Þjóðin - 02.01.1915, Blaðsíða 3

Þjóðin - 02.01.1915, Blaðsíða 3
3 hleypt saman nema einu sinni á ári, venjulega í janúar. Stærri refabúin hafa rafverk til ljósa og tryggingar gegn þjófum, sömuleið- is hafa þau dýralækni og nætur- vörð. — Refirnir eru fóðraðir á kjöti, ýmist alveg hráu eða lin- steiktu. Einnig fá þeir mjólk og egg, brauð, tvíbökur, kálmeti, ber og ávexti. Af því að það hefur komið fyrir, að verðmætir refir hafa dáið úr berklum, eru hafðar nákvæmar gætur á því, að alt kjöt og annað fóður sje heilnæmt og laust við alt sótt- næmi. — Af þessum 2500 refum sem nefndir voru, er nú reyndar ekki nema um helmingur at' þess- ari eiginlegu og hreinu silfurrefa- tegund. Hinn helmingurinn er ýmsar aðrar refategundir. Hjer á íslandi eru sem kunnugt er, að opnast mjög augu manna fyrir arðsemi refaræktar, þótt ekki jafnist íslensku refirnir við hina dýrmætustu refi annarsstaðar. Nú þegar munu þó vera til menn hjer álandi, sem græða jafnvelþús- undir króna á refarækt, t. d. sr. Sigurður í Vigur. Stjórnin þyrfti að safna sem fyrst skýrslum um þessa nýju atvinnugrein. Sögur af hryðjuyerkum stríðsins. Hvernlg þaer myndast. Að margskonar ógnir eigi sér stað í stríðinu er eflaust. En hroða- legri verða þær samt í frásögn- inni. Fréttaritari blaðsins »Poli- tiken* segir svo frá um hryðju- verkasögurnar frá vesturvígstöðv- unum: „Eg skal byrja með smásögu sem eg heyrði í Hollandi um þjóðverja: þegar þjóðverjar fóru í gegn um belgiska bæinn Watervliet heyrðist skot og einn þýskur liðs- foringi féll dauður til jarðar. Skot- maðurinn sást hvergi. En gömul kona sat þar á húströppum skamt frá með barn í kjöltu sjer. þjóð- vcrjar þustu þangað leituðu á kon- unni og fundu skambyssu. Hún var skotin þegar í stað. Belgir sögðu söguna þannig: þegar þjóðverjar fóru í gegn um Watervliet gekk fyrir þeim ðlvaður liðsforingi. Um leið og flokkurinn fór fram hjá gamalli konu sem sat á tröppu með barn í fanginu, tók liðsforinginn skam- byssu sína og skaut bæði kon- una og barnið í einu skoti og hlógu hermennirnir dátt að þessu afreksverki. þegar eg síðar kom sjálfur til Watervliet notaði eg tækifærið og spurði borgarstjórann þar um hvað satt væri í sögunni. En hann sagði að hún væri uppspuni frá rótum, því að hvorki hefðu bæjarbúar nje þjóðverjar hleypt af einu ein- asta skoti þar í bænum. Sögur þær sem gengu meðal þjóðverja um það að Belgarhefðu stungið út augun á föllnumlönd- um sínum, munu vera svona hjer um bil jafnsannar og hinar fyr- nefndu. En hitt er algengt að hrafnar leggist á valinn og kroppi augun úr föllnum hermönnum. Mun þar sú rjetta skýring. Álíka eru sögurnar um það að íbúar bæjarins Charleroi hafi lát- ið þjóðverja reykja vindla og vind- linga fulla af sprengiefni, til þess að þeir skyldu skaðast í andliti. Sannleikurinn var sá að þjóðverj- ar fóru inn í yfirgefna tóbaksbúð og tóku þar það sem þá lysti að reykja. En þar á meðal höfðu verið nokkrar öskjuraf vindling- um með óskaðlegu blossaefni í, sem notaðir eru við nýársglettur. »Sjálfstæðisleiðari.