Þjóðhvellur - 01.11.1909, Síða 1

Þjóðhvellur - 01.11.1909, Síða 1
ÞJOÐHVELLUR BLAÐ TIL SKEMTUNAR, FRÓÐLEIKS OG ALVARLEGRA ATHUGANA Nr. 30 REYKJAYÍK, NÓV. 1909. II, 5. ársfj. Jóhann Ármann Jónasson, úrsmiður, Laugaveg 12. T'elefón 112. Yaldasólin almyrkvuð. Skammdegishugleiðingar Héðins. Pólitíkin! — ja — hvað getur maður eiginlega sagt um skriflið það? í fljótu bargði verður ekki betur séð, en að lands vors nýi Messías — þessi, sem að komst á síðasta þingi, þrátt fyrir hamslausan viðbjóð sjálfs hans á þeirri stöðu — sé blátt á- fram búinn að steinrota stjórnmála- pólitíkina islensku í öllu verulegu — að minsta kosti sín megin, — því sambandsmálið hefir bann dauð- rotað, og sjálfan sig rúmlega hálf- rotað sem stjórnmálamann um alla ókomna tíð. Þjóðólfur hefir snúið við honum bakinu fyrir fult og alt — Þjóð- viljinn glottir við honum og steytir hnefann öðru hvoru — Fjallkonan er um það bil að taka andvörpin í helgreipum dauðans, — en ísa- fold ein hrópar um náð og miskunn út til lýðsins og biður hann að líta með velþóknun á — axarsköftin. Þetta er sólbjartur sannleikur — í stuttu máli sagður. Og nú um skeið stendur allur þorri manna steini lostinn yfir því, hversu snildarlega snarráð hin nýja sljórn heíir verið í því, að vinna sér til óhelgi hjá hinni íslensku þjóð. Það er því líkast, sem allar ó- þokkanornir ísafoldar hafi svarist í samtök og safnast í þéttan hnapp utan um hinn nýja jöfurr, sem nú situr á hástóli æðsta valds hér innanlands, til þess að gera hann sem ónytsamastan í sínu starfi. Jónatan Porsteinsson, kaupm., Húsgagnaverslun. Laugaveg 31. Telefón 64. Þær hafa kolmyrkvað svokröftug- lega valdasól hans, sem sumum virt- ist þó svo broshýr og björt í byrjun maí síðast, að nú er ekki annað að sjá, en að hann, þessi norður- hjarans Napóleon, sé vafinn svo rammsvörtu reginrökkri, að enginn geisli, hversu sterkur sem hann er, fái þrengt sér inn til hans — ekki einu sinni til þess að senda hon- um siðustu kveðju úr ljóssins heimi. Þessum málum er því illa farið — og hlýtur að snerta viðkvæman streng í brjóstum allra góðra drengja, — þótt elcki væri nema vegna þess, að hér á í hlut gamall maður, hvit- ur fyrir hærum. Enda játa það bæði með- og mót-stöðumenn vorrar nýju stjórn- ar, að illa hafi þessu »æfintýri« lokið. — En þannig er líka mörgum fögr- um »æfintýrum« farið — þau fæð- ast í geislaskrúði vorsólarinnar — en hverfa svo eins og þróttlaus gufuskjT fyrir helköldum næðingi haustnóttanna. Enn því hefði enginn maður trú- að, að legið gæti svo skjótt fyrir »æfintýri« því hinu gullna, sem Ein- ar skáld Hjörleifsson heiinfærði svo fagurlega upp á hinn fyrsta mann vors fagra lands, síðaslliðið vor. En svona bregðast nú samt bestu draumar mannlegs anda — og til- finnanlegt er til þess að vita. Margir játa, að þrekvirki(!) stjórn- ar vorrar séu mörg og stór siðan hún kom til valda — en sá hæng- ur er á þeim öllum, að þau ganga í þveröfuga átt við það, sem þjóð- in vill. — Landsbankafarganið alt og afsetning Tr. Gunnarssonar frá Carl Ólafsson, Ijósmyndari, Hafnarfiröi. Viljirðu fá þér eitthvað að lesa, sem er fjörugt og skemti- legt aflestrar, þá gerirðu rétt í að kaupa Þjóðhv. frá byrjum, 30 tölublöð. bankanum, vill þjóðin ekki þola að framkvæmt sé í hennar nafni. — Hún skyrpir einhugaa á þau framtök. - Menn standa á önd- inni út af samningnum við Thore- félagið danska og þeim ágangi öllum frá rótum. Og svona mætti halda áfram til áramóta. Menn tala ört um það, að ýmsir pennadrættir stjórnarinnar setji svartan blett á þjóðina, nýtt ok og hvern hlekkinn öðrum verri. Og þetta er alt of satt. »Líttu t. d. í lögin, þau hin nýju, frá síðasta þingi, um gjöldin til prests og kirkju«, segir maður við mann. Eftir þeim eiga allir íslendingar, í karllegg og kvennlegg, sem eru 15 ára að aldri — hvort sem þeir eru bláfátækir eða bráðefnaðir, — að gjalda 2 kr. og 50 aura hver til klerks síns og kirkju. Slíka blóðpeninga á öll þjóðin einróma að hrópa niður fyrir fult og alt. — Sú eldraun, sem þessi þjóð verð- ur að þola og ganga í gegn um með stjórnarskiftunum nýju, ætti að vei'ða henni kostakenning síðar meir — í því, að gæta sín betur fyrir lýðskrumurum þeiin og vind- belgjum, er fluttu henni falskenn- ingar fyrir síðustu kosningar. — Meira segist ekki um sinn. • * * * Þóðhv. gat ekki verið þektur fyrir að synja rúms svo góðri grein.

x

Þjóðhvellur

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðhvellur
https://timarit.is/publication/222

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.