Þjóðhvellur - 01.03.1909, Blaðsíða 3

Þjóðhvellur - 01.03.1909, Blaðsíða 3
P.TÓÐHVELLUR 103 málið í þinginu kemur óefað ekki úr nefnd- inni fyr en þeir eru komnir heim aftur. í. maður: Auðvitað ekki; Bjössi sér um það. Hann er duglegur og veit hvað hann syngur. 2. maður: Eins og þú manst í gær- kvöldi, vorum við sammála í því, að frum- varpið, hvenær sem það yrði samþykt, þá ætti það að koma sem bezt fram, alstaðar, að ísland væri ríki; og eg endurtek það nú, að það á að vera fast greipt á tungu allra íslendinga, koma skýrt frarn í öllu daglegu máli, að Island heiti, sé og verði ríki. 1. maður: Já, eg svo hjartanlega sam- mála þér um það. Og eg vil, að hvert það orð í málinu, sem hefir land að fyrsta atkvæði, og hljóðar upp á okkar eigið l'and, ísland, breytist í riki. 2. maður: Já, rétt; alveg laukrétt. Og það jafnvel, þótt það virðist afkáralegt í fyrstu. Þjóðin venst því, og hún verður að finna það á sínu eigin máli, að Island sé riki, — ríki og ekkert annað. Eg vil þá er frumvarpið er orðið að lögum, að t. d. landbúnaðarfél. verði kallað rík- z'sbúnaðarfélag, og að allir segi rikissvæði, er þeir tala um landsvæði. Þá eiga andsmenn að kallast rikismenn, og lands- skuldir /■z'/rzsskuldir, landssjóður ríkissjóð- ur og landsíminn ríkissími o. s. frv. 1. maður: Þetta á einmitt að vera svona, og eg segi þér satt, að kamburinn á landanum hækkar fljótlega, þegar þessi og önnur lík orðatiltæki eru orðin að vana, orðin rótföst I málinu. Eg vil t. d., að orðið Landnáma verði Ríkisnáma, og eg vil fara lengra : Landmannahrepp vil eg kalla /íz'/rzsmannahrepp, landflæmi ríkis- flæmi; landhelgina vil eg kalla ríkishelg- ina og svona hvað af hverju áfram. 2. maður: Þessi og önnur eins nýyrði verða alveg aðdáanleg. Með þessu móti gleymir þjóðin aldrei, að eyjan hennar er ríki og þjóð hennar rz7«sþjóð. Það er einmitt á þennan hátt, sem hún á að verða þess arna vör, og þegar svo er komið, tala menn ekki um fósturland, móð- urland og föðurland, heldur um fóstur- ríki, móðurríki og íöðurríki; þá breytist Qrðið landafjandi í /•z’/r/sfjanda og land- póstar í ríkispósta; þá verður landsbank- inn kallaður z’z'/rzsbanki og landaurar rík- ríkisauvar, landamerki ríkismerki, land- skjálfti /•z'/czsskjálfti og 1 a n d r á ð ríkisráð. o. s. frv., o. s. frv. Þegar eg hafði hlustað um stund á þessi málfræðisvísindi, fann eg svo grát- lega til þess, hversu magur eg var í þeirri grein. Eg leit því svo á, að mér væri of- aukið þarna inni, tók hatt minn og hélt á burt. Eg hafði grætt á dvöl minni, eins og lesendur mínir munu sjá, er línur þess- ar lesa, og treysti eg þeim til að bæta við ofanskráðan orðmyndabálk manna þeirra, er eg hélt að væru þingmenn. N a h ú m. m * * Aths. Háttv. Nahúm erhér með þakk- að fyrir línurnar, og vil eg benda bæði honum og öðrum á, að í þinginu hefur komið fram frumvarp, er fer með eitthvað svipað og að ofan er minst á. Við um- ræður þess höfðu þingmenn minst á „Is- ríki“ (Island), talað um að nefna Land- brot »Ríkisbrot«, Landakot »Þjóðkot«, undirlendi »undirríki«, Austurland „Aust- urríki", og fleira gott, var þar sagt. Ri t s t j. Ofurlítið broslegt. Þetta atvik úr þinghúsinu gengur. staf- laust um stræti borgarinnarsvohijóðandi: „Annan eða þriðja daginn, sem alþingi var háð, var dyravörðurinn, er sér um innganginn að neðri deildar þingsalnum, í óða