Þjóðin - 19.12.1914, Blaðsíða 2

Þjóðin - 19.12.1914, Blaðsíða 2
2 þ JÓÐIN ÞJÓÐIN kemur út hvern langardag. Verð árgangsins kr. 2,50 auk póstburðar- gjalds. Útg.: Fjelagið Þjóðin. Ri stj.: Einar Gunnarsson. Afgreiðslan í Austurstræti 16, uppi opin virka daga kl. 10—10. Pósthólf A. 26. Sími 77. Fimlega leikið. Sem stendur er „sjálfstæcHð" aðheyja römmustu „frelsisbaráttu" á móti sinni eigin stjórnarbót(i). Að allra vitunci er þar aðal lega í fjögur horn að líta. Fyrst og fremst stendur konungsvaldið með endursamþykta stjórnarskrá að meðtöldum fyrirslætti —- alt afgreitt með járnbrautarhraðanum, 3 umræður pr. eikt. í öðru lagi stendur minni hluti, kinkandi kolli til hásætisins með „framrjetta hönd“. Og í þriðja og fjórða lagi, standa tveir sandstólpar und- ir sjálfu „stæðinu“ — sem þurfa stuðnings og styrktar við, ef flokk- urinn á að geta unnið það fá- gæta afreksverk, að kveða niður afturgöngu sjálfs sín í lifanda lífi. Sandstólparnir eru stjórnarskrá og fánamál og skal þess getið, að engin önnur málefni er að nefna í neinu sambandi við „hrófið“. Sjálfstæðið hefir þegar sjeð sjer fjóra leiki á borði, einn fyrir hvert viðfangset'ni, og er ómaks vert að líta á hvern fyrir sig. Fyrst hefir því verið stungið út, að þar sem konungur vefeng- ir Sig. Eggerz um sannskýrslu frá vilja „alþingis* — þá sje átt við vilja alls þingsins, bæði meiri og minni hluta. Og er það fljót- sjeð, hve mikil speki felst í þessu. Ráðh. á að sanna, að bak við hann hafi staðið meiri hluti. Annað átti konungur ekki við — enda er það á stjórnskipulegu máli sama sem vilji alþingis. Nú hefir flokkurinn gert ráðh. þann greiða, að auka sönnunarbyrðina. Fyrsti búhnykkur. Jafnframt þessu spilar sjálfstæð- ið því út á móti andstæðingum sínum í þinginu, að þeir sjeu sjer öldungis sammála. Með þessu kænskubragði vinst það, að kon- ungur og aðrir sjá að ekki hafa þá máleþnin aðgreint flokkana, og er þá hægra um vik, ef til kæmi, að velja frjálst um nýjan mann. Djúpviskan í þessu verð- ur því augíjósari &em allir játa, að öll „frelsisbarátta" flokksins einmitt snýst einungis um það persónulega, að enginn af„hinum“ verði ráðherra. Annar búhnykkur. þá er nú farið að styrkja stoð- irnar. Er það ekki öllum hent, að láta andstœðar stefnur fara samleið í málum, sem eru grund- völlur flokkstöðunnar. En sjálfstæðið sjer ráð við öllu. Til þess að halda Landvarnar- mönnum við hitann, er sett upp nýtt tímatal í stjórnmálasögu ís- lands. það er talið, að „hyrn- ingarsteinn landsrjettinda vorraf hafi verið lagður, þegar V^'tiýr rak rýtinginn í bak Mgtgpúsar Stephensens, er hann . þáver- andi landshöfðingi — hafði unn- ist með íslendingum 4 móti Dön- um um lausn sjermálanna frá rík- isráðinu (sbr. grein „að taka af skarið“ 12. þ. m.). Nærri má geta, að þetta er ljúffengt fyrir þá, sem vörðu árum af æfi sinni til þess að berjast á móti „upp- gjöf landsrjettindanna", sem alli.r töldu Valtý fyrsta frömuð aS; Og auk þess er annað víst — og það er, að ef Lv.m. fella sig nú við þetta Ijúffengi, þá eru þeir orðnir múraðir inn í bygginguna, sem stendur á veiku viðunum. þriðji búhnykkur. Loks koma vinir fánans, sem verður að tengja flokknum fast- lega. í þessu