Þjóðin - 12.12.1914, Page 1

Þjóðin - 12.12.1914, Page 1
Stærsta stjórnmálablað hér á landi. Ódýrasta vikublaðið á öllu landinu. 1. árg, Reykjavík, Laugardaginn 12, desember 1914, 2. tbl. Svikin 1902-03, Eiga íslendingar aö undir- skrtfa falsákvæði Al- bertis, þegar merk- ing þess er oröin þeim kunnug? það er á allra vitund, að þjóð- inní og þinginu var talin trú um það, þegar ríkisráðsákvæðið var sett inn í núgildandi stjórnarskrá, að sérmál íslands yrðu alóháð Danastjórn í ríkisráðinu. þeir sem börðust mest á móti Landvarnarmönnum 1903, lýstu því hátíðlega yfir, að ef þetta sérmálairelsi hefði ekki staðið fast, sem óhagganlegur grund- völlur hinnar nýju stjórnarskrár, þá mundu þeir hafa barist á móti rí ki sráðsákvæðin u. En nú vita allir þessir sömu menn að þeir höfðu rangt að mæla, þegar þeir vefengdu skýr- ingar Landvarnar á þesu máli. Ríkisráðið hefir lagl spilin á borðið. Hvað vilja þeir nú gera — þessir sömu menn, sem fengu ríkisráðsákvæðinu hamrað fram með fortölum fyrir almenningi, sem vildi sér sjálfum auðvitað það besta — en lét leiðast af röngum skýringum ýmsra leið- toga sinna? Ætla þessir menn nú að gera það, scm heimtab verður af ær- legum mönnum þegar um frelsi þeirra eigin þjóðar er að tefla — ætla þeir, að játa sannleikann, eða ætla þeir að halda áfram stefnu Albertis? SvariÖ er víst og áreiðanlegt. Almenningur, sem sér nú hvað satt er og var saklaus gintur inn í svikamylnuna, mun kjósa það rétta og sanna fyrir sig og niðja sína á íslandi. En leiðtogarnir munu skiftast um þetta mál. þeir sem vissu það 1902—03, að þeir voru að svíkja íslendinga af sínum eigin réttindum, þeir munu nú því að eins snúa við blaðinu, að þeir sjái sjer hag í því, eða óttist að nú sje ekki lengur sama „bergmál hjá þjóð- inni“ fyrir lygum, svikum og fals- skýríngum um frelsismál íslands. En hinir meðal leiðtoganna, sem voru vitanlega gintir inn á þessa ógæfubraut, munu væntanlega fæstir vinna það til fyrir sakir þrjósku og mótþróa á móti sann- leikanum, að halda í grundvallar lög Alberiis — um landsrjettindi vor gagnvart erlendu valdi. Sagan ber órækt vitni þess, að hjer er haldið fram rjettu máli, um upphaf ríkisráðsákvæðisins. Hjer skal nokkuð tekið upp af því sem fór fram — þegar barist var af fáliðuðum, frjálslynd- um flokki á móti fákunnáttu og valdasýki þingflokkanna 1903. — Sannleikurinn var þá bældur nið- ur með lygaþögn og ofstæki, — en nú er óhægra að koma því fram. Nú sjer þjóðin sjálf. Til þess að dreifa sundur þeirri þoku af rangskýringum um rík- isráðssetuna sem þyrlað var upp / þvi skyni, að breyta valdstöð- unni hjer innanlands — var einn af æðstu dómurum landsins (hr. Jón Jónsson) beðinn að fara til Danastiórnar og fá sannleikann upplýsian. Umboð* þáverandi, viðstaddr- ar flokksstjórnar alþingis (Fram- sóknarflokksins) undirritað af Birni Jónssyni (síðar ráðherra), Birni Kristjánssyni (bankastjóra), Jens Pálssyni (prófasti) og Ólafi Ólafs- syni (fríkirkjupresti) — til handa Jóni Jenssyni yfirdómara, til þess að leita vissu um stöðu ís/ands- ráðherra i rikisráðinu samkvæmt stjórnarskrárfrv. 