Þjóðhvellur - 14.11.1908, Blaðsíða 2

Þjóðhvellur - 14.11.1908, Blaðsíða 2
94 ÞJÓÐHVELLUR Úrsmíðavinnustofa; Carls Bartels, Laugaveg 5. Telefón 137. miöillinn, að t’óröur vœri lifandi og heill heilsu. En þessi frétt hafði orð- ið þeim »ofurefli«, segir sagan, og féllu þeir í ómegín, eða einskonar dvala. — En nú er eftir að vita, hvernig Pórði alþm. hefur liðið þá stundina, sem þessi öryggis-andarannsókn!!,vestri Bol- ungarvík, átti sér stað. Andatrúin lengi lifi!! Borg'arafundur var haldinn hér í Bárubúð á sunnudags- kvöldið var. Málefni það, er þar var til umræðu, hefur verið rætt og birt í öllum blöðum vikunnar, svo wLjóðhv.K lætur það þess vegna hlutlaust; hefur enda ekki rúm fyrir langar fundargerð- ir. — Pess skal að eins getið, að 20 minútum eftir að fundarstjóri setti fundinn, rak umsjónarmaður hússins höfuð sitt inn úr litlum dyrum í suð- vesturhorni salsins og sagði hægt og rólega, svo sem stiltum manni sæmir, þegar háska ber að hendi: »líg verd að biðja rnenn að fjar- lægja sig — það er kyiknað í hjá mér«. Pessi orð höfðu kyngikraft og kveiktu í hverjum manni þarinni; gauragang- urinn — ósköpin hefðu ekki orðið meiri, þótt alt »dynamit« vatnsveitunn- ar hefði sþrungið í loft uþþ á næstu grösum, — þvi eins og bandóðir væru, ruddust menn nú hver á annan og brutust um hver um annan þveran, rétt eins og þeir væru þarna kvikir að sviðna í ljósum loga. Og nú tók ekki betra við, því rafljósin slokknuðu og kolamyrkur varð í salnum, og tóku þá ýmsir að æþa og ólmast, en inni var þó hvorki bjarma elds eða brunaloft að finna, fremur en í vatnsveituþipu neðanjarðar, og úti var heldur engan loga að sjá. En það var nú svona samt, að svo leit út, sem mannfjöld- inn hefði endaskifti á því rétta ogstæði í þeirri meiningu, að myrkrið í saln- um væri glóandi glóð, en ekki myrk- ur. Byrjuðu nú ólætin fyrir alvöru. Nokkrir, sem lærthöfðu leikfimu, hófu sig á loft, tóku sundtökin og veltu sér á höfðum manna að glufu á norður- vegg salsins og steyptu sér út. Sumir ruddust á gluggana, alveg eins og þeg- ar tuddar i ófriði eru reknir á víggirð- ingar úr gaddavír, mölvuðu rúðurnar með hnefunuro, settu lappirnar á gluggapóstana og aðrar milligerðir og Lífsábyrgöarfélagiö »Standard«, Klapparstíg 1. Reykjavik. ÞjódhvelJ frd byrjun geta menn fengið keyptan. — Að eins 30 eintök eftir. — Kostar 1 kr. og 40 au. — Blaðið mælir með sér sjálft. steyptu sér út; voru margir þessara blóðugir og benjum særðir og móðir eins og smalanautar, og máttu ekki mæla vegna liræðslu og skrokkskjálfta. Sumir voru nærri orðnir undir bend- unni, vegna þess, að þeir höfðu mist hatta sína og skóhlífar, regnkápur, gleraugu og aðra sjónauka, og voru að beygja sig niður til að ná þessu, en voru nærri orðnir undirfyrir bragðið. Flestir, sem ekki hlupu á gluggana, komust að mestu óskemdir út, nema hvað nokkrir höfðu orðið viðskila við jakkana, og það sem áður var nefnt. Aðeins einn maður misti alt af öðrum fætinum: sokkinn, skóinn og skóhlíf- ina; sá fór strax lieim. Annar misti annan efrivarar-»hartann«, var slitinn af honum; sá fór i snatri til rakara og lét taka af sér hinn, en var óskemdur að öðru leyti. Einn náungi, sem var með hendina í fatla á mánudaginn, sagði litla fingur á vinstri