« Meginmálgagn „sjálfstæðisins“ birtir 21, þ. m. athugaverða rit- stjórnargrein! Hana ættu allir þeir að lesa í kjölinn, sem hafa unnið á móti „uppgjöf landsrjett- indanna“. Greinin á það skilið. þar segir meðal annars, að vjer höfum „ekkert á móti þvia að sjermálin sjeu borin upp í rík- isráðl(I). þessi klausa mætti berast sam- an við landsrjettarvörn Jóns Sig- urðssonar — við baráttu endur- skoðunarflokksins sem þetta sama máltól lifði lengstum á — við yfir- lýsingar allra frjáislyndra íslend- ingafram til þessa dags og ekki ’síst við stefnu Landvarnar í „sjálf- stæðisflokkinum“(!) En ekki nóg með þetta, Sama grein lýsir því yfir, að það sjeu aðeins afskifti ríkisþingsins(í) af sjermálum vorum sem hindri samkomulag nú milli konungs- valdsins og „sjálfstæðisins". Kraf- an um algert afskiftaleysi rikis- ráðsins sjálfs af sjermálunum — eins og heitið var íslendingum með Albertisstjórnarskránni — er ekki nefnd á nafn. Ef til vill hefur það ekki þótt henta vegna opinberu auglýsinganna frá Dön- um sjálfum, sem eru nú komnar fram um það atriði málsins — eftir að máltólið hefur að undanförnu haldið því sleitulaust fram, að engin afskifti af sjermálunum ætti sjer þar stað frá Dana hálfu.(I) Alt í alt er þessi „leiðari“ eitt hið merkilegasta skjal sem birst hefur frá þeirri hlið. — Nú er ekki lengur vönduð varan sem boðin er þjóðinni þegar verið er að troða undir fótum og bæla niður fylgi hennar við landsrjett- indin. Rannsókn tunglsins. ----Niðurl. þær aðferðir, sem menn hafa notað til þess að búa tii lands- uppdrætti af yfirborði tunglsins eru einkum tvær. Sú fyrri er sú, að teikna myndina á pappír í vissri stærð eftir því, sem menn sáu hana í svo góðum kíkjum, sem kostur var á. Sú síðari er, að taka myndir af tunglinu, ým- ist öllu í einu eða af pörtum þess og stækka þær og setja saman úr myndunum eina stóra. Sá sem hefur lokið við að gera fullkomnastan uppdrátt eftir fyrri aðferðinni er þjóðverji að nafni Julius Schmidt. Vann hann að því að teikna þennan uppdrátt í 34 ár samfleytt, árin 1840—1874, suður í Aþenu. Á uppdrætti þessum er tunglið 2 metrar að þvermáli og er mælikvarðinn 1 : 1.800.000, það er að segja, að 1 millimeter á uppdrættinum svar- ar til vegalengdar á tunglinu, sem er 1 kílóm. og 8 hundruð metr- ar. Árið 1878 var þessi upp- dráttur gefinn út á kostnað prúss- neska kenslumálaráðaneytisins. Menn geta gert sjer hugmynd um, hvílíkt verk þessi uppdráttur er með því að telja gígana á hon- um, frá stærstu hringfjöllunum og niður í minstu gíga. þeir eru samtals 32.8561 — Auk þess er urmull af fjöllum og öðrum lands- lagsbreytingum, sem ekki verður tölu á komið. Og alt er þetta gert með hinni mestu nákvæmni, sem kostur var á, og ekki ein- ungis merkt niður flöllin laus- lega, heldur eru teknir hjallar, hálsar og hæðadrög á sama fjall- inu og yfirleitt alt, sem augað sá. — En þó að þetta sje af bragðs uppdráttur í sinni röð, þá eru menn samt ekki ánægðir ogviija gera enn nákvæmari uppdrætti með þeim bestu tækjum, sem nú eru til. — Er það einkum í því skyni gert, að gcta sjeð síðar ÞJOÐlN meir, hvort nokkrar breytingar eigi sjer stað á yfirborði tunglsins. Menn væntu sjer mikils af ljós- myndalistinni, þegar hún fór að tíðkast, því að menn hafa tekið eftir því, að ljósmyndavjelar ná oft örsmáum línum, sem aug- að ekki sjer, en koma fram, þeg- ar ljósmyndin er stækkuð. En jafnvel þótt menn næðu allgóð- um