1902—03, er dag- sett Rvík 16. júní 1903, en birt í „Ingólfi" 2. ágúst s. á. Umboð þetta er eitt hið merki- legasta skjal í stjórnmálasögu íslendinga, því það er löglegt sönnunargagn þess, að Dana- stjórn hefur vísvitandi leynt ís- lendínga þess, að hverju þeir gengu, þá er frv. var samþykt af alþingi. Umboð flokksstjórnarinnar segir meðal annars: „Hjer í landinu á sjer stað, því miður, meinleg óvissa um af- stöðu og samband hins fyrir- hugaða sjerstaka íslandsráð- gjafa við hina aðra stjórn, eink- anlega um það, hverjar afleiðing- ar það kann að hafa fyrir hanra og mál þau, sem hann á yfir að ráða, að hann að lögum ætti að vera meðlimur ríkisráðsins". Á þessu sjest, hvað flokks- stjórnin vildi fá upplýst aferind- reka sínum, yfirdómara Jóni Jens- syni. Umboðsskjalið vísar ennfrem- ur í þessu efni til yfirlýsingar landshöfðlngja M. Stephensen á alþingi 1897, þar sem hann segir berum orðum, „að hann verði eindregið að ráða alþingi frá að samþykkja nokkurt stjórnarskipunarfrv., sem ekki taki það fram með berum orðum, að vor sjerstaki ráðgjafi sje ekki meðlimur ríkisráðsinsa. Flokksstjórnin tekur skýrt fram í umboðsskjalinu, að yfird. J. J. eigi fyrir hönd flokksins „að leiða stjórninni fyrir sjónir, hve bráð nauðsyn sje á því, að gefa nú yfirlýsingar, er vafalaust myndu gera málið fullkomlega Ijóst*. Með þetta umboð fór yfirdóm- arinn til Km.hafnar og skýrslan um árangurinn af viðtali hans við Danastjórn er birt í „Ingólfi“ 19. júlí 1903. Hr. J. J. kom til þáverandi ís- landsráðherra, Alberti, höfundar ríkisráðsákvæðisins í enn gild- andi stjórnarskipun íslands. Yfir- dómarinn skýrði rækilega fyrir Alberti, hvers væri óskað upp- lýsinga um, hverir óskuðu þeirra og í hverju sambandi erindið stæði við löggjafarvilja alþingis um endurmeðferð stjórnarskrár- frumvarpsins. Alberti neitaði fyrst að svara. Vísaði síðan til „fyrirskipana*, sem hann hefði gefið landshöfð- ingja. Hr. J. J. skýrði frá því, að fyrsta samþykt frv. af íslendinga hálfu væri býgð á þeirri trú, að þáverandi vinstristjórn hefði kastað fyrir borð öllum kenn- ingum hægri manna um stjórn- arlega stöðu íslands í rlkinu. Alberti kvaðst hafa verið nógu greinilegur í athugasemdunum við frv. (!!!) Ennfremur komst Alberti svo að orði, að hann findi ekki á- stæðu til þess að gera neitt, ein- mitt vegna hinna „sjerstöku kringumstœða, sem hjer væri um að ræða‘, þá er hr. J. J. benti á fjarlægðina milli stjórnar og þings og hina miklu ósanngirni þess, að neita slíku máli svars. Alberti ljet drjúgt yfir því, að hann bæri engan „kviðboga“ fyrir þ\i, að frv. yrði ekki samþykt(t). (Mun hafa hlerað það frá ís- lenskri hlið, sem var „mál“ að fá innlimunarfrv. samþykt). — Alberti þverneitaði að svara þeirrispurningu, hver„stjórnskipu- leg nauðsyn" væri á því — eins og athugasemdir hans komast að orði — að sjermálin væru borin upp í ríkisráði Dana. — Og með þetta varð erindreki þingflokks- ins að fara frá augliti hins vold- uga smjörþjófs, höfundar „frelsis- skrár-ákvæðisins nýja“, sem ís- lendingar „fengu(!!)a — fyrir meðhjálp hins vitra, framsýna, þjóðdygga löggjafarþings í Reykja- vík. Dybdal stjómardeildarforstjóri fylgdi í fótspor Albertis með laun- ungarþögnina um svikráðið gegn frelsi íslands og innsiglaði þar með þá stjórnarathöfn Dana, að