Þjóðhvellur - 01.11.1909, Blaðsíða 4

Þjóðhvellur - 01.11.1909, Blaðsíða 4
120 Þjöðhvellur þjóðh v. kostar io a. nr.,^borgast út í hönd. Abyrgðarm. blaðsins er Hallgr. Benediktss., Berg staðastr. 19. Heima kl. 3—4 og 8—10 síðd/ veiti hann viðtöku stuttum og smellnum skrýtlum og ritgerð um og kemur þeim til ritstj. blaðsins. A Bergst.str. 19 geta menn fengið blaðið keypt alla tíma dags. Vegfarandinn: „Heyrðu piltur minn! Hvað kemur til, að allar dyr og allir gluggar standa opnir í mentaskólanum í dag ?“ Skólapilturinn: „Auðvitað vegna þess, maður minn, að í dag er skólinn 1 o k- a ð u r Köld eru kvennaráð. Helga: „Ó, nú gætirðu þó sannarlega gert mér greiða, Pétur“. Pétur (sem er skotinn í Helgu): „Sjálf- sagt, svo framarlega sem mér er það mögulegt11. Helga: „Ekkert er þér jafn auðvelt11. Péíur: „Jæja, svo láttu það bara koma“ Helga: „Ég ætla þá að biðja þig í öll- um guðanna bænum, að trúlofast henn1 Siggu vinkonu minni eins fljótt og þér er unt, en giftast svo sjálfri mér á eftir. — Ég þarf að hefna mín og storka henni sem átakanlegast“. Óvænt svar. Landvarnarmaðurinn (við son sinn inn an fermingar): „Hvaða hugsanir hreyfa sér hjá þér, drengur minn, þegar þú sérð sjálf. stæðismei'ki þjóðarinnar, íslenska fánann, þenja sig undan vindinum hérna á stöng- inni fyrir ofan okkur?“ Drengurinn: „Já — þá hugsa ég sem svo, að nú sé stormur". Frökenin (við drenghnokka í skriftar- tíma í skólanum): „Gerðirðu það með vilja, óþektarhnokkinn þinn, að setja þessa stóru blekklessu á skrifbókina þína. Segðu eins og er, eða þú færð löðrung!11 Drengurinn: „Nei, ég gerði það með pennanum11. Saumakonan (sem er að búa sig undir brúðkaupið); „Ég vona að þú verðir vinnu- kona hjá mér áfram, Sigga mín, eins fyrir því, þó ég gifti mig“. Vinnukonan (hugsar sig um): „IJr því ég hef þjónað yður svona lengi, í meðlæt- inu, meðan alt hefir leikið í lyndi — því skyldi það þá ekki vera maklegt, að ég gerði það eins í mótlætinu, þegar stríðið byrjar fyrir a 1 v ö r u ?“ Hvernig haldið þið að þann mann hafi dreymt, sem þessa stöku kvað upp úr svefni? : „Tindabykkja tímalaus og Tálknafjarðar-glanni— með þjalarbrot og þöngulhaus og þoi'sklifur úr manni“. „Neftollurinn“. Gunna gamla og systir hennar, Rósa, sátu uppi í kamiskytrunni sinni og voru að súpa sopann sinn. J>á segir Gunna gamla: „Ég vildi bara að guð gæfi, að þeir færu ekki að hækka tollinn á kaffinu, meir en orðið er, vegna þessara ótætis bannlaga, þegar til kemur“. Rósa: „Hækka tollinn! Ég skal segja þér það, að þeir hækka bæði tollinn á kaffikvörninni og sykurkvörninni sem við látum ofan í okkur, og leggja þar að auki n e f skatt á okkur, og alla aðra. Það skaltu reiða þig á“. Gunna gamla: „Hvað heyri égl Ætla þeir nú líka að fara að tolla á manni nefið. Nei, fyr skal ég láta tska það af mér, lieldur en að borga þeim eins eiris toll af mínu nefi. Það sver ég!“ Sú fylgdist ekki illa með Templara- lireyílngnnni! Tvær konur, sem gengu fram hjá Hótel Island á laugardagskvöldið var, komust svo að orði: 1. kona: „Eitthvað er á seiði í kotinu því arna — hljóðfæraspil og allskonar fagnaður — ja, sei, sei!