Tímarit Hins íslenzka bókmentafélags - 01.01.1886, Blaðsíða 127
127
hyggju sinni. Vafalaust á maðurinn að fullkomnast í
handiðn sinni, því með henni á hann að vinna sér sitt
brauð og þjóna mannfélaginu. En brauð eða atvinna
er ekki æztu gæðin, því væri svo, þá væru kjör hans
verri en skepnunnar, sem náttúran ber á borð fyrir
fæðuna og vefur fyrir fatnaðinn, án þess hún þurfi
nærri að koma. Ekki heldur er aðalætlunarverk hans
að þjóna þörfum félagsins. Skynsamlegri og frjálsri
veru er sýndur endalaus ójöfnuður, sé hún skoðuð sem
meðal öðrum til hagnaðar. Maðurinn má til að vera
takmark, en ekki meðal. Sál, sem sáð er í sáðkornum
visdóms, óeigingirni, sálarþreks og guðrækni, hún er
meira virði en allir ytri hagsmunir heimsins saman-
iagðir. Hún lifir fyrir sjálfa sig, fyrir fullkomnun sjálfrar
sín og má ekki verða þræll hinna dýrslegu þarfa sjálfrar
sín eða annara. J>ér svarið mér, að æðri menntun sé
áriðandi þeim, sem skipa eigi háa stöðu, en ekki þeim,
sem dæmdir séu til hversdagsvinnu. Eg svara: Maður
er hærra nafn en forseti eða konungur. Sannleikur
og gæzka eru jafndýrmæt, i hvaða stétt eða stöðu
sem þau finnast. En auk þessa eru öllum stéttum sam-
eiginleg þau venzlabönd, sem hinar hæstu manndyggð-
ir spretta af og útheimta hinar æztu andans gáf-
ur. Verkmaðurinn er ekki tómur verkmaður. Hann
binda nákomin bönd, innileg og ábyrgðarmikil
skyldubönd, við guð og meðbræður hans. Hann er
sonur, eiginmaður, faðir, vinur og kristinn; hann til-
heyrir heimili, fósturlandi, kirkju og kynflokki manna.
Og á að mennta slíkan mann að eins sakir einhverrar
handiðnar? Var hann ekki sendur í heiminn til að
vinna mikið verk? Til þess að uppala eitt barn full-
komlega þarf djúpsæari hugsun, hærri speki, en til
þess að stýra ríki; og það af þeirri einföldu ástæðu,
að hagsmunir og þarfir hins síðarnefnda liggja eigi
eins djúpt, eru grófgerðari og auðsæari en hinir and-