önn, eins og lög gera ráð fyrir, að aðgæta aðgöngumiða þeirra, er á hann ruddust og ætluðu að hlusta á þingræður í áheyrendaherbergjunum til hliðar við neðri deild. En þá bar svo við, eins og eðlilegt var, að einn þeirra þingmanna, er aldrei hafa setið á þingi fyr, kemur til dyravarðar þessa, og ætlar auðvitað rak- leiðis inn. Dyravörður, sem ekki þá i bili var nógu mannglöggur til að þekkja alla þingmenn, snýr sér snögt við og segir: „Hér fá nú ekki aðrir aðgöngu en þeir, sem hafa aðgöngumiða. Þér skuluð fara upp á áheyrendapall og setjast þar“. Þingmaðurinn fór að bragði upp, segir sagan, eins og hver annar vegviltur og óbreyttur náungi. En hvernig sem því befur verið varið, þá kom hann ofan aftur von bráðar og segir við dyravörð ofurstilt og kurteislega: „ — Get eg ekki fengið að sitja þar sem eg sat í gær?“ Dyravörður hleypti þá þingmanninum orðalaust inn í þingsalinn, enda höfðu mannglöggir náungar sagt dyraverði, með- an þingm. var að skoða sig um bekki uppi á palli, að hann hefði vísað þangað upp einum af þingmönnum neðri deildar". — Þið rennið svo grun í, hvernig dyraverði muni hafa liðið næstu mínúturnar eftir að þetta skeði, — og hvort þetta muni ekki hafa orðið þægilegt hlátursefni fyrir gár- ungana, sem alt af hlæja út að eyrum að hvaða óveru sem er. Þetta hefur heyrst — og menn farið alt annað en dult með það hér og þar á strætunum, að stjórnarskift- in væntanlegu muni fæða af sér ýms ný og óvænt stjórnarskifti við ýmsar opinber- ar stofnanir hér í bæ og ef til vill víðar. Og segja menn þannig til dæmis, að Lands- bankinn („ríkisbanki Isríkis") muni vera nr. I í röðinni og eigi þar að steypa af stjórnarstóli Tr. G., en B. Kr. að koma í staðinn ; þá er og gjaldkeri þess banka sagður valtur í sessi, en E. Gunn. sagð- ur staðgengill. Þá er og rætt um stjórn- arbylting við Landsbókasafnið, bókavörð- ur talinn valtur, og svo loks, að E. Br. við prestaskólann muni ekki verða lang- fastur í hinni nýveittu stöðu þar, o. s. frv. Eftir þessum skeytum, fer það að borga sig, að vera „sjálfstæðismaður", ef allir spádómarnir rætast — þótt þetta sé að vísu ekki selt dýrar en það er keypt. „Biessunarorðin“. »Vonirnar bregðast og visna eins cg strá«. Sunnudaginn 28. febr. var haldinn bóksalafundur hér í borginni. Yar þar staddur maður sá, er »áhyggjur hefur miklar og urnsvif fyrir mörgu«, sein sé rúðlierravísirinn nýi, hvers brjóst var bólgið af broshýrustu vonum vænt- anlegrar tignar hans, frá því á ösku- dag, fjórum dögum áður. — Meðan á fundi þessum stóð, kom piltungi nokk- ur, gerði boð fyrir »væntaniegt ágæti« og innirfrá, að heim til þess sé komið áríðandi bréf, sem það sjálft verði að kvitta fyrir, ella verði ekki afhending leyfð. — Vonin brann sem skærast — »útnefningin« hlaut að vera komin — og brosið, sem velti sér nú yíir andlit öldungsins, gleymist þeim aldrei, sem sáu — nú stóð hann upp, gekk að dyr- unum, hneigði sig þar og mælti þessi minnilegu orð: „Veriðpið nú allir blessaðir og sælirr vinir mínir‘\ Og svo fórhann—brosandi, skínandi — fögnuður fylti hjartað ognýrun. En »vinir« hans sumirþarna á fund- inum, sem þessi „blessunarorð“ fengu, voru hvorki betri né verri en t. d.

x

Þjóðhvellur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðhvellur
https://timarit.is/publication/222

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.