Þjóðin - 16.01.1915, Blaðsíða 1

Þjóðin - 16.01.1915, Blaðsíða 1
Stœrsta stjórnmálablað hér á landi. Ódýrasta vikublaðið á öllu landinu. 1 1. árg, Reykjavík lauga daginn '.6. janúar I9I5, ,Eftirlit' Dana með sjermálunum. það var bæði ilt og broslegt, hvernig Alþingi tók undir það, er Alberti sveik það eða kúgaði, eða þó öllu heldur hvorttveggja, árin 1902 og 1903. Allir urðu að játa það, að ákvæðið um uppburð sjermálanna í ríkisráðinu væri þveröfugt við óskir og kröfur allra íslendinga fram að þeim tíma, og margir ljetu svo fyrst, sem þeim væri meinilla við á- kvæðið, og var það annaðhvort, ekki lengra en þá var liðið síðan „ríkisráðsfleygurinn" svonefndi hafði verið rekinn í stjórnarskrár- frumvarpið. En sú dýrð stóð ekki lengi. þessi þingár voru nokkurs konar meðgöngutími ís- lenskra stjórnmálamanna, þá var að skapast fóstur allrar þeirrar flónsku, sem síðan hefur verið sögð og framin í því máli, og stökk fultburða út úr höfðum feðra sinna þegar á þingi 1903. Endaþótttil væru á þingi 1902 svo miklir spekingar, að þeir vissu að þetta ákvæði myndi hafa meiri „theoretiska" en „praktiska" þýð- ingu (Guðl. Guðm.), teldu það vera „beina afleiðingu af búset- unni" og annað ekki (Guðj. Guðl.), lofuðu guð fyrir það, að nú væri ekki verið að „fleyga" (E. Pálss.) og vonuðu helst, að stjórnin hætti við þenna skratta áður en langt liði — þess var nú helst að vænta! —, þá voru þó ekki einu sinni þessir menn á- nægðir með það þá, og aðrir því síður, t. d. H. þorst., sem sagð- ist hafa orðið „bæði hryggur og reiður", en þó einkum Sighv. heitinn Árnason. það var meira en meðalskömm fyrir alla lög- fræðinga þingsins, að hann einn, ólærður karlfauskurinn, skyldi verða til þess, að segja rjett til um það, hvað um var að vera, eins og vikið mun að síðar, þótt ekki hefði hann þrek tilþess, að brjótast móti straumnum og greiða atkv. á móti frv.; en hann var líka eldri en þeir árgangar manna, sem landið hefur versta átt síðan á Sturlungaöld. En á þingi 1903 er vitleys- an aftur á móti búin að fá á sig fastara form og orðin magnaðri miklu. Gegn rökum landvarnar manna dugði ekki að samþykkja ósómann með opinberum sam- viskunnar mótmælum, eíns og gert hafði verið árið áður, og því var það nú fundið upp alt í einu, að svikaákvæði Albertis væri eig- inlega alveg eðlilegt og jafnvel heppilegt, og sökum skorts á öðru illindaefni rífast þá flokkar þingsins um það, hvorum þeirra beri heiðurinn fyrir það, að hafa höndlað þetta hnoss fyrir fóstur jörðina! þá vill landshöfðingi helst svara sem fæstu landvarn- arræðu Sig. Jenssonar í efri deild, og ber það fyrir sig, að hún sje „kritik á nefndarálitinu", en fram- sögum. nefndarinnar, Kr. Jónsson, vill komast hjá því, að svara henni, með því að hún hafi verið „spurningar til landshöfðingja". En sjálfir eru þessir tveir menn ósamdóma um smáatriði eins og það, hvort íslandsráðherrann verði nú eiginlega meðlimur ríkisráðs- ins eftir stjórnarskrárfrv., eða ekki! þegar hjer er komið sög- unni, er þingið komið svo langt á leið, að það hrífur ekki einu sinni, þótt Valtýr gefi því það inn í „matskeiðum", að það geti orðið „bagalegt og jafnvel stór- hættulegt", ef einn maður o: ís- landsráðherrann tilvonandi, komi fram hverju sem hann vill hjá konunginum, og þvi sje það al- veg rjett, að danskir ráðherrar hafi eftirlit með og áhrif á með- ferð sjermálanna í ríkisráðinu !! þarna setti Valtýr nefið á krakk- ann, þetta var fylling tímans fyrir íslenskt stjórnmálaóvit, því að þessi „eftirlits"-kenning ersenni- lega hið danskasta, sem nokkurn tíma hefir verið haldið fram gegn rjetti íslands, og skal það nú at- hugað nokkuð nánar. Meira. Lög Islands, 2. hefti kemur út í dag. Landsbankinn með útbúum hans hefir