Þjóðin - 12.12.1914, Blaðsíða 4

Þjóðin - 12.12.1914, Blaðsíða 4
4 Mismæli sem rættist. Meðal þeirra mála, sem borin voru upp á síðasta stúdentafundi hjer, var áskorun frá allmörgum bindindismönnum um að fjelagið tæki þátt í skrúðgöngu á nýárs- dag í tilefni af aðflutningsbanns- lögunum, s^m þá ganga í gildi að fullu. Einn fundarmanna stakk upp á því, að gengið væri til atkvæða aíkvœðalaust (í stað uinrœðu- laust) og vakd mismæli þetta fögnuð i salnum. En þetta varð að áhrínsorðum. þegar gengið var skömmu síðar til atkvæða um áskorunina, fekst ekkert atkvæði með henni, og var hún þar með fallin án þess að mótatkvæða væri leitað. Stærsta Ijósmyndastofan hjer á landi er óefað ljósmynda- stofa Ólafs Magnússonar í Templ- arasundi 3, þó ekki sje nema á öðru árinu. þar vinna að stað- aldri 6—7 manns og verða nú fyrir jólin að leggja á sig vökur allmjög til þess að hafa undan. Slíkur vöxtur verður ekki nema að eitthvað gott sje í boði, enda gefur að líta í sýningargluggum ljósmyndastofunnar hinar fegurstu myndir. þeir sem koma á ljósmynda- stofuna ættu að láta sýna sjer litmyndirnar sem þar eru, og ekki síst myndina úr Sandey. Uppboð hefur verið haldið hjer á búi Jóhanns sál. Jóhannessonar kaup- mann og var svo mikil aðsókn að því, að ekki eru dæmi hjer til annarar eins. Urðu mjög marg- ir frá að hverfa sem ekki kom- ust inn. Uppboðið var í G.-T.- húsinu. Danssýning. í fyrrakvöld sýndi frú Stefanía Guðmundsdótdr ýmiskonar dansa í Iðnaðarmannahúsinu með að- stoð Óskars stud. art. sonar sins. Sem nærri má geta var húsið fult. Mest munu menn hafa sókst eftir að sjá Tango, þennan al- ræmda dans, sem allvíða er bann að að dansa sökum ósiðsemi, en frúin sýndi tvær tegundir hans, og fór svo vel með, að öllum mun hafa þótt dansinn mjög mei.n- laus og eflaust orðið vonbrigði einkverjum. Páfadansinn svo- kallaði var tilkomumestur alira dansanna og einkar fagur á köfl- um. Hlaut hann mjög mikið lófa- klapp og var endurtekinn í dans- lokin. Menuett dönsuðu tvær smátelpur, dætur frúarinnar, og var unun að sjá. Áhorfendur tóku dönsunum yfirleitt hið besta. Stóð skemt- unin á aðra klukkustund. Jónasarnefndin. Jónasar Hallgrímssonar nefndin hefir nú lítið starfað síðan mynda- styttan var reist, enda voru þrír nefndarmennirnir (af 5) smám- saman gengnir úr henni. Á síð- asta stúdentafjelagsfundi voru valdir í nefndina, formaður stúd- entafjelagsins (Matt. þórðarson) sem sjálfkjörinn, Hannes Hafstein og Jón Helgason prófessor. Eft- ir voru áður í nefndinni Bjarni Jónsson frá Vogi og Guðm. Björnsson landlæknir. Skúli fógeti. Eins og kunnugt ei, er afmæli Skúla fógeta Magnússonar í dag. Nú hið 203. Á 200 ára af- mæli hans var hjer kosin nefnd til fjársöfnunar í minningarsjóð hans, og er Ásgeir ræðismaður Sigurðsson formaður þeirrar nefndar. Nú er sjóður þessi orð- inn kr. 4242,63, en vöxtum hans á að verja tií námsstyrks versl- unarmönnum erlendis. KVELDÚLFUR Smásögusafn handa börnum og unglingum. —Ágætust barnabök— (AJDaUtptooJ), S^úr fcatla o$ feotxttt. JlJatstóú tttval $e£tv 6oaY\aU$a tá$tt \)et?