tæla þjóð vora, við útgáfu hinnar nýju stjórnarskrár. Prófessor Matzen, helsti lög- fræðingur Dana á þessa grein, lýsti því skýlaust yfir við yfir- dómara J. J., að Islandsráðgjaf- inn gæti því að eins verið í rík- isráðinu, að hann væri danskur grundvallarlagaráðgjat'i. þannig kom erindreki þing- mannanna aftur til íslands — og ríkisráðsákvæðið var barið í gegn — undir þögn Dana um sann- leikann. það mundi tnælast herfilega illa fyrir um Norðurlönd. En hvernig mundi það þá mæl- ast fyrir, hvar sem þekt eru mál- efni vor, ef islenskur stjórnmála- flokkur, sá sami, sem bygði á sjermálafrelsinu 1903, heimtaði ná undirskrift undir afnám þess 1914 — heimtaði af frjálsum vilja staðfesting á svikaákvæði Al- bertis ? Skömm þess flokks mundi verða uppi meðan ísland byggist. Frá ófriðnum. * Leturbreytingar hjer. En hvað á nú að gera — spyrja menn eftir að menn vita sjálfir sjermálastöðuna í ríkis- ráðinu. Svarið er augljóst og einfalt. Vjer íslendingar hötum þann sama rjett gagnvart Dönum í þessu efni eins og maður hefur á móti manni í samningum sið- aðs fjelagsskapar. þeir samningar, sem grundvall- ast á röngum ástæðum, er annar aðili samninga á sök í, eru ekki bindandi. Svikaþögn Albertis ógildir ríkisráðsbandið, sem lagt var á sjerniálin 1903. Vjer viljum halda áfram sam- vinnu við dönsku þjóðina í átt- ina til íslenskrar, fullkominnar þjóðmenningar og unna þeim allra rjettlátra og eðlilegra hagsmuna af þeirri samvinnu með oss sjálf- um. þetta er hugsun og vilji viturra íslendinga, sem unna von- inni um fullfrelsi landsins — en vjer viljum ekki að þeir beiti falsákvæði Albertis á móti oss í málarekstrinum um fráskilnað sjermálanna frá ríkisráðinu. Gamli Nellemann var ærlegur og opinskár Stórdani. Ríkisein- ingarkenningin um sjermál vor frá 1871 er skilin hjer á landi — en henni er neitað og á móti henni mun verða barist meðan íslendingar eiga þjóðlega meðvit- und. Vjer viljum berjast á móti „innlimuninnia með öllum lög- legum vopnum — og vitum, að vjer fáum þar sigur sje rjettinda- afsali alþingis 1903, sem bygt var á svikum við afskekta, fá- menna alþýðu á íslandi, stungið undir stól í ágreiningsmáli þessu við Dani. það er ósamboðið Danastjórn og áreiðanlega gagnstætt vilja þess konungs, sem talað hefur svo opinskátt til vor — að beita Alherti fyrir sig í þessu máli, og Framsókn þýska hersins var hnekt í Frakklandi um 6. sept- ember. þá áttu þjóðverjar ekki eftir nema fimtíu rastir til París- ar og höfðu unnið flestallar víg- girtar borgir í norðaustur hjer- uðum landsins. Næstu daga varð þýski herinn að hörfa til baka, einkum miðfylkingin og hægri armurinn, en tók sjer brátt fast setur til varnar á hæðunum norð- an við Aisne-fljót. þar bjuggust þjóðverjar svo ramlega um, að þeir hafa ekki orðið hraktir það- an enn, þrátt fyrir sífeldar árásir. Hátt á þriðja mánuð hefir viður- eigm'n í Frakklandi verið látlaus Hjaðningavíg, barist dag hvern um endilangar fylkingar, ýmsir sótt á og fjöldi fallið af hvorum- tveggju, en engi úrslit orðið, enda hefur hvortveggi herinn verið aukinn nýjum liðsveitum í stað þeirra, er fallið hafa. Síðustu vikurnar hefur mest verið sagt frá orustum í norð- vestur-horni