felst tvent, og hvort- tveggja verður að hittast, ef vel á að vera leikið. það verður að sannast og sýnast, að vináttan við fánann íslenska sje í því fólgin, að Þ‘ggia úrskurð fyrir lög, að þiggja „staðarflagg“ fyrir þjóðar- fána og að þiggja nýjan lit í hann frá manni, sem einskis óskar ann- ars, en að svívirða þessa ungu íslendingahreifing - • með blæj- una á bustunum og siglunum. Og ennfremur verður það að renna fánavinunum niður, að stór- fje hafi átt að verja af landssjóði til þess að borga valinni nefnd fyrir „húsráð handa siðmenning- unni“ um þáð hvernig „öll ríki veraldarinnar og þeirra dýrð“ eigi að haga sjer etc. etc. Híer spilar sjálfstæðið út þeirri yfirlýsing, að nú vití menn að vjer eigum einungis skamt að bíöa þessa fagnaðar, að fá,„bles- ótta“ flaggið — og hlýtur það að vera gleðiefni þeím, sem áður híeldu það, rangiega, að vjer ís- lendingar ættum að ráða fána- gerðinni sjálfir — úr því að kon- ungur boðaði oss það, fyrir milli- göngu þáverandi ráðherra og vjer höfðum samþykt bláfánagerðina fyrst og fremst. Fjórði búhnykkur. Best af öllu er þó eitt — af öllum brögðum leikfima sjálfstæð- isins — að þegjn um þá sem aldrei vildu láta fyrirsláttinn fara þannig til konungs. — því sjálf- stæðið veit, að ef sagt er eitt orð um það, þá er það dautt. Hverjum er tim hættuna að kenna. Hverjum verður það fært til reikningsskapar, þegar þjóðin opnar augun, aó landsmenn standa í hæitu og ótta um stað- festing stjórnarskrárinnar? Allir sem um það mál hugsa, vita að valdaflokkurinn, samtaka- fokkurinn á aiþingi ber þar alla ábyrgðina. — Meiri hlutinn réði þar algerlega lögum og lofum, tvímælalaust. En hvað gerðu samtakamenr irnir. þeir, þverskölluðust xgQ öllum rökum um málið ,— 0g tróðu meginatriði stjórnars’^rár- innar undir fótum til þf .ss a5 flaustra frv. í gegnum þir Jgiö um.. rœðulaust. Stjórnar? ,|:rárþing afgreiðir hjer stjórn T>rskrá ó- rædda. Svo mikið þótti þeim við þurfa. þeir vir,su sem Var, að lögboðnar umr æöur h[utu aó brjóta niður al c þetta spilahús hálfyrða, sannle ;iksþrætni og öf- ughenninga, ■ s em fyrirsláttarpóli- tiken grundv allaðist á. Ekkert e'r? sorglegri vottur þess hve langt < ijúpspillingin í almenn- ingsmálur ^ er oröiö híer, heldur en þetta, opinbera, blygðunarlausa stjórna /skrárbrot. svo bæta þessir háu herrar nú enn þá gráu ofan á svart. þe ír heimta af þjóðinni að þeim sie nú lyft upp sem „þjóðarfrels- vrirm“, þegar þeir játa loksins að nú beri að snúa við blaðinu. Almenningur hjer á landi á að hlaða undir þá nýrri meirihluta stöðu af því að þeir þykjast nú vera aft reyna að klóra yfir sitt eigið glapræði. þeir segja sem svo •— ef viö erum ekki látnir óáreittir fyrir öll okkar axarsköft — þá staðfesta „hinir“(!) stjórnar- skrána. þeLta á þjóðin að þiggja, sem vörn frá „kaffisamkomunnia sem fleyg.