nú sett á stofn nýja deild við sparisjóðinn, þar sem ávísa má -x*- á innistæðuna. ->^- ""^^v^^ Geta þeir sem óska, fengið sér ávísana bækur hjá Landsbankanum og útbúum hans, og lagt fé sitt í þá deild. Landsbankinn tekur því við fé til ávöxtunar: 1. í venjulegar sparisjóðsbækur 2. í sparisjóðsbækur, sem ávfsa má á 3. á innlánsskírieinl 4. á hlaupareikning og 5. gefur úi sparimerki fyrir bðrn. Stjórn Landsbankans. Emkennilegur maður andaðist úr lun^nabólgu 18. f m. að Arnarvatni við Mývatn, Sig- urður Einarsson að nafni. Hann var fæddur í maí 1854 að Haga- nesi og ólst þar upp til ferming- araldurs, en eftir það var hann á ýmsum stöðum í fjórum sý^lum hjer norðanlands. Var því víða þektur og víst alstaðar að góðu, því hann var hrekklaus, hollur og trúr sem hjú, einkar velvirk- ur á alt, sem hann lagði hönd á og hlúði sjerstaklega vel að öll- um skepnum, sem hann hirti. Móður sína misti hann, þegar hann var á öðru ári, en er hann var 19 ára misti hann föðursinn voveiflega. Systkini Sigurðar, sem á legg komust, voru 9 og lifa nú 4 af þeim: Gamalíel bóndi á Sjávarlandi í þistilfirði, Guðfinna gift kona í Skagafiröi, Ólöf kona Sveinunga í Ásbyrgi og Guðrún sagnfræðiskona á Húsavík. Sigurður sál. var einkennilegur að ýmsu leyti, sjerstaklega hvernig hann hagaði orðum sínum. það var eins og hann drægi upp rósir með málinu okkar „mjúka og ríka" og það svo meistaralega, aö unun var á að heyra. Vakti hann á þann hátt margan hlátur. Enda runnu ættarstoðirnar að hon- um til þess á báða bóga, 'því langamma hans í föðurætt var Ólöf systir Benedikts Gröndals eldra, og amma hans í móður- ætt var alsystir Sigurðar Brennis, sem mesta orðkringi tamdi sjer á sínum tima. — Frá því Sig- urður misti föður sinn var hann einstæðingur alla æfi og aldrei við kvenmann kendur. Hahn var jarðsunginn á Skútustöðum 22. f. m. af sjera Sigurði á Ljósavatni að viðstöddu fjölmenni. þar hjelt og Jón Stefánsson á Litluströnd (þorgils gjallandi) minningarræðu eftir hann, einkar sannorða og hugljúfa og Sigurður Jónsson á Arnarvatni flutti kvæði. Si. St. Norðurland. Hagenbeck og bresku blöðin. Bresku blöðin hafa fengist tals- vert um hungrið, sem ríkja ætti í Hamborg, og sagt um það ýms- ar sögur. En fregnir þær, sem ameríkanskt blað flytur um þetta (eftir enskum skrifum), eru þó hvað hroðalegastar: Hungursneyð átti að ríkja í Hamborg, brjóstmylkingar deyja þúsundum saman af mjólkurskorti. Til rttstjórnar „Hamb.Fremdenbl.a áttu að koma daglega tugir þús- unda af beiðnum um brauðbita, og það kæmi út með sorgarrönd til þess að vekja heldur með- aumkun hinna efnuðu. Breska blaðið „Standard" hef- ur sjerstaklega skýrt frá ástand- inu í dýragarðinum í Stellingen. Segir blaðið, að breskur maður, sem unnið hafi í dýragarðinum, hafi sloppið til Lundúna og hafi blaðið þær upplúsingar frá hon- um, að bræðurnir Heinnch og Lorenz Hagenbeck sjeu báðir fallnir í ófriðnum, og dýragarð- urinn sje nú sem auðn ein. Flest dýrin sjeu annaðhvort dauð úr hungri eða hafi verið slátrað, og að í þeim sárfáu ljónum og tígris- dýrum, sem enn sjeu lifandi, sje lífinu haldið með því að gefa þeim til átu mjög sjaldgæfar og dýrar antílóputegundir, og slöng- 6. ibl. ur og höggormar æti ivað annað. Nú haf'a bræðurnir Hagenbeck líst yíír því, að þeir sjeu enn í tölu lifandi manna og dvelji í Stellingen eins og áður við bestu heilsu og vellíðan. Andmæla þeir því harðlega, að nokkur svelta sje í dýragaröi þeirra, heldur hafi þvert á móti verð á æti handa rándýrunum læskað siðan ófrið- urinn hcfsí og miklu hægra að afla þess, og hafi þeir getað trygt sjer fóðurbirgðir, svo að svelta sje alveg útilokuð. Dýrin tái daglega sitt venjulega fóður. Eina breytingin, sem sje orðin, sje, að aðsóknin að garðinum sje minnl. Akureyri i gœr. Bæjarstjórnarkosning á Akur- eyri er ný farin fram og hlutu kosningu: Erl. Friðjónsson trésm. 