Þjóðin - 02.01.1915, Blaðsíða 2

Þjóðin - 02.01.1915, Blaðsíða 2
2 Þ J Ó Ð I N þá má álengdar frá hinum geisi- stóru fallbyssum greina ferð kúl- unnar alla leið. Húsin í nágrenn- inu bifast við hvellinn, rúðurnar springa, kalkið molnar utan af þeim og sperrurnar braka. Risa- kólfurinn fer skáhalt upp í loftið og hverfur bak við skýin. En bráðlega heyrist til hans á leið- inni niður — hann kemur niður — aftur hvellur, miklu styttri og hvellari en sjálft skotið, en afar- hár og sterkur. það var 42 sm. kólfur, lokanótan í þessum helj- arhljómleik! (Eftir þýsku tímariti). Smávegis. Vopnlaus gegnum Mið-Afríku hefur kona nokkur ensk farið fótgangandi, Nafn hennar er Miss Gertrud E. Benham. þykir þetta því merkilegta, sem það var á- litið mikið áhættuspil, er einn austurrískur landtíönnuður, Emil Holub, tók konu sína með sjer í Afríkuferð fyrir nokkrum ár- um. En sannleikurinn er sá, að hugsunarháttur villimanna hefur tekið miklum stakkaskiftum nú síðustu árin, svo að Norðurálfu- mönnum er nú miklu óhættara þar syðra en áður. En alt um það lýsir þetta fyrirtæki Miss Benham miklu hugrekki og dugn- aði. Hún ’nafði í fylgd með sjer 7 burðarsveina og einn matsvein, og hafði engin önnur vopn en venjulegan göngustaf. — Leið hennar lá frá Kano í Norður- Nígeríu gegnum Kamerún og Kongó, Uganda og eignir þjóð- verja í Austur-Afríku, yfir Norð- ur-Rhodesíu og síðast inn í eignir Belga austur við haf. Hægðarauki við samlagnirgu. í mörgum bönkum í Amer- íku er nú farið að nota sjerstaka aðferð við samlagningu, sem þykir hafa talsverðan kost fram yfir þá venjulegu. — Allir vita, hvað það getur verið erfitt, að leggja saman dálk eftir dálk innan um margnænni og skvaldur og rugl- ast aldrei. Kemur því oft fyrir, að menn gleyma, hvað geymt var í þeim og þeim dálki, svo að menn verða máske að reikna alt upp aftur. í stað þess að skrifa niður aft- asta stafinn í útkomunni af hverj- um dálk og „geyma“ hitt, þá hafa nú Ameríkumenn það þann- ig, að skrifa niður alla útkom- una úr hverjum dálk og leggja þessar útkomur svo saman á eftir. þetta hefur þann kost, að hægt er að prófa á eftir, hvaða dálk sem maður vill, eða þann dálk, sem maður neldur að villan sje í og láta hina eiga sig, ef maður finnur villuna. Samlagningardæmi lítur svona út eftir þessari aðferð : 244 172 987 341 261 458 734 265 607 492 315 637 588 212 557 561 452 754 134 266 Stríðin og rándýrin. Menn hafa haft það í munn- mælum, að rándýr finni það á sjer langar leiðir, hvar bráð sje að finna og sjerstaklega sjeu þau glögg að finna staði, þar sem or- ustur hafa verið háðar, til þess að geta lagst á valinn. —- Ýmsar ógeðslegustu rándýrasögurnar frá fyrri stríðum hafa menn álitið orðum auknar, en nýjustu at- burðir hafa sannað þær. f Balkanstríðinu drifu að, strax eftir fyrstu orusturnar, ránfuglar úr öllum áttum og langar leiðir að, bæði ernir og hrægammar, sem menn vissu ekki að væri svo mikið til af þar nálægt, og svo kynstrin öll af hröfnum. Eftir orustuna við Lule Burgas sendu Búlgarar út flokk manna til þess að verja vali ín og reyna að eyða þessum ófögnuði, einkum hræ- gömmunum. En það var sama, hvað