Tímarit Hins íslenzka bókmentafélags - 01.01.1880, Blaðsíða 23
23
neitt um þetta efni í forspjallsritinu. Ef höfundurinn
hefði gefið sér tóm til að hnýsast eitthvað í keltnesk
kvæði, þó ekki væri nema Taliessin eða Merdwin, þá
mundi hann finna, að alt þess konar er svo ólíkt Eddu-
kviðunum og öllum fornkvæðum vorum, bæði að formi
og innihaldi, að ekki getur verið um nokkra samlík-
ing að tala. Vér getum raunar ekki neitað því, að
samganga Norðmanna og íslendinga við Keltana hafi
haft nokkur áhrif, en þau voru mjög lítil í samanburði
við alt hitt, sem vér þekkjum um fornlíf vort, og þau
dæmi, sem höf. kemur með, eru í rauninni mjög fá
og öll á stangli. J>að sannar ekkert, þótt einhver
hafi samansett örnefna- og fugla-þulur; þetta get eg
elcki kallað neinn lífsanda, sem gangi í gegnum eða
grípi inn í alla heild fornaldarinnar. þ>ar að auki er
eigi unt að sanna neitt eða segja neitt áreiðanlegt í
þessu efni. það lítur jafnvel út sem sálarlegur afkára-
skapur (psychologisk Absurditet), ef aðrir en íslending-
ar hefðu ört þulurnar um árnar. f>að eru taldar upp
eintómar erlendar ár, einnig norskar og sænskar, en
engin íslenzk. Engu skáldi mundi hafa dottið í hug
að telja upp ár síns eigin lands, en hið útlenda þykir
mönnum þörf á að telja upp. Enginn íslendingur hefir
heldur saman sett íslenzk eyjanöfn; en þetta eðli eða
þörf andans, að vilja endilega minnast á og draga
fram hið erlenda og annarlega, það er einmitt psycho-
logisk sönnun fyrir því, að Islendingur, en enginn
Norðmaður, hefir einnig sett saman eyjaþulurnar (Snorra
Edda ed. Arna-Magn. Vol. II, 493—494). Sama erað
segja um fuglaþulurnar og fleiri þulur. Mörg örnefni
geta verið komin frá Bretlandseyjum inn í þessarþul-
ur, en vér munum þó geta sýnt að minnsta kosti eins
mörg nöfn, sem eru tekin annarstaðar frá, og það
vita allir, hversu víðförulir Norðmenn og Islendingar
voru, og að þeir fengu hugmyndir sínar víða frá, bæði