Þjóðin - 02.01.1915, Blaðsíða 1

Þjóðin - 02.01.1915, Blaðsíða 1
 Sttersta stjórnmálablað hér á landi. PJÓÐIN *% Ódýrasta vikublaðið á ölio landinu. I.árg. Reykjavf k lauga daginn 2. janúar 1915. **%ff* Halldór Jónsson cand. theol., fyrv. bankagjaldkeri, andaSist hérí bænum á jóladags- morgun, 57 ára gamall (f. 12. nóv. 1857). Hafa önnur blöS þegar taliS ætt hans og helstu æfiatriSi, og er þar margs aS geta, því hann var tvímælalaust einn eljumesti og hraSvirkasti maSur, sem hér hefir þekst, enda var hann á ýmsn hátt tengdur við fjölda fyrirtækja, fje- laga og starfsemda í þarfir al- mennings um langan tíma. Hann er best kunnur fyrir fram- göngu sína i bindindismálinu og gjaldkerastörf við Landsbankann (frá 1886—1912), þar sem hann af- kastaði meiru en nokkurt vit var í aS ætlast til af einum manni. Hann var einn hinn skarpgreind- asti maSur og fljótasti aS skilja hvaS sem var og jafnfr. fjölhæf- ur aS hugmyndum og réttdæmi um það, sem lífið heimtar. Hlutsæisskólinn, sem tekið hef- ir svo marga tökum hér af sam- timamönnum hans, festi aldrei mjög á honum, þvi inni viS kjarn- ann var hann „idealisti", hvernig sem alt snéri viS og hverjum Straum sem hann fylgdi i kapp- ræSum eSa deilum um landsmál, enda setti hann ætíS trú sína yfir alt annaS og varS hún ríkari hjá honum, eftir því sem á leiS. Halldór heitinn var framúrskar- andi skemtilegur félagsbróöir. Ekkert fyndiS eSa andríkt orS fór fram hjá honum án þess aS hann metti þaS rétt og oftast svaraSi hann að fullu til baka. En gengd- arlaus ofhleSsla af störfum mæddi hann á síðari árunum, og svo kom toks pólitísk ofsókn á móti honum, sem hann varð að ganga i gengum ¦— en þaS stytti aldur hans. H. J. var harmdauSi þeim, sem þektu hann vel, því hann var ekki einungís fágætlega vel gefinn maS- ur aS vitsmunum, heldur var hjart- aS altaf gott og vintrygt ef á reyndi. Hvað á að gera? Þjóðin s j e r, hvað alþingi hef- ur aShafst út á viS, og hún v e i t, hvaS þingið hefur látið ógert inn á viS. Hún skilur fullkomlega, aö hún er i hættu, bæSi um frelsi sitt og efnalega velferS, vegna þe'ss, hvernig henni er s t j ó r n a'S af hennar eigin mönn- mu. Hjer er ekkert stöSugt umboSs- vald yfir flokkunum. Lögstjórnin veit vel, að þ a 8 mundi verða þröskuldur í vegi fyrir gengdar- lausri misbeiting fulltrúastöðunn- ar, og þ e s s v e g n a hefur alt ver- iö gert um mörg undanfarin ár til þess aö gera þá hugsun hataSa hjer á landi, að hafa æSsta frm- kvæmdarvaldiS inni i landinu sjálfu, eins og gerist hjá öörum aiíutSum þjóSum. NiSurstaSan af öllu þessu er nú sú, aS þjóSin er loksins farin aS sjá, hvar skórinn kreppir. Þau mein, sem hún finnur sárast til, verSa hvorki um kend ofríki Dana, prfiSleikum náttújrunnar, nje dug- leysi almennings áíslandi. Ábyrgð- in hvílir á alþingi. ÞaS frelsi, sem fjekst 1871 og 1874, hefur ekki veriS notaS, Dan- ir hafa yfirleitt ekki staSiS á móti rjettarbótum alþingis, en þrefiS og þjarkiS hefur aSallega snúist um þaS, hvernig ætti aS koma fyrir sjerlöggjöfinni sjálfri, og var þaS skiljanlegt meðan