ljósmyndum af tunglinu í gegnum sjónauka, þá kom það í ljós, að þær voru ekki nákvæm- ar í smáatriðunum, þegar þær voru stækkaðar. Og það er skiljanlegt af hverju þetta kemur. þótt oss virðist tunglið allbjart í góöu veðri, þá er það samt ekki nógu bjart til þess að hægt sje að ná af því augnabliksmynd. En það væri það besta, því að tungl- ið er á stöðugri hreyfingu, og sú hreyfing sjest því ,betur því stærri sem sjónaukinn er. í stærri sjón- aukum sjest tunglið liða áfram, hreint ekki svo hægt, og þarf ekki nema góðan landkíki til þess að sjá hreyfinguna glögt, ef kík- irinn er skorðaður fast. — Til þess að taka mynd af tunglinu þarf því ekki einungis að hafa vjelina opna nokkra stund, held- ur verður vjelin að snúast með tunglinu, eins og stjörnukíkar reyndar einlægt eru látnir gera. En það hefur ekki hepnast að smíða svo nákvæmt úrverk, að hreyfing þess sje fullkomlega eins jöfn og tunglsins. þess vegna verður alt það smæsta svo ó- greinilegt á ljósmyndunum. En öll stærri hlutföll í (ljos- myndunum eru þó nákvæm og rjett, og þess vegna hafa menn nú fundið upp að blanda saman báðum þessum umtöluðu aðferð- um og teikna ofan í stækkaðar ljósmyndir og fá þannig út alt það smæsta. þótt mikið verk sje búið að gera á þessu sviði og ryðja brautina, þá er talið ó- líklegt, að nokkrum einum manni endist aldur til að vinna þetta heljarverk. Einn vísindamaður í Triest, aö nafni Krieger, byrjaöi á að búa til uppdrátt, sem var nærri því helmingi stærri en Schmidts, en hann dó löngu áður en hann hafði lokið við hann. Árið 1892 fór annar maður að byrja að gefa út parta af tungl- uppdrætti, sem eru teiknaðir í nærri 9 sinnum stærra mæli- kvarða en uppdráttur Schmidts. Heitir þessi maður Ph. Fauth, býr nálægt Landstuhl og er í miklu áliti fyrir nákvæmni. En mikið kvað vanta á, að verki hans sje lokið. Notar hann þessa aðferð, að teikna ofan í stækk- aðar ljósmyndir eins og Krieger hafði byrjað á. Hjer er ekki rúm til að lýsa landslaginu í tunglinu, nema ef það yrði gert siðar í blaðinu. Flestum mun kunnugt, að það sem er einkennilegast við lands lagið þar, eru hin geisistóru og háu hringfjöll, sem strax má sjá móta fyrir í góðum landkíki. Af skugga fjallanna má mæla all- nákvæmt hvað há þau eru, og er það hæsta nærri eins hátt og hæsta fjallið á jörðunni, þaö heitir Curtius oger 8832 metrar að hæð. Hæsti tindurinn í Hima- layafjöllum er talinn 8840 metr- ar, svo að ekki er mikið á munum. ------- í r a r n i r. Litla herbergið var albjart. Ragnhildur sat við borðið og blaðaði í tímariti á Esperanto, sem hún skildii ekki — en þar var mynd af lienni sjálfri með grein um hana eftir einn helsta dul- könnuð Frakka. Föla stúlkan með stóru, móbrúnu augun, sem horfðu svo kynlega hvikult og þó djúpt út í eyðigeyminn, var að verða álfu fræg. Jeg er viss um, að þú ert besti miðill heimsim s, sagði Guðmund- ur, og rjetti úr sjer. Við meg- um vera stoltir af því drengir, að standa svo nærri því ókunna — ef til vill nær, en nokkrir aðrir jarðarbúar. Talaðu ekki þetta. Varaðu þig. Hvert orð okkar er heyrt, og hugur okkar lesinn, ekki einungis hinumegin, heldur sjálfsagt í Aust- urlöndum líka — sagði Jón, held- ur þurlega. Legðu tímaritið frá