Þjóðin - 09.01.1915, Blaðsíða 2

Þjóðin - 09.01.1915, Blaðsíða 2
2 þ JÓÐIN Þ JÓÐIN kemur út hvern laugardag. Verð árgangsins kr. 2,50 auk póstburðar- gjalds. Útg.: Fjelagið Þjóðin. Ritstj.: Einar Gunnarsson. Afgreiðslan í Austurstræti 14, uppi opin virka daga kl. 10—4. Pdsthólf A. 26. Sími 77. Hvað á að gera? (Nl.). Jafnhliða því, sem þjóð- in gerir sjer ljóst ástand alþingis og heimtar að „skift sje um þing- menn“ verður hún að minnast þess, hver takmörk erusettvaldi alþingis og að þjóðin sjálf hefur hið óskipaða vald í almennu málunum. Af því leiðir, að eins og nú horfír við, verður þjóðin sam- híiða væntanlegum nýjum kosn- ingum, að efna til þjóðfundar. Staða íslands á þessum ófriðar- tímum er sú, að það er óverj- andi hirðúleysi af þjóðinni sjálfri, ef' hún lætur alt afskiftalaust um hin „ytri“ mál sín. Hvern dag svo að segja, sem yfir landið kemur, getur svo farið, að hing- að komi erlent hervald, ef ekki til þess að leggja ísland undir sig, þá til þess að annast „vernd“ landsins - og getur slíkt útlent vald jafnan fundið sjer ástæður til þess sem það hefst að, svo sem það, að hlutaðeigandi ríki geti ekki látið það afskiftalaust, hvort ísland komist í „óvina- hendur" eða ekki með allar þess ágætu herskipahafnir o. s. frv. Með annað eins þing eins og nú situr yfir landsmálum ogann- an eins valdaflokk eins og þann, sem nú er að spila trúðleik með landsrjettindin frammi fyrir Dön- um jafnt sem íslendingum, er ekki auðgert að lýsa því, hver ógæfa gæti orðið um framtíma- von og þjóðerni, ef þeir menn ætla að skifta við útlent hervald um stöðu íslendinga í þjóðafjelag- inu, sem standa hjer nú fremst að pólitiska loddaraleiknum. Allir vita, að þá væri æra, velferð og líf þjóðarinnar í höndum fáeinna aumingja, skoðanalausra, stefnu- iausra og þjóðernislausra, sem mundu ekki reynast erfiðir ef því væri að skifta. En eins og nú stendur, áður en þjóðin lætur heyra til sín, er það víst, að þessir hinir sömu herrar mundu álíta sig sjálfkjörna til þess að gera út um atkvæði íslendinga gagnvart slíku útlendu valdi — því það er eitt, sem prýðir vora fágætu löggjafarsamkomu, aö hún er jafn gersneydd allri hugmynd um það, hvert er valdsvið henn- ar, eins og um hitt, hvernig hún. á að nota það vald, sem hún hefur. þó óhugsanlegt sje, að vísu, að koma á þjóðfundi í svipan, hvað sem fyrir kæmi, þá er það afar þýðingarmikið, að þjóðin geri sjer ljóst — að hún hefur þetta vald. þingvallafundir eru nú lagðir nið- ur, því það þótti ekki hagkvæmt að láta rödd þjóðarinnar heyrast þaðan meðan „fulltrúarnir" voru að útbýta Dönum sneið eftir sneið af landsrjettindunum gegn valdi, metorðum og öðrum launum handa sjálfum sjer. En þjóðfund- arstofnunin er ekki gleymd úr huga íslendinga — hún þarf að eins að verða rædd og ákveðin opinberlega af almenningi. Og sje þvi haldið föstu, þá á þjóðin um- boðsaðila í þessu máli, það er í Rcykjavík. Borgarafundur hjer, sem lýsti yfir rjetti þjóðarinnar um hin almennu mál, mundi nægja til þess að kenna alþingi og beina útlenda valdinu að þjóð- inni sjálfri um úrslit þess, sem ætti að bera undir íslendinga í þessum efnum. Ef sú ógæfa skyldi henda ís- land, að Danmörk lenti í ófriðn- um, verða menn hjer á landi að snúast þegar í stað að stofnun þjóðfundar, hvað sem það kostar. því þótt Danir geti eins og nú er komið