menn börSust fyrir þvi, aS fá fullnægt grund- vallarákvæSinu 1874 um 1 ö g- gjöf og 'stjórn Islands ú t á f f y 1 rir s i g, enda þótt sú barátta hefSi ekki átt aö vera háS aS mestu leyti hjer heima eins og raun varS þó á, sem olli því, aS tími þingsins og áhugi manna eyddist mjög í stjórnarskrármáliS. En þetta hefur fariS síversnandi síSan endurskoSunarflokkurinn var uppi. ÞingiS hefur síSan lagst þyngra og þyngra á þá sveifina, aS a f m á rjettindi Islands gegn danska valdinu. En aS sama skapi hefur meSferS annar landsmála truf last og taf ist — þviþjóSin b erst a 1 t'a f á moti al- þ i n g i, skref fyrir skref, á leiS þess niSur á viS, í áttina til glöt- unar landsrjettindanna. Jafnómöguleg eins og Dana- grýlan er til afsökunar alþingi, er sú grýla, aö landiS sje ekki líf- vænlegt. Seinni tíma rannsóknir og viSleitni einstaklinga í búnaSi sýna og sanna, aS Island er gott land, vel falliS til þess aS bera fjölmenn- an og efnaSan landslýS — ef land- ið ætti löggjöf og stjórn eins og hæfir siðuðu þjóðfjelagi. Ekki er heldur hægt að kenna um atorkuleysi Islendinga nje ó- hæfileika til menningar, enda þótt maSur heyri þvi oft boriS viS, und- ir væng, af þeim, sem framarlega standa i ábyrgSinni fyrir pólitíska athæfiS á í?landi, aS menn vinni hjer ekki, sjeu latir o. s. frv. BæSi á landi og sjó hefur þjóS vor sýnt, að hún stendur fullkomlega jafn- fætis, ef ekki yfir öSrum NorSur- landaþjóðum að manngildi, þó hún sje látin standa vopnlaus aS kalla í lífsbaráttunni Alþingi ber ábyrgSina á hinu ytra og innra ástandí, sem er á högum þjóðarinnar. ÞaS er víst og óyggjandi. En hvað á aS gera? Fyrst og fremst verða menn aS játa fyrir sjálfum sjer hver rót meinsins er. — Menn verSa aS viðurkenna ástand alþingis, eins og það er. Það dugar ekkert að skríða í felur með þann sannleika, aS þingiS er aS verða íslandi og ísl. þjóðinni til niðurdreps. Hjer hefur alt of lengi verið gengiS upp í þeirri dulinni, að menn muni vilja 1 e y n a lægingu löggjafar- samkomunnar íslensku vegna sjálfs sín. Það er engin sönn vin- átta við ísland fólgin í þeirri laun- ung. Tugum þúsunda er ausið ár eftir ár af almannafje í auðvirði- legustu og ófyrirleitnustu kraft- ana, sem völ er á, til þess aS lof1- syngja, afsaka og rjettlæta óheilla- verk þingsins, en jafnframt eru þær Iistir sveltar til bana, sem á að styrkja af sjóSi landsins. Af- skifti þingsins af menningarmál- unum hafa verið að mestu leyti skaSleg eSa til athlægis — engu síSur heldur en þaS lítiS, sem þingiS hefur veriS aS burSast meS um rjettarbætur í verklegum mál- efnum landsins. En út yfir alt tek- ur þó meSferS alþingis á f r e 1 s- i s m á 1 i þjóSarinnar. Og um það snýst nú aSallega spurningin: HvaS á að gera? Eftir aS þjóSin hefur gert sjer ljóst ástand alþingis eins og þaS er, hlýtur hún þegar í staS aS komast aS þeirri niSurstöSu, aS þingrof beri að heimta — því vel- ferS íslendinga og þjóSleg tilvera er í hættu meö því þingi, sem nú situr yfir málum landsins. Konungur ræSur þvi máli — og rödd þjóðarinnar mun heyrast til