140 atkv. St. Stefánsson skólam. 112 — Erlingur er bróðir Guðm. á Sandi. Stefán var endurkosinn. Björn Líndal fékk 100 atkv. Bæjárstjórnarkosning á Seyð- isfirði. Eyólfur Jónss. útib.stj. 130 atkv. Sig. Jónsson framkv.stj. 108 — Söngskemíun hjelt hr. Kr. Möller frá Blöndu- ósi á Akureyri nýlega. Söng hann þar gamanvísur um ráð- herra. Jafnaðarmenn á Akureyri eru að* koma upp með sjer fjelagsskap til þess .að hafa áhrif á alþingiskosningar. Raffýsing Akureyrar kostar eftir áætlun Jóns þor- lákssonar 120 þús. krónur. Veikindi ganga mikil á Akureyri og grend, er það hettusótt, kláði, lungnabólga o. fl. Mænubólgan hefur ekki útbreiðst meir. f Soffía Jónsdóttir elsta kona á Akureyri, er ný dáin. Steinkudys. Undanfarið hefur verið tekið allmikið af ofaníburði hjá Steinku- dys, og tór því Matthías forn- menjavörður nýlega þar upp eftir, að sjá hvort ekkert sæist til kistu Steinunnar. Var þá búið að grafa að henni og gaflinn farinn úr. .Ljet nú Matthías grafa kistuna upp, var 1 lU alin niður á hana. Var hún flutt niður á Fornmenja- safn. Svo segir frá í Vísi í gær: Nú hefir kistan verið opnuð, og kom þá í ljós, að bein Stein- unnar voru orðin mjög rotin, en sást þó vel fyrir þeim flestum, og mátti af þeim sjá, að Stein- unn hafi tæplega verið meðal- kvenmaður að vexti og kemur það heim við sögu Sjöundaármála. Einnig mátti sjá af lögun höfuð- kúpunnar, að hún hafi verið fríð kona yfirlitum, — tannsmá hefir hún verið með afbrigðum. Strax sáu læknar þeir er bein- in skoðuðu, að lík Steinunnar hafði verið krufið. Hafði höfuð- kúpan verið söguð sundur rétt fyrir ofan augnabrúnir. Viðvíkjandi því atriði, var leit- að í skjalasafninu og fanst þá í dagbók landlæknis Klog, skýrsla um að lik Steinunnar hafi verið krufið 31. ágúst 1805, kl. 3 e. h., 6 stundum eftir andlát hennar, Er s;<ýrslan ail tartejj; i i :- skoðunina og þess get .5, a í -;; v- ert hati sést á líKinu, annað sn blóð mikið á heila þess og noíí'< uð í brjóstholi; og er að síðustu sú ályktun gefin, að Steiuunn hafi dátið úr slagi, er hafi or- saksat af geðshrærina;u. Hár í'anst eKkert, en eftir sög- unni át.'i Steinunn að hara verið hárprúð kona Bendir það til. að annaðhvort neí'ir hár verið klift af henni, þá hún var orðin fangi, eður af líki hennar er krufið var. Nú hefir verið ákveð ð að jarða beinin ásamt kistunni, sem mjög var orðið fúin. Hefir kasaa ver~ ið slegið saman utan um hana og lokað. Ljósmyndir voru teknar af kist- unni og beinunum. Hrafnkell. Vélbátur ferst í Eyjnm. Vélbáturinn „Fram" fórst í Vestmannaeyjum áfimtnd.meðallri áhöfn. 5 menn druknuðu. For- maður skipsins var Magnús þórð- arson, lætur eftir sig konu og 4 börn ung. Hann var dugnað- armaður hinn mesti, ættaður frá Ámundakoti í Fljótshlíð. Háset- ar voru Ágúst Sigurhansson úr Vestmannaeyjum, Björn Eyjólfsson frá Skála undir Eyjafjöllum, Arn- kell Thorlacius frá Bakkafirði og Helgi Halldórsson ættaður úr Hafnarfirði; lætur eftir sig konu. Báturinn var vátrygður fyrir um 6000 krónur i vátryggingarfélagi Vestmannaeyinga, en samábyrgð- in ábyrgist helming upphæðar- innar. Slys þetta vildi til við Sléttu- Klöpp svo nefnda, sem er skamt frá landi, en lending þar er ill mjög og skall brotsjór yfir bát- inn og fylti hann. Flekar og brot af bátnum rak t gærkvöld, en engir af mönnunum voru fundnir í morgun kl. 10, er vér áttum tal við Gísla Johnsen kon- súl, og taldi hann tvíbent að lík in ræki, þar sem straumur mik- ill væri við Sléttuklöpp er skola mundi líkunum út. Menn telja að slysið hafi með- fram stafað af því, að bátnum hafi verið siglt of nærri