styrjöld stórþjóðanna verið voldugir og hættulegir ó- vinum sínum á landi og ef til vill við strendur Danmerkur, þá er það víst, að þeir geta ekki varið fsland. Að vísu mundi þá ekki bresta vilja til þess — því þeir mundu leggja alt sitt í söl- urnar fyrir stöðu sína meðal þjóð anna. (það gera allir um allan heim nema atvinnulöggjafarnir ís- lensku). En floti Dana verður ekki „talinn með“ svo langt frá heimastöðvunum, svo óþarft er að gera ráð fyrir nokkurri hjálp þaðan nema gegnum erindrekstur við erlendar stjórnir. þetta atriði, viðbúnaður þjóð- arinnar gegn útlendu hervaldi, er án efa það mikilvægasta af öll- um málum íslands eins og nú horfir við. það ætti þess vegna að takast alvarlega til íhugunar af öllum góðum íslendingum, þeg- ar þeir líta út yfir sitt eigið lífs- svæði sem einstaklingar og at- huga, hvernig málum þjóðarinn ar er komið undir ábyrgðarlausu, umboðsvaldslausu lögstjórninni á sjermálasvæðinu — sem er að reyna að berjast við að koma fyrir kattarnef seinustu lögvörn sögurjettar vors gegn ríkiseining- arkenning Dana. Skal hjer ekki frekar fara út í það, hvað á að gera, ef það skyldi bera að hönd- um, sem hjer er gert ráð fyrir — en að eins minnast á það, að sameinuð vernd flotaþjóða er þá lífsskilyrði fyrir þjóðerni vort og eignarrjett yfir íslandi, og þá vernd gœtum vjer fengið, ef þjóðin kæmi fram í einingu, og með viti yfir rústum allrar flokka- skiftingar hjer heima, sem lifir á sundrung um helgustu rjettindi íslands. þegar til þess kemur, að spyrja „hvað á að gera í stjórnarskrár- málinu" — þá verður þjóðin að greina hlutverk sitt í sundur. Fyrst er auðvitað að varðveita það frelsi og rjett, sem vjer höf- um á sjermálasvæðinu, síðan að bæta úr afglöpum þeim eftir föng- um, sem gerð hafa verið þar frelsi voru til meins og loks að sækja fram til fullkomins sjálf- stæðis um málin. Um fyrsta atriðið er það að segja, að sjálfsagt er að fylgja ráðherra Sig. Eggerz eindregið í því að hindra staðfesting stjórn- arskrárinnar. Hún er komin fram á móti orðum og anda gild andi stjórnarskipunar þannig, að aiþingi 1913 afsalar sjer ólög- lega atkvœði um meginatriði stjórnarskipunarinnar (samvinnu konungsins og löggjafarþingsins). þetta óheillaverk alþingis er svo tekið til endurbóta á þinginu 1914 með málamyndar yfirlýsing, sem allir fullvita menn vissu að var ógild, ómerk og ónýt til alls nema þess, að gera þingið og löggjöf þess að athlægi. Mála myndar-yfirlýsingin, „fyrirsláttur- inn“, átti ennfremur að berast fram fyrir konung þegjandi, að eins sem fylgiskjal með frv. — þó valdaflokkurinn hyrfi frá því áformi eins og áður er skýrt frá, eftir þing. Staðfesting trv. gat ekki farið fram á þann hátt, að vilja kon- ungs, sem hann ljet í ljósi eftir umboðinu, yrði breytt, það vissu allir og þeir menn líka, sem slógu því fram sjer til kosningafylgis, að þeir ætluðu sjer að fá inni- haldi boðskaparins breytt(l). þess vegna hlaut það að vera vitan legt ráðh. Sig. Eggerz, þegar hann fór frá íslandi með þeim hug, að bera fyrirv. íram á þann hátt, sem hann gerði, að frv. yrði felt frá staðfesting. þetta verða menn að hafa sícýrt fyrir augum, þegar þeir þakka Sig. Eggerz fyrir framkomu hans. Hann verður að bera ábyrgðina af því með samþingismönnum sín- um og þeim, sem vildu telja sig í flokki með honum á Jþingi 1914 — að ónýtt