hans, ef rjett er farið að. Til þess þurfa engar utanstefnur, heldur aSeins þaS, aS vilji almennings láti sig sjálfan í ljósi. Þetta er þaS, sem þjóðin þarf að gera af eigin dáS og ramleik — því þeir, sem kosnir hafa veriS, og skilja stöSu sína svo, aS þeim beri fyrst og fremst aS hugsa um sjálfa sig, munu naumast verða þvi máli al- ment fylgjandi, að velta teningun- um aftur. Þeir munu ekki þykjast vissir um að fá „tólfin" — eftir frammistöSuna. AS vísu munu þeir menn finn- ast i þinginu, sem setja sig ekki á móti þingrofi — en meiri hlut- inn i valdaflokknum þyrfti aS vinnast til þess aS vera meS því, ef hlýta ætti að láta þingviljann koma þessu fram. Og um þaS virS- ist nú eins og stendur vera von- laust. Þess vegna verSur þjóSin að láta til sín taka sjálf um þetta efni. Þannig er aSstaSa hennar nú orSin gagnvart sinni eigin löggjöf, og er þaS hart, en þó ómótmælan- lega víst. Ef þjóSin getur ekki sjálf r'eist sig upp undan þessu fargi af pólitískri grunnhygni og ófyrir- leitni, þá er hins versta að vænta um framtíð vors fámenna þjóð- ernis. Ytri viðburðirnir eru á þann veg og hiS innra alt svo veikt fyr- ir, að Island þolir ekki þessa menn kjörtimabiliS á enda. Samkvæmt anda og orðum stjórnarskipunar vorrar, er enginn e f i á því, að konungur á aS rjúfa þetta þing. Meiri hluti þess er myndaður með samtökum. Þingið í heild sinni hefur framiö herfi- legasta stjórnarskrárbrot, sem nokkurntíma hefur komið fyrir — jafnvel í lögbrotasögu þingsins sjálfs. Flokkurinn, sem nefnir sig eftir sjálfstæSinu, myndaði stefnu sína með fyrirsláttarmálið eftír þing, en þaS er afarmikilvægt at- riði vágna þess aS ef til vill hefði minni hlutinn e k k i samþykt af- glapaverkið, umræðulausu endur- endursamþyktina með þríklofnu nefndaráliti, ef menn hefðu ekki talið víst, meSan á þíngínu stóS, að fyrírslátturínn yrSí borinn þegj- andí fram, sem stjórnskípuleg markleysa, er á engan hátt gæti orðiS stjórnarskránni til falls. En ef lögboðnar umræður hefðu orðið á alþingi um þetta eina mál, sem þingið var kosið og komið saman til að fjalla um, þá vissu fyrirslátt- armenn meirihlutans að frv. hlaut að fellast eða breytast, því enginn maður með fullu viti hefSi getaS látiS sjer renna niSur öfugyrSi Ein- ars Arnórssonar öll í einu: a S hætta stafaði af því óbreyttu, sem fyrir lá, a ð breyta þyrfti um inni- hald konungsboðskaparins, sem gefinn var út eftir þingumboði, a ð þetta gæti gerst með fyrirvara síð- ara þings i tvímeðförnu frv. og a S þetta gæti framkvæmst með því aS leggja fyrirvarann þegjandi fram, án þess aS heimta skýring á löggjafarvilja konungs viS und- irskrift hans um gildi fyrirvar- ans. Af öllu þessu þurfti aS vinna þaS ofbeldisverk, aS halda málinu svo lengi í nefnd, aS annaðhvort væri að gera, að ráða því bana á þinginu, eða demba því umræðu- laust i gegn. Enginn þorSi aS gera grein fyrir atkvæði sínu um end- emiS. En af öllu því, sem fastast knúði menn til þess aS skríSa í felur fyrir landsmönnum meS skoSanir sínar um máliS eftir að þaS kom úr nefndinni, var einmitt þaS, aS