mikið þeir skutu, einlægt fjölgaði gömmunum. — Við Tsjatsjalda-víggirðinguna höfðu þessir fuglar verið sjerlega áfjáðir. Strax er orusta var byrjuð drifu þeir að liundruðum saman og rjeð- ust á fallna menn og særða. Hjúkrunarliðið hóf strax skothríð á illfyglin í byrjun, en með því að ekki sá högg á vatni, þá var hætt að eyða tíma í að skjóta á þau. Fyrst er stríðið hófst, rjeð- ust ernir og gammar einkum á hrossskrokkana, en síðan er þeir höfðu komist upp á mannakjöt, þá litu þeir ekki við öðru og ljetu hrafnana um hrossin af því að hrafnar hafa ekki nógu sterk nef til þess að rífa sig inn úr klæð- um hinna föllnu manna, — Fyrir utan iilfyglin dreif einnig að fjöldi af úlfum og sjakölum, sem reif í sig valkestina með fádæma græðgi. Einn dag við Tsjatsjalda sendu Búlgarar út riddaiaflokk til þess að drepa þessi kvikindi, og voru þann dag drepnir 120 úlfar, 62 sjakalar og 36 refir. Venjulega er þó ekkert mikið af úlfum um þessar slóðlr og verður sjaldan vart við þá. En menn urðu varir við, að þeir komu í flokkum norðan úr Rúmeníu suður yfir landamærin til Búlgaríu og Tyrk- lands, þegar stríðið fór að geisa. þegar norðar dregur í Rúmeníu og Rússland ber miklu meira á þessum úlfaófögnuði og eru fræg- ar sögur af þessum kvikinda- hjörðum á landi og hrafnafans- inum í loftinu, sem einlægt var á hælunum á liði Napóleons í Rússlandsförinni miklu, enda má segja, að úr þeirri för hafi eng- inn komið ósvikinn, nema úlfur og hrafn. — í þrjátíu ára stríð- inu er viðbrugðið úlfaplágunni, og sömuleiðis á herferðum Friðriks mikla á Saxlandi og Slesíu. Rjeð- ist þar einu sinni úlfahjörð á flutningslest, þar sem voru í á annað hundrað hestar, og kom- ust af að eins rúmir 20, en sex menn mistu lífið. — Einkum verða úlfar áfjáðir, þegar fer að kólna í veðri. Enda eru nú farnar að ganga af þeim ófagrar sögur á herstöðvum Rússa og þjóðverja síðan veturinn byrj- aði. Á hjúkrunarliðið einatt í vök að verjast fyrir þeim, því að þött dynjandi skothríð sje hafin á hópana, þá flýja þeir að eins sem snöggvast, en koma strax aftur. Þ JÓÐIN kemur út hvem laugardag. Verð *rg»ngs*ns kr. 2,50 auk póstburðar- gjalds. Útg.: Fjelagið Þjóðin. Ritstj.: Einar Gunnarsson. Afgreiðslan í Austurstræti 14, uppi opin virka daga kl. 10—10. Pósthólf A. 26. Sími 77. Þarf framar vitnanna' við? — Er það ekki eitt nægilegt til þess að sýna á hverju stigi er politiska ástandið hjerna, að menn standa opinberlega saman • „flokki", sem eru hverir öðr- um algerlega andvigir í þeim efnum sem „flokksstaðan“(!) bygg- ist á? Auðvitað er þetta bersýnilegt hverjum manni með heilbrigðu viti. En það er í sjálfu sjer ekki mikilsvert í augum hinna hátt- virtu samtakamanna, sem þurfa að kalla sig flokk til þess að geta notið allra þeirra gæða og hlunninda sem af því leiða — að „lögum“(!) þeir þykjast vita sem er, að annnað eins hafi þjóð- inni á íslandi verið boðið fyr, og hafi hún þó ekki kveinkað sín við. En mundi nú ekki vera til önnur hlið þessa máls en það eitt, hvort þessum háu herrum fleytist það hjerna heima, að sam- nefna málsandstæðinga í velferð- arefnum þjóðarinnar, til þess að H út meirihluta atkvæði