Tímarit Hins íslenzka bókmentafélags - 01.03.1880, Page 33

Tímarit Hins íslenzka bókmentafélags - 01.03.1880, Page 33
97 er víst, að ekkert hefir borið á þéssu enn, eins er það víst, að þrátt fyrir Ameríkuferðirnar hefir Evrópu- mönnum fjölgað, en ekki fækkað (1833 eru taldar 230 millíónir; 1875 voru 300 millíónir og meira til í Evrópu1). — Annars geta þjóðir sömu kynkvíslar verið mjög marg- víslegar; sést þetta meðal annars á Austur-Indlandi: Róhílaþjóðirnar fyrir sunnan Ga.ngá eru ljósleitir menn, ogbyggja bæði á flatlendum og íjöllum uppi, þar sem kaldara er; í kring um þá eru Nepalsmenn, svartir að lit, þar eru og gulleitir Marattar og dökkbrúnir Ben- galar, og eru allir einnar og sömu kynkvíslar. Jafn- vel Kákasusmenn geta verið svartir á hörund, og eru þeir þannig á Malabarströndinni; Negrar geta ogver- ið gulleitir, Móngolar brúnir, o. s. fr.2 þ»að hefir verið sýnt og sannað, að deiling hita og kulda hefir lítil áhrif á skeggvöxt og hárvöxt manna; fæða og lifnaðarháttur gjörir og lítið til, en þótt mis- munur bæði á þessu og náttúruhlutföllum geti valdið nokkrum breytingum: aldrei breytist ein kynkvísl í aðra kynkvísl, eða að minnsta kosti hefir enginn séð það eða reynt. Tegundarbreytingar eða afbrigði geta orðið á mönnum og dýrum, eins og vér sjáum til að mynda á hrossum, sauðfénaði og nautpeningi, hænsn- um og fleiri alifuglum: þar er áþekkur mismunur og á þjóðernum sömu kynkvíslar, og þessar blendings- ættir dýranna eru æxlunarfærar fyrir alla framtíð. Vér getum raunar eigi ætlazt til að sjá æxlunarfærar og varanlegar kynkvíslir ganga fram af sameiningu fárra ’) W. P. Volger, Handbuch der Geographie, Hannover 1833. I. Bd. bls. 28. Klöden, physische Geogr. bls. 1292. polit. Geogr. i. Bd. bls. 26 (1873 og 1874), ‘) Xiassen telcur frara, að þessi mismunur á litarhættinum innan sömu kynlcvislar sýnist vera á móti lögum náttúrunnar, og að hér þurfi nákvæmra rannsókna við (Ind. Alterth.K. I, 478 [400]). Xímarit hins íslenzka bókmentafélags. I. 7

x

Tímarit Hins íslenzka bókmentafélags

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tímarit Hins íslenzka bókmentafélags
https://timarit.is/publication/228

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.