landi. Smávegis, (Úr þýsku tímariti). Verðiag á ambáttum f Marokkó. Svartar ambáttir, sem opinber- lega eru seldar á torgum í Mar- okkó, fást fyrir 100— 150kr. eftir gæðum. En ljótar eru þærflest- ar og lítið eigulegar. — þess vegna verða þeir, sem vilja ná í úrvals vöru, að fara heim til þrælasalanna. þar fást negrastúlk- ur, sem rænt hefur verið á her- ferðum og jafnvel talsvert af hvtt- um konum austan úr Tyrkjalönd- um. — þrælasalinn veitir kaup- ahdanum te og ganga ambáttir þær um beina, er til sölu eru, til þess að kaupandinn eigi hægra með að átta sig á þeim. Ein kem- ur með teið, önnur rjettir sykur, þriðja kökur, fjórða kemur með handlaug, sú fimta með hand- klæði o. s. frv. — Verðið er þetta frá 400 til 1200krónurvenjulega, en úrvals Tyrkjastúlka kemst þó stundum upp í 1500 kr. og er hún þá ekki einungis falleg held- ur líka vel upp alin, kann heil- r greinir úr Kóraninum og í i el ýmislegt fleira. Ónaeðissöm fegurð. Flestar stúlkur vilja vera sem fallegastar, en sumar hafa þó fengið nóg af því góða. Á átjándu öld voru á Englandi þrj r systur að nafni E 1 í s a b e t, María og Kitty Gunning, þær komu 1750 frá írlandi og voru svo fallegar, að þærætluðu að gera Lundúnarbúa alveg óða. Ekki skorti göfug tilboð um eig- inorð, og giftust að minsta kosti tvær þeirra lávörðum. E.i hvar sem þær gengu úti urðu her- menn að vera á haelunum á þeim og verja þær fyrir hnýsnl fjöld- ans, sem einlægt safnaðist utan um þær. þá hafði hin fagra greifafrú C a s t i g 1 i o n i frá Florenz ekki vakið litla aðdáun. þegar hún kom inn á hirðdansleik hjá Napo- leoni III. vakti hún slíka eftir- tekt, að allur dans hætti sam- stundis og hljóðfærin þögnuðu í miðju lagi. Gestir, þjónar og hljóðfæraleikarar þyrptust að til þess að skoða fegurðina. — þeg- ar hún kom til London, þá hjeldu menn njósnum fyrir það, er hún færi í leikhúsið og slógustþáum aðgöngumiða sem óðir væru. í leikhúsinu stóðu á henni allir kíkjar og menn klifruðu upp á stóla og bekki til þess að koma auga á hana. Stulka nokkur í Marseille á Frakklandi að nafni Julie Dur- r i e r var svo fögur, að það var einlægt heil halarófa á eftlr hennt hvar sem hún gekk. Veitingi- maður nokkur náði í hana, því að hún var ekki mikils um kom- in og rjeð hana til þess að standa á bak við borðið hjá sjer í veit- ingasalnum. Fyrstu dagana gekk alt vel, aðsóknin óx og veitinga- maðurinn hlakkaði yfir þessarí ágætu hugmynd sinni. En hann fjekk brátt ofmikið af því góðt. Aðsóknin varð alveg hamslaus, menn ruddust inn og scttu alt um koll, stóla og borð. þegar farið var að varpa út þeim áfjáð- ustu, lenti alt í uppnámi og alt var nú brotið og bramlað. Stúlk- an slapp út um bakdyr, en lög- reglan kom og ruddí salinn og lokaði veitingahúsinu. Miklar sögur ganga af stúlku í Toulouse, sem kölluð var „Paula hin fagra", og var uppi í lok 16. aldar. Menn og jafnvel konur líka eltu hana á röndum og lentl oft í skæðu handalögmáli út af henni og komst hún sjálf oft með naumindum undan. — Lðg- reglan varð að blanda sjer í mál- ið og bannaði henni að sýna sig á götum uti nema á vissum tím- um, og varð þá það fólk, sem vildi fá að horfa á hana, að raða sjer meðfram götunnt, þar sem hún gekk. það var að eins tvisvar í viku, sem þessi sýning fór fram og stúlkan var sjálf sú eina, sem ekki var hrifin, fullyrtu menn. Mokafli í Eyjum Ógrynnin öll af fiski eru nú upp undir landssteinum í Vest- manneyjum, 14,þ.m. fékk einn mótorbáturino hátt á 3. hundrað, þrátt fyrir of- viðrið. Gæftir hafa verið mjðg stirðar, en í dag er þar þó all- gott sjóveður.

x

Þjóðin

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðin
https://timarit.is/publication/223

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.