Þjóðhvellur - 14.11.1908, Blaðsíða 3

Þjóðhvellur - 14.11.1908, Blaðsíða 3
9f> Pétur Brynjólfsson, ljósmyndari, Hverfisgötu. Reykjavík. Telefón 76. afskiftalaust og gert mér gaman af, því »sá sem grefur öðrum gröf, má í hana falla sjálfur«. Sam verj i. Tveggjn manna tal. Na rfi: Sælir nú, Sveinn minn. Þá ertu kominn til bæjarins aftur. Hvernig hefurðu haft það síðan í vor? S v e i n n: f*akka þér fvrir. Eg hef haft það heldur gott; fékk sæmilegt kaup — og er nú kominn til höfuð- staðarins til þess að eyða þviogsækja skemtanirnar, eins og vant er, ef nokkr- ar verða. Eg er léttlyndið sjálft — heimsins barn í húð og hár, eins og fyrri daginn. N a r f i: — Ojá, það er gamla sagan, sem endurtekur sig; þú kærir þig ekki um að eiga peninga, karlinn, — þú tek- ur lífið létt — og lætur slarka. Sveinn: Auðvitað! Maðurerekki að gera sér rellur út af morgundegin- nm. »Lítið til fuglanna í loftinu« o. s. frv., segir Salómon. Og eg breyti eftir þeirri ritningargrein.—Hann var heims- ins mesti kvennamaður á sinni tíð — drykkjumaður og vitmaður. — Við skul- um annars fara inn á »Reykjavík« og fá okkur bjór. »Vínið hressir, huggar og gleður mannsins anda«, segir Ben. S. Þór., og það er satt; eg tek mikið tillit til þess, sem hann segir, sá »vísi mann«, enda er hann hinn eini vín- sölumaður hér í borg, sem »dropann« selur með »gratis« leiðbeiningum úr hinni »heilögu skrift«; hann er sann- trúaður maður, — vel sé honum«. N a r f i (þegar þeir eru sestir við borð inni á »Hótel Reykjavík«): Góð- ur er Gamli Carlsberg. Skál! Sveinn: Skál! besti vinur. Eg endurtek það: Góður er Gamli Garls- berg! Væri hann ekki til í veröldinni, er eg viss um, að flestar af bestu til- finningum mínum mundu drepast — sofna fyrir fult og alt, vildi eg sagt hafa. — »Vínið er spottari, sterkur drykkur glaumsamur, hver sem af þvi tælist er ekki hygginn«. segir Salómon. En líklega hefur hann sagt það að morgni dags, vegna illra áhrifa, er vín- nautn hefur bakað honum kvöldið áður, en gleymt að stryka þessi orð út þegar frá leið; — farið fíkt fyrir hon- um eins og manninum, sem samdi og sendi yfirlýsingu eða augl. í biöðin P J q Ð H Y B L E U Carl Olafsson, ljósmyndari, Austurstrætj 4, Reykjavík, — sama morguninn og »timburmenn- irnir« voru að lemja sál hans og sam- visku eins og harðan fisk — og sagð- ist ekki bragða vín frá »þessum degi«, og hver sá vinur, sem byði sér það, væri »versti óvinur sinn«. — Sannleik- urinn er, alveg eins og Ben. S. Pór. hefur svo fagurlega fram tekið, að vín er best í »hófi«. N a r f i: Rú varst Góðtemplar í fyrra vetur, minnir mig. S v e i n n : Jú, satt er það. Og eg var líka meðlimur í Reykjavíkur- klúbbnum, þúskilur; svo er ekki meira um það. Narfi (brosir með honum öllum): Meinarðu, að þú hafir verið syndugur templar. Sveinn: Bull — eg meint — meinti bara — ekki neitt. En heyrðu mig. eru þeir byrjaðir að leika? Naarfi: Nei, ekki ennþá. Reir bjrrja í þessum mánuði. S v e i n n : Guði sé lof. Eg fæ aldr- ei nóg af skemtpnun, skal eg segja þér. Nú fer eg í klúbbinn, og nú fer eg í templarafélagið, og guð veit hvað. N a r f i; í templaraféiagið ? Og því þá? Sveinn: Það skal eg segja þér. Skemtanirnar valda því. Nú í svipinn veit eg ekki í hvaða stúku eg geng; það er undir því komið, hver þeirra held- ur fyrst afmæli, — eg fer nefnilega í þá stúku, sem fyrst heldur afmælis- skemmtun. þegar hennar afmæli er um garð gengið, tek eg lausnarmiða inn í þá stúkuna, er þar næst held- ur afmælisskemtun, og held svo á- fram þetta koll af kolli með lausnar- miðann, þar til eg hef verið á skemt- unum þeirra allra; svo, þegar vorið er komið, segi eg mig úr fyrir alvöu, en »geng svo inn« aftur í sama augnamiði, þegar haustar. Petta er gangurinn í því, góði, — skilurðu mig nú. Narfí: Já, eg skil þig til fulls. S v e i n n : Gott, — og nú veistu að templarar geta hvorki rannsakað hjört- un eða nýrun —. B a n kó. Húsmóðirin: »Má ég ekki bjóða yður hálfan bolla t viðbótr" V atnsberinn: „Þakk’ yður tyrir, góða frú—nei; við skulum heldur hafa hann fullan ; sá fyrri var að eins hálfur". Regnsla „rukkaram“. (Brot úr smáleik). Jens verslunarstjóri: A morgun er fyrsti dagur mánaðarins, og í fyrra- málið í býti verðurðu að fara að »rukka«. Reikningabunkinn er þuml- ungi hærri en siðast! Hvernig list þér á? Jóhann rukkari: Líst mérá? Minn- ist þér ekki á það; eg er alveg orðinn dauðþreyttur á þessu bölvuðu rápi. Mér hefur líka aldrei gengið eins illa að fá reikninga borgaða, eins og í ár, og þó er eg 15 ára gamall »rukkari«. Eg er að hugsa um að segja af mér því starfi og fá eitthvað annað að gera hér við verslunina, sem er vin- sælla. Hún hefur lika hag af, að fá yngri og léttari mann á fæti, en mig. Hvernig líst yður á þetta? Jens: Hvaða slúður! Á morgun verðið þér að »rukka« inn, og svo tölum við síðar um breytingu á stöðu yðar við verslunina. Jóhann: Já, en þetla er orðið hrein- asta drep að standa í þessu. Skuldu- nautarnir flestir forðast mig, eins og fjandann sjálfan; þeir eru nýteknir uj>p á að skamma mig svívirðuskömmum; þeir kalla mig Tyrkja, hund, svín og fleira, þegar þeir verða vondir. — Til dæmis seinast, þegar eg rukkaði stroku- manninn (= nuddlæknirinn) um þessar 5 krónur, sparkaði hann í mig svo ó- þyrmilega, að eg hef stungið við síðan; og þegar hann sá, að hann hafði meitt mig, borgaði hann mér undir eins skuldina, og sagði, að eg mætti koma eins oft til sin og mér þóknaðist; hann skyldi nudda á mér löppina þangað til égyrði jafngóður; þetta þáði ég í sak- leysi, því ég hélt að ég fcngi »nuddið« ókeypis, og gekk því til hans á hverju kvöldi í 20 daga samfleytt. En hvað skeði! Fyrir 5 dögum fékk ég reikn- ing frá dónanum; það voru hvorki meira né minna en 30 krónur, sem hann færði mér til skuldar. Sparkið, sem hann gaf mér, var ekkert annaö en »spekúlasjón«! Er nú von að mað- ur geti verið »rukkari«, þegar svona er farið með mann? Jens: Já, en þetta er nú eins dæmi, og náttúrlega hefurðu ekki borgað reikninginn. Jóhann: Jú, eg borgaði reikninginn orðalaust. Jens: »Ertu gengin frá vitinu, mað- ur?« Því gerðirðu það ?. Jóhann: Hvernig getið þér talað?

x

Þjóðhvellur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðhvellur
https://timarit.is/publication/222

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.