þá varð því haldiS leyndu, aS samtök voru um þaS, aS bera fyrirsláttinn frm þegjandi sem markleysu. Minnihlutinn óskaði einskis fremur en að stjórnarskrá- in yrði staðfest eins og hún lá fyr- ir r— því þá var strykaö yf ir „sam- vinnuna viS Alberti" 1903 meS endurstaS festing innlimunarinnar, e f t i r að tálið var orSiS opinbert um rjettarstöðu ráðherrans í ríkis- ráSi. Og meiri hlutinn vildi um fram alt komast hjá ábyrgSinni af því aS bana þessari fínu stjórnr- bót(!). sem alþingi 1913 hafði prjónað upp á til þess að geta breytt valdstöðunni í landinu eftir að fulltrúarnir sjálfir höfðu búið sjer til þjóðvilja um breyting á þeirri stjórnarskipun, sem alþingi kunni ekki að nota vegna skamm- sýni, vanþekkingar og persónu- legrar sjerplægni. Meirihlutinn var knúður til þess af utanaSkomandi áhrifum, eftir að þingi var slitið, að bera frm fyriravarann á þann eina hátt sem dugSi til þess að innlimunin yrði ekki staðfest e f t i r auglýsingar Dana um málameðferSina í ríkis- ráSinu. Og fyrir þaS á ráSherra Sig. Eggerz þökk þjóSarinnar með rjettu, að h a n n mun hafa geng- ist fyrirþví, aS sú breyting varS á fyrirætlun flokksins á seinasta augnabliki áður en hann fór hjeS- an aS heiman — en þar var hann studdur af þeim hluta sjálfstæSis- fiokksins,sem hafSi veriS andvígur fyrirsláttarpólitíkinni frá byrjun. Af öllu þessu verSur það vænt- anlega augljóst, aS konungsvald- inu ber að rjúfa þetta þing. ÞjóSin er varnarlaus gagnvart þrásetu þeirra manna, sem vilja vera skoS- analausir samtakamenn á alþingi um þaS, aS ná fjárvöldum og yfir- ráðum yfir landinu — nemaþví að eins að konungur bjargi nú íslend- ingum með þingrofi — og sú stjórnarathöfn konungs er þegj- andi og segjandi heimiluð af stjórnarskipun vorri. Frh. Fundur f sjálfstss6isfélaginu var haldinn að kvöldi þess 30. des. i ISnaSarmannahúsínu. Húsfyllir var, og urSu margir frá aS hverfa. RáSherra, SigurSur Eggerz, hafði lofaS aS tala á fundinum, og tók hann fyrstur til máls. Hann kvaSst hafa tekiS aS sjer ráðherrastörfin- í þvi trausti, að fá stórmálin tvö til lykta leidd, og farið utan í friSarhug og meS fylgi þings og þjóSar að þessum mál- um. AUir vissu, hvex úrslitin hefðu orðiS, og skyldi hann eigi fjölyrSa um fánamáliS, um þaS væri víst enginn ágreiningur hjer. — í stjórnarskrármálinu hjeldu Danir og Lögrjetta því fram, að hann hefSi fariS lengra en hann hefSi haft heimild til frá Alþingi, en því færi fjarri. Alþingi hafi ætíS ver- iS á þeirri skoSun, aS uppburður sjermálanna sje eitt hið göfgasta sjermál vort, og í sumar hafi þaS enn veriS á sama máli. VísaSi hann um það efni til fyrirvara meiri hlutans. En jafnvel þótt það væri hundrað sinnum sagt af Dönum, að uppburSurinn sje sjermál — sem þeir hafi þó aldrei játaS, — þá væri þaS þó markleysa ein og kæmi aS engu haldi, ef þaS ákvæSi yrði jafnframt þeim böndum bund- iS, sem Danir vildu vera láta. Ef hann hefSi tekiS á móti stjórnar- skránni, staSfestri á þeim grund- velli, sem i boSi var, þá hefSi upp- burSur sjermálanna eigi lengur orSið viSurkent