“ 2. kona: „O — þvílík spilling! Ég held að -hann H a 1 b e r g láti svo sem ekki vanta glauminn og glaðværðina í kring um þessi drykkjusvín!" Hjón rífast. Hún :—„Einu sinni var öðru vísi ástatt okkar í milli; það man ég. — Eða manst þú ekki eftir því, þegar þú stóðst dauð- skotinn og kengboginn á hnjánum fyrir framan mig og sagðist heldur vilja búa með mér í helvíti, heldur en að lifa al- einn og án mín í Paradís". Hann: „jú — enda hafa forlögin ver- ið svo miskunnarlaus, að láta þá ósk mína uppfyllast bókstaflega". B.: (sem er húsbóndi og faðir fullvax- innar dóttur); sÞelckið þér þennan versl- unarmann, sem þér mættuð í dyrunum, er þér komuð inn ?« G.: „Já; hann er frámunalega heimskur og vitlaus náungi!" B.: „Hann vill friðlaust giftast dóttur minni!“ G.: „Akkúrat, — þá getið þér séð, hvort það er ekki rétt, sem ég sagði". Fastir peningar. Um listamanninn Rafael Santi, er þessi saga sögð: »E)nu sinni þegar hann var ungur, hélt hann kyrru fyrir á veitingahúsi, þar sem hann át og drakk og þáði all- an greiða, án þess að hafa nokkurn skilding til að borga með. Veitinga- maðurinn komst um síðir í ilt skap og heimtaði peninga sína. Rafael bað hann að vera rólegan og koma að tveimur tímum liðnum; peningana skyldi hann þá fá. — Undir eins og veitingam. var farinn, málaði Rafael á borðplötuna silfur og gullpeninga, ná- kvæmlega jafnmikið, og upphæðinni nam, er hann átti að borga. Síðantók hann pjönkur sínar og batt á bakið, leiddi síðan veitingamanninn að her- bergisdyrunum, henti honum á pen- ingana á borðinu og flýtti sér burt. En þegar veitingamaðurinn þreif til peninganna, sátu þeir fastir og máttu hvergi hrærast. Hann kallaði því á húskarla sína og vinnukonur. En all- ar tilraunir fóru á einn veg, því eng- inn gat losað þessa undraverðu mynt, er var »peningar og þó ekki peningar«, frá borðplötunni. Meðan veitingamaðurinn bölvaði málaranum niður fyrir allar hellur,bar nýjan gest að garði, sá var Englending- ingur. Og undir eins og hann varð á- stæðunnar vís fyrir geðvonsku hins meinhæga veitingamanns, kej7pti hann borðið af honum fyrir þrefalt hærri upphæð, en skuld málarans nam. Frá þeim tíma bar veitingamaðurinn mikla virðingu fyrir málurum. En þó bar það aldrei síðar við, að neinn Rafael Santi yrði þar nætursakir öðru sinni. Nýtt kvikmyndaíélag, sem kallar sig »H/F Alþjóðaleikhús(I) Reykjavikur#, er nú farið að sýna myndir í Bárubúð. Pað er búið að taka hornafél. sáluga í þjónustu sína, og þykir það meðal annars bera vott um, að ekki verði elli því nauðsynjafyrir- tæki að meini. Petta tbl. Pjóðhv., sem er nr. 30, er hið síðasta á þessum »ársfj.«; þess vegna eru þeir, er skulda fyrirblaðið utanbæj- ar beðnir að borga hið fyrsta. Prentsmiöjan Gutenberg.

x

Þjóðhvellur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðhvellur
https://timarit.is/publication/222

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.