þjer, Ragnhildur. Við skulum sameinast í því, að hreinsa hjört- un fyrir alíri fordild og hjegóma- dýrð. í kvöld býst eg við ein hverju miKlu — úr því Tafías hefur ekki viljað tala til þín tvö seinustu skiftin. Hvernig skyldi standa á því? Ragnhildur skalf ljett og snögt eins og lauf, sem vindþot strýkst fram hjá. „Jeg veit ekki“, sagði hún og hálflokaði augunum. þeir þektu hana. Hún var að hverfa úr herberginu. Ljósið var slökt. Einn stóll var hreifður varlega, og svo varð alt kyrt. Aðeins heyrðust andardrættir á miðju | gólfinu, þungir og djúpir — af þremur. Ragnhildur lá sem dauð og tóm mynd, og beið eftir sínum eigin anda. Yfirjarðneska veran hennar var í óskiljanlegri fjar- lægð að sækja þrótt til þsss að skynja og breyta í mannsmál þeirri þekkingu, sem átti nú að streyma frá einum allra elsta íbúa íslands til þessara barna vors síð- asta tíma. Loksins braust ljósmóðan inn yfir myrkrið og Tafías talaði. „Jeg segi ykkur ekki trá því því nú, hvernig fór um þá fjöl- mennu þjóð, sem hjó út hellana á Suðurlandi og hafðist við víðs- vegan um landið. Og jeg á held- ur ekki að fara út i frásagnir um landnámsleitirnar miklu Irá Tyros og írlandi til „sólarsælu", nje þau rit og sögusagnir, sem bár- ust af þeim til Persa — og leiddu til margvíslegra rannsókna, og festu loksins Sóleyjarnafnið við þetta land. Misskilningur fræði- manna í Miklagarði og ónákvæmni þeirra olli því, að þetta hefur verið svo lengi í þoku fyrir vís- indamönnum síðarl alda. — Aðeins örfá orð í kvöld um síðari íra-flutninginn hingað á fyrstu öldum kristna tímatalsins. þeir komu hingað vel kunnugir um alla landshagi og sjóleiðir, og sigldu 200 skipum alls að fyrsta hafntæka firðinum sunnan og austan við land. þá var hjer orðið lítið íyrir af þjóðbræðrum þeirra, en það sem fanst ódrep- ið af styrjöldunum miklu var mjög blandið að blóði frá Austurlönd- um og lítið eitt frá kynstofnum vestan hafs. þessi síðari írabygð var lengi hamingjusöm og farsæl hjer í landinu. Fólkið dreyfði sjer fram með ströndunum vestur eftir, og skifti sjer sem jafnast niður. Víða eru enn merki þessara flutninga, og til sannindamerkis er mjer leyft að nefna tvent fyrir ykkur, jarðbundnu vinir mínir. Á Tóft- um í Grindavík munuð þið geta sjeð enn tvo járnkengi sem þeir bundu við skip sín suður þar — og á Mýrum í Álftaveri er stór hlemmur í jörð undir hleðslu eins útihússins í túainu, þar sem fal- inn er mikill fróðleikur um þessa íbúa Sóleyjar — sem þeir köll- uðu ísland sjálfir, eftir að „Sólar- sala“-*afnið úr púnversku máli var orðið afbakað að nokkru leyti og misskilið. Sambandinu við írland og aðr- ar Bretlandseyjar var haldið stöð- ugt við um rúma öld frá því er þetta síðara írska landnám var gert hjer, en um þær mundir var mikill ófriður í heimalandinu, og háði það mjög Sóleyjarbygð- inni, að menn voru sífelt kallaðir hjeðan, ýmist til þess að verja erfðamál sín á írlandi eða til þess að taka þátt í hernaði smákon- unga þar, bæði til sóknar og vamar á móti víkingum og móti yfirgangi innanlands. Snorraríki á þórsmörk hafði verið höggið út fyrir langa löngu þegar þetta gerðist. En síðan írsku innflytjendurnir ieituðu ekki svo langt þar inn í landið ogjeg sveimaði þar í kring án þess að