skjal var samið og sent með ráðh., ekki til þess að koma því fram -- heldur til þess að fá því framgengt, sem mátti og átti að gera á þinginu sjálfu — að breyta eða fella frv. þeir sem hjeldu á móti hvoru- tveggja, bæði umboðsútgáfunni 1913 og fyrirslættinum 1914, þakka Sig. Eggerz það eitt, að hann bjargaði landinu frá endur- staðfesting á rikisráðsneglingi Alberti’s eftir að refjarnar um það mál voru upplýstar — með öðr- um orðum, að hann varðveitti mótmœlarjett þjóðarinnar gegn svikræðinu 1903. En á hinn bóg- inn er krafa hans um sjermsla- stöðuna í ríkisráðinu ekki tekin alvarlega af þeim sem vita, að sú sjerstaða, sem við heimtum, verð- ur ekki veitt þar að lögum Dana sjálfra. — þeir sem standa frjáist að þessu máli og þurfa ekki að dylja sjáifa sig nje aðr-a neinni ósamkvæmni eða tvískinnungi um ríkisráðsdeiluna álíta það ekki nógu gott fyrir þjóð vora, að henni sje heimtaður rjettur, þar sem andstæðingurinn getur ekki, þó hann vildi, sint kröfunni. það er að sínu leyti málamyndar- krafa eins og fyrirvarinn var málamyndar yfirklór yfir afgiöp þingsins 1913. En þyngsta ábyrgðin, sem fell- ur í hluta Sig. Eggerz sem for- ingja valdaflokksins er þaö, að hann var samþykkur því stjórn- arskrárhroti, að ræða ekki á- greininginn um fyrirvarann á al- þingi. Fyrir þá sök eina gat kon- ungur spurt ráðherrann, hver vilji væri bak við hann á þinginu. það óheiilaverk alþingis mun ef til vill draga þann dilk á eftir sjer, sem fáa grunar. Meira of- beldi hefur aldrei verið beitt á móti þjóðinni, heldur en að dylja hana þess, hvað fulltrúarnir sjálfir meintu með fyrirsláttarhneykslinu. Bæði konungur og þjóðin hafa því óheimtan rjett um ábyrgð gegn þeim, sem ábyrgðin hvílir á fyrir það tiltæki. Yfirleitt verður það að segjast, að ráðh. hefur sýnt alt ofmikinn pólitiskan veikleika með því að skjóta sjer undir þögnina um gildi fyrirvarans. Og sama er að segja um í'ánamálið. Um það lýsir hann því yfir á „sjálfstæðis“-fund- inum, að „þar muni enginn á- greiningur vera“. þetta gerir hann í áheyrn þeirra, sem halda út aðalmálgagni „flokksins" — og hafa þar blátt áfram sagt, að nú væri ekki nema stundarbið á því, að fá fánagerðina, sem al- þingi vildi ekki taka — og troð- ið hefur verið upp á landsmenn nauðuga með blekkingum og ó- sannindum undir því yfirskyni, að hún gæti fengist hjá konungi, en hin ekki. Hjer skal ekki farið út í það, að ráðherra hefur ekki gert það, sem hann átti að gera, nefnil. að fylgja fram þeirri fánagerð, sem hann sjálfur og meiri hluti þings- ins vildi hafa — og láta • konung vorn vita, að það er ekki hans að velja oss fánagerð. það mál er íslenskt löggjafarmál og aló- viðkomandi konungi, nema ef hann hefði viljað láta landstjórn sína hjer leggja sjálfa fram frv. í þá átt. Öllu þessu hefði Sig. Eggerz auðvitað átt að halda föstu sem ráðherra íslands, og gera það að fráfararsök, ef konungur hefði viljað persónulega setja sinn vilja yfir vilja þingsins í þessu máli, því það var þess fullkomlega virði vegna virðingar og löggjafarstöðu alþingis. En út í þetta skal ekki fara frekar hjer. Hitt er meira en furðanlegt, að ráðh. skuli boða það, að menn muni nú ágrein- ingslaust leggjast undir bakvörð- ur þeirra, sem settu rauða dúk- inn til höfuðs fánamálinu, gáfu út blekkingabækling fyrir þúsundir króna af landsfje í því skyni — og urðu svo ósannindamenn að því að öllu búnu, að konungur vildi staðfesta hann þegar til kom. Af því, sem að framan er sagt, er það ljóst, að menn verða að fylgjast að um viðurkenning á því, sem Sig. Eggerz hjelt drengi- lega fram í rtkisráðinu, eftir að hann hafði snúið við blaðinu — og að menn eiga af alefli að berjast á móti þvi, að nokkur ís- lendingur fremji það verk, að lána nafn sitt til staðfestingar innlimunarkröfum Dana. En að öðru leyti er það óhæja, að hlaða meiri hluta stöðu undir þann flokk, sem hann hefur gerst for- ingi fyrir. Um það, sem bæta þarf úr fyrir afglapaverk stjórnar ogþingseftir 1874 í frelsismáli fslands, mætti rita langa bók. þar er hver silki- húfan yfir annari — grunnhyggn- in og ótrygð þingsins við sögu- rjett landsins, og framhleypin, ræktarlaus meðferð með stöðu- lagamálin gagnvart Dönum, af hálfu landstjórnarinnar. Hjer er að eins rúm til þess að minnast þess, al þar liggur mikið hlut- verk fyrir komandi alþingi, sem snúa vill við inn á þjóðlega braut með löggjöf og eftirlit með starf- semd stjórnarinnar. I þessu efni verður að gæta þess, að grund- völlurinn undir allri framsókn ís lendinga um frelsi gegn Dönum er það, að vjer eigum að hafa fullveldi í þeim málum, sem oss eru afhent 1871 — 1874 þannig, að þar stöndum vjer einungis undir konungi einum, en engum dönskum þegnum hans, hvorki ríkisráðherrum nje öðrum. Á þessari meginsetning verða allar gerðir vorar til bóta um glapræði fyrri þinga og stjórnara hjer heima um takmörk sjermálanna að byggjast á. Ekkert „eftirlit" frá Dönum um notkun sjermálafrelsis vors er sameinanlegt við vilja vorn og rjett í þessu efni. Að vera háður eftirliti er að vera ó- frjáls — og með „eftirliti" hefði ísland ekki „löggjöf og stjórn út af fyrir sig“, í þeim málum, sem lögin 1871 telja sjermál. Um framsókn vora til frelsis út yfir það sjermálasvæði, sem viðurkent er af Dönum 1871, er þess að geta, að hún liggur auð- vitað ekki svo mjög fyrir, meðan þjóðin er að reyna að bjarga sjer undan seinustu afglapaverkum al- þingis í stjórnarskrármálinu. það frelsi, sem vjer höfum nú, er því nær ónotað landinu til þarfa og virðist það allmikið hlutverk í sjálfu sjer fyrir þjóð vora, að kenna þinginu það fyrst um sinn, að beita löggjafarvaldinu hjer inn- anlands til góðs, en ekki til ills. En þegar til þess kemur, að sækja meira frelsi íhendurDana, heldur en þeir hafa viðurkent áð- ur, án þess þó að heimta algerða afhending allra hinna ytri mála til íslendinga, verður þess að minnast, að þjóðin hefur þar sjálf hönd í bagga með þinginu, þó það sje eðlilegt, að þinginu sje það falið af kjósendum landsins að halda þesskyns kröfum fram fyrir þjóðarinnar hönd. þaumál, sem gætu þar helst komið til greina bráðlega, er löggæsla á sjó gegn fiskiskipum og beinn er- indrekstur fyrir oss um verslun- armál á mestu markaðsstöðum ytra fyrir íslenskar vörur. — Eftir því, sem nú hefur verið tekið fram, verður þá frumskrá þjóðarinnar eins og stendur að hafa þingrof og þjóðfund og koma stjórnarskrármálinu í rjett horf — en hvað gera á í innanlands- málum, og hverjar lífsreglur þjóð- in á að leggja alþingi um þau, verður að takast til athugunar á öðrum stað. Einar Benediktsson. Leikfjelagið Hefur nú leikið Galdraloft við og við síðan á 2. í jólum og jafn- an fyrir fullu húsi, enda einkar