Þjóðhvellur - 01.02.1909, Blaðsíða 2

Þjóðhvellur - 01.02.1909, Blaðsíða 2
98 Þjóðhvellur Úrsmíðavinnustofa Carls Bartels, Laugaveg 5. Telefón 137. Tvær á tíili. Ingibjörg saumakona situr við stofu- borð sitt og er að sauma brjósthlíf á krakka. Nú er barið á dyrnar. Ingibjörg: »Hver fjandinn sjálfur kemur til að teQa mann; aldrei heflr maður stundarfrið fyrir þessum bölv- uðum umrenningum. Kom inn!« Jónína í Miðbænum (opnar dyrnar): »Komdu blessuð, elsku Imba mín (koss). Gleðilegt ár! (koss). Hvað eg er ljón- heppin að liitta þig heima (koss). Þakka þér hjartanlega fyrir nýjárskortið (koss), sem þú sendir mér (koss) á gaml- (koss) árskvöld (koss). F*að var þér líkt, elsku vinan (koss). Hvað það var inn- dælt; nýútsprungin rós á vetrardag; sumardag vildi eg segja (koss). Ingibj. (á milli kossanna): Já, altaf sæl og blessuð vina, og gleðilegt nýár! Kæra þökk fyrir kortið, — myndina aí lækninum; —þú veist hvað mér kem- ur, elskan; sestu nú niður og fjasaðu ögn — eg meina segðu fréttirnar. Hvað eg þráði að einhver kæmi til mín. Hvernig heflr hann það annars karl- inn þinn ? Jónína: Hann hefir það gott, elskan sú arna, eftir hætti, hvað heilsuna snertir, en ekkert að gera; það er af lukkan hjá trésmiðunum. Ja því líkt, guð sé oss næstur. Það er ekki gott að segja að hverju það stefnir vinnu- leysið að tarna, — en sleppum því. — Hvernig hefurðu það, Imba mín; þú ert vel frísk? — en (skoðar hægri hönd I.) ekki hefir þú sett upp hring um há- tíðarnar, eins og sumar hinna. Ingibj.: O-nei; það er heldur ekki von; eg er farin að fella af og — þá ekki nögu falleg — ójá — Jónína (grípur fram í): Pað er nú verst, — eins og þú ert líka falleg altaf — ja, eg vildi bara að eg væri eins,— þá skyldi eg eiga fleiri slifsin og svunt- urnar. — En hvað er eg að fjasa — Ingibj.: — eg held það sé líka hver sæl og heppin, sem er laus við þessa ólukkans karlmenn. Peir eru svei mér ekkert girnilegir. — Jónína: Blessuð segðu ekki þetta — bara að þeir verði nógu dauð-»skotnir« strax, — þá er svei mér enginn afslag- ur að komast í kynni við þá — ef þeir eiga eitthvað til, meina eg — þá þarí maður svei mér ekki að kvíða lífinu; — hugsaðu þér, þeir liggja á knján- um — þeir skríða til þess að fá — fá að kyssa á hendina á okkur, hvað Lífsábyrgöarfélagiö »Standard«, Klapparstíg 1. Reykjavík. þá meira — og segjast vilja gefa —ja, svo og svo mikið til að fá einn einasta koss, — til þess að fá að kyssa olckur á munninn. Hugsaðu þér bara. Fyrir einn einasta koss er hægðarleikur að fá gullfallegt slifsi og fínustu silkisvuntu. — Er það líka ekki saklaust þó maður lofi þeim að smella einum kossi eða tveimur á munninn á sér? Eg held það mannskemmi mann ekki mikið—jafn- vel ekki, þó maður sé — giftur. Eg talaðí líka við mann í fyrra kvöld eftir kvöldsönginn, sem hafði orð á því hvað þú værir gullfalleg og vel að þér — hvað segirðu um pað! Ingibj.: Nei, er það mögulegt, hver var það — láttu það bara flakka. Jónína: Ja, það er nú maður sem segir sex. — Pað er nýdubbaði lög- fræðingurinn hérna á móti. Maðurinn minn þekkir hann, og bauð honum heim á gamlárskvöld. Hvað hann er skemtilegur og viðkunnanlegur og lærð- ur — talar annaðhvort orð danskt — hugsaðu þér hvað hann er lærður — (hvíslar): Það skyldi ekki vera, að hann