Þjóðhvellur - 01.02.1909, Blaðsíða 4

Þjóðhvellur - 01.02.1909, Blaðsíða 4
100 ÞjOÐHVELLUR s_ ‘O A o cc CÖ Æ Cí o o Eu) t- II 1 1 1 í_l s ’u O . rí <a u 5 so'« *o i ai m s = 3 3 C O .SS5 : s'“- C ® £ 3 •S sAc - C35.S Ö5 cic«o tr f;íl o?^c; c« 3s£ 'Wco o .. gJ-g « u ÖB | 3 3 SpT- •2 iw B S e _ « o c í-i « - E C3 cö CÖ ‘CÖ 3 p>3 „ — - 2 aáS *o t. O U C5 < C t Ss^ I .2 '5 oc-S Jc ÞJÓÐHV. kostar io a. nr., borgast út í hönd. Abyrgðarm. blaðsins er Hallgr. Benediktss., Berg- fitaðastr. 19. Heima kl. 3—4 og 8—10 síðd.; veitir hann viðtöku stuttum og smellnum skrýtlum og ritgerð- um og kemur þeim til ritstj. blaðsins. A Bergst.str. 19 geta menn fengið blaðið keypt alla tíma dags. 1. febrúar er að pvi leyti merkisdag- ur, að pá var glímt um Armannsskjöld- inn góða, af kappi miklu og listfengi. Lauk pannig leik peim, að Haligr. Benediktssnn deildarstjóri í Edinborg hélt skildinum; en tvísýna getur orðið um iorlög gripsins á næsta móti, pvi hættulegir keppinautar eru peir Sigur- jón Pétursson og Guðmundur Stefáns- son. Og »tilviljunin cin getur ráðið úrslitunum«, »»»eins og áður heflr ver- ið tekið fram í Pjóðólfl<(««. 2. febrúar geymir pann stórviðburð í skauti sínu, að pá var haldinn borg- arafundur i Bárubúð, um vatnsveituna, er lauk með peim ósköpum, að van- traustsyfirlýsingu til borgarstjórans var frestað um sex mánuði. Pað eru pess vegna góðar likur fyrir pvi, að við- komandi eigi að vera reykvískur pisl- arvottur, er stundir líða, en ekki borg- arstjóri vor. Pað er svo ekta reyk- víkst, að betur verður varla af stað farið!!! Pinginu verður »hóað« saman pann 15. febr., vantraustsyfiriýsing á ráð- herrann framkomin og sampykt pann 21. febr. og frumvarpið sampykt að kalla óbreytt 15. apríl. — Svo spá- dómarnir rætist verður petta að ganga svona. »BlaðdreA:a« kalla menn ísafold og Lögréttu, — BlaðA'<>///« Reykjavík og Pjóðólf, — »Bladketlinga«. Bjarma og Pjóðhvell, — og »biað.s7/ýí//a« Frækorn og Kirkjublaðið. Svo mörg eru pau orð. Hinn 3. tebrúar var tiðindadagur fyrir Reykvíkinginn að pví leyti, að pá var úrahvarflð hjá Pórði úrsmið í Austurstræti leyst úr læðingi, eftir 6 vikna lögregluleit. Má pá uppgötvun pakka Arna umsjónarmanni við dóm- kirkjuna, að alveg ólastaðri leynilög- reglu vorri, sem að sjálfsögðu heflr gert sínar ítrustu uppgötvanir í málinu, eins og vænta mátti. — Leikfél. Reykjavíkur hefir nú farið í kapphlaup við Hafnfirðinga, og sýnt hér hið práða og ópekta(!) »Æfintýri á gönguförw, um leið og Hafnfirðingar leika pað í Firðinum. Hvorir gera betur, kemur ekki málinu við. Hitt skiftir meiru, hversu frumleg pau eru í pessu efni, framtökin, hjá voru reyk- víska leikfél., — annars hefði verið al- veg nóg, að sýna bara birkidómarann. Pólitiskt öldurót fer nú vaxandi með hverri stund hér í borginni um pessar mundir — en hámarkinu nær pað naumast fyr en undir pinglok. Loftgrip dr bæmun. Heimastjórnarmaðurinn (heldur ræðu á pólitískum fundi): BlessaðirHiveikið pið; pað sést ekki til lengur. Landvarnarmaðurinn: Já, umfram alt að kveikja, svo maðurinn sjái til að hugsa. Eiginkonan: Ef pú kemur nokkurn- tíma aftur fullur heim á kvöldin, pá verðurðu að sofa annarsstaðar en í rúminu hjá mér. Húsbóndinn: Guði sé lof! Pað er dýrt að fá sér neðan í pvi; en til pess að losna alveg við pað sem pú nefrtd- ir, vil eg fúslega gefa aleigu mina. Faðirinn: Ef pú vilt gifta pig, sonur minn, pá skaltu leita ráðahags við hana Sigríði; hún er bráðdugleg og myndar- kvenmaður. Sonurinn: Já, en hún hefir sóreflis vörtu á hægri kinninni; pað er frá- gangssök. Faðirinn: Pú átt ekki að giftast vört- unni heldur stúlkunni, — hana lœtur pú aftaka. Skóarinn: Er hann heima stúdent- inn, sem býr í pakherberginu hjá yð- ur? Eg er með reikning og parf að finn’ ’ann. Húsbóndinn: Nei; pað var farið með hann inn á Klepp i morgun; í gær og i nótt var hann svínfullur og hringl- andi vitlaus. Skóarinn: Hann hefir pá vist ekki beðið yður fyrir peninga til mín fyrir skóna, sem hann fékk hjá mér um helgina? Husbóndinn: O-nei; svo vitlaus var hann ekki. í barnaskólanum: Drengurinn: Hérna, kennari! Pér sögðuð um daginn, að pér ætluðuð von bráðar að segja okkur ýmislegt um heilann; getur pað ekki orðið í dag? Kennarinn: Um heilann? Lofaði eg pví? Nei, í dag get eg pað ekki; í dag hefi eg alt annað i höfðinu. Höfundurinn: Eg porði ekki, herra leikhússtjóri, að fara í leikhúsið í kvöld, af pví pað var í fyrsta skiftið að pessi nýi leikur minn var sýndur. Hvernig gekk pað? Var ekki fult hús? Leikhússtjórinn: O, alveg eins og i Paradís. Höf.: Hvernig á að skilja pað? Leikhússtj.: Eftir orðanna hljóðan. Höf.: Pér meinið: ágætlega? Leikhússtj.: Pvert á móti; pað kom einungis einn maður og ein kona; pað var alt og sumt. Á matsöluhúsi. Matpeginn: Eg verð að segja yður pað, ungfrú mín góð, að í petta sinn var steikin hreinasta fyrirtak. Eg man ekki til, að hafa bragðað annað eins hnossgæti allan pann tíma sem eg hefi borðað hér. Stúlkan (hrekkur við og náfölnar): O, eg ógæfusöm! Eg hefi ekki nema fengið yður skamt húsbóndans sjálfs. Óhreint i pokanum. Jón: Veistu pað, Pétur, að Bjarni gengur fyrir hvers manns dyr, og seg- ir allskonar lygasögur um pig? Pétur: Gerir ekkeri til. Hann um pað. En finni hann upp á pví að segja sannleikann utn mig, pá sný eg hann úr hálsliðnum. Prentsmiðjan Gutenberg. Afgreiðsla »Pjóðhvells« er á Bergstaðastræti 19.

x

Þjóðhvellur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðhvellur
https://timarit.is/publication/222

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.