ði frelsismáli íslands, hlæg- jandi, fyrirhyggjulaus fyrir fætur ríkisráðsins danska. íin það er alveg áreiðanlegt, að þjóðin veit og skilur betur. það er að vísu satt, að ekkert mtí láta ógert til þess að hindra ojr fordænia alt minnihluta- nr.akk við Dani. Og þar getur samtakaflokkurinn krafist þess að' /nafa eindregið fylgi allra þjóð legra íslendinga. En lengra nær ekki og getur ekki náð tilveru- rjettui þestsa svokallaða „flokka“: — sem er ekkert annað en póli- tisk rusíakista þeirra, sem sam- bandsfarganið blöskraði. S. Fjalikongurinn „Föún mín strax. — Fjallkong- ur og skytta“ — sagði Jeremías Herjólfsen, óðalsbóndi og hunda- læknir í Götu, við húsfrúna. Hún stóð með stórsleifina reidda yfir einu bólgnandi, tútnandi blóð- mörsiðri, sem var altaf að gægj- ast upp yfir rjettan suðuflöt í pottinum. „Hvað, varstu kosinn ? Varst þú kosinn ?“ „Ja, jæja. Flver annar, held- urðu ?“ „Nú, jeg hjeít að enginn vildi hafa þig í svo ábyrgðarmikla stöðu. Eyðing refa er mikilvægt málefni — já, eitt hið helgasta veíferðarmál þjóð?irinnar“, sagði hún — og varð móðursjúk af fjálgleik. „Bölvaði lífsdjaugur og þyrnir minnar veraldlegu tilveru. Heyrð- irðu ekki að jeg er fjallkongur — safnari sauðamna — umfram alt annað. það er — er miklu helgara velferðannál“ (hann ap- aði eftir frúnni) - — „heldur en að íiá refsbelgi". „Nú, nú góði., Jeg má þá lík- lega fara að ka ffa þig herra Herj- ólfsen. En s egðu mjer, varstu ekki altaf í e:mhverju, sem menn kalla minni 1 iluta í nefndinni ?“ „Já, mint hluta — jú, það vænti jeg. Einmitt þess vegna var jeg riu tekinn í þessa mjög svo ábyr göarmiklu lífsstöðu“. „Ah — lífsstöðu. Jeg hjelt að menn væru kosnir bara um tíma —“ »(* j, skrípamynd komandi and- stæ /öinga fjallaforustunnar. þú ef /nir mig til andmæla og mæðir i jaig. Skílurðu enki mæltamálið" — öskraðí hr. Herjólfsen. „Lífs- stöðu — náttúrlega. Stöðu, sem maður lifir á! Og hjeðan af heiti jeg altaf' fjallkongur — og skytta, hvað sem tautar. — Og þetta um minni hlutann, sem þú af meðfæddri einfeldni og æfi- langri vanþekkingu leyfðir þjer að víkja að. Veitstu ekki, að minni hlutinn er sá, sem þarf að fá nýjan mann kosinn. það er nú allrahæsta lögmál — það er grundvöllur allrar vorrar þjóðlegu skipunar“ (fjálgleikur á Herjólf- sen) „og eðlilega, mjög eðliiega. H i n i r hafa sinn mann. Ekki þurfa þ e i r að kjósa. Og hver á svo að kjósa? — þeir sem þurfa mann, eða þeir sem ekki þurfa mann ? — He — Skilurðu eða skilurðu ekki, minn kæri keppakokkut “. „Jú, nú skil jeg. Jú. þetta — þetta held jeg að almenningur h 1 j ó t i að skilja". Iðrið toldi nú varla lengur undir sleifinni — og fleiri og fleiri tútnandi langar og bjúgu voru að sækja upp í yfirborðið. Hjónin störðu eitt djúpskynj- andi, þögult augnablik hvort á annað — og fjallkongurinn fór að skifta um flíkurnar. Vagn. íiúðkeiparnir. „Gáðu nú vel að því, Siggi, hvort Tafías er allur jafn-gagnsær í kvöld“, hvíslaði Guðmundur. „Jeg sá áreiðanlega votta fyrir beinagrind síðast*. „þegið þið. Hann heyrir og veit alt. Hann er að færast nær söguöldinni“. það var Jón, sem tók fram í um leið og hann leit í homið til Ragnhildar. — Hún var viðstödd. Hún skipaði Tafí- asi að tala. — — „Púnvetjar voru komnir aftur með skip mörg og Inó farinn suður og vestur með landinu sem foringi þeirra, með allan flotann frá stöðvunum eystra. Hann lagði skipunum fyrst inn að Arnarbæli. þar er nú kaliaður Holtsós undir Fjöllum. þar var landið guðdóm- lega fagurt og þar varð alt fram- leitt af jörð, sjó og vötnum, sem þurfti til lífsins. Nokkrir austfirskir