\. Sturla Jónsson. þjÓÐIN £att^aoe^ B Sjálfs yðar vegna farið þér í jólakortakaup beint til okkar, með því sparast bæði tími og peningar, því úrvalið er hið stærsta í þessum bæ, og verðið að mun lægra en annarsstaðar. Frímerki ávalt til, einnig íslensk kort. ai*íá> í bæjarstjórn voru kosnir hjer síðastl. laug- ardag þeir: Benedikt Sveinsson, alþingism. Geir Sigurðsson, skipstjóri og Jón Magnússon, bæjarfógeti. þessa atkvæðatölu fengu list- arnir: A 738, B 396, C 155 og D 64 atkv. Brautarholt se!t í síðastliðinni viku seldu þeir kaupmennirnir Sturla og Friðrik Jónssynir stórbýlið Brautarholt á Kjalarnesi Jóhanni alþingismanni Eyólfssyni í Sveinatungu fyrir kr. 85000,00, í kaupunum fylgdu allar hjáleigur jarðarinnar, áhöf'n og búsmunir og flytur Jóhann á jörðina í næstu fardögum. ELDFASTUK P EMG-ASKÍPUE óskast tii kaups. AFGR. VISAR Á. Prentsmiðja Sveins Oddssonar. Ljósmyndastofa V Olaís Magnússonar Templarasundi 3 Sími 449 Piafinrnyndir — Brémsilfurmyndir — Koiamyndir Lífmyndir (pasieli) Besia jóiagjöfin er vel gerð Ijósmynastækkun, en vinnustofa vor stendur í því efni fullkomlega jafnfætis bestu ljósmyndastofum erlendis. — Sjáið sýningarglugga. Enda þótt að á ljósmyndastofunni vinni fjöldi manns, er þó svo mikið að gera, að ekki verður hægt að afgreiða fyrir jólin aðrar myndir en þær sem pantaðar eru næstu daga. Myndatökutíuiinn er frá kl. II árJ. til 3 síðd. Vinnustofan opin kl. 81/\ t;I 7 síðd. virka daga, en kl. 11 árd. til 3 síðd. helga daga. J)að er þjóðráð atp 11 og gamall og góður siður sem enginn ætti að bregða út af a»arkv7uar 1 Jðlamatiiin ofl Jólakökurnar f Liverpool. Petta vill Djóðin benda þjóðinni á. VÍð gefum 20°l,afsláttaf ö11nm uUar-kjólatauum nú um tíma. Ausfurstræti 1. Asg. G, Gurmiaugsson Herðasjöl og Höfuðsjöl Stórt og ódýrt úrval. Sturla Jónsson. (ULSTERAR), á fuilorðna og unglinga Stórt úrval kom nú með s.s POLLUX ________Stnrla Jónsson Jónatan Þorsteinsson Laugaveg 31. Símar 64 og 464. Stórt úrval nýkomið af alskonar GÓLFDÚKUM, GÓLF- TEPPUM, DÍVANTEPPUM, sern selst með vanalega lága verðinu. Ennfremur RUGGUSTÓLA, S A M L EG G S T Ó LA, FIÐUR og DÚN alskonar. MYNDARAMMAR og ALBÚM alskonar, stórt úrvaf. Jónatan Þorsteinsson. 10 og hræöilegi gruiiur hans ætti einhverri fót fyr- ir sér. Felten hóf mál sitt og virtist hafa hitt nagl- ann á höfuöiö: „Eftir þetta veröur þú víst tregari til þess aö reiöa þig á kvenmann — þótt þú ættir kost á því.“ „Hann — hann!“ mælti hinn maöurinn í hálf- um hljóðum. „En hvaö stúlkan lék á hann! Þær vanta ekki leikarahæfileikana, þessar og þvílíkar. Jeg er sannfæröur um aö hún kom honum til aö trúa því, aö henni þætii vænt um hann, vesal- ings úrþvættiö!“ Þaö varö þungt yfir Michel Gasparin er hann heyrði þetta, og aö lokum kallaði hann óður upp: „Þiö eruð lygarar og svikarar, eg trúi ekki einu orði um hana!“ „Heimskingi!“ sagði annar þeirra. „Geturöu enn ekki séö hvernig hún hefur leikiö á þig. Hún er ein úr okkar flokki, það geturöu ver- ið viss um. Hún kom frá Metz til þessa auð- virðilega þorps, sem þú býrö í, til þess aö und- irbúa alt, og hún hefur leyst þaö ágætlega af hendi. Þú hefur frá upphafi verið verkfæri í höndum hennar, þar eð þú varst svo heimskur aö elska hana — og spyrja einskis!" „Hún elskaSi mig!“ OrtSin ómuöu eins og ör- vxntingaróp. íð sem sváfu; en þeir bæröst ekki, heldur hrutu hátt og reglulega eins og áöur. Flann sneri brenniglerinu nokkra snúninga enn og þá losn- aöi þaö. Og nú — skyldi þaö takast? eöa var það tál- von? Hann vissi það ekki. Hann rétti höndina upp eins og hann væri að stela einhverju, og hjelt glerinu upp fyrir höf- uö sér nokkra þumlunga frá dyrastafnum, og beiö. Hann leit til himins, hræddur um aö sjá ský, sem ef til vill gæti komið í veg fyrir áform hans; en sólin skein í allri dýrð sinni. í nokkr- ar mínútur beið Gasparin og skimaöi í kringum sig; þessar mínútur fanst honum vera klukku- stundir; vöðvarnir