Belgíu við Dixmude og Ypres. þjóðverjar hafa sótt þar á af miklu kappi og tóku Dixmude um síðir eftir mikið mannfall og þráláta skothríð. Á þessum slóðum virðist standa mjög í sömu skorðum viku eftir viku, eftir því, sem ráða má af skeytunum. í viðureign Austurríkismanna og þjóðverja við Rússa verður fleira til tíðinda. Leikur þar á ýmsu um sigursældina. Rússar hafa borið af Austurríkismönn- um, tekið af þeim sæg hermanna, ógrynni vopna og lagt undir sig mikinn hluta Galizíu ásamt höf- uðborginni Lemberg, er gefin var upp orustulaust. Rússar hafa tvisvar sest um borgina Premyzl, sem liggur vestar í Galizíu en Lemberg. Urðu þeir í fyrra sinni frá að hörfa, er þjóðverjar komu hinum til liðs, en síðan drógu Rússar að aukinn her og komust að borginni, en ekki hefur frjetst, að þeir hafi náð henni á vald sitt enn þá. þá hafa Rússar komið her að nýju inn fyrir landamæri Austur- Prússlands og tekið þar nokkrar smáborgir. Fara þeir hermann- lega um bygðir, ekki síður en þjóðverjar, og leggja herskatt á hvert þorp, að dæmum þjóðverja í Belgíu. Engri stórborg hafa þeir náð enn af þjóðverjum. í annan stað hafa þjóðverjar sótt inn í rússneska Pólland og stefnt her stnum til Warsjár, sem liggur inn í miðju landi. Unnu þjóðverjar mikinn sigur á Rúss- um í grend við Warsjá fyrir svo sem hálfum mánuði, en litlu síð- ar hermdu Rússar stórsigur, er þeir hefðu unnið á þjóðverjum á sömu slóðum og töldu þá fara farflótta vestur eftir landinu. — Bardagar miklir hafa orðið skamt frá Kraká milli Rússa og Austurríkismanna, Borgin liggur rétt við landamæri rússneska Pól- lands og Galizíu, en þótt Rússar hafi fyrir löngu sagt her sinn á næstu grösum við borgina og jafnvel fyrir nokkru, að hún stæði í björtu báli af stórskotum þeirra; þá hafa þeir ekki náð henni á vald sitt enn. Ókyrð hefir kviknað austur um alla Asíu suðvestan-verða síðan Tyrkir gripu til vopna. Eru þar hvarvetna stórflokkar uppi, jafn- vel austur í Afganistan við landa- mæri Indlands. Hafa sambands- liðar unnið nokkrar smáborgir af Tyrkjum, en fregnir eru allar mjög óljósar og getum vjer litia grein gert oss fyrir tíðindum þeim, er þar gerast. Flogið hefir fyrir, að uppreisn mundi vera í sum- um hlutum índlands, en ekki er því á loft haldið af sambandslið- um. Skærur hafa orðið víða í Af- ríku, þar sem þjóðverjar hafa ráðið landskikum. Hafa Englead- ingar þegar náð flestum þeim löndum, sem þjóðverjar hafa eign- að sjer, nema Suðvestur-Afríku og nokkrum löndum í Austur- Afríku. Hefur Englendingum orð- ið torsótt í Suður-Afríku sakir þess, að Búar eru öllu hliðholl- ari þjóðverjum undir niðri og sumir þeirra hafa gripið til vopna gegn Bretum. í Austur-Afríku sigraði þýsk hersveit nýlegabreskt lið, er sent halði verið þar á land og ljetu Bretar um S00 manna. Engin merki sjást þess enn, að draga taki að endalokum styrjald- arinnar. Hitt er heldur, að segja má að hún magnist sem eldur í sinu. Hákon. Fánýt vörn. upp Einar Arnórsson þyrlar ryki í „ísafold“ 3. þ. m. Hann er að reyna að fela það fyrir mönnum, að hann hefur verið hafður til þess að verja ó- verjandi glappaskotsamtakaflokks- ins á síðasta þingi í stjórnarskrár- málinu. Hann er að reyna að gera „fyr- irsláttinn" góðan — ekki með því að sýna fram á það, hve trygt það var fyrir landsrjettinn, (sem E. A. játaði vera í hættuj, að senda marklaust öfugmæli á móti endursamþyktum lögum, — held- ur með því að sýna fram á það, að minni hlutinn á alþingi hafi viljað það „sama“ sem meiri hlutinn. Öll þessi deila er um keisar- ans skegg. þjóðina varðar ekk- ert um það, hvað E. A. álítur um minni hluta fyrirvarann — það sem hana varðar um frá E. A. er það eitt, hvernig hann vill verja sinn eiginn krabbagang í þessu máli, og hún hefur rjett til þess að heimta þá skýrslu hans fyrir hönd þess kjördæmis, sem hann laumaðist inn í með brögðum og brigðum. E. A. þykist nú vera að „vernda landið“ fyrir þeirri hættu, að stjórnarskránni verði dembt yfir þjóðina, með nýjum ráðherra, sem konungur kynni að taka sjer á móti ráði meiri hlutans. Og hvað tekur E. þá til bragðs — að gefa „ávísun á fyrirvara minni hlut- ansa(H), sem vitanlega var knúð- ur fram að minni hlutanum nauð- ugum, af ótta við „fólkið“. Minni hlutinn vildi ekkert annað en gamla sambandsfarganið upp aft- ur — og leiðin til þess var að fá „boðskapinn“ úrskurðaðan og lögleiddan samkvæmt fullnaðar- umboði spekingasamkomunnar 1913. Fyrirvarinn þeirra var „fyrir fólkið", en stjórnarskráin nýja fyrir Dani. E. A. er djarfur fyrir hönd ís- lensku þjóðarinnar, þegar hann er að tefla um rjettindi hennar. Hann hengir hattinn sinn á hvern naglann á fætur öðrum, og er ekki að fárast um, þó ekki sje sem haldbest. — þetta er raunar heldur ekki að furða, því hann sjálfur reyndist bráðónýtur nagli, fyrir meiri hlutann að hengja hatt- inn á — þegar hann flæmdist inn á fyrirsláttarleiðina. í grein sinni „Ríkisráðsákvæð- ið“ í ísafold 14. mars þ. á. sá E. A. að eins tvo vegi mögulega til þess að bjarga landinu frá hætt- unni af endursamþykt stjórnar- skrárfrv., sem sje annaðhvort, að fá breytt yfirlýsingu konungs sjálfs eða að synja frv. um stað- festingar. En þegar á þingið kem- ur er E. A. fylgjandi fyrirvara svokölluðum, sem bruggað var að leggja fram sem skilning(!) íslendinga á málinu. — Ráðherra Sig. Eggerz hefur að sönnu sjálfur með drengskap og trygð við land vort og þjóð bjarg- að þessu við ^ftir að snúist var að því að bera fyrirv. fram á þann hátt, sem þurfti. En hvað sagði E. A. rjett áður en ráðherra fór af stað ? Var hann ekkí á því, að þegjandi framburður væri nægilegur—? það hefur þrátt fyrir allan nagla- skapinn unnist á fyrir röggsemi ráðh. vors, að konungur mun ekki staðfesta stjórnarskrána nema vilji íslendinga sje annaf eni sá, sem ráðh. hjelt fram í ríkisráðínu, En væri það unt að gera nokk- uð frekara af hálfu meirihluta í þá átt að stofna landsrjettindun- um í voða, þá er það með þvi að reyna að taka sjer minnihlut- ann til „inntekta“ og setjast á bekk með honum nú frammi fyr« ir kotiungsvaldinu. Einar Benediktsson. Magnús Sigurðsson yfirrétlarmálaflutningsm. Hafnarstræti 1, uppi. Viðtalstími kl. 11—12 og 5—6. * AU exu a3 bma smivUvxv *. 3. bók ,Til gagns og' gleði', Dansbók Verð 25 au

x

Þjóðin

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Þjóðin
https://timarit.is/publication/223

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.