vel leikið. Nú æfir það nýjan leik, Syndir annara, eftir Einar Hjörleifsson. Þefurinn af heimsstyrjöld- inni. (Útdráttur úr brjefi frá Sven Elve- stad til Dagbladet í Kristjaníu). Dunkerque i nóvember. það er snemma morguns, að eg er á ferli á járnbrautarstöð- inni í Calais. Herverðirnir eru enn á ferli. ínni á götum og torgum sje eg hermennina ganga fram og aftur með hendurnar krosslagðar yfír brjóstið og byss- urnar í olnbogabótinni. Aftur- eldingin er ekki orðin svo björt, að eg sjái litina í einkennisbún- ingum þeirra, en það blikar óglögt á byssustingina, þeir skima þreytulega í kring um sig. — En nú er nóttin að fjara út, og smátt og smátt verða kirkjuturnarnir og trjátopparnir greinilegri. Á gang- stjettum gatnanna glamra nú fóta- tak árrisulla erfiðismanna sem eru á leið til verksmiðjanna. Inn í hið gruggaða vatn hafn- arkvíarinnar renna nokkrir stórir kafnökkvar. þeir eru nýkomnir ú næturferðalagi sínu, og vatnið rennur utan af leirguáum hliðun- um. Heldur eru nú þessi víg- tól óásjáleg og Etil fyrir sjer, þegar þau iiggja svona kyr og skipverjar eru að klifra uppi á þeim. þeir eru þá einna líkastir skotnum nval með vömbina upp í lott, eða kænu á hvolfi. — Annað mál er það, þegar nökkv- inn er kominn á ferð og skip- verjar eru búnir að loka sig niðri. þá er eins og að færist eitthvert leyndardómsfult lífsmark yfir þetta járnhveli, sem nú er á leið til að læðast undir huliðshjálmi að bryndrekum og vígsnekkjum, og sökkva þeim niður á mararbotn. þegar eg var kominn inn í lest- ina sem átti að fara til Dunkerque, greip mig einhver einkennileg til- finning, sem styrktist því nær sem eg íærðist nær hinum miklu vígstöðvum. Alt hafði einhvern leyndardóms alvörublæ yfir sjer, það var eins og mjer fyndist, að í þessum vagni hlytu að hafa verið einhverjir ókunnir ferða- menn í leynilegum erindagerðum. Og úti sá jeg ekki annað en járnbrautarvagna og grá og alvar- leg andlit hervarða járnbrautarinn- ar Alt var svo ógeðslega þög- ult. En rétt áður en lestin fór af stað, komu inn í vagninn tveir belgiskir prestar á sama aldri og menn annars eru í herþjónustu. Feitir voru þeir og óásjálegir, og voru að blaða í bókum og masa um eitthvert atriði, líklega trú- málaefnis. — Hvaða guð ætli þessir kumpánar tilbiðji — hugs- aði eg með mér. — Er það sá sami og þjóðverjar dýrka, það er að segja sá einasti og sanni, eða er það einhver hernaðar-af- guð, sem eicki hefur ráðrúm til að hlusta á kveinstafi frá brenn- andi borgum og frá særðum sfnönnum og limlestum, fyrir klukknahringingum og þakkar- fórnum þjóna sinna. Nei, ykkur væri þá nær að grípa sjálfir sverð- in sem þið eruð að blessa, ef þið þá hefðuð nokkurn hug til þess! En hvað sem nú þetta stríð lætur oss standa hulið, þá mun það þó loksins ná að af- hjúpa þessa hræsnara, sem kalla sig eftirkomendur mannsins, sem rak út úr musterinu og sem bauð mönnum: Elskið hver annan! — Hvar er nú andi fyrirgefning- arinnar í hinu andlega svikafeni þessara guðlegu vopndýrkenda? — þessir eftirrennarar stíga út úr vagninum við Gravelines oghverfa þar tvístígandi yfir götuforina. Nú fyllist lestin alveg. það eru franskir hermenn, heill herflokkur sem á að flytjast austur á bóg- inn, eins og daglega gerist, að verið er að færa liðið úr • einum stað í annan á þessari afarlöngu vigslóð. þab eru 10 í mínum