voru stæltir, svo að glerið hreiföist ekki. Þetta stóö ekki lengi; brátt varö hann var viö að reyk lagði úr trénu. Gasparin færöi brenni- glerið nokkrum þumlungum neöar. Um langan tíma haföi ekkert rignt; jöröiu var jptr og sólbökuð; það var enginn raki í merkjástaurnum, sem alla daga stóö í mesta sól- arhitanum. Það var kviknað í; á þrem stööum haföi eldurinn læst sig inn í viðinn. Eldurinn breiddist út, en þó hefði vel verið hægt aö slökkva hann, ef mennirnir heföu vakn- aö viö snarkið, sem hljómaði eins og þruma í eyrum Gasparins. Litlar gular og bláar eldtunugur sleiktu vegg- inn aö utan og skildu eftir svartar sótrákir, þax, 14 Þögn var yfir öllu. Ekkert heyröist nema suð- an i bíflugunum og dúfnakvak í fjarlægö, en alt í einu rufu háar hfotur þögnina. Gasparin leit urn öxl. Annar Þjóðverjinn var steinsofn- aöur, en hinn í þann veginn aö sofna. Ef Gas- parin hefði ekki verið jafn óvanur bæninni og flestir nú á dögum, þá mundi hann nú hafa beð- ist fyrir. Hann reyndi að gera eins lítið úr sér og hann gat; andaði loftinu úr lungunum og reyndi að smjúga úr böndunum. Þaö slaknaði heldur á böndunum um hægra handlegginn. Hann hélt niðri í sér andanum og reyndi alt hvaö hann gat aö hlusta eftir hvort nokkuð heyrðist frá mönnunum, en heyrði ekkert. Þá streittist hann af öllu afli við að losa hægra handlegginn. Þótt hann væri blóðrisa, fann hann ekki til neins sársauka; og með mikilli fyrirhöfn tókst hon- um að losa handlegginn. Gasparin reyndi ekki að leysa böndin, sem enn þá reirðu jafnt og áður vinstra handlegg hans og báðar fætur. Að líkindum hefðu fimm mínút- ur nægt til þess að hann hefði með öllu getað losað sig við böndin, en þessum fimm mínútum hlaut hann að verja til annars, því þá er minst vonum varði gátu gæslumenn hans vaknað. Hægt og gætilega rétti hann höndina að kík- inum. Hann náði rétt til brenniglersins og tók að skrúa það af. Lága hljóðið, sem af því staf- aði, varö þúsund sinnum hærra í eyrum hans. Honum varö órótt og hann ieit til mannanna u „Eins og hún hefur elskaö hundraö aöra. Eg er henni háður' þann tímann, sem hún getur haft einhver not af mér til að koma fram fyrirætl- unum sínum og ekki lengur. Já, hún er hug- rökk hún Coletta litla! Karlmennirnir berjast með skotvopnum og sverðum; konurnar hafa önnur vopn, sem áreiðanlega eru ekki verri.“ „Þaö er laglega gert,“ sagöi hinn og hló á- nægjulega. „Flún gat þess til, að hún mundi geta táelt þig burtu frá merkisstöðinni, svo viö þyrftum ekki að fást nema viö einn í einu, Hún gerði einnig ráð fyrir, að þú mundir sjá aöfarir okkar og flýja til þess að vernda hana — og að þú rnundir vera kyr og hugga hana — á meðan við værum aö ljúka viö verk okk- ar hér.“ Gasparin rendi örvæntingaraugum sínum frá einum til annars og milli þessara tveggja með- aumkvunarlausulausu glottandi andlita. Hann gat ekki efast um þaö sem þeir sögöu; hann vissi aö þaö var satt — sannleikur, sem hann hafði reynt að dylja sjálfan sig síðan hann las hana óljóst úr augum stúlkunnar í skóginum. Hún haföi svikið hann; hann var einn í tölu þeirra manna, sem eru blekir af konum. Fyrir þessa heimsku hans var nú Emil dáinn og — hverjar voru aörar afleiðingar hennar? Felten svaraði þessari ótöluðu spurningu. ,Jú, ráöageröir okkar hafa lánast. Við þurf- um ekki að leyna þig þess, vinur minn. Þú get-

x

Þjóðin

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðin
https://timarit.is/publication/223

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.