væri skotinn i þér — nei — eg fullyrði það ekki — en — Ingibj.: — En hvernig sagði hann. manstu það! Jónína: O, hann talaði um gluggana í húsinu á móti sér, hvað stúlkan væri lagleg og myndarleg, sem sæti við þá og saumaði allan daginn. Hvað það væri viðkunnanlegt að horfa við og við á svo geðugan andbýling. — Já, hann hugsaði fleira en hann talaði, maður- inn sá; þú mátt trúa því. Það skyldi ekki detta ofan af mér eða neðan af, þótt eg frétti, að þið þektust eitthvað nánar innan skamms (brosir og deplar augunum). Ingibj.: Hvaða bull; svona hjal er ekkert að marka — maður heyrir svo oft sitthvað þessu líkt hjá karlmönn- um. Þetta eru augnablikshöfuðórar hjá honum, sem hverfa út í veður og vind á næsta broddaballi. — Jónína: Eg er nú engin málskrafs- skjóða, eins og þú veist, Imba mín; en svo eg segi þér meira, þá sagðist hann sakna útsjónarinnar á kvöldin þegar þú værir búin að kveikja og draga niður gluggatjöldin. Svo leit hann bros- andi til mannsins míns og sagði við hann eitthvað á dönsku. Eg skildi það ekki og karlinn minn vildi ekki segja mér það, hvernig sem eg beidd’ ’ann. Ingibj.: Já, en góða reyndu um fram alt að fá það út úr honum, t. d. í kvöld Klæðaverzlun Guðmundar Sigurðssonar. Reykjavík. Telefón 77 Pétur Brynjólfsson, ljósmyndari, Hvcrfisgötu. Reykjavík. Telefón 76. þegar þið eruð háttuð — (hlæja báðar) — og komdu svo á morgun, annað kvöld, og segðu mér það. — En góða — nú sýður á katlinum. Jónína (smjattar): Eg skal reyna. — En lieyrðu! Stína í Skálanum er búin að opinbera. Ingibj.: Sú gamla. — Og með hverj- um? Jónína: Einhverjum lura — öllum i herðunum; eg sá þau í kirkjunni. Eg er hissa að hún skyldi taka honum; en Stína þarf nú ekki mikið að láta af fegurðinni, greyið; og hún Gudda okk- ar sagði hana lukkulega með þetta »hanabein«, svo maður viðhafi hennar eigin orð. — Ingibjörg: Jæja, þá það. En hefirðu heyrt, að Sveina í »fína húsinu« er bú- inn að segja kærastanum sínum upp? Pað kvað hafa skeð á nýársdag. Guð veit, að það gekk alveg fram at mér þegar eg heyrði það; eg ætlaði varla að ná andanum. — Jónína: Já, eg held eg hafi nú heyrt það og ætlaði víst að vera búin að minnast á það við þig. Eg var alveg guðhrædd við þá tregn. En veistu ástæðuna. Ingibj.: Nei — þvi er nú skrattans ver, Jónína: Hana veit eg, og það er svei mér saga til næsta bæjar. Ingibj.: Nei, er það mögulegt. Og hver er ástæðan ? Jónina: Og engin önnur en sú, að að kærastinn sendi henni nýárskort og bauð henni gleðilegt ár. Ingibj.: Það er lífs ómögulegt! Jónína: Ómögulegt? — Pað er eins satt eins og guð á mig. Ingibj.: — Og hvernig gat það kom- ið til nokkurra máta að svíkja kærast- ann fyrir það? Er það kannske ekki tíska að senda kort til vina og kunn- ingja, bæði á hátíðum og við ýms tækifæri? Jónína: Jú, eg held nú það. En á kortinu, sem hún fékk frá kærastanum, var mynd af — nöktum kvenmanni. Ja þvílíkt. Guð varðveiti mig. Ingibj.: Já, bölvaður dóninn, þvílíktt Jónina: Já, eg endurtek það: bölv- aður dóninn, þvilíkt taktleysi! (Málhvíld, því báðum svelgist svo á, að kaffigusurnar spýtast út um nefið), (Frh. næst).

x

Þjóðhvellur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðhvellur
https://timarit.is/publication/222

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.