Tímarit Hins íslenzka bókmentafélags - 01.01.1886, Page 102
102
5>að litur út fyrir, að skólanum hafi fyrst lengi
framan af verið stjórnað eptir þeim reglum, sem bisk-
upinn sem yfirumsjónarmaður og skólameistarinn hafa
viljað vera láta; en 5. maí 1743 kemur út tilskipun um
skólann löng og nákvæm í 70 greinum1. f>ar er ná-
kvæmlega ákveðin staða og samband kennara og læri-
sveina. Biskup átti aðskipa rektor upp á væntanlegt
samþykki konungs og vera vandur í valinu. Rektor
skyldi vera valinkunnur maður, guðfræðiskandidat frá
Kaupmannahafnarháskóla, þekktur að dugnaði, sið-
prýði og guðrækni. Hann mátti vera giptur, en eigi
hafa annað skyldulið í eptirdragi en konuna, nema
með fúsu leyfi biskups og ráðsmanns. Konrektor
skyldu biskup og rektor velja í sameiningu. það átti
líka að vera valinn maður að siðgæði og lærdómi, og
mátti vera giptur með sömu takmörkun og rektor.
Dómkirkjupresturinn átti að hafa eptirlit með skólan-
um og áminna um siðgæði og reglusemi. Hann átti
og að æfa efribekkinga í guðfræði, vera við yfir-
heyrslur og próf o. s. frv. Til þess að vera dómkirkju-
prestur átti því að velja einhvern merkasta og ráðsett-
asta klerkinn, sem völ var á. Dómkirkjuprestur og
rektor skyldu jafnir að virðingum.
Að því, er skólapiltana snerti, skyldu eigi nema
hinir fátæku fá kauplausa kennslu og skólakostnað, og
þó því að eins, að þeir væru gæddir góðum námshæfileg-
leikum og væri auk þess iðnir og reglusamir. í Hóla-
skóla var 16 slíkum lærisveinum ætluð kauplaus
skólavist — í Skálholti 24 —; sumir, sem efnalitlir voru
en þó ekki örsnauðir, skyldu fá helming skólakostnað-
arins gefins. peir piltar, sem efnaðir væru og borguðu,
1) Hist. ecol. P. Pjeturssonar bls. 5—28, og collegial-brjefabók
biskupsdæmis.