Tímarit Hins íslenzka bókmentafélags - 01.07.1882, Síða 66

Tímarit Hins íslenzka bókmentafélags - 01.07.1882, Síða 66
202 J>orkelssonar, skal jeg fúslega játa, að með þvi verð- ur full hugsun í vfsunni; en sumpart fæ eg eigi sjeð, að þær verði leiddar út úr handritunum, og sumar virð- ast mjer óþarfar. fað er þá fyrst, að hann vill breyta : „mál er“ í fyrsta vísuorðinu í „málreifr"'. Eins og áður er tek- ið fram, er þetta „mdl er“ f engu þvf handriti, sem hinir síðari útgefendur sögunnar hafa haft fyrir sjer ; það er að eins í Hólaútgáfunni 1756, og verður eigi sjeð, hvort það eru smfðar útgefandans eða það hefur staðið í því handriti, sem hann hefur haft fyrir sjer. Jeg verð þó að ætla, að það hafi staðið f þvf handriti, og virðist mjer það mega til sanns vegar færast, og hugsun Glúms hafi verið sú, að nú væri sá tími (mál = tími) kominn, eða að þá væri svo fyrir sjer komið, að hann mundi eigi framar lifa marga sældardagana; þó er sá galli á, að þá vantar eiginlega samtenging- arorðið „at“ á undan „munaftí, og það hefur útgefand- inn 1786 sjeð. Jeg er samdóma dr. Jóni jporkelssyni í því, að viðkunnanlegra væri, eptir því sem á stend- ur, að einkunn væri höfð fyrir „mál eru; en hafi þessi orð staðið í handritinu, þá er eigi líklegt, að það sje ritvilla fyrir mdlreifr; þvf að bæði er það, að það er eigi liklegt, að sá, sem skrifaði handritið upp, hafi lesið svo skakkt hið eldra handritið, sem hann skrif- aði upp eptir, að hann hafi lesið er fyrir reifr, og auk þess virðist málreifr eigi eiga vel við; því að í því felst hugsun um gleði; en það er eigi líklegt, að það hafi verið mikið gleðibragð á Glúmi, er hann kvað vfsu þessa. Ef jeg ætti að geta til einhvers, þá vildi jeg heldur geta til, að „Mál er“ væri aflögun úr „mál- örr“; því að það er hægt að ímynda sjer, að skrifar- inn hafi lesið er fyrir örr eða ör, eða rjettara sagt, að hafi örr staðið í eldri handritunum, þá hafi hinir

x

Tímarit Hins íslenzka bókmentafélags

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Hins íslenzka bókmentafélags
https://timarit.is/publication/228

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.