Tímarit Hins íslenzka bókmentafélags - 01.01.1886, Síða 107
107
Eg mun haga ræðu minni eptir tækifærinu eins og eg
eigi tal við þá, sem lifa af handafla sínum. En eg
mun ekki tala, eins og eg sé sjálfur undanskilinn. Eg
tilheyri með öllum rétti hinu mikla bræðralagi verk-
mannanna. Eins og betur fer, erum vér allir í þessu þjóð-
félagi bornir og uppaldir til að vinna, vér erum allir
með því heiðurs-marki merktir og ætti það að saman-
tengja allar stéttir þjóðfélags vors.
Eg hef sagt, að öll alþýða manna hér í landi
lægi mér mjög á hjarta; en hluttekning mín byggist
ekki svo mjög á nytsemi alþýðumanna fyrir félagið,
sem á því, hvað þeir eru af sjálfum sér. Að visu er
staða alþýðumanna lág, en þýðing þeirra er alls ekki
minni fyrir þá sök. þ>orri lýðsins getur ekki eptir
hlutanna eðli verið frábær, því það liggur í hugmynd-
inni að vera frábær, að maður gnæfi yfir fjöldann.
f>eir eru engir hávaðamenn og vekja ekki mikla ept-
irtekt á sínu þrönga verksviði, en samt sem áður eiga
þeir sinn hlut óskertan af ágæti persónunnar og jafn-
vel mikilleik. í raun og veru er hver og einn maður
mikill, hver sem staða hans er. þ>að er vor veika
sjón og annað ekki, sem gjörir hann lítinn. Maður er
mikill sem maður, hvar sem hann er og hvað sem
hann er. í samanburði við ágæti náttúru hans eru
öll ytri tignarmerki lítilræði. Skilningur hans, sam-
vizka hans og ástríki, guðsþekking hans, fegurðartil-
finning hans, áhrif hans á anda sjálfs sín, á aðra hluti, á
meðbræður sína — allt þetta eru dýrðlegir eiginleg-
leikar. Sakir þess aimenna misskilnings, að gjöra lítið
úr því, sem sameiginlegt er öllum mönnum, hættir oss
einmitt við að hlaupa yfir það svo sem ómerkilegt.
En bæði í sál mannsins og hinu sýnilega sköpunar-
verki er þó hið sameiginlega hið dýrmætasta. Vísindi
og íþróttir geta margvislega skreytt hús og hallir með
ljómandi ljósa dýrð, en slíkt er hégómi einn í saman-