eftirleifa- menn frá eldra kynstofninum höfðu slegist í förina, og þá tóku Púnverjar að kvænast hjer, og búa stöðugum búum. þeir höfðu með sjer konur bæði að sunnan og frá Bretaeyjum. Dálítill þjóð- stofn var að myndast — og þá kom það fyrir, sem jeg veit að þið munuð eiga bágast með að trúa af öllu, sem jeg segi ykkur. Einn langan, bjartan vordag sá jeg Inó með nokkrum af höfð- ingjurn sínum ganga hátt upp í Holtsmúlann og skygnast vestur yfir hjeraðið. Hann hafði með sjer öll tæki til rannsókna og at- hugana, sem hann var vanur á þesskonar göngum og voru þau rniklu fullkomnari en nútímamenn grunar. Sólin skein heit og björt yfir öllu. Hafið breiddi sig spegil- bjart eins og feikna feldur, strok- inn og gljáandi, fyrir fótum Suð- urlandsfjallanna. Inó brá snögt við — og kall- aði hátt til fylgdar sinnar. þeir brugðu höndunum fyrir augun og skygndust yfir sjóinn —• til aust- urs. Ótöluleg mergð smábáta skreið hratt í eina og sömu stefnu utan að, upp að ósunum. Höfðingjarnir töluðu skamma stund saman. Svo voru gefin merki frá ákveðnum stöðum eins og gert hafði verið ráð fyrir þeg- ar frá býrjun, ef líkt bærí að höndum, því Púnverjar höfðu alla skipun og viðbúnað eftir föngum á fullkomnasta stigi og strangur agi var yfir öllu nýlenduliðinu. þrjár stórar vígsnekkjur lágu tilbúnar að mestu fyrir festum úti á ósdýpinu. Smærri og stærri bátar þustu þangað út með lið og fóru svo ýmist aftur til lands, til þess að flytja meira lið fram, eða skipuðu sjer eftir boði for- ingjanna til þess að taka þátt í bardaga með skipunum. það var ráðið af, að mæta þess- um flota, sem að kom, inni á ós- unum sjálfum. þeir sem fyrir voru þektu alt dýpið vel og gátu víðast komist í gegnum rásir, svo að skotmáli varð náð yfir ósinn hvar sem var frá bogum þeirra, slöngvum og spjótum af skipunum, en á hinn bóginn gat landliðið einnig komið til gagns á móti bátaflotanum hvar sem hann kynni að sækja að á efstu grynslunum. Orustan tókst inni á miðdýp- inu. Bátaflotinn var látinn óhindr- aður fyrst, og sigu vígskipin jafn- vel undan til þess að draga óvin- ina sem lengst vestur og norður. Jafnframt voru úrvals skotmenn látnir skríða fram með flæðarmál- inu austur eftir löngurn sand- granda, sem þá eins og nú greindi mikínn hluta óssins frá sjónum. þeir voru til taks, ef bátaflotinn leitaði út aftur, að ráðast að ó- vinunum við ósopið. þessir haffæru húðkeipar komu frá Hellulandi, alla leið yfir Græn- land frá norðlægum vesturbygð- um þar í landi suður fyrir Hvarf og langt upp á austurfirðina græn- lensku, þar sem þeir fengu leið- sögu til íslands. Hafði þá um margar aldir oft og einatt borið við, að grænlenskir bá-tar höfðu komist svo langt í austurísinn, að þeir sáu hjer til landsins. Hvar sem flotinn hafði komið við rændu þeir, drápu og brendu alt hvað fyrir varð. En ekkisett ust þeir neinsstaðar að. þeir reikuðu yfir íshöfin eins og börn eyðimarkanna sumstaðar reika yfir sandana miklu. Jeg lýsi ekki orustunni sjálfri. Hún var grimm og blóðug eins og vænta mátti milli láðs og lag- ardýra í mannsmynd — sem bit- ust á til bana í landsteinum og fjöruborðum. En svo lauk, að Norðlingarnir frá Vesturheimi báru hærra hlut og brast flótti