nokkur menskur maður kæmi þangað áratug eftir áratugi Mjer þótti þar alt af svo fagurt að þar var jeg næst því að njóta mannlegrar, jarðneskrar gleðí. — Og íeS þekti sögu þess er ljet höggva Snorraríki — en hana læt jeg nú liggja mill* hluta. Svo leið og beið og hinn vold- ugi vilji ljet viðburðina byggja svo kallaða sögu þjóðanna, og þar með líka írska hópsins á ístandi. En hún er skráð í þremur hand- ritum sem jeg veit af — og enn er hjer til á íslandi nær þvj ólæsi- legt nú, grafið í jörð nálægt bæn- um á Ási í Holtum. það er líka alveg rjett sem sagt hefur verið eftir íslenskum presti einum, að skinnbók nokkur fanst hjer, sem geymdi merkilegar sagn- ir frá írunum. En sú bók var rituð eftir handriti þessara Sóleyj- arbúa og margt þar misskrifaó. þannig komu þeir fyr til íslands heldur en sagði í skinnbókinni. En Irahandritið sjálft er brunnið fyrir löngu norður í Skagafirði á smákoti einu, sem bókavinirnir íslensku heimsóttu aldrei. Af þessum þrem handritum, sem jeg veit af, eru tvö nú í út- löndum og er annað þeirra á þeim stað sem enginn lifandi maður mun nokkurntíma komast að því, vegna þess að það er ekki leyft. það handrit geymir þann fróðleik um fornmenning þeirra sem voru hjer á undan írum að það mundi raska hugsunarhætti nútímamanna of mjög. þar er kend aðferðin til þess að skynja fjóra heima yfir þessum, en bestu guðspekingar jarðarinnar geta nú að eins skynj- að þrjá aðra heima til fulls. þriðja handritiu var sent af Auði djúpúðgu til systur hennar í Wales — en enginn maður sem nú lifir veit af því og þó hefur það verið í einu helsta handrita- safni Bretaveldis í hálta öld. Hvernið handritinu var náð þaðan ssgi íeg ykkur ekki — því tím- inn er ekki kominn til allra þeirra hluta sem eiga að verða. En eitt gei jeg sagt ykkur til sanninda- merkis að brjef er til á Englandi sem Auður skrifaði þessari systur sinni og það brjef vissi Eiríkur heitinn Magnússon lærði í Cam- bridge vel um, þótt hann læsi það skki. Var það og er enn eign lávarðar eins sem er vel kunnur þar í landi að gömlum fróðleik. Handritið barst Auði í hendur með þræli einum sem strauk af suðurlandi norður í Eyjafjörð, en uppruni handritsins er sá að krist- inn maður, að nafni Dubthak, sem stóð á sínum tíma mjög framar- lega í Sóley að þekkingu um liðn- ar aldir, varð fyrir þeirri ógæfu að hann vann, hálf óviljandi, hrylli- legt glæpaverk. Var líflát lagt við því verki eftir lögum íra, og strauk hann frá heimili sinu i Fljótshlíðinni upp á þórsmörk. Átti hann mikla fjölskyldu eft- ir og einn af niðjum hans, sam- nefnflur, reisti löngu, löngu síðar býli það vestan þverár, sem heit- ir Dufþekja. Flóttamaðurinn komst upp í þórsmörk og var honum sent viðurværi á laun frá heimilinu — og hafðist hann þar við lengi í litiu jarðhúsi, sem hann gróf sjer út. þar sat hann öllum stundum viö samning þessa hand- rits sem jeg hefi nefnt, og var furðan öll hvað hann gat afkast- að miklu, svo illan aðbúnað sem hann átti. En einu sinni vildi svo til, að tveir útlendingur komu til þess að forvitnast um þenna hluta landsins — en Dubtkak var orðinn óvarkár af vana, og ljet eld vera uppi hjá sjer um hádaginn og sáu fylgdarmenn, sem leiðbeindu útlendingunum yfir vötnin, reykinn