um — valdskipunina. Jú, þar mun vera önnur hlið á, ískyggilega athugaverð. þessir menn eru ekki einungis að ofbjóða almenningi á íslandi, — þeir eru að jyrirfara þvi áliti hjá útlenda valdinu, sem vjer eigum í höggi við, að íslending^ um sjálfum sje alvara í baráttu þeirra fyrir frelsi landsins. — Að hjer sje ekki einungis að ræða um framtímahættu heldur um tjón, sem þegar hefur verið unn- ið, munu menn sannfærast um, ef þeir lesa vel orð konungs í ríkisráðinu. Hvers vegna halda menn, að yfirlýsing ráðh. Sig. Eggerz, um einhuga vilja manna hjer heima, hafi verið vefengd? það er nóg að svaia þessari spurning í þetta sinn með því einu, að sá flokkur sem ráðh. kom fram fyrir, var vitanlega •kipaður mönnum, sem höfðu andvígar grundvallarskoðanir í stjórarskrármálinu. Samtakaflokkurinn er að leika sjer að því, að bera sína eigin sundrung fram á almannafæri innanlands og utan. En það er hættulegur leikur —. allra helst nú, einsog tímarnir eru. — Vonandi mun þjóðin, þegar til kosninga kemur, minnast þeirra sem hafa um þessar mundir greitt atkvæði hverir móti öðrum og talað hverlr móti öðrum á al- mennum fundum um sjálft meg- inmálið, — en þó leiðst út úr fundarsölunum sem „flokksbrœð- ur'(l). Opið brjef til »Þjóðarinnar«. — Jeg þakka þjer, kæra „þjóð“, fyrir þín fyrstu, djörfu spor á þeirri braut, sem jeg vo*a að leiði til sigurs um það góða mál- efni, sem þú berst fyrir. þá verður auðvitað að drepa á margt, skýra margt fyrir mönn- um og draga margt fram í dags- ljósið af því, sem pukrað hefur Verið með hjer, meðan verið var að jeta út fje og frelsi íslendinga undir grímu „sjálfstæðisbaráttunn- ar“ — áður en snúið verður rjett í horfið skoðunum manna um gildi landsrjettarins. því nú iefur heiil herskari afpólitiskum trúðum og loddurum alt of lang- an aldur fengið að leika sjer hjer að undanförnu frammi fyrir al- menningi með villu og falskenn- ingar um það efni. En jeg trúi þjer til þess, betur öllum og öllu öðru sem jeg hefi heyrt eða sjeð hjer, að vekja menn af svefninum. þú hef'ur þegar vakið svo marga, að ekki mun verða jafn þögult á þingi, þegar þeir reyna næst að smella yfir oss ólögum með afglöpum, eins og var í sumar er leið. Of- beldisverk á móti stjórnarskránni álíka eins og umræðulausa end- ursamþykt hneykslisfrv. frá 1913, mun t. d. aldrei unt að sýna hjer framar. Svo miklu hefur þú þeg- ar áorkað — og meiru, sem ekki skal telja að þessu sinni. En það er eitt sem mjer finst að þú, kæra „þjóð“ kynokir þjer of' mjög við. þú sýnist hiífast við því, að nefna .svikin á móti íslandi rjettum nöfnum. það er eins og þú dragir þar of mikinn dám af þessari banvænu meinhægð, sem hefur alið og spik- fitað óvini landsrjettarins meðal vor. þó hlýtur þú að vita, að „hneykslunarleysið er lífsloft frekjunnar“ — og sje engin reiði til, sem lætur á sjer bera. þegar menn leyfa sjer með köldu blóði að ráðleggja, mæla með eða af- saka ráðstafanir sem eru hættu- legar fyrir frelsi föðurslandsins — þá eru dauðamerki þjóðar að koma fram. Sembeturfer,á það sjerþó ekki stað hjer — því jeg hefi lesið orð sem hafa táknað athæfið rjett og skýrt (sbr. t. d. blaðið ,,Ingólf“), og