í lið Púnverja. Skipin voru rekin á grynningar og hroðin, en húð- mennirnir sóttu að býlunum og brendu þau. Flest fólkið gat þó komist undan, meðan nokkur hluti hermanna Inós ljetu síga undan jafnframt sem þeir börðust og veittu óvinunum viðnám. Báta- herinn bjó svo um sig við Arn- arbælisósinn, og bjóst til þess að sækja síðar vestur á bóginn, þang- að sem Púnverjar leituðu. Flótta- liðið nam ekki staðar fyr en komið var vestur fyrir Rangárn- ar. þá tók Inó að hlaða upp varnarvígi og búa um lýðinn við frjósömu, sljettu engjarnar í Holt- unum. Húðmenn sóttu fremur seint og slælega eftir, en að lok- um varð önnur stór orusta á Rangárbökkum ytri, og þar fjell Inó og mestalt lið hans og fólk. þó komust fáeinir enn þá und- an, og varð fyrirliði þeirra einn Austfirðingur, miðaldra maður og mesti kappi. Hann leitaði lengra upp í láglendið, sem var miklu viturlegra, því hinir sóttu varla degi lengur frá skinnflotanum, nema með smáum hópum, er alltaf höfðu þó samband við bátana. þessar flóttaleifar voru þó enn eltar, og mundu hafa orðið upp- rættar til fulls hefði jeg ekki skor- ist í leikinn. — Jeg sá enn færi á að vinna gott verk — því þessi ásókn var ranglát og ekki leng- ur að skapi þess valds, sem rjeði örlögum íslands Hafið hafði endur fyrir löngu slegið og sleikt laut í lágan sandhamar, sem varð á vegi flóttaliðsins. Jeg sá í eld ing huga míns hin miklu myrkra- vígi á Suðurlandi hvelfast yfir nýja frumbvggjandi kynslóð — og jeg kveikti þetta djúpa, holla bjargar- ráð í huga foringjans. — — Fyrstu hellarnir holuðust í sandhergin og þar var loks fundið viðnám, sem varðveitti lífsneista hins blandaða, fámenna lýðs á ís- landi. — En húðkeiparnir hurfu suður fyrir land og vestur, eftir að hafa brent allar birki- og tága- byggingar Púnverja- Vesteinn. Frá útlöndum. Alþjóðasýningin í San Francisco. Ákveðið er að sýning þessi verði opnum 20. febrúar næstk. og er undirbúningur hennar kom- inn sao langt, að því er forseti hennar Carles C. Moore skýrir frá, má ætla að hún verði alveg tilbúin er hún er opnuð. í upp- hafi stríðsins var ætlað að ýms- ar þjóðir hættu við þáttöku í sýningunni, en svo verður ekki, og sumar stríðsþjóðirnar hafa ein- mitt aukið hlutdeild sína. Alls taka 40 þjóðir þált í sýningunni. Ný Ameríkulína, American Exporters Line heitir nýtt fjelag í Vesturheimi, sem heldur uppi vöruflutningi milli New Yourk og Norðurlanda í stórum stíl, og hefir það 8 stór- skip í förum. Fer skip í hverri viku frá New Yourk, eða 52 skip á ári. Viðkomustaðir hjer í álfu eru Kaupmannahöfn, Málmey, Helsingjaborg og Gautaborg og ef til vill fleiri síðar. Fjögur skip eru þegar lögð á stað með korn- vöru o. fl. — það er tryggara á þessum tímum að sigla undir Bandaríkjaflagginu, en flöggum Norðurlandaþjóðanna. Krupps verksmiðjurnar hafa aukið hlutafje sitt nú í haust úr 180 miljónum í 250 miljónir marka. Er þetta ekki lítill styrkur þýska hernum, sem með þessu getur fengið eftir þörf- um hin ágætustu stórskotavopn. Rannsókn tunglsins. Um engan himinlíkama vita menn nánda nærri eins mikið eins og um tunglið. Enda er það oss langnæst, því að það er sjerstak- ur förunautur jarðarinnar og til- tölulega skamt í