klefa. — Nú fæ jeg að kenna þefinn. Ekki sést hvar mætast stígvjel og buxur þessara her- manna fyrir leir, fæturnir á þeim eru eins og staurar sem dregnir eru upp úr leirmýri. Hinar víðu kápur þeirra eru seigar af gagn- tekinni vætu og óhreinindum. Hárið er samanlímt af gömlum svita og hangir í flyksum niður á ennið og niður undir stirðar auga- brýrnar og sárþreytt augun. þessi þefur sem af þeim leggur er mestmegnis moldarlykt, og minn- ir átakanlega á setninguna — „að jörðu skaltu aftur verða“. — það er eins og allar tilfinn- ingar þeirra sjeu að beinast að þessu eina, að verða eitt með mold fósturjarðarinnar, enda lenda þeir þar margir nú, og blandast saman við jarðveginn sem dreg- ur andan eftir árstíðunum. — Jeg rjetti þeim næsta appelsínuna mína. Hann kreistir hana fram og aftur en hefur ekki dug til að flysja hana. „Merci“! segir hann, og svo sofnar hann. í Dunkerque sje jeg aftur mann- inn með byssuna. Hver var hann? — Hann hafði orðið á vegi mtn- um í Calais, þannig að hann hafði búið á ttndan mjer í hótelsher- berginu sem mjer var vísað í. Svo kom hann inn til mín stein- þegjandi og sótti byssu sína og skotbelti sem hann hafði gleymt þar inni. Jeg gaf mig ekki að honum, en sá í speglinum, að hann sendi mjer mjög tortryggi- leg augnaráð. Nú er hann hjer í Dunkerque. Með vegabrjef mitt frá borg- arstjóranum í Calais hafði eg sloppið inn fyrir hervörðinn hjer í Dunkerpue og er nú kominn inn að Jean Bartstorgi, þar sem Poincaré forseti kvaddi Albert Belgakonung fyrlr 2 dögum. Jeg sje í næstu götunum feiknalang- ar lestir af hermönnum, sem verið er að flytja til á vígsléðinni. Lúðraflokkur blæs Marseillaisen og nú lifnar yfir göngulaginu hjá dátunum. — En nú finn eg aftur þer.nan sama þef frá því í lest- inni. Hann er eiginlega ekki ó- svipaður lykt af dauðum blóm- um, sem eru farin að fúna. — En nú kemur enn þá maður- inn frá Calais. Hann gengur út úr hóp nokkurra liðsforingja og fer hægt fast fram hjá mjer. Hann hefur auðsjáanlega þekt mig aft- ur. Honum finst jeg áreiðanlega eitthvað ískyggilegur. — í raun og veru er það ekkert þægilegt að láta vera að athuga sig á þenn- an hátt. Sá sem menn athuga sem njósnara er grunaður og sá sem er grunaður er oft hálf- dæmdur. — Hvað ætli hann segði, ef hann vissi, að á vegabrjefi mínu stendur, að jeg ferðist í verslunarerindum, en er þó alls ekki verslunarmaður. Á þessum stöðum og á þessum tímum er ekki ráðrúm til nákvæmra rann- sókna, og menn, sem eru að missa frændur og vini í stríðinu svo að segja daglega og búast við að röðin komi þá og þá að þeim sjálfum, eru ekki gefnir fyrir mikil umsvif í grunsömum mál- um. — Jæja, eg finn að það muni best að hafa sig á burt og hitta einn landa minn að nafni Solberg, sem er skipakaupmaður hjer. Jeg sá nafnspjald hans blasa við skamt frá brautarstöðinni- En sjálfsagt er einhver á hælunum á mjer. þegar jeg geng gegnum bæinn heyri jeg mikla dynki í austri, langt í burtu. það eru fallbyss- urnar á vígstöðvunum. — það er eins og einhver sje að berja að dyrum eystra þar. — Hver er það, sem vill komast hjer inn ? — það er keisarinn! — Fyrir hvern mun hefur hann sagt, þarna sepir hann heróp sitt

x

Þjóðin

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðin
https://timarit.is/publication/223

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.