hendi slit- inn af sér í bendunni, og gat þess um leið, að liann yxi aftur von bráðar, svo skaðinn yrði varla svo tilfinnan- legur. Legar menn voru komnir út úr saln- um og búnir að þurka af sér svitann, komust þeir að því, að það hefði þá loksins enginn eldur verið inni í saln- um!! og var það kostuleg uppfundn- ing! — Allur þessi gauragangur gerði hálftima hlé á fundinn, er byrjaði svo aftur i fullum krafti, eins og kunnugt er, eftir talsverðar bollaleggingar. Sem betur fór, tókst strax að kæfa þann eldsvoðavott, úti i mótor-skúrn- um, er öllum þessum ósköpum hafði af stað komið inni í salnum. Og með því að sagt var, að brunamálastjórinn hefði skipað svo fyrir, aö tveir menn skyldu halda strangan vörð um mó- torinn i Bárubúð næstu viku — svo ekki kviknaði í á ný, meðan á borg- arafundinum stæði! — látum vér hér staðar numið, og þökkum fyrir kvöldið. Einn i bendunni. Klaeðáverzlun ‘Guðmundar Slgiu'ðssonar. Reykjavík. Telefón 77 „Grlompur48, M o 11 o : »Glompa hér og glompa þar, glompur eru alstaðar«. Petta vísubrot,æða hvað ég á að kalla það, heyrði ég farið með ofan í vatns- veitugryfjunni á Laugaveginum eitt kvöldið, á dögunum, í kolníðamyrkri og rigningu; þá var ldukkan hálf tólf. Eg vildi skj'gnast um, hvort mannskepna hefði oltið ofan i grj'fj- una, en það var ekkert spaug að kom- ast að því; maður gat átt á hættu að bakkinn hryndi, ef maður færi of tæpt. »Er nokkur þar?« kallaði ég. Stein- hljóð. Eg hlustaði. Jú, ég heyrði busl, líkt og þegar brotist er um í vatni. »Hver er að vaða þarna of- an í gryfjunni?« kallaði ég aftur. »Jónsi« var svarað. xBlessaður reyndu að komast upp úr þessu helvíti, maður; þú ej'ðileggur alveg garmana þína, hver sem þú ert«, sagði ég, »réttu mér hendina, ég skal reyna að hjálpa þér upp úr!« »Er það Brynki?« spurði sá i gryfjunni; það levndi sér svo sem ekki, að maðurinn var meira en mátu- lega hýr. — »Já, víst er það Brjrnki«, sagði ég, »réttu mér skankann, Jónsi«. — »Burt með alla þína helvísku skanka. Eg hef fyr gengið hér um Laugaveginn án handleiðslu og ekki orðið að meini, skal ég segja þér — farðu »fortóið« — ég fer hér — þetta er bölvuð for og súld, finst mér — bæjarstjórnin þarf að bera ofan í stræt- is-spottann þegar stj'ttir upp«, sagði grj'fj umaðurinn drafandi. Svo tók hann lagið : »Glompa hér og glompa þar, glompur eru alstaðar«. Eg gat varla hlátrL varist. Svo var steinhljóð. Eg kallað, en nú hej'rðist hvorki stuna né hósti. Eg leit svo á, að maðurinn hefði lagt sig til svefns þar sem hann var kominn. Eg gat því ekki annað gert, en fengið mér mann og reipi og dregið manninn upp úr — fyrir eigin reikning, en ekki bæjarstjórnarinnar.— Manninum útvegaði ég húsaskjól, og svo er ekki meir um það. Svo labbaði ég heim, útataður eftir björgunina, en þó glaður í bragði, því hjarta hins miskunnsama Samaríta harðist í hrjósti mér og gerði migsæl- an. — En það veit sá eini, að hefði vátnsveitunefndin og bæjarstjórnin og alt það dót legið í tálgryQunni á Lauga- veginum þetta kvöld, í stað hins ölv- aða Levíta, mundi ég hafa látið það •>

x

Þjóðhvellur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðhvellur
https://timarit.is/publication/222

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.