burtu. Er best *, að gera sjer hugmynd um fjar- lægð himinlíkamanna með því að , athuga, hvað lengi ljósið er á leiðinni frá þeim til vor. Frá næstu fastastjörnunum svokölluðu er ljósið svo árum skiftir á leið- ^ inni hingað, frá sólunni er það ekki nema um 8 mínútur, en frá tunglinu er það að eins rúma sekúndu til jarðarinnar. Hjer af . sjest fjarlægðarmunurinn. f venju- legu lengdarmáli mæld, má segja, að fjarlægð tunglsins sje í kring- um 400 þúsund kílómetrar. Nú er ísland ríflega 500 kílómetrar að lengd og verður því fjarlægð tunglsins frá jörðunni hjer um bil 800 íslandslengdir. En með því að lítið græðist á því að glápa á tunglið með ber- um augum, þá er eðlilegt, að menn spyrji: Hvað geta menn minkað þessa vegalengd með bestu kíkjum, sem til eru ? — þar til er því að svara, að stærstu risa- kíkjar stækka 4000 sinnum. Ef tunglið er skoðað í þeim, er fjar- lægðin til þess orðin að eins 100 f kílóm., eða jafnlöng leið eins og frá Reykjavík og vestur undir . Jökul, eða austur að Heklu. Svona nærri geta menn komist tunglinu í kíki. — En menn nota nú samt ekki svo stóra sjónauka til þess að rannsaka það, því að stækkunin er í raun og veru orð- in of mikil og hreifing sú, er andrúmsloft jarðarinnar gerir á ljósið, er þá orðin svo stórskor- ; in í kíkinum, að alt sýnis á iði. , — Menn láta sjer því venjulega nægja stækkun, sem er 4 —8 sinn- ý um minni. Enda er sú stsekkun 1 nægileg til þess, að nú hefirvís- indamönnunum tekist að búa til landabrjef af tunglinu, sem er full- komnara viðvíkjandi öllu lands- lagi þar, heldur en nokkurt landa- * brjef af jörðunni, sem til er. Enda standa menn miklu betur að vígi með það að rannsaka landslag, s þar sem menn geta sjeð yfir það < úr margra mílna fjarlægð í háa - lofti, en eins og hjer á jörðunni, þar sem menn sjá ekki yfir neitt, en verða að mæla alt út og hnit- miða. Er auðsætt, að ekki er einlægt best að vera sem næst hlutunum, einkum ef skýrt yfir- lit þarf að nást. Auðvitað nást þá heldur ekki hin smæstu ein- stöku atriði, t. d. gætu menn ekki sjeð lifandi menn eða skepnur í tunglinu, þótt þær væru til og heldur ekki einstök hús. Aftur á móti mætti sjá borgir, akra, engi og skóga og ýms stærri mann- virki, sem eru yfir 300 metra á 1 veg. Ef stríð væri milli þjóð- flokka þar á líkan hátt og hjer, mætti vel greina hreifingar her- anna og ýmsar athafnir, svo sem mikla stórskotahrið, brennandi bæi o. fl. Yfirleitt gengur betur að skoða yfirborð tunglsins hjeð- an frá jörðunni, heldur en það mundi ganga að sjá yfirborð jarð- arinnar frá tunglinu, þótt vjer værum komnir þangað með öll bestu rannsóknargögn vor. Veld- ur því lofthjúpurinn í kringum jörðina, sem víða er þrunginn móðu, þoku og skýjum. Loftið og veðrið hamlar líka mjög stjörnufræðilegum rannsóknum, en stjörnufræðingar velja auðvit- að veðursæla staði, þar sem loftið er hreint og tært eins og t. d. sumstaðar við Miðjarðarhafið. (Niðurl.). Norðlingamót er á laugardaginn. Þátttakendur skrifi sig á lista á afgreiðslu Þjóð- arinnar, Austurstr. 14.

x

Þjóðin

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðin
https://timarit.is/publication/223

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.