sjermál, er kon- ungur og Alþingi væri einfært um aS ráSa. ESa hví skyldu Danir sækja svp fast þessa meSferö máls- 4. tbl. ins (auglýsinguna i Danmörku o. s. frv.) aS staSfesting stjórnar- skrárinnar væri látin velta á henni, ef hún ætti aS vera þýSingarlaus ? — Nei, hjer liggi löng dönsk yfir- vegun á bak viS. Um þetta mál geti eigi verið nema tvær skoð- anir, önnur íslensk: aS þetta sje sjermál, en hin dönsk, er vilji reyra það þeim böndum, aS þaS verSi 'sammál. — Hann hefSi al- drei fylgt fram fyrirvara Jóns frá Hvanná. VitnaSi hann í þvi efni í niSurlagið á honum. (Mótmælin gegn því, sem gerSist í ríkisráSi 20. okt. 1913 og kröfuna um nýtt konungsbrjef.) Þetta hefSi hann aldrei heimtaS, heldur einungis fylgt fram fyrirvara meiri hlutans. Þá kvaS ráSherra Dani og Lög- rjettu finna sjer þaS til foráttu, aS hann hefSi hagað sjer sam- kvæmt skipunum ílokksmanna sinna. Hann kvaSst vona aS þaS væri satt, aS hann hefSi komiS framísamræmi viS skoSanir stuSn- ingsmanna sinna, en skipanir hefSi hann engar frá þeim fengiS. Hann hefSi aS eins skýrt þeim frá þvi, meS hverjum krigumstæSum staS- festing stjórnarskrárinnar væri fá- anleg, og þakkaS fyrir, er þeir vildu eigi framar en hann, viS þvi líta, er i boSi var. — Hann hafi þá reglu, aS skýra stuSningsmönn- um sínum ætíS frá því, hvernig ástatt sje, ekki af því, aS þar eigi einn yfir öðrum aS drotna, heldur ?.f þvi, aS æskilegt sje aS samræmi sje í milli. SíSan þakkaSi ráðherra viStök- ur flokksbræSra sinna. KvaSst hann eigi þykjast hafa unniS neitt hreystiverk, heldur einungis gert skyldu sína, — skýrt konungi rjett málavextxina og gert sitt sil þess, aS draga greinilegri takmörk milli dönsku og íslensku stefnunnar, og kvaSst vona, aS Islendingar bæru gæfu til aS vaka yfir landamerkj- unum. Næst flutti sjer Ólafur Ólafsson ráSherra þakkir fyrir framkomu hans frá stjón SjálfstæSisfjelags- ins. — Hann kvaS eigi tjá aS horfa í missi rjettarbóta þeirra, sr stj.skrárfrv. hafSi i sjer fólgn- ar. Konur myndu og fæstar vilja kaupa aukin rjettindi sín meS rjettarráni barna sinna. — Stjórn- arskráin sje strönduð um stund, en rjettur landsins sje óskerSur. Nú eigi ekki að vera til nema einn flokkur í landinu. Danir spekúlera í sundrungu hjer, þaS sýni utan- stefningarnar fyrirhuguSu. Þeir voni víst aS einhverjir sambands- menn verSi fúsari til aS ganga aS kostum þeirra, en núv. ráSh. — En hverjir ættu aS senda þá menn, og hvaS ættu þeir aS gera, annaS en aS jeta og drekka upp á kongs- ins náS ? Ættu þeir að fræSa hann og Dani um það, aS ekkert mark sje takandi á því, sem ráðherra sagSi i umboSi Alþingis? RæSu- maSur kvaSst eigi vita, hvaS aðr- ir flokkar gerSu, en engum sjálf- stæSismaSur mætti fara slíka för, í óþökk þjóSarinnar. Ef konung- ur skyldi eigi trúa yfirlýstum vilja Alþingis fyrir munn ráðherra, þá lægi sjer viö að halda að hann myndi eigi trúa, þótt einhver f ram- liðinn upprisi. En vildi hann samt fá frekari tryggingu, þá heföi ver- ið til önnur leiS og betri, sem sje sú, aS rjúfa þing og kjósa um þetta mál. Þá hefði