Þjóðhvellur - 01.05.1909, Blaðsíða 4

Þjóðhvellur - 01.05.1909, Blaðsíða 4
108 Þjóðhyellur þjóðhv. kostar io a. nr., borgast ut í hönd. Abyrgðarm. blaðsins er Hallgr. Benediktss., Berg- staðastr. ig. Heima kl. 3—4 og 8—10 síðd/ veitir hann viðtöku stuttum og smellnum skrýtlum og ritgerð- um og kemur þeim til ritstj. blaðsins. A Bergst.str. 19 geta menn fengið blaðið keypt alla tíma dags. flutninsbann og engin bölvun í neinni mynd sem afleiðing áfengisnautnar. En aftur á móti: Miklu minni maga- veiki, miklu betri og reglulegri melting; miklu færri læknaávísanir í lyfjabúðirnar, og óefað talsvert færri læknar, — heil- brigði manna hjá körlum og konum stór- um æskilegri og betri en nú er . . Svona dæmir hann, sá vísi mann. T-ioftg’rip lir bænum. Stuttir pingfundir. Árni: Fjandi eru þær ómerkilegar og ónákvæmar þingfréttirnar hjá blöðunum í ár; hvernig stendur á því? Jön: Það gerir fljótvirkni þingmanna ; ritstjórarnir sjá ekki við þeim; því þó þeir fari ofan eftir strax og búið er að draga upp flaggið, þá er ætíð búið að slíta fundi, þegar þeir koma í þinghúsið. Verslunarmaðurinn (vondur): Petta meðal við hárrotinu sem þér selduð mér um daginn er alveg bráðónýtt, hreinustu svik. Þér hljótið að muna, að þér sögð- ust ábyrgjast að það dygði þegar ég hefði reynt alt annað árangurslaust. Hverju svarið þér? Læknirinn (rólega): Yfirsjónin hlýtur áreiðanlega að vera yðar megin, góði herra. Eða eruð þér alveg viss um, að alls ekkert meðal hafi gleymst? Getið þér, undir eiðstilboð, verið hárviss um að hafa reynt alt, áður en þér fóruð að nota meðalið frá mér. — Pélur (kemur lafmóður inn á kaffihús, tekur sér sæti hjá Páli vini sínum og seg- ir): Helvítis lómarnir1 Þeir hafa ekki nema breitt einni þingvísunni um vþann nýjav.. Páll: Hvað ertu að bulla — hvaða vísu ? Pélur (úrillur): Þarna vísunni: »skríð- ur nú sem lítil lús f lokkum dönsku mömmu". Páll: Nú, og hvernig hljóðar hún svo með breytingunni ? Pétur: Þeir hafa hana svona: „I valdastólinn stökk hann fús stæltur fyrir skömmu. En skríður nú sem lítil lús á lærum dönsku mömmu". Páll: Bölvaðir hnokkarnir. Á kennaraskólanum. Kennarinn: Viljið þér ekki segja mér, hvað þér vitið um aðdráttarafl jarðar- innar? Lœrisveinninn: Jú, Það er vanaleg- ast langmest kl. 12—1 á næturnar. í réttinum. Fógetinn: Hafið þér borið Sigurði á brýn að hann hafi stolið buddunni yðar ? Kœrandinn (sem er kvenm.): Nei, hr. fógeti; eg hefi að eins sagt, að ef Sigurð- ur hefði ekki tekið þátt í að leita hennar, mundi eg hafa fundið hana aftur. Eftir brúðkanpið. Unga konan: Veistu hvað fólkið segir, elsku Jón? Það segir að þú hafir gifst mér einungis af því, að eg erfði pening- ana hans Jóhanns frænda. Eiginmaðurinn: Eg get varla hugsað mér að þú ljáir svo auðvirðilegu bulli eyrun. Eg mundi hafa gifst þér þótt þú hefðir erft peningana eftir einhvern annan. Afareinkennileg krafa. Brunamálasljórinn: Þér komið alt of seint, Gísli; það er langt sfðan eldsins varð vart. Hvers vegna komuð þér ekki fyr? Gisli (sem er dæluformaður): Eg bý svo langt í burtu, eins og þér vitið, og gat því ekki komist hingað á styttri tíma. Brunamálastj. (snúðugur): Já, í þetta sinn Iæt eg við svo búið standa, en eftir- leiðis verðið þér að annast um að búa dálitið nær, ef vel á að fara. Pórður: Nú, nú, bezti vinur; hvernig gengur þér í hjónabandinu ? Egill: O, ágætlega; eg er afarham- ingjusamur; hún drekkur líka! Kvenlegt. Húsfrú B.: Hvernig líkar þér við þessa nýju „familíu", sem þú umgengst núna dags daglega? Húsfrú M.: O, það er alveg óþotandi fólk! Húsfrú B.: Það gerir kanske óþarfa hávaða ? Húsfrú M.: Nei, þvert á móti. Það talar svo lágt, að maður fær ekki heyrt eða skilið eitt orð af því, sem það segir inni hjá sér! Á iðnaðarmannadansleik. Hann: Má eg ekki biðja frökenina að dansa við mig næsta vals ? Hún : Æ, eg er svo þreytt; viljið þér ekki spyrja hinar dömurnar ? Hann: Það gerði eg náttúrlega fyrst, eins og þér getið nærri. Á dansleik i Iðnó. Fgrsti herra: Þér hafið stigið ofan á fót meyjarinnar, sem ég dansaði við; ég heimta uppreist — yfirbót. Annar herra: Velkomið! Þarna hinu- megin, í skjóli við gluggann, situr konan mín; farið þangað og traðkið fætur hennar uns yður finst yfirbótin nóg. Bænheyrsla. Húsfrú G.: Já, já. Nú held ég þér og manninum þínum líki horfurnar: Hafstein farinn, en Björn orðinn ráðherra, Húsfrú Br.: Svo fer fyrir þeim, sem finna bænheyrslu hjá Guði almáttugum, Guðrún mín! Læknis-giöggskygni. Móðirin: Hefir læknirinn komið, meðan ég var fjarverandi, Guðmundur? Guðm.: Já, mamma. Hann tók á lífæð- inni á mér og skoðaði í mértunguna; svo hristi hann höfuðið og kallaði á vinnukon- una og gat þess, að það liti mjög ískyggi- lega út; það væri best ég héldi kyrru fyrir heima og færi ekkert í skólann; hann gaf ávísun upp á meðal, sem ég skyldi nota, og svo sagðist hann koma við á morgun, til að vita, hvernig mér liði. Móðirin: Hvað er að heyra, drengur! Þú ert jú sfálhraustur og kennir þér eins- kis meins. Það var vegna sgstur þinnar, að ég gerði boð efttr lækninum. Kuupið Þjóðhyell frá byrjuu, 27 tölu- blöð. Yerð: 2 kr. 70 anrar. Prentsmiðjan Gutenberg.

x

Þjóðhvellur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðhvellur
https://timarit.is/publication/222

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.