jeg hefi heyrt menn tala hóp- um saman á þann hátt, sem vera ber um pólitisku svívirðinguna hjerna heima. En þetta er ekki nóg. Fordæmingardómurinn verður að verða almennur, og til þess átt þú að stuðla. þar sem jeg dvaldi utan íslands, kyntist jeg hugum manna svo vel, að jeg veit að enginn mað- ur hefði dirfst að tala þar eða rita eitt orð á móti rjetti og frelsi síns eigin lands. En hjer standa menn opinberlega frammi fyrir fólkinu og hampa munnlega og skriflega öðru eins og því t. a. m, að vjer höfum „yfirleitt(l) ekk- ert á móti því, að sjermál Is- lands sjeu borin fram i ríkisráð- inu“. — Til hvers hefur þá ver- ið öll þessi barácta um lausn ís- lenskra mála frá dönskum yfir- ráðum? Eru þessir menn svo djarfir, að ætla sjer að telja þjóð- inni nú trú um það, að þeir viti ekki, að sjermálafrelsið er ómögulegt í ríkisráðinu — nú eftir að það er komið upp, að fyrirkomulagið 1892—1903 varð veitti ekki sjermálafrelsið? þessi orð eru þvi djarfari, sem einmitt þessir sömu menn börð- ust með oddi og egg fyrir því á sínum tíma, að blekkja skilning þjóðarinnar á r,kisráðsákvæðinu. þeir voru með „Valtýskunni“ sælu, og þeir voru með Alberti, í því verki að brjóta niður á- rangur frelsisbaráttunnar íslensku um undanfarna tíma. Og nú eru þessir menn svo brjóstheilir, að afneita opinberlega þeirri einu meginkröfu, sem alt hefur snúist um — lausn sjermálanna úr rík- isráðinu. Frelsisvinir íslands, sem reistu þetta langvarandi stríð fyrir varð- veislu sögurjettar vors og þjóð- ernis, vildu ekki að vjer værum »þegnar þegnanna* — og hver er sá íslendingur, óskemdur af atvinnu-pólitik og þingsníkjum, sem stendur ekki með feðrum vorum í því? Eftir auglýsingar Dana og op- inberun leyndardómsins frá „Al- berti & Co.“ er það nú ókleyft að telja nokkrum mannni með heil- brigðu viti trú um það sama sem borið var 4 borð fyrir þjóðina 1903. Hvert einasta mannsbarn á íslandi veit nú, að sjermálastað- an í rikisráðinu er ósameinan- leg við frelsiskröfur íslendinga. Og „þessir menn“ vita þetta líka — og samt ofan á alt annað, sem þeir hafa gert, ofan á laun- ráð og ofbeldisverk ár eftir ár á móti frelsi, velferð og þjóðlegri tilveru íslendinga, dirfast þeir að leggjast nú með rjettarkröfu þjóð- arinnar fyrir fætur Dana — eftir að konungur, drenglyndur, opin- skár og glöggskygn á athæfi „at- vinnufulltrúanna" hjerna . heima, hefur talað sannleikann til vor. Jeg veit ekki hver orð geta náð yfir þessa framkomu gegn þjóðinni á íslandi og niðjum henn- ar. En jeg treysti því, að þú „kæra þjóð“ finnir bráðlega veg til þess að lýsa þessu rjett- — Hógvær og kurteis rökleiðsla við menn um það, hvort eigi, eða eigi ekki að svíkja fsland — er einmitt það lífsloft sem eins- dæmis frekjan og blygðunarleysið í stjórnmálum vorum hefur þrif- ist í svo lengi. Vestanvjeri. Orustugnýrinn. þjóðverji nokkur hefur gefið iýsingu á þeim hroðalega gný, sem orusta í nútímasniði hefur í för með sjer. Nýtísku skotvopnin bafa— segir hann — sett mjög einkennilegan blæ á orusturnar og svo ákveð- inn, að öllum finst hann eins og um hann eru ekkert skiftar skoð- anir. Eyrað lærir líka fljótt að