svarið feng- ist, en vafasamt, hvort það hefði orSiS á þá leiS, sem Danir vildu helst kjósa. — Þá leiS kvaSst ræSumaður mundi hafa veriS á- nægSur meS og óhræddur viS. Eftir þessa ræSu var hrópað ferfalt húrra fyrir ráSherra. Þá tók Sveinn Björnsson alþm. til máls og bar fram þessa tillögu: „Fundurinn þakkar ráSherra framkomu hans í rikisráði 30. nóv. þ. á., telur skoðanir þær, sem hann hjelt fram i umræðunum um stjórnarskrármáliS, vera í fullu samræmi viS vilja meiri hluta kjós- enda fyrir síSustu kosningar og á- lítur vel farið, aS ráSherra flutti svo ljóst viS Dani skoðanir ís- lendinga í deilumálinu"." KvaS tillögum. þaS nú mundu koma í ljós í atkvæSagreiSslunni, hve margir vildu fylgja áskorun þeirri, er sögS væri komin frá flokksstjórn einni hjer um aS stySja nú kónginn á móti ráðherr- anum. Hann kvaðst hafa skiliS svo kjósendur sína hjer i Rvík, er hann bauð sig fram, sem þaS væri vilji þeirra, aS sú yrSi meS- ferS þessa máls, sem Alþingi hefði á þvi haft, og síSan ráSherrann, og að fyrirvarinn yrSi einmitt á þann hátt, sem meirihl. orSaði hann. Alt annað væri rangt, sem um þaö mál væri sagt, RáSh. hefSi ekki brugSist trausti neins manns, sem að málunum hefSi staSiS meS honum. — Till. var svo samþ. í e. hlj. Bjarni Jónsson alþm. frá Vogi rakti nokkuð sögu ríkisráðsákvæS- isins. Hvernig þaS hefSi veriS á- litíð hættulaust af flestum 1903, með því að sama valdið, sém setti það inn í stjórnarskrána, gæti kipt því brott úr henni aftur. Þegar svo reynt hefSi veríS aS sanna þetta, þá hafi komiS skilaboS um staSfestingarsynjun. — 1913 hafi sjálfst.menn ekki veriS i meiri- hluta, en fengiS þó málinu komið í þaS horf, að skaðlaust hefði mátt verða, aS flytja ráSin yfir í hénd- ur konungs og ráSherra, sem á- byrgS ber gagnvart Alþingi. En þá hafi máliS veriS skakt flutt fyrir konungi, og af þvi hafi sprottrS hiS síSasta ásigkomulag þess. Það sje fullkomlega rjett hjá Sv. Bj., aS það hafi verið óbrjál- aSur vilji þingsins, er ráSh. flntti konungi og aS hann gerði það á þann hátt, sem hann gerSi; því hafi hann og lofaS, áSur en hann fór; þess vegna sje þaS ósvífni af dönskum ráSherrum, að nota afl sitt til þess, að konungsvaldiS taki hann ekki trúanlegan. Nú stafi hætta af þvi einu, að til sje i land- inu heil flokksstjórn, sem segi að nú ríði á að hjálpa Dönum tíl þess, að samþykkja þessi ósköp, þvert ofan í vilja þings og þjóðar. Drap hann á það, hve náið sálnasamband virðist vera milli þessara manna og Dana, og kvað stappa nærri fiarskynjunargáfu. Fagnaði ræSu- maSur því, að landsdómslögin hefSu veriS löguð á siðasta þingi, því aS þeim þyrfti aS beita ótæpt, ef nokkur gerSist til slíks verks. — Nú eigi aS fara svo fram, aS enginn þori að ráðast í annaS eins. AS lokum þakkaSi ráöh. fund- armönnum meö nokkrum orðum góSar undirtektir og bað þá hrópa húrra fyrir íslandi, og var það gert og fupdi síöan sHtig. ¦_¦ ^

x

Þjóðin

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðin
https://timarit.is/publication/223

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.