leggja upp af jarðhreysi hans. þeir sögðu til þessa í bygð- inni, og þá grunaði menn að þar mundi vera sá sem komist hafði undan hegningunni. Jeg sá hverju fram fór, og vissi að Dubtkak var bani búinn. En af því að jeg vissi, að fyrir þessa manns brjósti var hinn mestí fróðleikur ennþá óritaður, þá sló jeg óþreyju og ókyrð í huga hans og Ijet honum verða reikað upp að Snorrarikl. — Augu hans drógust að þessu ein- kennilega, forna steinbýli, og svo flutti hann alt sitt nóttina eftir upp í hcllinn — en þó byrgui hann fyrst jarðhúsið svo, að eng- in merki sáust. þá treysti jeg á mátt minn yfir dauðlegum mönnum, og læsti mig inn í vilja þessa ólífsseka einbúa og ljet honum hugkvæm- ast að kveikja í þurru laufi og lág, spölkorn frá jarðhúsinu. þetta varð honum til bjargar. þegar leitarmennirnir komu inn á mörk- ina sáu þeir skógareld mikinn og álitu að sólarhitinn, sem var þá steykjandi sterkur á hverjum degi, hefði tendrað laufið, og þaðan hefði reykurinn komið. Hurfu þeir frá eftir skamma stund, og var sakamannsins ekki leitað þar siðan. En Dubtkak ritaði verkið til enda og varð bráðkvaddur litlu síðar, er hann beygði sig eftir vatni við eina af kvíslunum. Blóðið steig honum til höfuðs og sprengdi stóra æð, svo að hann hnje í ána, en bein hans eru fyrir löngu uppleyst úti í Atlantshafl. Handritið fanst löngú síðar í hellinum og var varðveitt þangað til þræll sá, sem jeg nefndi áðan, stal því frá húsbóna sínum, er hafði fengið það að gjöf eftir mann austan úr Noregi, sem var á sínum tíma í för með Ingólfi Arnarsyni austur fyrir fjall. það handrit var eitt af bókum þeim írsku, sem nefnt er í land- námu — og það mun verða til mikillar þekkingar um Sóley, fagra, frjálsa landið mikla i úthafi — þegar tímans fyliing er kom- in“. Vesteinn. Alþingstíðindi. (Leiðrjettlng). „þjóðin“, 3, tölublað, skýrir frá því, að af Alþingistíðindum sje komin út 23 hefti af alls 25 heft- um, og ennfremur, að þeim fylgi alþingismannatal eftir mig. Hvorugt þetta er allskostar ná- kvæmt1), og vil eg með leyfi ýðar, herra ritstjóri, leiðrjetta það. þingtíðindin (umræðuparturinn) er að þessu sinni: 4 hefti um- ræður í efri deild, 1 hefti í sam- einuðu þingi, 8 hefti í neðri deild (með viðauka) og loks eitt lítið hefti efnisyfirlit, sem aðeins er byrjað á að setja, alls 14 hefti. Um viðaukann við þingtíðindin, sem hefur inni að halda: 1) Konungsfulltrúa, landsnöfðingja og ráðherra 1845—1914, 2, Al- þingismannatal eftir tímaröð og í stafrofsröð 1845—1915, 3)Em- bættismenn alþingis 1845—1914 og 4) Skrifstofustjóra alþingis 1875—1914, er það að segja, að þótt eg ætti upptökln að honum og fengi leyfi forsetanna til að birta hann, rjeði niðurskipun efnisins, og hafi að miklu leyti samið margar af skýringargrein- unum, þá er það hr. ættfræðing- ur Jóhann Kristjánsson, sem safn- að hefur öllum nöftiunum, dög- um og árum, og sjeð um sam- anburð á því. þá er mjer og skylt að láta þess getið, að herra landritari Klemens Jónsson hefur eftir til- mælum mínum Htið yfir eina próförk af viðaukaaum. og veit

x

Þjóðin

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðin
https://timarit.is/publication/223

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.