greina einstakar raddir í þessum heljarsöng, það er að segja hljóðið úr mismunandi skotvopnum. Hið hroðalega brak í vjelbyss- unum er þó ekki eins hjá Frökk- um og Rússum, hljómfallið er dálítið frábrugðið. Venjulega er ekki viðlit að telja skotin. þó kemur það oft fyrir, að hermenn eru að leika sjer að reyna það, þegar þeir eru farnir að venjast við brestina, en þeir komast sjaldan upp fyrir tíu, því að lengra fylgist ekki eyrað með. — Hvellir úr venjulegum hermannabyssum eru nú ekki neitt sjerlegt eyrna- gaman, en merkilegt er, að mönn- um fhist á þeim eitthvað rólegri blær, þegar þeir koma í hríðum. Kúluhvinurinn er nokkuð mis- munandi eftir því úr hvaða byss- um er skotið, en sameiginlegt fyrir hann er, hvað hann er lík- ur því, þegar sveiflað er í kring- um sig víðitág eða hríslu. þótt kúlur Rússa hvíni í hærri tón, þá hafa koparkúlur Frakka eins og dálítið ljósari hljómblæ. Aftur á móti er hljómurinn í kúlum þjóðverja dimmur*). Af hljóðúiu má fara allnærri um, hvað kúlan er langt frá eyranu. Komi vjelbyssa með í hljómleikinn tek- ur hún einsönginn, en hin skot vopnin undirspilið. Og innan skamms er skarkalinn orðinn svo hroðalegur, að eyrað hættir að fylgjast með, en allar taugar lík- amans eru á alspani. Og ekki batnar, þegar skrap- nelin fara að springa uppi í loft- inu og sprengikólfarnir fara að róta upp jörðinni með brestum og gný, svo að alt leikur á reiði- skjálfi. þá stinga hermennirnir í skotgröfunum upp í eyrun hreint og beint, því að þeim finst nú nóg komið. En þeir hafa ekki tíma til að standa þannig. þeir verða að venja sig við þessi djöfuls reiðarslög og hvininn í skelbrotum sprengikólfanna, þeg- ar þeir þyrlast í allar áttir. þegar verið er að skjóta á vígi, *) Það er vafasamt, hvort þetta er í raun og veru rjett hjá höf. Samkvæmt hljóðfræðireglum ætti nefnilega að heyr- ast dimmri tónn frá kúlu, sem skotið er frá áheyranda, heldur en frá kúlu, sem kemur á móti honum. Höf. er Þjóðverjaniegin og því mun honum heyrast hvinur sinna kúlna dimmri, Frökkum mundi sjálfsagt heyrast það gagnstæða. (Þýð,). 38 52 36 49 43 44 4883 158 það ber flestum saman um, sem reynt hafa þessa aðferð, að hún sje bæði þægilegri og viss- ari en sú gamla. En auðvitað verða menn að gæta þess, að skrifa smáútkomurnar rjett, það er að segja þannig, að aftasti staf- urinn í hverri útkomu sje beint niður undan þeim dálk, sem hún ertú koma af. „Kúluvíndur“. þegar fallbyssukúlur þjóta gegn- um loftið setja þær það á svo snögga hreyfingu, að þær kvað geta riðið mönnum að fullu ein- göngu með loftþrýstingnum, ef þær koma mjög nærri. Gerist þetta með líku móti eins ogþeg- ar menn skjóta á silung í grunnu vatni, sem margir munu hafa reynt. þá er silungurinn venju- lega ósnortinn af kúlunni eða höglunum, en steinrotaður af þeim snögga kipp, er vatnið tók af skotinu. — það er sögð sú saga af höfuðsmanni einum, sem fallbyssukúla straukst fast fram hjá í orustu, að hann datt dauð- ur niður og sáust þó engin ytri ummerki á honum. En þegar hann var krufinn fanst, að inn- ýflin voru öll marin. „Kúluvind- urinn“ svokallaði hafði banað honum. — Auðvitað verkar þessi kúluvindur