Tímarit Hins íslenzka bókmentafélags - 01.01.1886, Síða 123
123
ir, svo tær og hreinn, svo náskyldur vorum viðkvæm-
ustu og tignarlegustu tilfinningum, svo nátengdur til-
beiðslunni, að það er sorglegt til þess að vita, að allur
þorri manna skuli lifa í þessari fegurð miðri, og þó vera
eins blindur eins og hann væri í myrkvastofu, en ekki
á fagurri jörð og undir dýrðlegum himni. Oendan-
legan fögnuð fara menn á mis við sakir ræktarleysis
við þennan andlega hæfilegleika. ímyndum oss, að eg
kæmi gestur á bæ og sæi hvert þil þakið hinum feg-
ustu málverkum Rafaels og hvert horn í húsinu fullt
af forkunnarfögrum hagleiksmyndum, og að eg síðan
yrði þess var, að hvorki karl né kona eða barn á bæn-
um renndi nokkru sinni auga til slíkra dásemdarverka
mannlegrar listar, hve sárt hlyti mér að falla sú and-
ans fátækt! hversu feginn myndi eg vilja opna augu
þeirra, og hjálpa þeim til að skilja og skynja þá ynd-
isfegurð og liátign, sem ekki gat vakið eptirtekt
þeirra? En hver einasti húsfaðir lifir andspænis handa-
verkum enn meiri meistara. Og hve miklu meira
mæti mundi tilvera hans fá, ef hann mætti sjá þá dýrð,
sem skín gegnum lögun þeirra, liti, samhljóðanir, eða
gegnum þeirra siðgæðislega svip?
Eg hefi talað að eins um fegurð náttúrunnar; en
hve mikið finnst af þessum leyndardómsfulla yndisleik
í hinum fögru listum og einkanlega í bókfræðinni?
Hinar beztu bækur hafa mesta fegurð. Hinum mestu
sannindum er gjört rangt til, séu þau ekki tengd við
fegurðina og þau ryðja sér beinasta og dýpsta braut
inn í sálina, þegar þau eru klædd í þennan sinn eðli-
lega og rétta búning. En nú getur enginn maður náð
sannri menntun, sé fegurðartilfinning hans ekki glædd;
og eg þekki enga stétt eða stöðu í lífinu sem megi
vera útilokuð frá henni. Af öllu sælgæti er þetta ó-
dýrast og auðfengnast; enda virðist mér sem slikt sé