinn—er ég hugði vera — blaðið aftur, og mælti: »Hatið þér ekki ráðherrann og alla hans fylgifiska?« »Nei, okkur Hornstrendingum er altaf fremur hlýtt til Hannesar Hafsteins« svar- aði ég. »Nú, svo þér eruð af Hornströndum. Þið munuð vera vitlitlir enn, Hornstrend- ingar«. Ég hefði feginn viljað bera blak af Hornstrendingum, en ég þorði ekki að æmta né skræmta, því ég fann strax, að hér átti ég við mér meiri andans garp. Hann hélt áfram: »Fyrst yður þykir vænt um ráðherr- ann, tel ég víst, að »blaðkötturinn« eða »snepilrottan« birti þetta kvæði. Vér getum það ekki«. Lífsábyrgðarfélagið »Standard<(, Klapparstig 1,Reykjavik. Nú var ég kominn í laglega klípu, að eiga tal við hámentaðan mann og vita ekki, hvaöa málgögn það voru, »blað- kötturinns og »snepilrottan«. Ég fann, að ég gat ekki svarað þessu einu orði — og að ég kom fram sem álfur út úr hól. Ég stóð því upp, kvaddi öldung- inn og gekk út. Ég ætlaði að taka staf minn við útidyrnar, en hann var horf- inn. Mér skildist þá, að hérí borginni væri margt að varast. Þegar ég komút á götuna, gengu fram hjá mér nokkrir drengir, Og spurðu mig hæðilega, hvort ég hefði komið borð- fótaleiðina frá dularheimum. Ég fann mig upp úr þvl vaxinn, að svara sllkri spurn- ingu. Seinna komst ég að því, að piltar þessir mundu vera tengdir U. M. F. R., og hefðu í þetta skifti verið að afla sál- um sínum nýrra hugsjóna í kjallarakytru ^hjá einhverjum Zoega. Ég hélt síðan til þess gisti- og veit- ingahúss, sem bestan hefur orðstír hlot- ið á Hornströndum, sem sé »Herkast- alans«. Skdld af Hornströndum. Ástbundið fólk bak við tjöldin. (Sögu-bútur). Það var ljómandi sambúð. Og sá maður hefði logið vísvitandi, sem hefði látið sér þau orð um munn fara, að hann Sveinn og hún Marta yndu illa hag sínum í búskapnum. Þau höfðu nú lifað hér saman í heilögu hjónabandi 5 gleðirík ár — í einingu andans og bandi friðarins — eins og blessaðir prestarnir segja stundum, þegar þeir eru glaðir. Nei, það virtust ekki skuggarnir á hjóna- bandinu því; þvert á móti. Það var sunnudagur. Sveinn og Marta voru nýstaðin upp frá miðdegisverði og höfðu nú tekið sér sæti í sófanum. Sveinn kisti Mörtu þrjá kossa og hjal- aði við hana um það, hvað hún væri góð og elskuleg eiginkona. Marta tók þessu blíðlega, þrýsti sér að manni sínum og sagði: »Þú ert svo góður«. Klæðaverzlun Guðmundar Sigurðssonar. Reykjavík. Telefón 77 Svo stóðu þau upp eftir góða stund. sÆtlarðu nokkuð út í dag, hjartans Marta mín, sagði hann. »Ekki held ég það«, svaraði Marta. »En ætlar þú nokkuð, góði minn ?« bætti hún við. »Ekki nema ef ég skrippi í eftirmið- dags-messuna, — heyra, hvað hann segir í stólnum, blessaður«, svaraði Sveinn. Marta kom með yfiifrakkann og hjálp- aði manni sínum í hann. Sveinn kysti Mörtu heitt og innilega, og svo fór hann. Presturinn talaði af mikilli snild um sitthvað í -voru daglega lífi, meðal ann- ars um það, hversu mikil sæla væri í því falin fyrir hvern og einn, að eiga sér hollvin í lífinu; hversu ástin til alls væri nauðsynleg 1 mannlegu félagi og öllu samlífi vor mannanna yfir höfuð— hann lýsti samlífi manns og konu í hjónabandinu og hversu unaðslegt það væri, þegar kærleikurinn — þessi lyfti- stöng ljóss og friðar — væri eina band- ið, sem treysti heimilisllfið og varpaði Ijóma sínum yfir það — —. Og Sveinn, eins og allir aðrir, sem ræðuna heyrðu, dáðist að orðsnild og andagift klerksins, að messunni lokinni. »Það voru maklegar pillur, sem bæði þeir og þær fengu hjá prestinum núna, sem Ktilsvirða hjónabandið. Það er mátu- legt í þessari spillingartíð, þar sem hjóna- skilnaðir og trygðarof ganga svona úr hófi fram, eins og dæmin sanna nærri dags daglega«, sagði Sveinn við ná- grannahjón sín, Magnús og Vilborgu, á leið frá kirkjunni — og Magnús jánkaði, en Vilborg þerraði augun með drifhvít- um »lummuklút«, yfir spillingu samtíð- arinnar. — Sveinn hélt áfram að for- dæma tíðina, og helti blýþungum orð- um yfir alla þá, sem nefndir eru á biblíu- máli hórkarlar og hórkonur. Vilborg lagði orð í umræður Sveins við og við, en Magnús yfti öxlum, og lét í Ijósi, að hjónabandið og trygða- bönd yfir höfuð væru háð sama lögmáli og flest önnur almenn viðskifti hér í bæ á þessum tímum; svikin og prettirnir væru svo augljós í smáu og stóru, hvort held- ur væri vöru- eða peningaviðskifti, ást- arsakir eða annað. — Óorðheldni væri aðaleðliseinkunn mýmargra, sem stæði, hversu lengi sem það héldist.

x

Þjóðhvellur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðhvellur
https://timarit.is/publication/222

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.