ekki langt frá kúl- unni, en hann er því meiri, því stærri sem kúlan er, og því sneggri, því meiri sem skothrað- inn er. — Sagt er, að í stríðinu á milli Spánar og Bandaríkjanna hafi fallbyssukúla frá landvirki einu á Kúba hitt herskipið „Tex- as“ og fór hún í gegnum stál- plöturnar eins og þær væru úr pappír, svo að skipið hreyfðist ekki. En í skipsrúminu var fult af hermönnum og svifti kúlu- vindurinn þeim öllum um koll. — Hcrmaður einn, sem hafði fundið byssukúlu fara íast fram hjá vanganum á sjer, segist hafa hálfrotast og fundið tilkenningu eins og eftir magnað kjaftshögg; heyrnina hafði hanr mist á því eyranu, er kúlan straukst fram hjá. Öllu meira mun hafa borið á þessum kúluvindi af völdum eldri byssukúlnanna, því að þær voru stærri en þær, sem nú eru notaðar í venjulegum hermanna- byssum. Aftur er skothraðinn nú mun meiri. Sagt er, að þótt menn ekki geri nema særast af byssukúlu, þá falli menn oftast, en rísi þó bráölega upp aftur. Á sjálfsagt loftþrýstingurinn ein- hvern þátt í þessu, ef færið er ekki því lengra, svo að kúlan sje farin að tapa krafti. Arðsemi tóuræktarinnar. í þýsku tímariti er grein um hina nýbyrjuðu tóurækt í Norð- ur-Ameríku, og er þetta innihald hennar: — Síðustu þrjú árin hafa Amc- ríkumenn varið eigi minna en 12 miljónum dala til þess að setja á stofn tóurgíkt. Á Alaska hef- ur þetta fyrirtæki verið rekið áður, en nú er tóuræktin á Prince Edwards-ey komin fram úr. þessi eyja er löng og mjó og liggur við ströndina á Nýja-íslandi. Eru það hinir svokölluðu silf- urrefir, sem aldir eru þar. Til þess að gefa hugmynd um, hversu nýtt þetta fyrirtæki er, svo stórt sem það er, má geta þess, að fyrir 3 árum datt íbúunum á þess- ari eyju ekki í hug neitt í þessa átt. En þá var þó byrjað á þessu, og strax árið 1912 gaf ræktin góðan árangur og ýms riki, svo sem England, Bandaríkin, Japan og Rússland fylgdu fyrirtækinu með athygli og ljetu gefasjerum , það nákvæmar skýrslur, og menn ! settu nú upp hverja ræktunar- i stöðina á fætur annari. Nú eru \ þessar stöðvar um 250 að tölu. Tóurnar eru aftur ekki margar, - ekki nema um 2500 alls. En þær j kosta skildinginn. Eitt par til undaneldis kostaði árið 1910 um i 5000 dali, en nú 15.000 dali og hafa góð eintök, tvö og tvö sam- an, komist jafnvel upp í 40.000 dali! — Af þessu er auðskilið, að nú um tíma drepa menn tó- urnar alls ekki, jafnvel þótteftir- spurnin eftir skinnunum sje afar- mikil, heldur láta menn nú skepn- urnar aukast , og margfaldast. Verðmæti unganna, sem fæddust árið 1913, er áætlað hátt á 4. miljón! — Hver tóa er í sjer- stakri girðingu úr möskvavír og er girðingin beygð inn yfir sig að ofan, svo að tæfa klifri ekki yfir, og sömuleiðis að neðan, til þess að hún grafi sig ekki út, undir girðingunni. í hverri girð- ingu er dálítill trjálundur, til þess að hafa skilyrðin sem líkust því er dýrin eru vön. Annað þrengra áheldi er líka fyrir innan þessa girðingu og er tóan lokuð þar inni á nóttum. Ekki er tóunum

x

Þjóðin

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðin
https://timarit.is/publication/223

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.