Tímarit Hins íslenzka bókmentafélags - 01.01.1886, Blaðsíða 103
103
skyldu hafa i öllu sama viðurgjörning og hinir, semf á-
tækir væru og ekkert borguðu. Kennarar skyldu umfram
allt gjalda varhuga við því, að láta vináttu eða persónu-
lega óvild koma fram í nokkru við piltana. Til inntöku í
skólann útheimtist að kunna vel að lesa og nokkurn-
veginn að skrifa, og að hafa góða vitnisburði. Allir
skyldu piltar vera komnir að Hólum á Mikaelsmessu
og skyldi skóli settur daginn eptir með bænum og á-
kalli til guðs, og að því búnu skyldi biskup eða annar
kennaranna halda ræðu á latínu í heyranda hljóði.
Gerði nokkur skólapiltur sig sekan i óreglu eða ó-
hlýðni við kennara eða öðru ósæmilegu, skyldi hann
rækur úr skólanum og sæta sektum eða hegningu
eptir málavöxtum; færi einhver piltur af leti eða ó-
reglu úr skóla áður en skólatíminn væri liðinn, án þess
að hafa lokið námi sínu, skyldi hann endurgjalda skóla-
kostnað sinn.
Námsgreinir skyldu vera einkum gríska og latína,
sem þeir áttu að læra að skrita og tala sine vitiis
(villulaust), og guðfræði. Enn fremur reikningur, að
minnsta kosti 4 höfuðgreinir; nokkuð í hebresku og
sögu; svo átti og að æfa pilta í ritgerðum á latínu,
dönsku og íslenzku.
Morgun- og kveldbænir skyldu aldrei gleymast,
en piltar lesa eptir röð. Bænir voru haldnar í kirkj-
unni.
Skólapiltar skyldu hafa 2 máltíðir á dag eða tví-
mælt alla daga, nema þrímælt á sunnudögum. Allir
skyldu piltar matast í einu, hvor bekkur við sitt borð,
og áttu kennendur að vera við borðhaldið. Borðdúk-
ur skyldi vera á borðum, og borðbúnaður trje og tin-
diskar og spænir eða skeiðar. Eptir máltíðina skyldi
lesa borðbæn.
Eins og að framan er sagt, var upphaflega skipað svo
fyrir, að skólann skyldi halda allt árið um kring, en þeirri