Þjóðhvellur - 01.02.1909, Page 1

Þjóðhvellur - 01.02.1909, Page 1
ÞJÓÐHVELLUR BLAÐ TIL SKEMTUNAR, FRÓÐLEIKS OG ALVARLEGRA ATHUGANA Nr. 25 REYKJAYÍK, FEBRÚAR 1909. II, 5. ársfl. Jóhann Ármann Jónasson, úrsmiöur, Laugaveg 12. Telefón 112. Þjóðh.vells-messa er í dag, pví nú eru 25 blöð komin út af hon- um, síðan hann skeiðaði hér í fyrsta sinn um strætin fyrir 2 árum síðan. — I dag er því sannur gleðidagur. — Húrra og hósíanna duna í eyrum. • Þetta tölublað er nr. 25 í röðinni, og vilji nú einhver náungi verja fé í þarfir nytsams fyrirtækis, á hann að finna ritstjóra þessa blaðs, lieimta af honum Pjóðhvell frá upþhafi og fá honum um leiðSAr. og 50 aura í staðinn. — Fyrir minna verð er ekki hægt að selja slík- an kjörgrip; einstök tölublöð eru líka alveg ófáanleg von bráðar. • y>Er Pjóðhv. dauður!?«. Þannig hrópar fjöldi manna, þegar lengra liður á milli útkomu hans, en menn óska, þeir sakna hans hjartan- lega og vilja sjá liann flestum blöðum fremur, og því verður það ekki duiið, að Pjóðhv. er afbragðs hnokki. Pað skal þess vegna til huggunar tekið fram, að Pjóðhv. deyr ekki, — hann skal lifa. En, ráða verður hann sjálfur, hve- nær hann kemur út. — Meðan efna- hagur hans er verri, en enginn, verður hann að leita lags, og sníða stakk eftir vexti. Kunningjar hans mega ekki heimta ofmikið af honum, meðan ritstj. fær ekki grænan túskilding fyrir sína miklu fyrirhöfn, — en maður sá hefir störfum að gegna, er hann lætur sitja í fyrirrúmi. En eignist Fjóðhv. þrótt- meiri skilyrði en hann hefir nú, er víst, að hann verður hraðstigari er stundir iíða. • Kaupið því Þjóðhvell, þegar hann er á ferðinni, í honum finnið þið altaf eitthvað alvarlegt, en þó létt og lipurt; sitthvað til að brosa að, og stundum hitt og annað, sem hlæja má að hjart- anlega, — að því ógleymdu, að hann er allra blaða frumlegastur. Með trú, von og kærleika. Útgef. Jónatan Porsteinsson, kaupm., Húsgagnaverslun. Laugaveg 31. Telefón 64. Aðflutningsbannið. Eg elska templarana eins og lífið í mínu eigin brjósti; eg hefi barist með þeim á baka til, þótt ekki sé eg inn- skrifaður í þeirra lifsins bók. Eg eiska þá fjrrir þeirra brennandi trú, fyrir þeirra öruggu og síungu von og loks fyrir þeirra fölskvalausa kærleika, sem brjóst þeirra eru svo fufi af, að út af flýtur bæði til mín og annara náunga vors kæra fósturlands. Eg hefi elskað starf þeirra og stefnu af þeim örlitla hjartans yl, sem náttúrunni þóknaðist að púa inn í hjarta mitt á sinum tíma; elskað starf þeirra alt til þeirrar stundar, að aðflutningsbannshugmynd- in fór að gera graut í verkahring vorr- ar »óháðu Reglu« hér á íslandi. Mér er einhvernveginn svo farið, að mér finst, að þetta aðflutningsbannsmál, enn þá sem komið er, og hversu dýrmætt, sem það kann að reynast, sé ekki búið að ná nægilega föstu íhugunartaki í hugsun manna; þrátt fyrir það, þótt meiri hluta jáyrði frá mínum kæru, en hviklyndu löndum, fylgi því alla leið upp á hæsta löggjafartind þjóðar vorrar. Eg, í allri minni einfeldni, get ekki varist að taka það fram, að aðflutn- ingsbannið muni vera eitt af þeim mál- um, sem ljómar skærast í hugsjóninni, en dökknar meir og meir i framkvæmd- inni; þannig er líka mörgum málum farið, sem hafa legið í sterkri gyllingu nokkurn tíma og verið gerð svo lokk- andi, að þau hafa töfrað tilheyrandann og spent hann til framkvæmda í þeirra þarfir; framtökin hafa orðið gönuhlaup, er engin skilyrði höfðu til að vera eilíf verðandi, — og betur færi, það segi eg satt, að svo færi ekki um aðflutnings- bannið, — og eg vona líka, að hin list- fengu lofgjörðarljóð stúkuskáldmær- inganna og hin engilfögru og marg- rödduðu templara-»hósíanna«, er því máli hafa verið sungin undanfarið, feli i sér það goða-magn, sem lyfti því að minsta kosti upp fyrir alla þá tortrygnis- Carl Ólafsson, Ijósmyndari, Hafnarfirði. og vantrúardrauma, sem yfir því hvíla frá minni hlið. Eg tók það fram, að þetta mál mundi ekki vera búið að ná nægri íhugun hjá löndum mínum, þrátt fyrir meiri hlula fylgið sem ber það. Og eg hygg, að það sé rétt. Rví að sendlar þeir, sem mín elskulega Regla hefir haft úti tíl þess að flylja lýðnum aðflutningsbanns- fagnaðarboðskapinn, hafa gjarnast pré- dikað um hinar allra svörtustu hliðar ofdrykkjunnar i öðrum Iöndum; en ekki látið neina fræðslu uppi um það, hvaða afleiðingar það hefði á fjárhag- inn hér heima, ef áfengið félli út af lista aðfluttu vörutegundanna hingað. Peim hefir láðst að geta þess, að á- fengistekjurnar, sem nú renna i land- sjóð, mundu aftur verða sognar undan blóðugum nöglum alþýðnnnar, á þann hátt, að pœr yrðu lagðar á nauðsynja- vörukaup hennar, mat og drykk, ti pess, að landsjóður misti einkis í við nýbreytnina. Petta mun landsmönnum líklega vera ókunnugt um; og eg veit, að mínir elskulegu templarar reiðist mér ekki, þó eg segi þetta; — þeir sem eru svo umburðarlyndir og góðir altaf. — Eg hefði fyrst viljað, að landsmenn hefðu fengið að vita, hvaða vörur skyldi tolla, í staðinn fyrir áfengið, áður en peir, með fagurgala regluboðanna fyrir augum, veittu svona eindregið fyigi að- flutningsbanninu. Þá hefðu þeir vitað svona nokkurn veginn, að hverju þeir gengu, í siað þess, sem þeir nú vaða alveg blindir i þvi efni. — Og að gamni skal eg t. d. taka það fram, að einmitt af þessum ástæðum var eg á móti að- flutningsbanninu í haust 10. sept.—Eg vil vita sjálfur hvað eg fer, en ekki leiðast í blindni af hugsjónaglamri wbræðra minna og systra«. — Og ánægja verður að fylgja aðflutningsbannsmál- inu, á þessu stigi, ef því er ætlað að verða til farsældar í framtíð. Það segir sig sjálft, góðir hálsar. (Meira síðar). Reykvískur borgari.

x

Þjóðhvellur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Þjóðhvellur
https://timarit.is/publication/222

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.